Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 37 VELVAKAMDf SVARAR í SÍMA 891282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . .. Týndur trefill Vilhjálmur auglýsir eftir trefli sem hann týndi mánudaginn 23. september eftir hádegi. Hann tel- ur að hann hafi tapað treflinum nálægt biðskýlinu á mótum Suð- urgötu og Hjarðarhaga. Um er að ræða fínan trefíl úr kasmírull, vínrauðan að lit með kögri. Merk- ið Crombie er stimplað inn í hann. Finnandi vinsamlegast hafí sam- band í síma 24428. Vantar upplýsingar um ástarkvæði Ingibjörg Guðmundsdóttir spyr hvort einhver kannist við eftirfar- andi ástarkvæði sem hefst á þess- um línum: Hann Hjálmar á blómskreyttri brekkunni stóð er burtfarar nálgaðist tíð. Hann átti að fara á feðranna slóð mót íjandmannahernum í stríð. • Ingibjörg segist hafa heyrt þetta hjá móður sinni en hún hafí aldrei vitað eftir hvern það var. Þetta væri mikið tilfínningaljóð og afar dramatískt en hún væri því miður búin að týna niður hluta þess. Fundið úr Stórt ferkantað stálúr með svartri leðuról fannst fyrir nokkru við gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Upplýsingar fást í síma 604545 milli kl. 8 og 16 á daginn. Skipulagsnefnd borgarinnar til rangra borga Gömul kona hringdi og sagðist hafa séð það að skipulagsnefnd borgarinnar væri á förum til Prag, Búdapestar og Vínar til þess að kynna sér varðveislu gamalla borgarhiuta. Hún spyr hvað þetta sé stór nefnd, hvort nefndarmenn borgi fyrir sig sjálfír eða hvort þessi ferð sé farin á vegum borgarinnar. Að auki spyr hún afhveiju nefndin sé ekki send til hafnarborga eins og Hamborgar þar sem fyrrgreindar borgir eigi ekkert sameiginlegt með Reykjavík. Austurstræti áfram göngugata Björgvin, starfsmaður Reykjavíkurborgar, sagðist vera alfarið á móti því að opna Austurstræti fyrir umferð. Það yrði til dæmis mun óhagstæðara fyrir gamalt fólk og þá sem væru fatlaðir. Björgvin vildi meina að menn gætu keyrt annars staðar og að Austurstræti ætti að vera svona í "þúsund ár. Hann sagði líka að ekki ætti eingöngu að skammast út í lætin í unglingum í Austurstræti á kvöldin því hinir fullorðnu ættu þar einnig hlut að máli. Svartur dömujakki Svartur dömujakki var tekinn af stólbaki sunnudaginn 22. september á Hótel Sögu á árshátíð íslenskra leikara. Jakkinn er úr terlyne-efni, hnepptur, í millisídd. Sá sem kannast við málið er vinsamlegast beðinn að hafa samband í eftirfarandi númer: 39425. Ísland/EES: Ogeðfeld afskiptasemi Belga Einhver Dr. Joseph Curran skrif- ar hugleiðingar um ísland og EES, rétt eins og að honum komi það sérstaklega við hvort ísland ánetjist þessu bandalagi hans eða ekki. Hann segist hafa áhyggjur af því að verði ekki svo, þá muni ísland skipa sér á bekk meðal þjóða þriðja heimsins. Hvaðan kemur Belganum þessi viska? Kemur hún úr herbúðum ein- hverra Evrókrata? Dr. Magni Guðmundsson segir m.a. í svargrein í Morgunblaðinu 24. september sl.: „Hitt virðist fara fram hjá honum hversu dýrt spaug það gæti orðið EB-löndunum sjálf- um, ef þau misstu af íslands-físki, sem myndi fara á aðra markaði. Fiskverð í EB-löndunum myndi hækka við slíka skerðingu fram- boðs.“ Dr. Mgngi Guðmundsson segir ennfremur, „Mörgum geðjast hreinlega ekki að aðferðinni, sem Undirmál Kvótakerfið Það er fáránleg „fískveiðistjórn- un“ við landið og árangurinn eftir því. Um 1970 var meðalvigtin á togaraþorsk þrjú og hálft kíló. Núna kemst meðalvigt jafnvel niður í 1,4 kg. Ef þessi fiskur fengi að vaxa í friði, tvöfaldaði hann þyngd sína á einu ári. Ég hef verið á sjó, bæði á togur- um og vertíðarbátum og spyr hvort mönnum þyki meira vit í því að drepa fískinn í 7-10 kg á vertíðar- bát eða á togara þar sem þarf 4-5 físka til að ná sömu kílóatölu? Svo er það líka stórfurðulegt að línufiskur skuli vera hálftalinn fram í kvóta frá nóvember til febrúar, þ.e.a.s. tvö tonn eru talin sem eitt í kvóta. Þessi fiskur er ekki stærri en svo að hann rétt nær máli. Sjómaður EB-stórveldið beitir. Hún ber keim af viðskiptastríði, án vopna vissu- lega. Boðskapurinn er í fáum orðum þessi: Látið okkur í té auðlindir ykkar, þar á meðal fískimiðin, að öðrum kosti munum við gera kröfu til milljarða króna tolla af afurðum ykkar.“ Barnagæla Margir hafa brugðist við kalli J.B. sem auglýsti eftir fólki sem kynni barnagælu er hún lærði í æsku. Ekki eru allar útgáfurnar samhljóða en Guðný Vigfúsdóttir lærði vísuna þannig: Hún amma, hún er mamma hennar mðmmu og mamma er það besta sem ég á en gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig þá dimma tekur nótt hún syngur við mig sálmakvæðin fögur sofna ég þá bæði blítt og rótt. STJÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. HJÁ AIMDRÉSI Karlmannaföt í úrvali á kr. 9.990 - 13.900,- Vönduð efni, ný snið. Mikið úrval af stökum buxum á kr. 2.480,— 4.400,- Ullarfrakkar á kr. 10.500,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250 Samfestingar í vinnuna á kr. 2.900,- Kuldagallar á kr. 5.500 - 7.900,- og margt fleira. Andrés - Fataval, (opið frá kl. 13-17.30 mán.-föstud.), Höfðabakka 9c, sími 673755. Hver þekkir barnagæiuna Mikið yrði ég glöö Og fegin eínhvpr tm*i mé Guðný segir vísuna eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti á Kjalarnesi og hafi hún ort hana til dóttur sinnar. Guðný lærði vísuna af Guðrúnu þegar hún var tíu ára og passaði téða dóttur Guðrúnar. Þetta er þörf hugvekja fyrir þá sem tala um „Evrópuheimilið" „samfélag Evrópuþjóða", o.s.frv. Ætli það sé ekki best fyrir okkur íslendinga að eiga vinsamleg sam- skipti við þetta „heimili", fremur en að flytja þangað, inn á gafl. Jóhannes R. Snorrason Tvo athyglisverð haustboð frá Stjórnunarfélagi Islands Stjórnunarnám Yfirgripsmikið nám, sem tekur á öllum þáttum stjórnunar. Byggt er á 30 ára reynslu Stjórnunárfélagsins, færum leiðbeinendum og valinkunn- um stjórnendum úr íslensku at- vinnulifi, sem skýra frá reynslu sinni af stjórnun. Þetta nám er ætlað nú- verandi og verðandi stjórnendum. Efni: Forystuhlutverkið Opinber rekstur - einkarekstur Tímaskipulagning og skrifstofu stjórnun Gagnasöfnun og grcining aðstæóna Stefnumótun og markmiðasetning Hvatning og frammistöðumat Mikilvægi endurmats Leiðbeinendur og gcstafyrirlesarar: Ágúst Valgeirsson, rekstrar- og hag- verkfræðingur Eggert Hauksson, stjórnarformaður Plastprents Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á Islandi Haukur Haraldsson, TMI leiðbein- andi Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræð- ingur Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntækni- stofnunar fslands Reynir Kristinsson, rekstrarhag- fræðingur Thomas Möller, forstöóumaður landrekstrardeildar Eimskips hf. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips hf. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skips hf. 60 stundir. Skráning stendur yfir. Fjármálanám Þetta nám er fyrir alla þá, sem vilja auka þekkingu sína á fjármálum og fá leiðsögn í að hanna fjárhagsáætl- anir með hjálp töflureiknis. Námið er unnið eftir bandarískri fyrirmynd frá „American Manage- ment Association". Þar i landi heitir námskeiðið „Finance for the non financial manager" og hefur notið mikilla vinsælda og er aðsóknartalan nálægt hundrað þúsund þátttakend- ur. Efni: Fjármálastjórnun Bókhald Núvirðisútreikningar Lestur og greining ársreikninga Fjárhagsáætlanir Leiðbeinendur: Ágúst Valgeirsson, rekstrar- og hag- verkfræðingur Sólmundur Jónsson, viðskiptafræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun Svanbjöm Thoroddsen, hagfræðing- ur hjá Verðbréfamarkaði Islands- banka. 33 stundir. Námið hefst 14. október. Nánarí upplýsingar fást í síma 621066. Stjómunarfelag íslands Ánanaustum 15 Sími 621066 Bókhalds- náim Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. ficittt' áftft- ftítfð étfééafiff éð4ftt>t> 4 áétáffétt- pttttfttttdtttáéfrff/-. Á námskeiðinu veiður eftírfarandi kennt * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reglugerðir * ViroisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstenuningar * Tölvubókhald: Fiárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launalbókhald Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Bladid sem þú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.