Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991 Menntaskólinn á Akureyri: SKÓLASTARF er hafið í Mennt- askólanum á Akureyri, en skól- inn var settur á sunnudag. Nem- endur hafa aldrei verið fleiri og fyrirsjáanlegt að þrengsli verða mikil í skólanum í vetur. Verður að kenna í hinum ýmsu kompum, sem alls ekki eru ætlaðar sem kennslustofur. Þá verður einnig þröngt um íbúa heimavistar og nánast hver smuga nýtt til hins ýtrasta. Valdimar Gunnarsson aðstoðar- skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri sagði að nemendur í skólan- um yrðu 630 í vetur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stúlkur eni í meirihluta námsmanna, eða 59% og piltar 41%. Langflestir nemanna koma af Norðurlandi eystra, en um helmingur þeirra er búsettur á Ak- ureyri. Kennarar verða 47. Það verður þétt setinn bekkurinn í vetur, en skólinn hefur nú fengið afnot af einni kennslustofu í íþróttahöilinni, sem ekki hefur þurft áður. Þá verður kennt svo að segja í hverju skoti, í kompum sem alls ekki hæfa til kennslu stórra bekkj- ardeilda. Tilfinnanlega skortir hús- næði við skólann, til að mynda sér- hæfðar kennslustofur til tilrauna- kennslu í raungreinum og þá býr bókasafn skólans við afar þröng húsakynni í heimavistinni. Um 160 íbúar verða á heimavist í vetur, fleiri en nokkru sinni áður, en þó þurfti að vísa allmörgum frá, að sögn Valdimars. „Það er ansi fast pakkað í heimavistinni, meira en góðu hófi gegnir, það er nánast legið í hverri kró,“ sagði Valdimar. I vor var efnt til samkeppni um viðbótarbyggingu við Menntaskól- ann á Akureyri, en Valdimar sagði að svo virtist sem ekki blési byrlega í þeim efnum. Menn hefðu beðið rólegir eftir að röðin kæmi að þeim, en allt benti til að sú bið yrði löng. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ein af minnstu kennslustofum landsins, sem í daglegu tali kallast Undir Svörtuloftum, en þar er allt að 25 manna bekkjum í Menntaskólanum á Akureyri kennt. Stofnun Foldu vekur bjartsýni: Aðdáunarvert hversu vel fólkið hefur staðið af sér óvissutímann Hver smuga nýtt til hins ýtrasta - segir Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, félags verksmiðjufólks ÓVISSU er létt af starfsfólki verksmiðja Álafoss, en það hóf í gær störf hjá hinu nýstofnaða fyrirtæki Foldu hf. sem tók við rekstrin- um af rekstrarféiagi Landsbankans í gær. Formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, segir aðdáunarvert hversu vel starfsfólkið hafi haldið ró sinni í þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur um starfsem- ina og að margir eigi þrjú eða fjögur uppsagnarbréf sem afhent hafi verið undanfarin misseri. Grundarkirkja. ■ BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, heimsótti Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit í vísitasíuferð sinni um Eyjafjarðarprófastsdæmi í síðustu viku. Láðist að geta þessa í frétt um ferð biskups í Morgun- blaðinu síðastliðinn föstudag og er beðist velvirðingar á því. „Þetta er vissulega stór dagur og þarna hefur náðst mikill áfangi. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á því hversu myndarlega Akureyrarbær hefur tekið á þessu máli. Að mínu mati hefur verið rösklega á málinu tekið af háifu bæjarins og það hafa verið fengn- ir hæfir menn til starfa við nýja fyrirtækið,“ sagði Kristín Hjálm- arsdóttir formaður Iðju. Kristín sagði að stofnun Foldu hefði aukið bjartsýni starfsfólks og að vonandi hefði þetta einnig þau áhrif að trú manna á svæðinu yrði meiri, ekki veitti af. Hún fagn- aði því af einlægni að hið nýja fyrirtæki hefði hafið starfsemi sína. „Starfsfólkið hefur búið við mikið óvissuástand alllengi, þetta hefur verið erfitt tímabili, sumt af þessu fólki á nokkur uppsagnar- bréf frá síðustu misserum og þetta hefur tekið á menn. Mér finnst aðdáunarvert hversu vel þetta fólk liefur staðið af sér þá miklu óvissu sem ríkt hefur um reksturinn, mikið af starfsfólkinu er fullorðnar konur sem unnið hafa í saumaskap nánast alla sína ævi og hlaupa ekki í aðra vinnu. Ég varð þess oft vör að því fólki leið afskaplega illa og var uggandi um framtíð sína. Nú er þessari óvissu aflétt og fólk er mun bjartsýnna eftir að hið nýja fyrirtæki Folda kom til skjaianna,“ sagði Kristín. Heimir Ingimarsson formaður bæjarráðs sagði á stofnfundi Foldu í fyrradag, að nú færi í hönd nýr tími krafts og bjartsýni í atvinnu- málum á Akureyri og jafnvel þótt víðar væri leitað, landsbyggðin hefði mátt hafa sig alla við í at- vinnumálum, en nú væri um að gera að halda fluginu í framhaldi af stofnun Foldu. Alþýðusamband Norðurlands: Framkvæmdanefnd vinnnr að stofnun lífeyrissjóðs SAMÞYKKT var á þingi Alþýðu- sambands Norðurlands sem hald- ið var á Illugastöðum um helg- ina, að kjósa 6 manna fram- kvæmdanefnd til að vinna að til- Dreymdi að fyrirtæk- ið yrði stórt og öflugt - segir Mary Hörgdal, starfsmaður Foldu „ÞETTA er hátíðisdagur fyrir okkur og bæjarfélagið. Ef þetta fyrir- tæki hefði ekki verið stofnað hefðu margar fjölskyldur flutt í burtu, sjálfsagt. suður í leit að atvinnu," sagði Mary Hörgdal, en hún hefur unnið í fjögur ár við viðgerðir Iijá Alafossi og gerðist starfsmaður Foldu í gær. „Þetta hefur verið mikill óvissu- tími og afar leiðinlegt þegar verið er að segja fólki upp vinnunni. Það hefur verið sárt að sjá á eftir vinnu- félögum sínum héðan, fólki sem ekki hefur verið endurráðið eftir uppsagnir. Við höfum séð á eftir mörgu góðu starfsfólki í gegnum tíðina,“ sagði Mary. Hún og vinnu- félagar hennar höfðu atvinnu til 15. desember í verksmiðjunum á vegum rekstrarfélags Landsbankans. „Ég og mín fjölskylda hefðum flutt suður, maður hefði leitað sér að einhverri atvinnu þar og sjálf- sagt hefðu fleiri gert það satna. En nú eru menn bara glaðir og vona það besta eftir að nýtt fyrir- tæki hefur tekið við rekstrinum. Þeir hjá bænum hefðu átt að koma hingað með kampavín í dag og halda upp á daginn með okkur,“ sagði Mary, en hún kvaðst þess fullviss að fyriitækinu myndi vegna vel í framtíðinni. Hún sagði að sig hefði dreymt fyrirtækið skömmu áður en hún vaknaði og fór til vinnu í gærmorgun. „Ég er viss um að þetta verður styrkur stólpi og verð- ur í framtíðinni öflugt og gott fyrir- tæki.“ Sjónarsviptir ef starf- semin hefði lagst niður „Við erum fegnar að búa ekki við þessa eilífu óvissu lengur," sögðu þær Laufey Vilhjálmsdóttir og Valrós Tryggvadóttii', starfs- menn Foldu. Valrós hefur unnið í fatadeild Álafoss í sex ár og Laufey í fjögur ár. Þær sögðu að miklu skipti að þau störf sem verksmiðj- Morgunblaðið/Rúnai' Þór Laufey Vilhjálmsdóttir og Valrós Tryggvadóttir voru fegnar því að óvissju síðustu missera væri aflétt. Á innfelldu myndinni er Mary Hörgdal sem segir að hún hefði flutt úr bænum og leitað eftir atvinnu syðra ef Folda hefði ekki komið til. urnar sköpuðu héldust í bænum og þær vonuðu að áframhaldandi starfsemi um ókomna framtíð væri trygg. „Það er ljómandi gott að vinna hérna og andinn er góður. Það hefði orðið verulegur sjónar- lögum að endanlegri stofnun eins lífeyrissjóðs á Norðurlandi. Framkvæmdanefndin verður skipuð þremur fulltrúum frá stétt- arfélögunum á Norðurlandi og þremur frá atvinnurekendum. Full- trúar stéttarfélaganna voru kjörnir, Aðalsteinn Baldursson frá Verka- lýðsfélagi Húsavíkur, Björn Snæ- björnsson, Einingu, og Valdimar Guðmannsson, Verkalýðsfélagi Austur-Húnavatnssýslu. Þá er hugmyndin að stofnaður verði bakhópur með einum fulltrúa frá hverju stéttafélagi á svæðinu, sem Framkvæmdanefndin leggur tillögur sínar fyrir. Nefndarinnar bíður mikið starf, semja þarf reglugerðir, gera tillögur um meðferð eldri sjóða, semja við hlutaðeigandi aðila um þjónustu á hvetjum stað og ýmis skipulagning, þá á einnig eftir að ákveða hvar höfðustöðvar sjóðsins skuli vera og hugsanleg útibú. sviptir ef þessi starfsemi hefði lagst af hér. Við erum virkilega ánægðar með að þessu lyktaði svona vel.“ ---------------- ■ ÚTVARPSSTÖÐIN Stjarnan FM 102 hefur hafið útsendingar á Akureyri. Senditíðnin fyrir norðan er FM 104 og er sent út allan sólar- hringinn. Jafnframt þessu er haust: dagskráin tekin við og bryddað upp á ýmsum nýjungum, m.a. eru frétt- ir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar sendar út á eftirtöldum tímum: Virka daga kl. 8.00, 12.00 og 15.00. Um helgar eru fréttar svo sendar út á hádegi bæði laugardag og sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.