Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991
27
Stórkostleg baráttuiunferð
__________Skák______________
Margeir Pétursson
BARÁTTAN á heimsbikar-
mótinu eykst dag frá degi og
í gærkvöldi lauk fyrstu skák-
inni ekki fyrr en rétt fyrir
klukkan níu, er Gúlko játaði
sig sigraðan af Anatólí
Karpov, sem vann þar með í
fyrsta sinn með svörtu mönn-
unum. Vasíli ívantsjúk vann
mikilvægan sigur á hinum
geysisterka Valerí Salov og
það er greinilegt að hann mun
ekki láta Karpov sigurinn eft-
ir fyrr en í fulla hnefana.
Ofugt við Karpov var þetta
fyrsti sigur Ivantsjúks á hvítt.
Júgóslavinn Ljubojevic hefur
vakið athygli á mótinu fyrir
ágæta taflmennsku það sem af
er en landi hans Nikolic má nú
ekki síður vel við frammistöðu
sína una. I gær vann hann annan
sigur sinn í röð, er hann kné-
setti Chandler mjög örugglega.
Englendingnum urðu á mistök
strax í byijuninni og eftir mjög
öflugan 13. leik Nikolic var sigur
hans aldrei í hættu, þótt skákin
yrði 42 leikir.
Svíinn Andersson hefur ekki
ennþá fundið sig á mótinu, í
gærkvöldi fékk hann snemma
lakara tafl með hvítu gegn Port-
isch og varð eina ferðina ertn að
heija út jafntefli með vamar-
seiglu.
Otrúlega auðveldur sigur
Karpov með svörtu mönnunum
í gæf vakti mikla athygli. Ef frá
er skilinn sigur Gúlko yfir Salov
hefur taflmennska hans verið
mjög slök. Hann reyndi að tefla
frumlega í byijuninni gegn
Karpov, en veikti með því eigin
stöðu og eftir aðeins 17 leiki
átti Karpov allskostar við hann.
Ivantsjúk tefldi vel gegn Salov,
sem hefur hins vegar átt mjög
slæman kafla eftir að hafa unnið
tvær fyrstu skákimar. Tapið fyr-
ir Karpov hefur greinilega haft
mjög slæm áhrif á sjálfstraust
Salovs, sem hefur nú aðeins hlot-
ið einn vinning úr fimm síðustu
skákum sínum.
Þeir nafnamir Jan Timman
og Jan Ehlvest hafa ekki ennþá
náð að sýna sitt bezta. I gær
tefldu þeir innbyrðis og virtist
Ehlvest lengst af standa vel að
vígi með svörtu en þegar skákin
átti að fara í bið virtist jafntefli
blasa við. Seirawan hafði iengi
vel peð yfir og góða vinnings-
möguleika gegn Speelman.
Ljubojevic lenti í mjög þröngri
stöðu með hvítu gegn Beljavskí,
en þegar skákin fór í bið var
staðan jafnteflisleg.
Heildarstaðan eftir 7
umferðir:
1. Karpov 6 v.
2. ívantsjúk 5 v.
3. Nikolic 4 'A v.
4. Ljubojevic 4 v. og biðskák
5. Seirawan 4 v.
6-7. Chandler og Khalifman 3 '/2
v.
8-11. Salov, Andersson, Speel-
man og Portisch 3 v.
12-13. Beljavskí og Ehlvest 2 ‘A
v. og biðskák
14. Jóhann 2‘/2V.
15. Timman 2 v. og biðskák
16. Gúlko 2 v.
Karpov mætir Ljubojevic í
dag
Það má búast við því að um-
ferðin í dag gefí gærdeginum
lítið eftir. Karpov hefur hvítt
gegn Ljubojevic og verður fróð-
legt að sjá hvort hinum léttleik-
andi Júgóslava tekst að stöðva
sigurgöngu heimsmeistarans
fyrrverandi.
Jóhann Hjartarson hefur hvítt
gegn Ehlvest og auk þess tefla
Salov-Andersson, Beljavskí-
ívantsjúk, Khalifman-Gúlko,
Portisch-Seirawan, Speelman-
Nikolic, Chandler-Timman.
Þrátt fyrir að Jóhann Hjartar-
son eigi enn eftir að innbyrða
sinn fyrsta sigur hefur hann teflt
margar af skemmtilegustu skák-
um mótsins og umferðin í gær
var engin undantekning hvað
það varðaði:
Hvítt: Alexander Khalifman
Svart: Jóhann Hjartarson Sik-
ileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4
- cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3
- a6 6. Be2 - e6 7. 0-0 - Be7
8. f4 - 0-0 9. Khl - Dc7 10.
a4 - Rc6 11. Be3 - He8 12.
Bd3 - Rb4!?
Það er fremur óvenjulegt í
þessu mikið teflda Scheven-
ingen-afbrigði Sikileyjarvarnar
að eyða tveimur leikjum í að
skipta uþp á hvíta biskupnum á
d3. 12. — Bd7 eða 12. — Rxd4
- 13. Bxd4 — e5 munu vera
algengari leikaðferðir í stöðunni.
13. a5 - Bd7 14. Del - Bc6
15. Dg3 — Rxd3 16. cxd3 —
Hac8 17. Rf3 - Bf8 18. Bd4 -
De7 19. e5?!
Eftir að hafa byggt upp ágæta
stöðu leggur Khalifman til at-
lögu, en hún skilar ekki tilætluð-
um árangri. Með biskupaparið
þolir svartur vel opnun stöðunn-
ar.
19. - Rh5 20. Dg4 - g6 21.
Re4 — Bxe4 22. dxe4 — Hc4!?
23. Hael - Hd8 24. Bc3 -
dxe5?!
Hér færir Jóhann andstæðingi
sínum fruinkvæðið á silfurfati.
Svartur virðist standa sízt lakar
að vígi eftir 24. — d5!
25. Rxe5 - Ha4 26. Df3 - Bg7
27. f5 - exf5 28. exf5 - Dc7
29. fxg6
Jóhann átti hér aðeins u.þ.b.
mínútu eftir, en það kann að
vera að hér hafi Khalifman verið
of bráður á sér í leit að sóknar-
færum.
29. - fxg6 30. g3 - Rf6! 31.
Rxg6 - hxg6 32. Bxf6 - Hf8
33. Dd5+ - Df7 34. Ddl
Öll spjót virðast nú standa á
svörtum, hótanirnar eni 35.
Dxa4 og 35. Be7, en Jóhann
lumar á laglegri jafnteflisleið.
34. - Hal! 35. Dxal - Dd5+
36. Kgl - Bxf6 37. h4 - Dd4+
38. Kg2 - Dd2+ 39. Kh3 -
Dd7+ 40. Kg2 - Dd2+ 41. Kh3
— Dd7+ og jafntefli með þrá-
skák.
Þrotabú KRON:
480 milljón
króna kröfur
LÝSTAR kröfur í þrotabú Kaupfé-
lags Reykjavíkur og nágrennis,
KRON, eru rúmar 480 milljónir
króna, þar af eru almennar kröfur
um 270 mUljónir króna. Fyrsti
skiptafundur var haldinn hjá
skiptaráðanda í Reykjavík sl.
föstudag. Að sögn Hlöðvers Kjart-
anssonar bústjóra er óljóst hve
miklar eignir þrotabúsins eru. Þó
liggur fyrir að eignir í hlutabréf-
um og öðru slíku nemi um 10
milljónum króna.
Ósamþykktar lýstar forgangs-
kröfur eru tvær og nema alls rúmum
18,7 milljónum króna, þar af á Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn kröfu að fjár-
hæð 17,6 milljónir kr., sem hefur
verið hafnað að svo stöddu.
Almennum kröfum að fjárhæð 160
milljónir króna hefur verið hafnað
að svo stöddu og sagði Hlöðver að
þar réði mestu um skortur á frekari
gögnum. Þá nema lýstar veðktöfur
utan skuldaraðar 189,7 milljónum
kr. og kvaðst Hlöðver telja að veð
væri fyrir flestum þeirra krafna.
Stærstu kröfuhafar eru Ingólfur
Ólafsson, fyirverandi kaupfélags-
stjóri, 83,8 milljónir kr. vegna eftir-
launa, en kröfunni hefur verið hafnað
að svo stöddu. Þá á Búnaðarbankmn
kröfur, upp um 64 milljónir. Lands-
bankinn á 11 kröfur í þrotabúið,
samtals að upphæð 57,7 milljónir kr.
Gjaldheimtan í Reykjavík á kröfu að
upphæð 54,7 milljónir kr. vegna op-
inberra gjalda.
Grindavík:
Kindakjöt bak
við luktar dyr
Grindavík.
BÚIÐ er að fresta ákvörðun heil-
brigðisnefndar Suðurnesja um að
afhenda allt kjöt, sem slátrað var
í Grindavík, utan ærkjöt, eigend-
um. Yfirdýralæknir kærði úr-
skurð nefndarinnar til HoIIustu-
verndar ríkisins.
Magnús Guðjónsson heilbrigðis-
fulitrúi sagði við Morgunblaðið að
heilbrigðisráðuneytið hefði bent á að
úrskurður heilbrigðisnefndar síðan á
laugardaginn hefði ekki verið réttur.
Því hefði verið ákveðið á fundi heil-
brigðisnefndar að standa við fyrri
samþykkt en fá samþykki bæjáf'-
stjórnar Grindavíkur og álit Hollustu-
verndar ríkisins á því að veita undan-
þágu frá ákvæðum reglugerða um
heimaslátrun. Ef hollustuvernd gefur
neikvæða umsögn hefur heilbrigðis-
ráðherra síðasta orðið. Magnús kvað
ólíklegt að hollustuvernd gæfi já-
kvæða umsögn eða að ráðherra gengi
gegn umsögn hollustuverndar þannig
að útlit er fyrir kjötinu verði hent.
Ofsagt mun hafa verið í frétt
Morgunblaðsins í gær að bæjarfóg-
eti hafi tekið fram fyrir hendur heil-
brigðisnefndar, heldur mun hafa ver-
ið ákveðið að fresta frekari aðgerðum
eftir að innsiglun hafði farið fram.
Leiðréttist það hér með.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Vinn
1. Salov,Sovétr. 2665 X 1 0 'h 0 'h 0 1 3
2. Beljavskíj, Sovétr. 2650 0 X 'h 0 1 B 'h 'h 2 'h+)
3. Karpov, Sovétr. 2730 1 'h X 1 1 1 'h 1 6
4. Khalifman, Sovétr. 2630 'h 1 0 X 'h 'h 'h 'h 3'/
5. Gulko, Bandarík. 2565 1 0 0 X 'h 0 'h 0 2
6. Ljubojevic, Júgósl. 2600 'h B X 1 'h 'h 'h 1 4+b
7. ívantsjúk, Sovétr. 2735 1 X 'h 'h 'h 1 'h 1 5
8. Andersson, Sviþjóð 2625 X 'h 'h 'h 'h 0 'h 'h 3
9. Seirawan, Bandarík. 2615 'h X 'h 1 'h 'h 'h 'h 4
10. Nikolic, Júgóslavíu 2625 'h 'h 'h X 'h 1 1 'h 4 'h
11. Timman, Hollandi 2630 0 'h 'h 0 'h X B 'h 2+b
12. Ehlvest, Eistlandi 2605 h 'h 'h 'h 'h 0 B X 2'h+
13. Chandler,Englandi 2605 'h 1 'h 0 1 'h 0 X 3'h
14. Speelman, Englandi 2630 0 'h 'h 'h 'h 'h 'h X 3
15. Portisch, Ungverjal. 2570 'h 'h 'h 1 0 0 'h X 3
16. Jóhann Hjartarson 2550 0 'h 0 'h 'h 'h 'h X 2 'h
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Afsökunarbeiðni
Vegna mistaka á auglýsingadeild Mbl. var í blaöinu í gær auglýst
nauðungaruppboö á vegum sýslumannsins í Árnessýslu/bæjarfóget-
ans á Selfossi. Þessi uppboðsauglýsing var ekki samkv. beiöni sýslu-
manns/bæjarfógeta.
Biöjum við hlutaöeigandi velviröingar á þessum mistökum.
FÉLAGSSTARF
Mýrasýsla - Borgarnes
Sjálfstæðisfélag Mýrasýslu heldur aðalfund fimmtudaginn 3. október
í Sjálfstæðishúsinu, Brákarbaut 1, kl. 20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Stjórnin.
Haustferð eldri borgara
Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi býður eldri borgurum
hverfisins í haustferö laugardaginn 5. október nk.
Farið verður í Viðey, þar sem séra Þórir Stephensen, staöarhaldari,
veitir leiösögn og veitingar verða þegnar. Lagt verður af stað frá
Neskirkju kl. 13.15.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut
1, simi 682900, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 4. október.
Stjórnin.
Aðalfundur
Félags sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi
verður haldinn í dag, 2. október, kl. 20.30
í Valhöll. Gestur fundarins verður Markús
Örn Antonsson, borgarstjóri.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Friðrik Sophusson
á Hótel Borg
F • U • S
1 dag, miðvikudaginn 2. október, klukkan
tvö mun Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, leggja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar fyrir Alþingi.
Klukkan níu um kvöldið verður haldinn op-
inn fundur um frumvarpið á Hótel Borg á
vegum Heimdallar, félags ungra sjálfstæð-
ismanna i Reykjavik, og verður fjármálaráð-
herra gestur fundarins.
Stjórn Heimdallar.