Morgunblaðið - 11.10.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 11.10.1991, Síða 18
18 MORG.UNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 Framsýni og ábyrgð eru perlur Nýi sigurboginn í París, 35 metra há skrifstofubygging. Reistur í tilefni 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar og er dæmi um metn- að franskra stjórnvalda. eftir Gunnlaug Þórðarson Á árinu 1924 stakk listmögur þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, upp á því að reist yrði „drauma- bygging” í Öskjuhlíð. Árið 1938 var efnt til samkeppni um gerð veitingahúss ofan á hitaveitu- geymunum, sem byggja átti. Einn okkar fremsti arkitekt, Sigurður Guðmundsson, gerði uppdrátt af kringlu ofan á geymunum með gólfi, sem snerist. Sem betur fer varð ekkert úr hugmyndinni, en geymarnir voru reistir skömmu eftir 1940. Hætt er við að þá hefði ekki tekist eins vel og nú, er endur- byggja þurfti geymana. Skyldan við þjóðina Jóhannes Zoéga, forstjóri Hita- veitunnar, hefði brugðist Reyk- víkingum og íslensku þjóðinni, ef hann hefði ekki lagt til að um leið og geymarnir yrðu endurnýjaðir skyldi byggt ofan á geymana eins og til stóð 1938. Hann hefur auðvit- að af listrænu innsæi sínu séð að kúlubygging færi best, sem með reisn sinni myndi gefa höfuðborg- inni sérstakan menningarblæ og gæti jafnframt orðið til eflingar list. Sem betur fer er Davíð Oddsson fyrrum borgarstjóri framsýnn mað- ur. Málinu var borgið. Hitt er jafn víst að hefði borgin ekki notið stjórnar Sjálfstæðisflokksins, hefði rótgróin skammsýni minnihluta- flokkanna komið í veg fyrir að Perl- an yrði reist, en ótal dæmi sanna dugleysi þeirra á athafnasviðinu. Áætlanir standast illa Líkt og flestar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga hefur verið farið nokkuð fram út áætlun. Ótal dæmi um þess háttar mistök hafa verið tilgreind í fjölmiðlum að undanförnu, m.a. Leifsstöð, sem var gerð miklu minni en upphaf- lega stóð til vegna skammsýni og ofstækis nokkurra manna. Það hefði nefnilega ekki orðið hlutfalls- lega miklu dýrara, þótt stöðin hefði verið byggð í fyrirhugaðri stærð. Hún hefur verið kölluð andlit þjóð- arinnar og því fylgdu vissar skyld- ur. Hún er nú þegar of lítil. Spurning er hvers vegna kostn- aðaráætlanir standast sjaldan hjá okkur. Við því eru mörg svör. Eitt er sá þjóðarlöstur, að fjölda manna er tamt að fara illa með fjármuni, þegar ríki eðs sveitarfélag eiga hlut að máli. Á þetta jafnt við verk- fræðinga, arkitekta, verktaka og verkkaupa sem aðra í þvílíkri að- stöðu án þess að þetta geti talist refsivert. Bruðl er siðlaust. Á hinn bóginn er þess að gæta, að áætlanir á frumstigi eru oft lít- ils virði, ekki síst ef verkefnið er sérstaks eðlis, eins og t.d. Perlan og ráðhúsið. Þá hafa sumir þeirra, sem gera slíkar áætlanir tilhneig- ingu til þess að hafa þær sem lægstar e.t.v. í þeirri von að fá verkið. Eins telja þeir sig iðulega þurfa að breyta verki sínu, stund- um vegna þess, að þeir hafa ekki haft sérfræðinga með í ráðum frá byijun. Svo var t.d. um eldhúsað- stöðuna í Perlunni og kostaði sitt aukalega, eða að þeim hafí einfald- lega snúist hugur. í fyrri skrifum mínum um byggingar hef ég bent á hve dýrt það geti verið að nota loftpressu til þess að bijóta niður nýsteyptan múr í stað þess að nota strokleður á pappírinn, en það hef- ur ekki átt sér stað í umræddum byggingum. Stundum hef ég ekki getað orða bundist vegna hörmu- legra mistaka í arkitektúr og hefur sú gagnrýni birst í ýmsum fjömiðl- um undarfarna áratugi, en skal ekki rifjuð upp hér. Óvenjuleg mannvirki Vissulega eru bæði Perlan og ráðhúsið óvenjulegar byggingar og því óumflýjanlegt að hönnunar- kostnaður verði hár. Þó þykir mér hönnunarkostnaður Perlunnar óeðlilega hár um 11%, þegar það liggur fyrir að Þjóðveijar skiluðu sjálfri kúlunni fullhannaðri. Yfír- leitt má telja eðlilegt að hönnunar- kostnaður sé 4-8% af heildar- byggingarkostnaði. Á hin bóginn er sama hvert litið er að hjá okkur, allt fer úr böndun- um. Þannig er um rekstur þjóðar- skútunnar, þar sem ekkert stenst „Sem betur fer varð ekkert úr hugmynd- inni, en geymarnir voru reistir skömmu eftir 1940. Hætt er við að þá hefði ekki tekist eins vel og nú, er endur- byggja þurfti geym- ana.” áætlun. Þetta ófremdarástand hef- ur fremur ágerst en hitt eftir að hagfræðingar og viðskiptafræð- ingar fóru í vaxandi mæli að hafa vit fyrir þjóðinni. Pólitískar árásir Fjölmiðlar og báðar sjónvarps- stöðvarnar hafa að undanförnu gert atlögu að byggingunum tveimur. Sumir starfsmanna fjölmiðlanna hafa notað aðstöðu sína til að þyrla upp óhróðri t.d. hafa aðfarinrnar verið mjög sví- virðilegar í þættinum „í vikulok- in”, síðustu helgar. Dæmi um svona ókvæði er upphlaup í fjölmiðlum út. af galla í steypu ráðhússgófsins, sem er innan við 0,3% af heildarkostnaði. Þá hefur verið átalið að byggingu hefur ver- ið hraðað, en á það ber að líta að það er alla jafnarLgkynsamlegt að hraða slíkum verkum, það er ekki síður dýrt að hafa hús lengi í bygg- ingu. Það er og til vansa að bygg- ingar eru árum saman hálfklárað- ar. ÞJóðarbókhlaðan er sorglegt dæmi um slíkt. Þessar árásir stafa margar af þjónslund umræddra starfsmanna við suma fráfarandi ráðherra vegna þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur látið rannsaka gegndarlausan fjáraustur síðustu ríkisstjórnar, en í því efni þyrfti líka að athuga mikla fjölgun ríkisstarfsmanna. Fáránleg tillaga Uppátæki þess fólks, sem vildi láta kjósa nefnd til að „rannsaka ferli ákvarðanna” og „ábyrgð stjómsýslu”, er afkáraleg. Það seg- ir sig sjálft, að báðar byggingamar hefðu verið samþykktar í borgar- stjórn, þótt þær hefðu verið áætlaðar eitthvað dýrari. Reyndar er þessi tiilöguflutningur einungis misheppnuð árás á þá mætu menn Jóhannes Zoéga og Davíð Oddson og fjarstæð tilraun til að koma einhverri sök á þá, enda fékk tillag- an rétta afgreiðslu. Á hinn bóginn er á það að h'ta, að Davíð Oddsson hefur aldrei reynta að koma ábyrgðinni af sér yfir að aðra né brugðið fyrir sig minnisleysi. Töluóðir nöldurseggir Hlægilegasta dæmið um fárán- leg skrif í þessu sambandi eru eft- ir töluóðan hagfræðing, Einar Arnason að nafni, sem með fárán- legum útreikningi og vafasömum tölum telur að byggja hefði mátt þúsundir íbúða fyrir hækkun á byggingarkostnaði Perlunnar og ráðhússins. Annar nöldurseggur nefndi fjölda dagheimila. Þessir metnaðarsnauðu menn mega vita, að íbúðir og dagheimili verða alltaf byggð, en hús sem Perlan og ráð- húsið verða aðeins byggð einu sinni og þá skal það gert með þeirri reisn og metnaði sem slíkum mannvirkum sæmir. Nauðsynlegur metnaður Það á að vera metnaður hverrar þjóðar að eiga höfuðborg, sem hefur reisn yfir sér og þó að ís- lenska þjóðin þurfi um stundarsak- ir að leggja ögn á sig fyrir sjálfs- virðingu sína út á við, þá er það háttur flestra menningarþjóða. Ein þjóð hefur sýnt meiri skilning á þessu en flestar aðrar, en það eru Frakkar og vitnar höfuðborg þeirra París best um það. Ekkert veit ég dapurlegra en kollhúfulegar borg- ir, en ekki verður það sagt um Reykjavík eftir að Perlan fór að setja svip sinn á borgina. Höfundur er hæstaréttarlög'maður. --------LM---------- ■ LOÐIN ROTTA heldur tón- leika í Gjánni á Selfossi um helg- ina. Hljómsveitina skipa þeir félag- ar Sigurður Gröndal, hljómborð, Halldór Gulli, söngur, Ingólfur Guðjónsson, slagverk, bakrödd og saxafónn, Bjarni Bragi Kjartans- son, sólógítar og tamborín og Jó- hannes Eiðsson, sem sér um bassaleik og gamanmál. Hljóðmað- ur Rottunar er Vestur-íslendingur- inn Gummy Finson jr. og bílstjóri Rottunnar er hinn próflausi gleði- maður og tölvuamatör Matti Waagfjord. Rottan leikur síðan á Gauk á Stöng sunnudag, mánu- dag og þriðjudag. ■ Á PÚLSINUM föstudags- og laugardagskvöld, 11. og 12. októ- ber, verður efnt blúshátíðar. Meðal þeirra sem koma fram má nefna Blúsmenn Andreu, Tregasveit- ina og hugsanlega KK-Band, ef þeim tekst tímanlega að ljúka við plötu sína sem þeir vinna nú við að hljóðblanda. Einnig er von á fleiri gestum, m.a. 8 manna blús- hljómsveit frá Stöð 2 sem tók áskorun DV í fjölmiðlablúsnum og kemur hún fram föstudag og laug- ardag. Stöð 2 skorar aftur á móti á Ríkissjónvarpið að senda full- trúa sinn á Púlsinn helgina 18. og 19. október. GIVEIMCHY UMKtmn Automne4««i TINE BUS frá GIVENCHY Paris kynnir og ráðleggur notkun á GIVENCHY snyrtivörum föstudaginn 11. október kl. 14-18. Kringlunni. Höfunt til sölu notaðar traktorsgröfur: Case 580 4x4 árg. '86 Case 580 4x4 árg. ’87 Case 580 4x4 árg. '88 Case 580 4x4 árg. ’89 Servo Case 680L 4x4 árg ’89 MF 50 HX S árg. ’88 G/obusi Véladeild Lágmúla 5, sími 681555, 985-31722 BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur I SÍMI: 62 84 50 £ cn co 5 => □ £

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.