Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
Bokastefnan 1 Gautaborg:
Hið góða þarf ekki að sigra
Ryszard Krynicki ásamt blaðamanni Morgunblaðsins.
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Meðal þess sem setti svip á
bóka- og bókasafnastefnuna í
Gautaborg var þátttaka austur-
evrópskra rithöfunda. Þekktast-
ir þeirra voru öldungurinn Stef-
an Heym, hinn síungi Wolf Bier-
mann og skáldkonan Sarah
Kirsch, öll þýsk að uppruna.
Stefan Heym hefur unnið það sér
til frægðar að vera á móti öllum
ríkisstjórnum, bæði heima í ríki
Hitlers og síðar Honeckers og orð-
inn bandarískur ríkisborgari flýði
hann stefnu McCarthys.
Pérsona non grata
Stefan Heym er dæmigerð per-
sona non grata, óæskilegur eins og
fleiri merkir rithöfundar. Um sam-
einað Þýskaland segir Heym:
„Ég gagnrýndi stalínismann í
alþýðulýðveldinu en þrátt fyrir það
fagnaði ég ekki sameiningunni.
Hún gerðist of fljótt og fól í raun
og veru í sér að sambandslýðveldið
fagnaði sigri yfir alþýðulýðveldinu.
Nýjasta bók Stefans Heym nefn-
ist • Sandslottet, Sandkastalinn, í
sænskri þýðingu. Heiti hennar á
þýsku er Auf Sand gebaut - Byggt
á sandi. Bókin tekur til meðferðar
breytingarnar í Þýskalandi, það sem
er liðið en þó nærri.
Enginn sleppur við heimskuna
Skáldið og trúbadorinn Wolf Bi-
ermann hefur ekki breyst mikið síð-
an hann kom til íslands á Lista-
hátíð og fýllti Háskólabíó. „Að sós-
íalisminn hefur beðið ósigur þýðir
ekki að kapítalisminn hafi sigrað”,
segir hann, og bendir einnig á að
sá sem syndi móti straumi syndi
líka í honum. „Enginn sleppur við
heimsku samtíma síns”, bætir hann
við, snýr sér síðan að blaðamanni
Morgunblaðsins og andvarpar: „Jó-
hann, það var gott að koma til ís-
lands.”
Þetta hefði mátt gerast fyrr
En hvað segir Sarah Kirsch um
þróunina í Evrópu? Við spurningu
Morgunblaðsins fæst eftirfarandi
svar:
„Við erum öll mjög hamingjusöm
og væntum okkur mikils af framtíð-
inni. En þetta hefði mátt gerast
fyrr.”
Sarah Kirsch yfirgaf Austur-
Þýskaland 1977. Það var ekki sárs-
aukalaut fyrir hana því að flestir
vinir hennar voru þar og Iesendur.
Þess má geta að í Austur-Þýska-
landi var hún í slíkum metum að
ljóðabækur hennar seldust í 40.000
eintökum. Núna býr Sarah Kirsch
í Slésvík-Holstein, næstum því í
Danmörku, eins og sænskur þýð-
andi hennar, skáldið Lasse Söder-
berg, skaut inn í samtal okkar.
Frá fyrstu Ijóðabók Sarah Kirsch,
Landaufenthalt (1967), hún hafði
áður sent frá sér bók í samvinnu
við fyrrverandi eiginmann sinn,
Rainer Kirsch 1965, til hinnar nýj-
ustu, Schneewarme (1989), er visst
samhengi. Hversdagsleikinn, hið
smálega í tilverunni, veður, dagleg
störf fólks, ekki síst sveitalífið, fær
dýpri merkingu í þessum fáguðu
ljóðum sem eru gædd innileik og
hljómi, búa yfir svo miklu að baki
orðanna.
Sarah Kirsch hefur sagt að ljóð
sín verði styttri og styttri. Dæmi
um slík Ijóð er Ijóðið um spegilinn,
einkennilega magnað smáljóð sem
segir langa sögu í fáum línum:
Auður spegill í húsinu
Fagurt andlit einskis. í honum
líða ský hjá. Hin mjúku og gráu
þau sem ógnvænleg eldingin tætti sundur.
Líkt og hann
væri í striðinu
Sarah Kirseh getur í náttúru-
ljóðum sínum minnt á meistarann
Peter Huchel, en líklega stendur
hún nær Johannes Bobrowski sem
hún hefur minnst í ljóðum sínum.
Sarah Kirsch
Ryszard Krynicki, pólskt skáld
Pólska skáldið Ryszard Krynicki
gerði grein fyrir breytingum í Pól-
landi ásamt landa sínum J. Vocial
sem er sagnfræðingur. Bækur
Krynickis sem eru fjórar hafa kom-
ið út í neðanjarðarútgáfum og ljóð
eftir hann birst í tímaritum og safn-
ritum á Vesturlöndum. Vocial sat
í fangelsi í mörg ár vegna, óæski-
legra skoðana sinna.
Krynicki sagði að enn væru land-
amæri milli Vestur- og Austur-Evr-
ópu og sagðist vera hræddur um
að það tæki tíma að afmá þau. í
Wolf Biermann
Stefan Heym
Póllandi hafa orðið meiri breytingar
en fólk gerir sér grein fyrir, hélt
hann áfram. Meðal þeirra réttinda
sem við höfum endurheimt er að
geta sagt skoðun okkar. Hann
sagðist fyrst og fremst tjá eigin
skoðnair í Gautaborg, en ekki and-
sósíalískar sem slíkar. Enn væru
efnahagsleg landamæri milli Pól-
lands og Vesturlanda. Laun í Pól-
landi væru afar lág og þau hindr-
uðu Pólverja frá því að ferðast.
Ferðafrelsi væri ekki nóg þegar
farareyri skorti. Laun eru lág að
hætti Austur-Evrópu, en verðlagið
er vestur-evrópskt, ítrekaði
Krynieki.
Hann sagðist hafa það á tilfinn-
ingunni að í Póllandi væri það ekki
enn ljóst hvaða efnahagsstefna
ætti að ráða. Það er ekki mikil verð-
bólga í Póllandi, sagði Krynicki, en
vaxandi atvinnuleysi. Af pólskum
kapítalisma stæði ógn því að hann
væri grimmur og frumstæður, form
hans svipað og á 19. öld hjá öðrum
þjóðum.
Staða rithofunda batnar ekki,
sagði Krynicki, stóru ríkisforlögin
þurrkast út og litlu forlögin hafa
ekki efni á að gefa út bækur. Háir
tollar á pappír væru meðal þess sem
takmarkaði útgáfu.
Vonin
Vonin hefur verið knésett, við
höfum verið að vinna við að byggja
hana upp aftur, sagði J. Vocial.
Eitthvað mun gerast, en við vitum
ekki hvað. Vonin kemur þó aftur.
Nú hef ég loksins það sem ég hef
aldrei haft áður, mitt eigið ríki. Nú
skynja ég frelsið. Fólk hefur lært
og tileinkað sér það tungumál sem
Samstaða kenndi.
Þanriig talaði J. Vocial og var
svo mikið niðri • fyrir að áður en
varði var hann búinn með tímann
sem honum var skammtaður. En
gat ekki hætt að tala um breyting-
arnar í Póllandi, framtíðina í óvissu,
lofsyngja vonina.
Ryszard Krynicki, hið bannfærða
skáld og fyrrum ritstjóri bókmennt-
atímarits í andstöðu við stjórnvöld,
neyddist til að láta prenta ljóð sín
í neðanjarðarútgáfum eins og fyrr
var drepið á. Á þeim árum stund-
aði hann þýðingar, þýddi m. a.
þýsku skáldin Nelly Sachs og Paul
Celan. Ljóð eftir Krynicki birtust á
sínum tíma í Morgunblaðinu í þýð-
ingu undirritaðs og í þýðingasafn-
inu í skolti Levíatans, útg. Órlagið
1988, eru sjö ljóð eftir Ryszard
Krynicki.
Eitt þessara ljóða heitir Hið góða
er varnarlaust:
Hið góða er varnarlaust
en ekki án styrkleika
Hið góða þarfnast ekki styrkleika
hið góða er sjálfur styrkleikinn
Hið góða þarf ekki að sigra:
hið góða er
ódauðlegt
Ég hitti Ryszard Krynicki og
spjallaði við hann áður en hann
hélt heim til Poznan. Það kom hon-
um mjög á óvart að ljóð hans væru
til í íslenskri þýðingu og líka ljóð
eftir vin hans og félaga, annan
andófsmann, Adam Zagajewski
sem nú býr á Englandi. Krynicki
sagðist kunna vel við sig í Svíþjóð
og naut þess að ganga um sýningar-
svæðið á Bókastefnunni í Gauta-
borg frjáls maður, en með á herðun-
um geigvænlegan efnahgsvanda
heimalandsins og áhyggjur af þróun
sem enginn veit hvert leiðir.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Frá slysstað á Laugarvatni. Bifhjóliö kastaðist yfir bílinn við árekst-
unnn.
Bifhjólaslys á Laugarvatm
Laugarvatni.
UM MIÐNÆTTI á laugardags-
kvöld var bifhjóli ekið á mikilli
ferð framan á Volvo-fólksbifreið
við heimkeyrsluna að heimavist
Menntaskólans að Laugarvatni.
Hjólið er gjörónýtt og bifreiðin
stórskemmd eftir áreksturinn.
Ökumaður og farþegi bifhjólsins
slösuðust lítið.
Tildrög slyssins voru þau að bif-
hjólinu var ekið á miklum hraða
noeðajt þjáðvegijium c.*>g-,ski-
hallt útaf veginum í áttina að heima-
vistinni. Virðist ökumaður ekki hafa
tekið eftir bifreiðinni sem bar að
gatnamótunum í sömu svifum. Tveir
piltar voru á hjólinu og sluppu nær
ómeiddir eftir að hafa kastast 40-50
metra af hjólinu. Hvorugur þeirra
var þó með öryggishjálm eða í hlífð-
arfatnaði. Grunur leikur á um að
piltarnir hafi verið ölvaðir við akstur-
inn.
.nogeirtavB in’tÁ ifm
Ingiberg Magnússon
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Gunnarssalur við Þernunes á
Arnarnesi í Garðabæ var opnaður
á síðasta ári sem sýningarsalur,
og þar hafa þegar verið haldnar
nokkrar myndlistarsýningar. Sal-
urinn er utan alfaraleiðar, þannig
að gestir þurfa að taka á sig krók
til að komast þangað. Slíkir sýn-
ingarstaðir hafa vissulega hlut-
verki að gegna, sem nokkuð mót-
vægi við þá, sem eru meira mið-
lægir, en öpnunartíminn hlýtur að
verða annar og miða við helgarn-
ar, þegar fólk hefur meiri tíma til
að vera á ferðinni.
Nú stendur yfír í Gunnarssal
sýning á verkum myndlistar-
mannsins Ingibergs Magnússonar.
Hann stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands á síðari
hluta sjöunda áratugarins, og hef-
ur síðan haldið á annan tug einka-
sýninga, auk þess sem hann hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga,
bæði hér á landi og erlendis. Ingi-
berg hefur hlotið starfslaun lista-
manna, og 1988 hlaut hann starfs-
—;—;—...„i-.. ___—
laun í eitt ár sem bæjarlistamaður
Kópavogs.
Ingiberg hefur staðið framar-
lega í hópi íslenskra grafíklista-
manna og tekið mikinn þátt i starfi
þeirra, og einnig hefur hann skap-
að sér gott nafn sem teiknari. Á
sýningunni i Gunnarssal sýnir
hann hins vegar á sér aðra hlið,
því hér getur einungis að líta
myndir unnar með akrýl og vatn-
slitum.
Viðfangsefnin í þessum mynd-
um eru svipir landsins, mismun-
andi veðrabrigði, árstíðir og birtu-
skilyrði. Verkin sýna því fyrst og
fremst vinnu listamannsins með
litina, og hvernig honum tekst að
tjá þær mismunandi aðstæður, sem
hann leitast við að lýsa hveiju
sinni. Margar myndanna tengjast
enn fremur í skýrri pensilskrift og
þeirri birtu, sem þrátt fyrir allt
lýsir i gegnum verkin.
Titlar eins og „Hláka”, „Dala-
læða”, „Rökkur”, „Húm”, „Súld”,
„Dagsetur” og „Morgunhéla”
segja meira en mörg orð um þær
aðstæður sem Ingiberg er að fjalla
um. Hér eru hvorki á ferðinni hin
miklu átök stórviðra né blíða hins
kyrra sumardags, heldur þau fín-
legu augnablik, þegar breytingarn-
ar eru að eiga sér stað, og fæstir
veita mikla athygli. Vegna þessa
eru fletirnir í flestum myndanna
margræðir; eitt er að taka við af
öðru, og litirnir endurspegla þessa
breytingu veðrabrigðanna.
Það er ekki auðvelt að taka eitt
fram yfir annað í þeirri heild-
armynd, sem listamaðurinn bregð-
ur hér upp. Þó dregur himininn í
„ís-land” (nr. 3) áhorfandann að
sér, þar sem hann grúfir dökkblár
og kaldranalegur yfír sprungnu og
grámóskulegu landinu. Þetta er
andstætt þeirri ímynd sem birtist
í „Þorra” (nr. 9), þar sem birta
vetrarins nýtur sín vel. Vatnslita-
myndirnar eru einnig tileinkaðar
þessum sömu atriðum, og tekst
einna best til í myndinni „Hláka”
(nr. 1), þar sem daufur gulur litur
skapar þá hlýju sem titlinum er
nauðsynleg.
Sýning Ingibergs Magnússonar
í Gunnarssal er opin um helgar,
og lýkur henni sunnudaginn 13.
október.