Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 21 • • Ollu sauðfé bænda á Hólsfjöllum slátrað Húsavík. SAUÐFJÁRSLÁTRUN á þessu hausti er lokið hjá Kaupfélagi Þingey- inga og var slátrað rúmlega 39.000 dilkum og tæplega 5.000 fullorðnu fé eða alls um 44.000 fjár. Ekkert fé verður á Hólsfjöllum í vetur og ekki annar bústofn en nokkrar geitur. Meðalþungi dilka reyndist 14,7 kg og er það nokkru lægri meðalvigt en síðastliðið ár, sem gaf sérstaklega háan meðalþunga. Það má segja að þetta sé heppileg og nokkurs konar kjörþyngd eftir óskum markaðarins og flokkum kjöts varð bændum hag- stæðari en í fyrrahaust. Veður á liðnu hausti hefur verið hagstætt til haustverka og slátrun gekk vel, að sögn sláturhússtjóra, Skriðuklaustur: Endurtekur Þorgeirs B. Hlöðvarssonar, „en þetta er mikil og hörð átakavinna, sem mitt fólk leysti mjög vel af hendi og er þakkavert.” Hólsfjallabamdur ráku nú eða rétt- ara sagt óku öllum sínum íjárstofni til slátrunar á Húsavík og Kópaskeri svo ekki verður í vetur þar annar bústofn en nokkrar geitur. Þó munu 3 bændur hafa þar vetursetu næsta vetur en einn þeirra hefur búskap austur á Langanesi. Hólsfjallahangi- kjöt verður því líklega í síðasta sinn á markaði fyrir komandi jól. — Fréttaritari. Fundargestir voru fjölmargir. Fremst má sjá frummælendur. Morgunblaðið/Þorkell SÍg' varla nema Kostnaðaráætlanir: á aldarfresti - segir staðarhaldari ÞORARINN Lárusson, staðar- haldari á Skriðuklaustri á Hér- aði, sendi á sínum tíma Ríkisend- urskoðun skýrslu þar sem hann svarar athugasemdum Ríkisend- urskoðanar við útgjöldum vegna framkvæmda við Skriðuklaustur í tilefni aldarminningar Gunnars Gunnarssonar skálds. í skýrslu sinni segir Þórarinn m.a. um ástand hússins: „Fullyrða má að ekki hafí hvarflað að þeim almenna borgara, hvað þá heimamanni, sem sá og kynnti sér það ástand að nokkrum dytti í hug að haldið yrði upp á 100. fæðingarafmæli þjóðar- skáldsins og 50 ára afmæli þessa stórbrotna húss, sem hann gaf þjóð sinni, án þess að þeirri viðhaldsvan- rækslu frá upphafí yrði kippt í liðinn áður en þau merku tímamót rynnu upp.” Þórarinn, sem átti sæti í nefnd þeirri, sem sá um undirbúning ald- arafmælis skáldsins, segir að hann geri sér fulla grein fyrir því að hann eigi meginsök á því að framkvæmd- ir hafi orðið meiri en áætlað var í byijun, en að vinna að framtíðarhlut- verki og viðhaldi hússins hafí þurft að byija miklu fyrr. Hann nefnir jafnframt að það sé viðurkennt af fagmönnum að oft sé erfítt að áætla viðhalds- og endurbótakostnað á eldra húsnæði. Þórarinn segir í skýrslunni að lokum: „Hins vegar eru menn beðnir í ljósi þess sem hér hefur verið rakið og að peningum hafí í raun ekki verið sóað, að virða þá framtaksemi á betri veg, ekki síst, þegar litið er til þess að hætta á slíku endurtaki sig varla nema á aldarfresti.” UndirbúningTir í upphafi var ekki nægilega mikill * Aætlanir við vatnsfallsvirkjanir standast oftast ágætlega EIN helsta orsök þess að kostnaðaráætlanir verkfræðinga vegna stórra framkvæmda standast ekki er að verkið er ekki undirbúið nógu vel áður en ráðist er í framkvæmdir. Þetta kom fram á fundi Verfræðingafélags Islands á þriðjudagskvöldið þar sem rætt var um kostnaðaráætlanir og almannaróm um að þær stæðust nær aldrei. Þar kom þó fram að áætlanir við vatnsfallsvirkjanir hér á landi standast oftast ágætlega. Frummælendur voru þrír, Sig- rún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Gunnar Torfason, ráðgjafaverkfræðingur og Halldór Guðmundsson arkitekt. Halldór Þór Halldórsson formað- ur VFÍ setti fundinn og sagði með- al annars að kostnaðaráætlanir hefðu verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu, allt þar til á síðustu dögum að aðalkostnaðaráætlun ársins, fjárlögin, hefðu verið lögð fram. Sigrún gagnrýndi hversu illa áætlanir við Ráðhúsið og Perluna hefðu staðiðst. „Áætlunin fimm- faldaðist á nokkrum mánuðum. Hvað veldur? Skýringarnar sem ég fékk voru að áætlunin hefði hækk- að vegna eldri verksamninga og breytinga og viðbóta sem ákveðnar voru á árinu 1990,” sagði Sigrún og rakti síðan breytingamar sem gerðar voru. Lokun St. Jósefs- spítala mótmælt BANDALAG kvenna í Hafnar- firði hefur skorað á Sighvat Björgvinsson heilbrigðisráð- herra að draga áform sín um lokun St. Jósefsspítala til baka. Bandalagið hélt formanna- og stjórnarfund, miðvikudaginn 25.september sl., þar sem fram komu miklar áhyggjur kvenna vegna fyrirhugaðrar lokunar spítalans. í áskomn Bandalagsins til heil- brigðisráðherra minnir Bandalagið m.a. á að það hafí staðið fyrir söfn- un fyrir nýjum röntgentækjum sem það færði spítalanum að gjöf árið 1986 og tekur fram að í gjafabréfí hafí það verið skilyrt að ef eigenda- skipti yrðu á St. Jósefsspítala þann- ig að þjónustusvið breyttist, skyldi séð til þess að röntgentækin myndu ávallt þjóna þeim markmiðum sem upphaflega voru ákveðin. Auk þess telur Bandalagið að brýnt sé fyrir Hafnfírðinga að St. Jósefsspítali verði áfram rekinn í þágu þeirra og að uppbygginga- starf sem þar hefur farið fram fái áfram að njóta sín. ♦ ♦ ♦ Bókauppboð Klausturhóla á morgun Klausturhólar halda bókaupp- boð á Laugavegi 25 á morgun, laugardag, kl. 14. Boðnar verða upp 125 bækur og verða þær til sýnis í Klausturhólum í dag, föstudag, milli kl. 14 og 18. Meðal bóka á uppboðinu má nefna Húspostillu Helga G. Thord- arsen prentaða 1883, Húspstillu Jóns Vídalíns prentaða 1776-1777, Rauðkembing Odds Sigurgeirsson- ar, Árbók Ferðafélagsins 1928-’ 74, Biskupasögur prentaðar 1858-'78 og Laxdælu prentaða 1826. Hún nefndi einnig að borgar- stjóri hefði í águst fengið upplýst að hönnunarkostnaður yrði á þessu ári 13,5 milljónir króna, en viku síðar hafi hún fengið nákvæma sundurliðum og þá hafí hönnunar- kostnaðurinn verið 15 milljónir. „Ef kostnaðurinn hækkar um 1,5 milljónir á viku þá er ekki furða þó hann magnist svona á nokkrum vikum,” sagði Sigrún og sagðist telja eðlilegt að hönnuðir hefðu tekið lánið sem Hitaveitan varð að taka vegna þessa. Hún gagnrýndi einnig að það fyrirtæki, sem unnið hefði aðal- kostnaðaráætlunina fyrir Perluna, hefði jafnframt eftirlit með sjálfum sér, þæði faglegt og kostnaðar- legti „Það þarf sterk bein til að hafa eftirlit með sjálfum sér, enda sýnir það sig að það hefur ekki tekist.” í lok máls síns sagðist hún telja mikilvægt að undirbúa fram- kvæmdir betur áður en hafíst væri handa og nauðsynlegt að ljúka all- ir hönnun áður. Hún vitnaði að lokum í Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins frá því sunnudaginn 6. október og sagðist taka heilshugar undir hvert orð þar. Gunnar Torfason ráðgjafaverk- fræðingur lagði áherslu á mikil- vægi þess að verkkaupi hefði á sínum vegum góðan ráðgjafa sem sæi um að stjórna framkvæmdum í samræmi við fyrirfram ákveðin markmið. Hann sagði ennfremur að svo virtist, sem þau fyrirtæki eða stofnanir sem byggðu sjaldan, ættu erfiðara með að láta áætlanir standast en þau'sem stöðugt stæðu í framkvæmdum. Ástæðan væri oft að hæfan verkefnisstjóra vant- aði. Hann sagði að upphaflega kostnaðaráætlun mætti ekki líta á sem spennitreyju eða einhveija staðreynd. Líkti hann verkefnis- stjóra við skiptstjóra á seglskútu sem leggur af stað og ætlar ákveðna leið að settu marki. Skút- an hrekst af leið en þá þarf að gera nýja áætlun til að ná settu marki. Gunnar lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að verkkaupi skil- greindi vel hvað það væri sem hann vildi fá þannig að ekki þyrfti að gera kostnaðarsamar breyting- ar eftir að framkvæmdir væru hafnar. Ef hönnun er skammt á veg komin þegar áætlunin er gerð þá gæti verkkaupi endað með allt annað hús en hann í upphafi hafði hugsað sér. Gunnar nefndi líka vanhæfa ráð- gjafa sem skýringu á þvi hvers vegna kostnaðaráætlanir stæðust illa. Annars vegar ráðgjafa sem tækju að sér verk sem þeir réðu hreinlega ekki við og hins vegar þá sem ekki væru nógu sjálfstæðir og hugrakkir til að standa við sannfæringu sína. Halldór Guðmundsson arkitekt hóf mál sitt með því að benda á að blaðamenn og stjómmálamenn hefðu komið af stað neikværði umræðu um starfshópa sem fást við hönnun og áætlanagerð. „Gjaldskrá Arkitektafélagsins er að stofni til frá árinu 1956 með óverulegum breytingum frá 1974. Það er í raun undravert að gjald- skrá skuli hafa staðið svo til óbreytt í svo langan tíma og ég efast um að nokkur annar starfs- hópur myndi láta bjóða sér slíkt,” sagði hann. Hann sagði að sá liður, sem oft- ast gerði það að verkum að hönn- unarkostnaður færi úr böndum, væri að framkvæmdir væru hafnar áður en hönnun væri lokið. Síðan vildi verkkaupi breyta og breyta og það kostaði sitt. Einnig nefndi hann dæmi þess að verkkaupi vildi ekki leggja fram kostnaðaráætlun við útboð þar sem áætlunin væri örugglega mun hærri en tilboðin sem í verkið bærust. Verkkaupi sagði verktakana ófúsa að taka að sér verk fyrir mun lægri upphæð en áætlunin gerði ráð fyrir. Hann sagði að þegar svona væri komið væri eitthvað að og það þyrfti að lagfæra. „Það er verkefni fyi'ir arkitekta og verk- fræðinga að standa saman um að gera kostnaðaráætlanir sem eru nær raunveruleikanum,” sagði hann. Nokkrir tóku til máls að lokinni framsögu. Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi sagðist vilja koma á meiri samkeppni milli arkitekta annars vegar og verkfræðinga hins vegar. Með slíku væri hægt að neyða verkkaupa til að undirbúa hlutina betur í upphafi. Á fundinum var bent á að áætl- anir við virkjanir stæðust yfirleitt ágætlega en það væri raunar göm- ul saga, allt frá því fyrstu steinhús- in voru bygg í heiminum, að áætl- anir færu fram úr áætlunum. Einnig kom fram að margar opinberar stofnanir vildu alls ekki fá kostnaðaráætlun vegna þess að ljóst væri að verkið kostaði meira en fengist til verksins. Þá væri ráðist í framkvæmdir og slag látið standa. Einnig var bent á að stærstu „slysin” yrðu þar sem stjórnmálamenn réðu ferðinni og ráðgjafar væru ekki með í ráðum. Fjárlagafrumvarpið: Framlag til Neytendasam- takanna skert um 70% SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpinu verður opinbert framlag til Neyt- endasamtakanna skert um 70%, eða úr 5 milljónum króna á þessu ári í 1,5 milljón 1992. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, segir þetta koma sér mjög spánskt fyrir sjónir miðað við það aukna vægi sem stjórnvöld hafi verið að sýna þessum málaflokki á síðustu árum. Jóhannes sagði þessa skerðingu á. ríkisframlaginu þýða á bilinu 10-15% minnkun tekna Neytenda- samtakanna á næsta ári, og það hlyti að koma fram í starfí samtak- anna. „Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem til dæmis stjórn- völd á Norðurlöndum telja nauðsyn- legt að veija í þennan málaflokk. Ef tekið er saman það sem við áætlum að varið sé til neytenda- máladeildar Verðlagsstofnunar og styrkurinn til neytendasamtakanna, þá kemur í ljós að ríkið ver 15 krón- um á hvern íbúa til þessa mála- flokks á meðan sambærileg tala á hinum Norðurlöndunum er í kring- um 100 krónur á hvern íbúa. Þar er talað um að ekki megi höggva nærri þessum þætti vegna þess sem á sér stað í Evrópu, en aukið vöru- flæði á milli landa og aukin sam- keppni kallar á öflugri starfsemi á þessu sviði. Hér er hins vegar farið í þveröfuga átt, og á þessu erum við mjög undrandi,” sagði Jóhann- es.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.