Morgunblaðið - 11.10.1991, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
Sly savarnafélag- íslands
er ekki í Landsbjörgu
eftir Örlyg
Hálfdanarson
Nýlega voru stofnuð samtök
sem bera heitið Landsbjörg, lands-
samband björgunarsveita. Stofn-
endur voru Landssamband hjálpar-
sveita skáta, LHS, með 22 sveitum,
Landssamband flugbjörgunar-
sveita, LFBS, með 6 sveitum,
Björgunarfélag Vestmannaeyja og
Björgunarsveitin Stakkur í Kefla-
vík.
Stjóm Slysavamafélagsins hafði
borist það til eyrna áður en stofn-
fundurinn var haldinn að stofnend-
ur Landsbjargar hygðust nota und-
irheitið „landssamband björgunar-
sveita”. A formlegum og óformleg-
um fundum með fulltrúum LHS
og LFBS mótmælti stjórn SVFÍ
notkun þessa undirheitis. Ástæðan
ætti að vera hverjum heilskyggn-
um manni augljós: Innan Lands-
bjargar eru 30 björgunarsveitir.
Utan hinna nýju samtaka eru
hins vegar 94 björgunarsveitir
SVFI. Því miður fóra stofnendur
Landsbjargar ekki að tilmælum
SVFI og auglýsa starfsemi sína í
nafni „landssambands björgunar-
sveita”.
Á haustfundum Slysavarnafé-
lagsins sem haldnir voru á 11 stöð-
um í öllum landshlutum í lok síð-
asta mánaðar og þar sem mættir
voru 450 fulltrúar af öllu landinu,
kom fram megn óánægja og hörð
mótmæli vegna notkunar Lands-
bjargar á framangreindu undir-
heiti, „landssamband bjö'rgunar-
sveita”. Skorað var á stjórn Slysa-
varnafélagsins í ályktunum og
ræðum að beita öllum ráðum til
þess að koma í veg fyrir þessa
misnotkun nafnsins, sem gæfí
ranga, ósanna og villandi mynd
af umfangi Landsbjargar.
Nafnið „iandssamband björgun-
arsveita” hefur þegar valdið um-
talsverðum misskilningi og leiðind-
um. Margt fólk heldur að björgun-
arsveitir Slysavarnafélagsins séu
með í þessum nýju samtökum,
enda kynna þau sig hvarvetna með
þeim hætti að leiðir til misskiln-
ings, m.a. við fjársafnanir. Slysa-
vamafélagið telur þetta óeðlilega
starfshætti, og bendir á að yfir-
standandi auglýsinga- og styrkt-
arfélagasöfnun í nafni „lands-
sambands björgunarsveita” er
Slysavarnafélaginu með öllu
óviðkomandi.
Slysavarna- og björgunarmál er
alvarlegt hlutverk, sem einstakl-
ingar og félagasamtök taka að
sér. Slysavarnafélag íslands, sem
er í eigu íslensku þjóðarinnar, hef-
ur um sex áratuga skeið haft for-
ystu um slysavarna- og björgunar-
mál á íslandi og lagt fram gífur-
lega vinnu og fjármuni á þeim
vettvangi.
Slysavarnafélagið hefur ætíð
óskað eftir góðri samvinnu við alla
sem hafa svipuð áhugamál á
stefnuskrá sinni, einnig Lands-
björgu. Slysavarnafélagið telur sér
hins vegar skylt að gefnu tilefni
að greina frá helstu staðreyndum
þessa máls, þegar ábyrgir aðilar,
viljandi eða óviljandi, villa um fyr-
ir almenningi.
Allur metingur milli björguna-
raðila um getu, stærð og fjölda er
slysavarna- og björgunarstarfmu
ekki samboðið og félagið mun ekki
taka þátt í slíku, en telur þó rétt
eins og málum er komið, að birta
hér nokkrar staðreyndir varðandi
uppbyggingu sína og störf. Rétt
er að taka það skýrt fram, að félag-
ið leggur höfuðáherslu á slysavarn-
ir (forvarnir eins og þær eru oft
nefndar nú á dögum) en rekur
samhliða þeim öfluga björgunar-
starfsemi. I stuttu máli eru megin-
þættir starfsins sem hér segir:
Slysavamafélagið er landsfélag
með tæplega 20.000 skráðum fé-
lögum. Innan þess era 114 deildir,
þar af eru 29 kvennadeildir og 18
unglingadeildir. Björgunarsveitir
félagsins eru 94 og á útkallsskrá
þeirra era 3.116 björgunarmenn.
Útköll árið 1990 urðu 1.190.
Stjórnstöðvar og tækjageymslur
félagsins eru 73 og fluglínutæki
era 78. Slysavarnaskýli á landinu
eru 83. Innan félagsins eru starf-
andi 65 kafarar. Björgunarsveit-
irnar þafa yfir að ráða 92 bifreið-
um, 22 snjóbílum og 142 snjósleð-
um. Slysavarnafélagið á 24 harð-
botna báta, 82 slöngubáta og þijú
björgunarskip.
Félagið rekur björgunarmiðstöð
með vakt allan sólarhringinn. Fé-
lagið annast rekstur Tilkynninga-
skyldu íslenskra skipa í Slysa-
varnahúsinu. Tilkynningaskyldan
tók við 390.033 tilkynningum á
síðasta ári, eða 1.086 tilkynningum
á dag. Tilkynningaskyldan er einn
mikilsverðasti þátturinn í öllu sjó-
björgunarstai’fí þar sem hægt er
að beina þeim bátum og skipum
sem næst eru slysstað til björgun-
ar. Slysavamafélagið annast rekst-
ur Slysavamaskóla sjómanna. Til
þessa dags hafa 6.007 sjómenn
sótt námskeið skólans. Slysavarna-
félagið rekur björgunar- og
ruðningsskóla í samvinnu við Al-
mannavarnir ríkisins þar sem þjálf-
uð era rétt viðbrögð við afleiðing-
um náttúruhamfara. Skólinn er
ársgamall en hefur þegar útskrifað
á sjötta tug manna og starfsemin
er í stöðugum vexti. Slysavarna-
félagið rekur umfangsmikla
fræðslu- og þjálfunarstarfsemi fyr-
ir björgunarsveitir sínar. Á þessu
ári verða námskeiðin um 130.
Slysavarnafélagið hefur ráðið
sérstakan erindreka til þess að
sinna eingön'gu barnaslysavörnum
og er að hefja varanlegt landsátak
undir kjörorðunum Vörn fyrir
börn og Gerum bæinn betri fyr-
ir börnin.
Slysavarnafélagið hefur um ára-
tuga skeið lagt mikið af mörkum
til umferðarmála og hyggst stór-
auka það á næstunni.
Hér hefur verið stiklað á stóru
um starfsemi Slysavarnafélagsins.
Af þessari upptalningu má ljóst
vera að samtök sem vinna að björg-
unarmálum og hafa björgunar-
sveitir félagsins ekki innanborðs
geta ekki talið sig „landssamband
björgunarsveita”.
Slysavarnafélagið lét fyrir
nokkrum mánuðum lögskrá þetta
heiti „landssamband björgunar-
sveita”. Ekki til þess að nota það
sjálft, heldur til þess að hafa það
tiltækt þegar sá dagur rynni að
þeir sem að björgunarmálum vinna
sameinuðust. Forráðamönnum
Landsbjargar er fullkunnugt um
að félagið lét lögskrá nafnið og
því furðulegra er að þeir skuli leyfa
sér að nota það með þessum hætti.
Það mætti einna helst álykta að
þeir vildu ekkert fremur en að
félagið lögsækti þá fyrir notkun-
ina.
Mér finnst rétt að gera almenn-
ingi að lokum grein fyrir því að
sameiningarviðræður björguna-
raðilanna þriggja, SVFÍ, LHS og
LFBS, höfðu átt sér stað á annað
ár þegar þeim var slitið í janúar
1991 að ósk LHS, en þá hafði
LFBS þegar dregið sig út úr við-
ræðunum. Áður en til viðræðuslit-
anna kom við LHS höfðu fulltrúar
þess og LFBS hafið sameining-
Örlygur Hálfanarson
arviðræður án vitneskju SVFÍ.
Aðalfundur Slysavarnafélagsins
var haldinn að Skógum undir Eyja-
j'jöllum 17. og 18. maí sl. Þar var
eftirfarandi tillaga samþykkt:
„Aðalfundur SVFÍ 1991 harm-
ar, að samningaviðræðum SVFI,
LHS og LFBS skyldi slitið að ósk
LHS í janúar sl. Fundurinn lýsir
jafnframt fullum stuðningi við
stjórn félagsins í þeim
samningaviðræðum, sem fram fóru
áður en til viðræðuslitanna kom.
Fundurinn lýsir einnig yfir sam-
þykki sínu við yfirlýstan vilja
stjórnar félagsins að taka
samningaviðræður upp aftur og
hvetur til að svo verði gert.”
Ég vil fyrir hönd Slysavarnafé-
lags íslands enn á ný skora á
Landsbjörgu að falla frá undirheit-
inu „landssamband björgunar-
sveita”, sem öllum má ljóst vera
að er röng nafngift. Þá vil ég ít-
reka samþykktina frá Skógum og
hvetja fulltrúa Landsbjargar að
hefja viðræður við SVFI með það
stefnumark eitt í huga að sameina
alla björguanraðilana. Þannig
munu starfskraftar og fjármunir
nýtast betur en nú er. Þjóðin á í
raun heimtingu á því.
Höfundur er forseti
Slysavarnafélags Islands.
Svar til Jóns Aðal-
steins Jónssonar
Nýju frímerkin á póstkorti af eina stóra farþegaskipinu sem ennþá
siglir reglubundið til Islands að sumarlagi.
eftir Guðmund
Sæmundsson
í frímerkjaþætti í Morgunblað-
inu 25. ágúst sl. spyr Jón Aðal-
steinn Jónsson hvers vegna Esja,
strandferðaskip ríkisins nr. 1 með
því nafni, hafi ekki verið valin á
eitt þeirra fjögurra frímerkja af
póstskipum sem kom út hinn 9.
október.
Af þessu tilefni tel ég undir-
ritaður réttast að gera grein fyrir
forsendum á vali allra merkjanna
enda fæst þá jafnframt svar við
þessari spumingu: Þegar mér var
Sauðárkróki.
Á VEGUM Tónlistarskólans og
Tónlistarfélagsins á Sauðárkróki
verða haldnir tvennir tónleikar
í októbermánuði.
Laugardaginn 12. október kl.
17.00 leika Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari og Kristinn Örn Krist-
insson píanóleikari verk eftir Elgar,
Kreisler, Sarasate, Eyþór Stefáns-
son og fleiri. Á þessum tónleikum
mun Guðný Guðmundsdóttir leika
„Var jafnframt á það
bent í því sambandi að
öll skipin væru hvert
um sig verðugur full-
trui síns tímabils í sam-
göngusögu okkar fs-
lendinga.”
falið að gera tillögur um þau fjög-
ur skip sem kæmu helst til greina
að prýða skyldu umrædda útgáfu
var jafnframt á það bent í því
sambandi að öll skipin væru hvert
á íslenskar fíðlur úr birki sem smíð-
aðar eru af Kristni Sigurgeirssyni
fíðlusmið á Sauðárkróki.
Á degi tónlistarinnar 26. október
nk. verður Edda Erlendsdóttir pían-
óleikari með tónleika þar sem hún
flytur verk eftir C.P.E. Bach og F.
Sehubert.
Báðir tónleikarnir verða í sal
Tónlistarskólans á Borgarflöt 1.
- BB
um sig verðugur fulltrúi síns tíma-
bils í samgöngusögu okkar íslend-
inga frá seglabúnaði til dísilvélar,
að þau væra sem ólíkust að útliti
og hefðu ekki birst á íslenskum
frímerkjum áður. Nú vildi svo til
að mynd af Esju hinni fyrstu er á
frímerki frá 1973 í tilefni af 100
ára afmæli íslenskrar frímerkj-
aútgáfu og einnig er Gullfoss nr.
2 á frímerki frá 1964. Með hlið-
sjón af framansögðu voru þau
skip því ekki valin til þessarar
útgáfu. Að öðru leyti er þetta að
segja: Strax í upphafí þótti sýnt
að ekki væri fært að ganga fram-
hjá fyrsta íslenska millilandaskip-
inu, Gullfossi nr. 1, sem fulltrúa
gufuskipatímabilsins, ef svo má
að orði komast. Bæði dönsku skip-
in, seglskipið Sölöven og gufuskip-
ið Arcturas, sem jafnframt var
með seglabúnaði; vora dæmigerð
19. aldar skip í Islandssiglingum.
Að vísu er Árcturas á færeysku
frímerki frá 1983, en siglingar
skipsins hingað, sem hófust 1858,
mörkuðu slík tímamót í sam-
göngumálum íslendinga að ófært
þótti að ganga framhjá því, auk
þess sem hönnun Þrastar Magn-
ússonar á íslenska frímerkinu tek-
ur færeysku útgáfunni fram, að
mínu áliti. Þá stóð valið á milli
dísilskipanna tveggja, Dronning
Alexandrine og Esju nr. 2, sem
lengi gekk undir nafninu „Nýja-
Esja”. Bæði þessi skip áttu sér
langa og litríka sögu að baki í
póst- ojg farþegasiglingum í þágu
okkar Islendinga; Drottningin í 32
ár og hafði siglt yfir 500 ferðir
milli Danmerkur og íslands þegar
yfir lauk, en Esja nr. 2 í 30 ár,
lengst af í strandferðum. Það sem
helst reið baggamuninn um val
Esjunnar var að búið var að velja
tvö dönsk skip og því þótti eðli-
legra að hin tvö væru íslensk. Þá
var Esja nr 2 mörgum íslendingum
kær eftir siglinguna til Petsamo
1940 og Kaupmannahafnarferð-
ima í stríðslok 1945, en í báðum
þessum ferðum flutt.i skipið 560
farþegar frá hinum stríðshijáða
heimi. Auk þess var Esja aðalburð-
arásinn í samgöngum hér innan-
lands á hættutímum síðari heims-
styijaldarinnar 1939—1945.
Önnur þekkt íslandsför sem
sigldu reglubundið hingað og vel
gátu komið til greina á íslensk
frímerki voru Díana, Laura, Vesta,
Ceres, Skálholt, Hólar, Flóra,
Botnía, Sterling, ísland og Lyra
auk íslensku skipanna. Af þessari
upptalningu má glögglega sjá
hversu erfitt valið getur verið, en
skipin á frímerkjaútgáfunni hinn
9. október n.k. ná yfir 117 ára
tímabil í samgöngusögu okkar, frá
1852 að Sölöven kom fyrst til
Reykjavíkur til ársins 1969 að
Esja nr. 2 var seld til útlanda.
Að lokum vil ég nota tækifærið
og þakka Jóni Aðalsteini Jónssyni
fróðleg og skemmtileg skrif um
frímerki og söfnun þeirra.
Höfundur er frímerkjasafnari og
hefur skrifað mikið um ferða- og
sajngöngumál.
Tónleikar í Tónlist-
arskóla Sauðárkróks