Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
A I
11
Brynja Árnadóttir við eitt verka sinna.
Hafnarborff:
-------o
Sýnir pennateikningar
BRYNJA Arnadóttir hefur opn-
að sýningu á pennateikningum
í kaffistofu Hafnarborgar,
Hafnarfirði.
Brynja er fædd 8. janúar 1942
á Siglufirði. Hún lærði fyrst teikn-
ingu hjá Birgi Schiöth á Siglu-
fírði. Á árunum 1959-1960 stund-
aði hún nám hjá Ragnari Kjartans-
syni myndlistarmanni í Myndlist-
arskólanum við Freyjugötu.
Brynja nam einnig í Baðstofunni,
sem er myndlistarskóli í Keflavík.
Kennari hennar þar var Jón Gunn-
arsson listmálari.
Sýning Brynju í Hafnarborg er
þriðja einkasýning hennar. Hún
sýndi í Bjórhöllinni í október 1989
og í Keramikhúsinu I febrúar sl.
Brynja tók einnig þátt í samsýn-
ingu í Baðstofunni í Keflavík árið
1984.
Sýningin stendur til sunnudags-
ins 20. október og er opin frá kl.
11-19 virka daga og 14-19 um
helgar.
Alfreð Flóki leið-
ir mig áfram
- segir Nína Björk Árnadóttir sem
skrifar ævisögu listamannsins
NÍNA BJÖRK Árnadóttir,
skáld, hefur unnið að bók um
listamanninn Alfreð Flóka und-
anfarin þijú ár. Upphaflega var
ætlunun að bókin kæmi út fyrir
síðustu jól en úr því varð ekki
af óviðráðanlegum orsökum.
Stefnt var þá að því að gefa
bókina út fyrir þessi jól en ekki
verður heldur að því. Bókin er
því væntanleg fyrir jólin 1992.
„Ég er viss um að bókin kemur
ekki út fyrir þessi jól vegna þess
að Alfreð Flóki hefur verið á
móti því. Mér hefur aldrei liðið
jafn vel við nokkurt verkefni því
ég finn fyrir návist hans og veit
að hann leiðir mig áfram,” sagði
Nína Björk. Hún sagði að bókin
væri þegar orðin nokkuð viðamik-
il. I henni væri skemmtileg frá-
sögn móður Alfreðs Flóka af æsku
og unglingsárum hans, viðtöl við
nokkra af vinum listamannsins,
myndir, frásagnir og ljóð eftir
hana sjálfa.
Kveikjan að bókinni sagði Nína
að væru kynni hennar og lista-
mannsins. „Ég fann líka fyrir því
að hann vildi að ég gerði bókina.
Þá hafði áhrif að ég var kjörin
borgarlistamaður og hafði tæki-
færi til að gera hugmyndina að
veruleika.”
Um Alfreð Flóka segir Nína
Björk að hann hafi verið hinn
fullkomni bóhem. „Hann vildi ekki
eignast neitt. Hlutir sem fólk
keppist við að eignast voru fyrir
honum hjóm eitt. Aftur á móti
var hann gangandi alfræðiorða-
bók, gat þuluð heilu ljóðabálkana
og farið með orðrétt úr heimsbók-
menntunum og um líf höfunda og
listamanna. Alfreð Flóki hafði líka
gaman af því að segja sögur og
var mikill leikari. Spann jafnvel
Morgunblaðið/KGA
Nína Björk Árnadóttir skáld.
upp heilu leikritin sem hann lék
sjálfur.”
„Alfreð Flóki var fyndinn og
skemmtilegur en hann rægði aldr-
ei einstakar persónur. Aftur á
móti gat hann talað illa um hóp
manna. Sagði til dæmis að gagn-
rýnendur gætu verið á Melavellin-
um. Þeim mætti síðan hleypa út
af og til í korter og korter. Ég
held að hann hafi vitað að hann
myndi deyja ungur en hann leitað
aldrei til manns vegna þess. Aftur
á móti má kenna dauðageig í sum-
um verkum hans,” sagði Nína
Björk,„í þeim eru líka magískt
tákn sem fara í taugarnar á sum-
um fólki vegna þess að það skilur
þau ekki. Mér finnst aftur á móti
nauðsynlegt að hafa eitthvað í
listaverkum sem fólk skilur ekki
og getur skáldað inn í frá sjálfu
sér.”
Nota sjaldnast skákborð
þegar ég skoða skákir
Morgunblaðið/Júlíus
- segir Viswathan
Anand stórmeistari,
einn efnilegasti
skákmaður heims
„ÞETTA er mjög athyglisvert
mót og athyglisverðar skákir
eru tefldar hér á hverjum degi,”
sagði indverski stórmeistarinn
Viswanathan Anand í samtali
við Morgunblaðið, en hann kom
hingað til lands í byrjunar mán-
aðarins til þess að fylgjast með
Heimsbikarmóti Flugleiða í
skák 1991.
Anand er 21 árs gamall og er
talinn í hópi sterkustu skákmanna
heims, með 2.635 Elo-stig. Hann
er fæddur í borginni Madras á suð-
urhluta Indlands og býr þar mestan
hluta ársins. Héðan heldur hann
til Tilburg í Hollandi þar sem hann
tekur þátt í geysisterku skákmóti
þar sem þátttakendur verða Garíj
Kasparov, núverandi heimsmeist-
ari, Anatolíj Karpov, fyrrverandi
heimsmeistari, Jan Timman, Nigel
Short, Korchnoj og Kamskíj. „Þetta
líklega sterkasta skákmót sögunn-
ar, en þó er erfítt að bera það sam-
an við mótin í Linares á Spáni og
Heimsbikarmótið hér, því í Tilburg
taka átta skákmenn þátt á meðan
þeir eru fjórtán í Linares og sextán
í Reykjavík.”
„Eg ferðast mikið til að tefia á
mótum en ég fer sjaldan til útlanda
til að fylgjast með skákmótum.
Mér fannst þetta mót þó spennandi
og auk þess tefli ég á mótinu í
Tilburg þegar þessu móti lýkur,”
sagði Anand.
Hann sagðist hafa ■ byrjað að
tefla þegar hann var sex ára gam-
all en byijað að taka þátt í mótum
níu ára. „Ég tefli sex mánuði árs-
ins og hvíli mig í sex mánuði. Ég
er atvinnumaður í skák og geri
ekkert annað. Ég kemst vel af og
er mjög ánægður með innkomuna
en hún fer að sjálfsögðu eftir ár-
angri mínum í mótum.”
Hann sagði að á síðasta áratug
hefði skákáhugi færst í vöxt á Ind-
landi en engu að síður hefðu fáir
verðugir andstæðingar verið þar til
að kljást við. Það hefði hamlað
nokkuð framgangi hans sem skák-
manni. „Þegar ég var þrettán ára
varð ég Indlandsmeistari í flokki
unglinga. Því fylgdu tækifæri til
að ferðast til útlanda og boð um
að taka þátt í skákmótum. Þannig
öðlaðist ég smám saman reynslu
við skákborðið og vandamálið
leystist að nokkru leyti. Ég tók
þátt í fjórum mótum á tveimur
árum og þegar maður stefnir stór-
meistaratitli má það ekki minna
vera. En ef til vill nýtir maður
tækifærin betur þegar þau eru
svona fá.”
Hann sagðist ekki hafa eytt
miklum tíma í æfingar á þessum
árum. „Þegar mér leiddist gluggaði
ég í Informator [skáktímarit]. Mér
fínnst mjög gaman að lesa um skák
og velta fyrir mér þeim flóknu stöð-
um sem þar eru skýrðar. Kannski
er þetta bara leti, ég nenni ekki
að stilla upp mönnum á skákborð-
inu og fara í gegnum skákirnar á
þann hátt. Ef í skákskýringunni
er t.d. fjallað um fjögur tilbrigði
þá fer það í taugamar á mér að
fylgja hveiju fyrir sig eftir og stilla
svo upp á nýtt og fylgja næsta til-
brigði eftir o.sfrv. Eg hef vanið
mig á þetta og nota sjaldnast skák-
borð þegar ég skoða skákir. Það
sem mestu skiptir er að hafa
ánægju af því sem maður gerir.
Leiðist þér fyrir framan skákborðið
þá eykur það ekki þekkingu þína
að þijóskast við.”
Anand kvaðst ekki stefna að
neinum sérstökum metorðum innan
skáklistarinnar. „Ég hafði háleit
markmið þegar ég var yngri en nú
vil ég aðeins tefla og láta kylfu
ráða kasti. Að sjálfsögðu væri gam-
an að vinna heimsmeistaratignina
og ég held að næstum alla skák-
menn dreymi um það, en ég get
ekki sagt að ég hafí sett mér það
markmið innan einhverra tíma-
marka. Núna er markmiðið að sjálf-
sögðu að komast undanúrslit
áskorendakeppninnar, en ég vil
fremur fást við þau mót sem ég
tefla á næst.”
Morgunblaðið/KGA
Fjöldi Hafnfirðinga og Garðbæinga var mættur á fund sem haldinn
var í gær vegna undirskriftarsöfnunarinnar sem fara mun fram um
helgina.
Undirskriftarsöfnun til
stuðnings St.Jósefsspítala
Á MILLI fimmtíu og sextíu félagasamtök i Hafnarfirði og nágranna-
byggðalögum munu gangast fyrir undirskriftasöfnun um helgina til
að mótmæla lokun St. Jósefsspítala sem deildarskipts sjúkrahúss. Hafn-
arfirði og Garðabæ verður skipt í hverfi eftir skólum og er fyrirhugað
að ganga í hvert hús þar svo og í Bessastaðahreppi. Söfnunin fer fram
bæði á morgun og á sunnudag.
Á fundi sem haldinn var vegna
fyrirhugaðrar undirskriftasöfnunar í
gær sagði Erna Fríða Berg, formað-
ur Bandalags kvenna í
Hafnarfírði:„Það er augljóst að með
48% skerðingu á framlögum ríkisins
til spítalans getur ekki orðið um
óbreytta þjónustu að ræða og þó
heilbrigðisráðherra leggi áherslu á
að ekki eigi að loka spítalanum þá
þýðir þessi skerðing lokun á þá þjón-
ustu sem við höfum í dag. Þessu
getum við ekki unað.”
Árni Sverrisson, framkvæmda-
stjóriHt. Jósefsspítala, sagði á fund-
inum: „Það er ekkert til sem þýðir
sparnað fyrir ríkið í rekstri þessa
spítala frekar en annarra sem ekki
kemur niður á þjónustunni.”
„Ráðherra hefur talað um að hann
gefi okkur kost á að gera tiilögur
um breytingar með sama hætti og
spítölunum á Reykjavíkursvæðinu
eru gefnir. Sé þetta atriði hins vtgar
skoðað nánar kemur í ljós að niður-
skurðurinn á St. Jósefsspítala er 48%
en einungis 10% á sjúkrahúsunum í
Reykjavík. Það segir sig því sjálft
að ekki er verið að tala um sömu
hlutiná,’’ sagði Árni Sverrisson.