Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
IMORÐURLANDAMOT
Islandsmótið 1. deild
SvARTA
PAINNAN
IMjarðvík mætir einu
sterkasta liði Evrópu
íþróttamaður KR
Axel Nikulásson, landsliðsmað-
ur í úi’valdseildarliði KR í
körfuknattleik, var kjörinn íþrótta-
maður KR fyrir keppnistímabilið
1990 til 1991. Greint var frá kjör-
inu á aðalfundi félagsins og var það
fyrsta verk nýkjörins formanns,
Kristins Jónssonar, sem tók við for-
mennsku af Sveini Jónssyni, en
hann hafði gegnt formennsku frá
árinu 1974.
„KR er stærsta íþróttafélag
landsins og því er þetta ein helsta
viðurkenning í íslenskum íþrótta-
heimi. Útnei'ningin er hápunkturinn
á ferlínum," sagði Axel við Morgun-
blaðið.
GeorgL. Sveinsson, sem búsettur
er í Bandaríkjunum, gaf fyrir mörg-
um árum veglegan farandgripar til
þanda íjjróttamanni KR, en kjörið
fó>' fyrst fi'am fyrir keppnistímabilið
1980 til 1981. Axel er ellefti
íþróttamaðurinn, sem sæmdur er
nafnbótinni og fjórði körfuknatt-
leiksmaðurinn, en hinir eru Jón Sig-
urðsson, Linda Jónsdóttir og Páll
Kolbeinsson, sem var útnefndur í
fyrra.
Eyst rasa Itsríkj u nu m
boðin þátttaka
Körfuknattleikssambönd Norðurlanda hafa ákveðið að bjóða Eystra-
sallsríkjunum að taka þátt í Norðurlandamótum karla og kvenna
næsta vor. Karlakeppnin fer fram í Osló í Noregi 7. tii 10. maí, en
kvennakeppnin í Kaupmannahöfn 23. til 26. apríl.
Alþjóða körfuknaltleikssambandið, FIBA, hefur ekki enn viðurkennt
Eystrasaltsríkin, sem fyrir bragðið mega ekki taka þátt í alþjóðlegum
mótum á vegum FIBA. Verið er að byggja upp sjálfstæða íþróttastarf-
semi í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og með þessu boði vilja norrænu
körfuknattleikssamböndin leggja sitt af mörkum í þeirri sjálfstæðisbar-
áttu.
Valur og IR
meistarar
Valur varð um helgina
Reykjavíkurmeistari í körfu-
knattleik en liðið sigraði KR í hrein-
um úrslitaleik 84:82. Valsmenn
unnu alla þijá leik sína en KR tap-
aði einum leik, fyrir Val. ÍR-ingar
unnu Stúdenta 67:63 og urðu í
þriðja sæti.
í kvennaflokki varði ÍR meistara-
titilinn með því að leggja Stúdínur
að velli 43:35. KR-stúlkur urðu í
öðru sæti en þær unnu ÍS með einu
stigi í síðustu viku.
Stórleikir
í Kaplakrika miðvikudaginn 2. október
HAUKAR
1987 auk þess sem liðið hefur
margsinnis orðið meistari og bikar-
meistari í Júgóslavíu. I Evrópu-
keppnunum hefur félagið leikið 159
leiki og sigrað í 105 þeirra.
Þrátt fyrir hæðina eru leikmenn
Cibona léttleikandi og leika mjög
agað. Bestu menn þeirra eru „Iitlu“
bakverðirnir, Cveticanin (198 sm)
og Radulovic (192 sm) sem eru
báðir frábærir leikmenn og miklir
þriggja stiga menn. Radulovie skor-
aði að meðaltali 23,5 stig í leik í
fyrra. Aðrir leikenn eru einnig
ágætir þriggja stiga menn og skor-
ar liðið mikið af slíkum körfum í
leikjum sínum. Varla þarf að taka
fram að þessir „risar“ taka mikið
af fráköstum og verður fróðlegt að
sjá hvernig Rodney Robinsson
gengur í baráttunni við þá en hann
tók að meðaltali 16,8 fráköst í leik
í fyrra.
Flestir leikmenn Cibona hafa
leikið með landsliði Júgóslavíu. Elsti
maður liðsins er fyrirliðirtn Knego
sem er 35 ára og 204 sm á hæð.
Hann hefur leikið með Cibona í 15
ár og hefur fjórum sinnum orðið
stigahæstur í Júgóslavíu.
Forsala á morgun
Njarðvíkingar búast við miklum
fjölda áhorfenda enda ekki á hveij-
um degi sem slíkt lið kemur hingað
til lands. Leikurinn á morgun hefst
kl. 20 í íþróttahúsinu í Njarðvík og
á laugardaginn eigast liðin aftur
við á sama stað en þá hefst leikur-
inn ki. 16.
í dag ætla Njarðvíkingar að
ganga í hús í sínum heimabæ og
selja miða og síðan hefst forsala
miða sem þá verða eftir í íþrótta-
húsinu frá kl. 14 á fimmtudag.
IMorræn
landskeppni
í trimmi
S.jötta norræna trimmlandskeppni
fatlaðra hefst í dag á öllum Norð-
urlöndum og stendur yfir út mánuðinn.
Ailir fatlaðir einstaklingar, félags-
eða ófélagsbundnir, geta tekið þátt
og íþróttasamband fatlaðra hefur
einnig boðið öldruðum að vera með.
Skráning fer fram hjá trúnaðarmönn-
um ÍF um allt land s.s. hjá íþróttafé-
lögum fatlaðra, starfsfólki heilsu-
gæslustofnana, skóla, dvalarheimila
og sambýla fatlaðra.
Þátttaka felst í því að taka þátt
einhverri líkamsrækt og verður
ástundunin að standa yfir í a.m.k. 30
mínútur hveiju sinni, en aðeins er
hægt að fá eitt stig á dag.
Iþróttasamband fatlaðra ætlar að
minna á keppnina í dag með hópgöngu
frá Hótel Loftieiðum kl. 16 og skorar
á fatlaða sem ófatlaða að leggja mál-
. .inp lið.með því að mæta og-taka þátt.
Haukarnir hefja íslandsmótið í handknattleik með heimaleikjum
Kl. 18.20 mfl. kv. Kl. 20.00 mfl. karla.
„Haukar - FH“-leikir hafa löngum verið spennandi. Talsverðar manna-
breytingar hafa verið í báðum liðum og er því mikil spenna í Firðinum.
Mætið tímanlega til að forðast þrengsli.
Sparisjdður
HafnaHjarðar
/
Hraörétta veitingastaöur
hjartaborgarinnar
o
áhorni
Tryggvagotu og Posthusstraetis
Sími 16480
Morgunblaðið/Einar Falur
Teitur Orlygsson hefur verið í miklum ham að undanförnu. Hann getur
stokkið hátt og verið grimmur og ákveðinn og gaman verður að sjá hann og
félaga hans í UMFN geng stórliðinu Cibona.
ÁHUGAFÓLK um körfuknatt-
leik fær gullið tækifæri til að
sjá frábæra körfuknattleiks-
menn á morgun og á laugar-
daginn en þá leika Njarðvíking-
ar við júgóslavneska liðið Ci-
bona en liðið er talið eitt það
sterkasta í Evrópu.
Júgóslavarnir eru engin smásmíði
því lægsti leikmaður liðsins er
192 sm en sá hæsti er 215 sm.
Þeir tólf leikmenn sem koma til
með að leika gegn Njarðvíkingum
eru því allir hávaxnir og aðeins
þrír eru undir tveimur metrum. Auk
þess að vera hávaxnir þá eru leik-
menn Cibona geysilega snöggir og
því augljóst að það verður á brat-
tann að sækja hjá Njarðvíkingum.
Cibona hefur tvívegis orðið Evr-
ópumeistari, 1985 og 1986, ogjafn
oft Evrópubikarmeistari, 1982 og
Morgunblaðið/Guðmundur Kr.Jóhannesson
Axel Nikulásson til hægri heldur á verðlaunagripnum ásamt Kristni Jóns-
syni, nýkjörnum formanni KR.
Axel Nikulásson
KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN
VIÐURKENNING
FATLAÐIR
KORFUBOLTI