Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
25
VINNUVERND
Hönnun vinnu-
staða með tilliti
til mannsins
eftirMagnús
H. Ólafsson
Atvinnulíf þjóðarinnar er til
fyrir íbúa landsins. Uppbygging
þess og kröfur verða að miðast
við getu hins vinnandi manns. Ef
atvinna okkar
gerir meiri kröf-
ur til okkar en
við þolum þá fer
eitthvað úr þeim
skorðum sem
heppilegastar
eru. Afleiðing-
arnar geta m.a.
orðið líkamleg og
andleg streita,
ýmsir meðfylgj-
andi kvillar og
sjúkdómar, lyfjaát, sjúkrameðferð
og vistun á sjúkrastofnunum. Allt
þetta kostar mikið fé auk þeirra
óþæginda sem þolandinn verður
fyrir.
Góð rekstrarleg afkoma fyrir-
tækis eða stofnunar sem næst á
kostnað heilsu starfsfólksins hlýt-
ur að vara stutt og vera dýr. Góð
rekstrarleg afkoma sem næst
vegna þess að starfsfólki líður vel
og er ánægt varir að sama skapi
lengi og gerir vinnustaðinn eftir-
sóttan.
Magnús H.
Ólafsson
Hönnun
Óheppileg hönnun er eitt af því
sem getur gert miklar kröfur til
starfsmanns. Við hönnun vinnu-
staða í iðnaði hafa menn til
skamms tíma einbeitt sér að gæð-
um, hraða, magni og afköstum. I
því skyni hafa vélar og tæki verið
framleidd af mikilli þekkingu,
hugarflugi og frumleik. Einn
hængur er þó stundum á þessari
hönnun vinnustaða. Það hefur
gleymst að taka tillit til starfs-
manna. Hvernig eru þeir í laginu?
Hver eru líkamleg takmörk
þeirra? Með hönnun vinnustaðar
er ekki aðeins átt við útlit og
gerð vélanna. Þar verður að
reikna með mismunandi hæð
starfsmanna, hreyfigetu, aldri,
kyni og fleiru. Einnig þarf að taka
tillit til hraða, stjórnunar, sam-
vinnu, meðábyrgðar o.fl. Stærsti
vandinn er e.t.v. sá að auk alls
þessa eru engir tveir sem hafa
sömu getu eða gera sömu kröfur.
Það verður þó að segjast að hönn-
un vinnustaða fer stöðugt batn-
andi.
Það er heldur ekki nóg að láta
eitthvert tæki í hendur á fólki án
þess að því sé kennd notkun þess.
Hér þarf raunar ekki að vera um
flókið dæmi að ræða. Tökum venj-
ulegan skrifstofustól sem dæmi.
Það kemur oft í ljós að starfs-
menn kunna ekki á stólana. Þessi
vankunnátta getur hugsanlega
leitt til álagskvilla sem síðan er
„gert við“ með einhvers konar
meðferð. Starfsmaðurinn er orð-
inn að sjúklingi, að óþörfu, og
e.t.v. oft frá vinnu í lengri eða
skemmri tíma. Hann tekur upp
tíma einhvers meðferðaraðila,
gleypir rándýr lyf og þarf að vera
upp á heilbrigðiskerfið kominn.
Þessi þörf fyrir meðferð eykst
með hækkandi aldri. Þjáður mað-
ur verður oft argur í skapi. Hann
þarf að fá útrás fyrir þá spennu
sem hefur safnast upp yfir dag-
inn. Hana fær hann e.t.v. þegar
heim kemur, í lok vinnudagsins.
Sjúklingurinn er þá ekki lengur
eini þolandi upphaflegra óþæg-
inda, heldur líka þeir sem deila
með honum húsum.
Vinnuvernd
Hönnun vinnustaða er ekki list-
grein. Hún er sköpun aðstöðu sem
á að skapa arð. Arðurinn verður
hins vegar rýrari og rekstrar-
kostnaður meiri en efni standa til
ef ekki er tekið tillit til þeirra sem
eiga að vinna verkin. Vinnuvernd
á að vernda starfsmanninn gegn
skaðvænlegum áhrifum. Hún
fjallar um aðlögun manns og
vinnu hvors að öðru, þar sem
aðlögun vinnunnar að manninum
er aðalatriðið. Það er unnt að laga
flesta vinnustaði að hvaða manni
sem er ef hugsað er fyrir því á
hönnunarstiginu. Tökum dæmi:
Piltur vann við karfaflökunarvél.
Aðstaðan var þannig að ef laga
átti piltinn að aðstöðunni hefði
þurft að taka rúman hálfan metra
neðan af honum og teygja hand-
leggi um nærri 40 sm. Það er
augljóst að þetta er ekki hægt.
Hvað er þá til ráða? Það má nota
drenginn þar til hann verður svo
slæmur í skrokknum að hann
hættir og fá þá nýjan og endur-
taka ferlið ár eftir ár. Afleiðing-
arnar sem við sjáum ekki á vinnu-
staðnum, geta hugsanlega orðið
þess eðlis að starfsmaðurinn getur
átt í baráttu við þá kvilla, sem
urðu til við þessar aðstæður,
meira og minna allt lífið. Hefði
ekki verið betra að hanna vinnu-
staðinn strax eftir því fólki sem
þarna átti að starfa?
Annað dæmi: Lyftaramaður
(um 2 m hár) kvartar stöðugt um
verki í hnjám, mjöðmum, baki og
hálsi. Vinnuveitandinn er orðinn
leiður á kvörtunum mannsins og
ætlar að segja honum upp og ráða
annan sem ekki var sífellt væl-
andi. Áður var þó ákveðið að fá
mat fagfólks á aðstæðum. Niður-
stöðurnar voru á þann veg að all-
ur aðbúnaður í lyftaranum væri
ófullnægjandi. Sem dæmi má •
nefna að um 10 sm vantaði á hæð
stýrishússins til að maðurinn gæti
setið uppréttur. Rýmið frá stól-
baki að stýripinnanum var svo lít-
ið að hnén þvældust stöðugt í
þeim. Staðsetning startara var
þannig að maðurinn var að bera
hægri hönd sína undir hnésbótina
og lyfta fæti til að ná að ræsa
tækið. Rými fyrir fætur, frá sætis-
kassa að mæla- og stýriskassa,
var svo naumt að fætur komust
ekki fyrir nema hann sæti útskeif-
ur allan tímann. Niðurstaðan varð
sú að hætt var við að reka mann-
inn en nýr lyftari keyptur. Maður-
inn hélt starfinu sem honum lík-
aði vel að frátöldu því sem hér
var sagt frá. (Erlent dæmi.)
Lokaorð
Hér hefur verið komið lítillega
inn á samspil hönnunar og heilsu.
Við skulum minnast þess að aðal-
atriðið er að laga vinnustaðinn
eins vel og unnt er að starfsmann-
inum í stað þess að treysta á að
hann geti lagað sig að vinnustaðn-
um. Ávinningurinn er færri slit-
og álagseinkenni, betri andi á
vinnustaðnum, færri fjarvistir,
minni þreyta og minni slysahætta.
Hagurinn er augljós.
Höfundur er sjúkraþjálfan og
starfar ad vinnuvernd.
Iðnnemar og Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Opið bréf til fjármálaráðherra
Eins og þér er vonandi í fersku
minni þá sóttir þú kosningafund í
Iðnskólanum í Reykjavík sl. vor,
u.m.þ.b. einni viku fyrir kosningar.
Á þessum fundi voru einnig fulltrúar
annarra framboða er buðu fram í
Reykjavík. Matsalur Iðnskólans var
þétt setinn og góður rómur var gerð-
ur að málflutningi nokkurra fram-
bjóðenda, þar á meðal þínum. Eins
og gefur að skilja snerist umræðan
á þessum fundi mikið um hagsmuna-
mál iðnnema og málefni sem að iðn-
námi snúa á einn eða annan hátt.
Meðal þess sem spurt var um var
hvort frambjóðendur væru tilbúnir
að lýsa því yfir að ekki kæmi til
greina að iðnnám yrði gert óláns-
hæft hjá LÍN. Allir svöruðu fram-
bjóðendur því til að þeir teldu ekki
koma til greina að iðnnám yrði gert
ólánshæft. Þú, Friðrik, sagðir í þessu
sambandi að þú teldir það fráleitt
að þær breytingar sem þyrfti að
gera á sjóðnum myndu bitna á iðn-
nemum. Upplýst var í þessu sam-
bandi að hugmyndir um að iðnnám
yrði gert ólánshæft hjá LÍN hefðu
oft verið reifaðar meðal embættis-
manna sem hefðu með málefni LÍN
að gera. Eftir þennan fund þóttust
iðnnemar þess fullvissir að ekki yrði
hróflað við stöðu þeirra gagnvart
LÍN umfram aðra námsmenn. Ekki
minnkaði þessi vissa þegar ljóst varð
að þú, Friðrik, settist í stól fjármála-
ráðherra og kæmir þannig með bein-
um hætti að stjórn sjóðsins, í gegn-
um fulltrúa þinn í stjórn LÍN.
En hvað gerist? Það sýnir sig eina
ferðina enn, að það er lítið að marka
sjórnmálamenn í kosningabaráttu.
Þeir segja eitt fyrir kosningar en
gera svo allt annað þegar og ef þeir
komast til válda, í ofanálag krefjast
þeir svo þess að þeim og störfum
þeirra sé sýnd virðing.
Nú hefur það nefnilega gerst að
búið er að svipta suma iðnnema láns-
hæfni hjá LÍN og ákveðnar breyting-
ar sem gerðar hafa verið á túlkun
sjóðsins á úthlutunarreglum bitna
sérstaklega illa á iðnnemum, mun
verr en á nokkrum öðrum eins og
sýnt mun verða fram á. TekjUmeð-
ferð iðnnema hjá LÍN hefur verið
gerð mun óhagstæðari en tekjumeð-
ferð annarra námsmanna. Að þessu
standa fulltrúar ríkisstjórnarinnar í
stjórn LÍN, en þeir eru skipaðir af
fjármálaráðherra og menntamála-
ráðherra. Tillagan sem samþykkt
var og hefur þessar afleiðingar í för
með sér er svohljóðandi:
„Námsaðstoð er að öllu jöfnu ekki
veitt til starfsnáms eða starfs-
þjálfunar, þegar um launað starf er
að ræða meðan á námi stendur.
þ.e.a.s. ef umsamin mánaðarlaun
(samkvæmt náms- eða starfssamn-
ingi) eru hærri en grunnframfærslan
(sbr. 3.1.1.).“
Til að átta sig á því hver raunveru-
Jeg áhrif framkvæmd þessarar til-
lögu eru þá koma hér nokkur dæmi:
A. Iðnnemi í starfsnámi. Um-
samin laun samkvæmt kjarasamn-
ingum 48.316 á mánuði. Heildar-
tekjur 579.792 kr. á ári. Einstakling-
ur í leiguhúsnæði.
Þessi nemi fær ekkert námslán
hjá LÍN samkvæmt nýrri túlkun á
úthlutunarreglunum vegna þess að
hann er í starfsnámi og mánaðar-
tekjur hans eru umfram grunnfram-
færslu LÍN sem er 46.716 kr. á
mánuði.
B. Námsmaður sem ekki er í
starfsnámi. Laun I þriggja mánaða
sumarleyfí 3X100.000 kr. = 300.000
kr. Námsmaðurinn hefur vinnu með
skóla og þénar 50.000 kr. á mán-
uði. Heildartekjur 750.000 kr. Ein-
staklingur í leiguhúsnæði.
Þessi námsmaður fær 115.515 kr.
í lán hjá LÍN á skólaárinu. Hans
ráðstöfunarfé er því 865.515 kr. á
ári. Hann fær lán hjá LÍN vegna
þess að hann er ekki í starfsnámi
og því er tekjumeðferð hans önnur
en starfsnámsnemans.
C. Iðnnemi í starfsnámi. Um-
samin laun samkvæmt kjarasamn-
ingum 48.316 kr. á mánuði. Heildar-
tekjur 579.792 kr. á ári. Neminn
hefur tvö börn á framfæri og maki
er heimavinnandi.
Þessi iðnnemi fær ekkert námslán
vegna þess að hann er I starfsnámi
og mánaðartekjur hans eru umfram
grunnframfærslu LÍN 46.716 kr. á
mánuði.
D. Námsmaður sem ekki er í
starfsnámi. Tekjur hans í sumarleyfi
eru 200.000 kr. á mánuði. Heildar-
tekjur 600.000 kr. Námsmaðurinn á
tvö börn og maki er heimavinnandi.
Þessi námsmaður fær lán frá LÍN
vegna þess að hann er ekki í starfs-
námi. Lánið til hans er 520.296 kr.
yfir sjtólaárið eða 57.811 kr. á mán-
uði. Ráðstöfunarfé hans yfir árið er
því 1.120.296 kr.
Á þessu dæmum sést glögglega
hversu óréttláta tekjumeðferð iðn-
nemar fá hjá LÍN eftir að umrædd
tillaga var samþykkt. Það má hafa
miklu fleiri orð um hvernig þetta
óréttlæti getur birst. Það sem þó
stendur upp úr er sú menntapólitíska
stefnubreyting sem samþykkt tillög-
unnar hefur haft í för með sér. Yfir-
völd hafa markað þá stefnu að nám
sem fram fer í atvinnulífinu sé ekki
eins merkilegt og nám sem fram fer
innan skólaveggja. Af þeim sökum
skuli námsaðstoð verknámsnema
vera lakari en þeirra sem nema inn-
an veggja skólabygginga. Yfirvöld
líta nú svo á að of margir nemar
sæki í verknám og það þurfi að
fækka þeim en fjölga bóknámsnem-
unum. Það verður ekki hjá því kom-
ist að draga ályktanir sem þessar
af þeirri meðferð sem iðnnemar fá
nú hjá LÍN. Það hefur verið tekin
ákvörðun um að stýra nemendum
frá verknámi og inn í bóknám. Það
verða afleiðingarnar hvort sem
mönnum líkar betur eða verr. Eins
og gefur að skilja eru iðnnemar ekki
sáttir og það sem iðnnema fýsir að
vita er hvort þú, Friðrik, metir þess-
ar aðgerðir ekki svo að þær bitni
frekar á iðnnemum en öðrum. Ef
svo er þá hlýtur þú að beita þér
fyrir því að saihþykkt umræddrar
tillögu verði dregin til baka, að öðr-
um kosti hlýtur þú að teljast ósann-
indamaður. Ef þú metur það svo að
þessar aðgerðir bitni ekki frekar á
iðnnemum en öðrum ósiia iðnnemar
eftir útskýringum þínum á því hvern-
ig svo megi vera.
Fimmtudaginn 3. október kl. 13
munu Iðnnemasamband íslands og
Skólafélag Iðnskólans í Reykjavík
ásamt nemendum við skólann rifja
upp ummæli þín á áðurnefndum
kosningafundi, en fundurinn var all-
ur tekinn upp á myndband. Mynd-
bandið mun verða sýnt og er þér
hér með formlega boðið til að vera
viðstaddur.
Stjórnir Iðnnemasambands fs-
lands og Skólafélags Iðnskólans í
Rcykja vík.
40
gerðir af í ýmsum viðarlitum
eru til í verslun okkar.
I: -
Costa kommóða hvít filma.
H:122 B:46 D:40,3 kr. 10.410.-
Kommóða nr.94 hvít filma.
H:70 B:74 D:40 kr. 5.520.-
Líka til i furulit og svörtu.
Kommóða nr.94 dökk birki filma.
H:70 B:74 D:40 kr. 5.520.-
'í
Kommóða nr.67 hvít fillma.
H:98,5 B:74 D:40 kr. 10.200.-
Líka til í furulit og svörtu.
Zilo kommóða nr.3 sv/mahogni.
H:116 B:50 D:40 kr. 22.290.-
Líka til í öðrum útgáfum.