Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
23
Vestur Norður Austur Suður
Martens Þorl. Szyman. Guðm.
1 lauf 2 lauf
3 spaðar 3 grönd
pass dobl
Norður Austur
Gawrys Guðl.
1 tígull
2 spaðar pass
dobl
pass
Vestur
Örn
pass
4 spaðar
a.pass
Suður
Lasocki
1 spaði
4 spaðar
2 lauf Guðmundar sýndu báða
hálitina. Szymanowski spilaði út
tígulkóng sem Þorlákur drap með
ás og svínaði hjartadrottningu.
Honum til armæðu átti Martens
kónginn og skipti í lauf. Þorlákur
lét níuna og drap drottningu aust-
urs með ás og spilaði spaða á gos-
ann. Austur drap með drottningu
og spilaði tígli en það var of seint.
Þorlákur trompaði, tók hjartaás,
trompaði hjarta með áttunni,
trompaði tígul, trompaði hjarta með
gosanum og spilaði loks spaðasex-
unni á sjöunda og tók ásinn og frí-
slaginn í hjarta. 10 slagir og 790.
Við hitt borðið byijaði spila-
mennskan eins, nema vestur spilaði
út tígli. En inni á hjartakóng spil-
aði Orn tígli sem suður trompaði.
Hann tók hjartaás, trompaði hjarta,
trompaði tígul og trompaði hjarta
og spilaði spaðagosanum úr borði.
Þegar Guðlaugur lét lítið stakk
Lasocki upp ás, og spilaði meiri
spaða og þá gat Guðlaugur tekið
hinn spaðaslaginn sinn og tígulslag
svos spilið var einn niður. 13 til
íslands.
í næsta spili dobluðu Pólveijarnir
Guðmund Pál í hjartabút og gáfu
hann, svo ísland græddi 9 stig.
„Þetta gæti hafa verið spilið sem
réð úrslitum,” sagði Edgar Kaplan
í sýningarsalnum, og vonbrigða-
svipurinn á Kzysztof Marteins
leyndi sér ekki á sjónvarpsskermin-
um. Þegar lotunni lauk hafði ísland
skorað 43 stig gegn 15 og leiddi í
leiknum með 338 stigum gegn 258.
A sama tíma lauk keppni í
kvennaflokki. Þar vann B-sveit
Bandaríkjanna auðveldan sigur á
Austurríki. Bandarísku heimsmeist-
ararnir heita Nancy Pasell, Stasha
Cohen, Sharon Osberg, Nell Cahn,
Sue Picus og Lynn Deas. Þetta er
í þriðja sinn í röð sem Deas vinnur
þetta mót. Þess má geta að hún
spilaði á Bridshátíð í Reykjavík fyr-
ir tveimur árum.
Urslitaleiknum í opna flokknum
lýkur um það bil sem þetta blað
kemur fyrir augu lesenda, eða
klukkan sjö að íslenskum tíma. Þá
kemur í ljós hvort íslendingar eign-
ast sína fyrstu heimsmeistara í opn-
um flokki í íþróttagrein, en spila-
mennska íslenska liðsins bendir
ekki til að ástæða sé til að óttast
annað.
■ ÞEGAR ís-
lendingarnir vökn-
uðu á Grand Hotel
Intercontinental í
Yokohama á
fimmtudagsmorg-
uninn og kveiktu á
fréttunum á.CNN
hittist svo á að
verið var að sýna frétt um komu
norsku víkingaskipanna til Was-
hington. Skipin sigldu undir íslensk-
um fánum og þulurinn tilkynnti að
Vigdís Finnbogadóttir forseti ís-
lands tæki á móti þeim ásamt Sonju
Noregsdrottningu. Þeta fannst
mönnum gott fyrir daginn, enda
kom í ljós að íslenska liðið bætti
30 stigum við forskot sitt í gær.
H ÞEGAR íslendingarnir vökn-
uðu á Grand Hotei Intercontinental
í Yokohama á fimmtudagsmorgun-
inn og kveiktu á fréttunum á CNN
hittist svo á að verið var að sýna
frétt um komu norsku víkingaskip-
anna til Washington. Skipin sigldu
undir íslenskum fánum og þulurinn
tilkynnti að Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands tæki á móti þeim
ásamt Sonju Noregsdrottningu.
Þeta fannst mönnum gott fyrir dag-
inn, enda kom í ljós að íslenska lið-
ið bætti 30 stigum við forskot sitt
í gær.
■ PÓL VERJARNIR hafa fengið
slæma útreið hjá dómnefnd mótsins
síðustu daga. Dómnefndin staðfesti
Æ &
♦ * ■ *
m
^8 W
úrskurð keppnisstjóra um 3 stiga
sekt vegna rangra upplýsinga um
sagnir í slemmunni sem sagt var
frá í Morgunblaðinu á fimmtudag.
Að auki fengu Pólveijarnir 3 stiga
sekt fyrir að vera með ófullnægj-
andi kerfiskort, og Balicki og
Zmudzinski var bannað að setjast
við spiiaborðið fyrr en þeir lagfærðu
kortið. Að auki fengu Pólveijarnir
4 stiga sekt, síðar í leiknum, fyrir
að bruðla með tímann.
■ EFTIR aðra 16 spila lotuna á
fimmtudag brast á hálfgerð upp-
lausn í liði Pólveija. Þeir stóðu í
hóp og hnakkrifust, og Zmudzinski
lýsti því yfir að hann nennti ekki
að spila lengur við Balicki, hann
væri svo ruglaður. Þeir ætluðu svo
aldrei að koma sér að spilaborðinu
aftur i þriðju lotuna, en þar sem
þeir spiluðu einna best í henni, veltu
íslendingarnir því fyrir sér hvort
rifrildið hefði verið sett á svið að
einhveiju leyti.
Er að verða hálf-
vitlaus á taugum
- segir Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði
ALMENNINGUR fylgist grannt með framgangi mála á Heimsmeist-
aramótinu í brids og ekki síður áhugasamir bridsarar. Það er svo
til sama hvar er komið, alls staðar er verið að ræða um brids.
Hjalti Elíasson og Hallur Símonarson eru báðir margfaldir íslands-
meistarar og Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði er búinn að spila brids
í mörg ár.
„Þetta er alveg makalaust og
ótrúlegt að svo lítil þjóð skuli ná
svona langt því það eru tugir miilj-
óna sem leika keppnisbrids í heimin-
um,” sagði Hallur Símonarson,
blaðamaður og bridsari.
„Það átti enginn von á þessu
þegar strákarnir fóru út, ekki einu
sinni þeir sjálfir og þegar ég var í
þessu þá datt mér aldrei í hug að
við ættum eftir að eignast heims-
meistara í brids,” sagði Hallur í
gærdag og bætti því við að strák-
arnir væru ekki enn búnir að klára
dæmið en hann teldi 90% líkur á
að þeir næðu titlinum.
„Ég á margar góðar minningar
úr starfi mínu sem íþróttafrétta-
maður en ég held að þetta sé' með
skemmtilegri augnablikum sem ég
hef átt. Eg hef verið ótrúlega
spenntur, spenntari en oftast áður
í íþróttum. Það sem hefur komið
mér mest á óvart er hversu ótrúlega
Margir með áheit og framlög
Bridssamband íslands vonast til að endar náist saman vegna kostn-
aðar við að senda landsliðið á heimsmeistaramótið í brids. Elín
Bjarnadóttir, framkvæmdasijóri sambandsins, segir að fjöldi ein-
staklinga og fyrirtækja hafi haft samband undanfarna daga og látið
vita um áheit og framlög.
Áður en landsliðið hélt til Japan
hafði Reykjavíkurborg styrkt Brids-
sambandið um eina milljón og ríkis-
stjórnin veitt vilyrði fyrir tveimur
milljónum á fjáraukalögum. Þá
styrkti Hafnarfjarðarbær liðið um
100 þúsund krónur og Kópavogur
um 50 þúsund. Skíðadeild Breiða-
bliks lánaði landsliðinu skála sinn
endurgjaldslaust og Úlfar Eysteins-
son, veitingamaður, sendi kokka
þangað með mat, þegar liðið var
við æfingar. Þá hafði liðið nær ótak-
markaðan aðgagn að íþróttahúsi
Garðabæjar og þar aðstoðaði Ólafur
Einarsson það við þrekæfingar.
Gosan gaf vinninga á æfingamót
fyrir liðið. „Við sendum líka ákall
til bridsspilara að styrkja okkur
með fijálsum framlögum á safn-
reikning í íslandsbanka í Garðabæ,
sem hefur það háheilaga „spilanúm-
er” 5252. Það kom mér á óvart,
hversu fáir urðu við þessu, en á
móti kemur, að hver og einn lagði
fram umtalsverða upphæð, allt upp
í 100 þúsund krónur,” sagði Elín.
„Við fengum þúsund Happó-miða
frá Happdrætti Háskólans, að and-
virði 250 þúsund krónur, og eigum
eftir að sjá hvort heppnin verður
með okkur.”
' Elín sagði að nokkuð hefði verið
um áheit. Þar reið Stefán Guðjo-
hnsen í Málningu hf. á vaðið og
hét 500 krónum á hvert stig, sem
íslenska liðið fær umfram hið
pólska, eða 30 þúsund krónum ef
liðið tapar. „Jón Hjaltason í Keilu-
höllinni tvöfaldaði þetta og heitir
1000 krónum á hvert stig, eða 500
krónum á hvert stig sem liðið tapar
með, ef svo fer. Aðfaranótt fimmtu-
dags hringdi svo Logi Þormóðsson
í Keflavík í mig og sagði mér að
hann hefði heitið 100 krónum á
hvert stig sem landsliðið fékk í
undankeppninni. Liðið fékk 254,25
stig, svo framlag Loga vegna und-
ankeppninnar er 25.425 krónur.
Að auki ætlar Logi að greiða 10
þúsund krónur á hvern leik, sem
liðið vinnur í úrslitum. Þeir hafa
þegar unnið Bandaríkjamenn og
Svía og þar með fengið 20 þúsund.
Vinnist sigur á Pólveijum bætast
við 10 þúsund krónur og þá verður
framlag Loga alls 55.425.”
Elín sagði að í gær hefðu ýmis
fyrirtæki og einstakingar haft sam-
band, til dæmis Harðarbakarí á
Akranesi. „Hingað hafa líka hringt
fjölmargir, sem hafa spurt um
reikningsnúmerið okkar, án þess
að segja til nafns. Við þurftum að
láta tengja fleiri síma hér á skrif-
stofunni til að taka við öllum áheit-
um.”
vel strákarnir hafa spilað allan tím-
ann og það er augljóst að undirbún-
ingur þeirra hefur verið mjög góð-
ur,” sagði Hallur.
„Ég er að verða hálfvitlaus á
taugum. Maður verður að fara að
fá sér eitthvað róandi við þessu,”
sagði Aðalsteinn Jónsson á Eski-
firði, en hann sendi landsliðinu 50
þúsund krónur til að sýna þeim að
fylgst væri með þeim um land allt.
„Það eru allir rosalega spenntir
hérna og það má eiginlega segja
að vinna liggi niðri enda eru allir
að ræða um brids og fylgjast með
strákunum. Þeir hafa leikið alveg
svakalega vel og það er ljóst að
þeir eru orðnir heimsmeistarar, það
er ekki nokkur vafi á því.”
Hjalti Elíasson er margfaldur
íslandsmeistari í brids, hvernig líst
honum á frammistöðu landsliðsins?
„Það er heldur betur gott hljóð í
mér núna. Strákarnir hafa spilað
mjög vel enda eru þetta reyndir
strákar sem fóru mjög vel lesnir til
leiks og þegar þú ert vel lesinn þá
er engu að kvíða í prófinu,” sagði
Hjalti.
„Ég óttaðist Svíana mest en ég
vissi upp á hár að ef þeir næðu að
leika sinn brids þá væri hægt að
leggja hann á hvaða vogaskálar
sem væri,” sagði Hjalti sem er far-
inn að hægja á sér í bridsinu enda
búinn að spila keppnisbrids frá því
1953. „Mig dreymdi oft um að kom-
ast á Heimsmeistaramótið og var
viss um að ef við kæmumst þangað
þá kæmi í ljós að margar þjóðir
væru lélegri en við.
Það er mikill kostur fyrir brids á
íslandi að flestir bestu spilarar
landsins eru í sama félaginu, Brids-
félagi Reykjavíkur, og því eru þeir
alltaf að spila við sterka mótheija.
Ætli Bridsfélag Reykjavíkur sé ekki
einn alsterkasti klúbbur í heiminum,
ég gæti best trúað því,” sagði Hjalti.
Allir sögðust þeir ætla að fylgj-
ast með lokasprettinum í nótt enda
væri ekki hægt annað. „Maður dott-
ar með útvarpið í gangi og vaknar
svo þegar Bjarni Fel. kemur með
fréttirnar,” sagði Hjalti síðdegis í
gær.
Verðkönnun Verðlagsstofnunar á fiski:
Allt að 100% verðmunur
á einstökum tegundum
MEÐALVERÐ á nýjum fiski í fiskbúðum og matvöruverslunum hef-
ur hækkað um 4% milli ára, og er það sama hækkun og á fiskverði
í framfærsluvísitölunni. Þetta kemur fram í niðurstöðum verðkönn-
unar Verðlagsstofnunar, sem gerð var 10. september síðastliðinn,
en stófnunin gerði sambærilega könnun í september á síðasta ári.
Samkvæmt könnuninni reyndist fiskur í flestum tilvikum vera ódýr-
ari á þeim stöðum utan höfuðborgarsvæðisins sem könnunin náði
til en á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis var meðalverð á ýsu og
ýsuflökum 14% hærra á höfuðborgarsvæðinu, smálúðuflök voru 36%
dýrari og stórlúða 29% dýrari. Fiskverð var oftast lægst á ísafirði
og Bolungarvík en hæst á höfuðborgarsvæðinu.
Könnun Verðlagsstofnunar náði
til 21 fiskbúðar og 22 matvöruversl-
ana á höfuðborgarsvæðinu, og
reyndist vera allt að 100% verðmun-
ur á einstökum fisktegundum.
Þannig var til dæmis munurinn á
hæsta og lægsta verði heillar rauð-
sprettu 100%, 66% verðmunur var
á smálúðuflökum, 57% munur var
á rauðsprettuflökum, 55% munur á
söltuðum kinnum, 50% munur á
útvötnuðum saltfiski í bitum, 47%
munur á nýjum karfaflökum með
roði, 40% munur á útvötnuðum salt-
fískflökum og 33% verðmunur á
heilli slægðri ýsu.
Utan höfuðborgarsvæðisins náði
könnunin til tveggja fiskbúða og
19 matvöruverslana, og þar reynd-
ist munurinn á hæsta og lægsta
verði vera mun meiri, eða allt að
502% á heilli rauðsprettu. Munur á
hæsta og lægsta verði á söltuðum
kinnum var 313%, verðmunurinn á
rauðsprettuflökum var 267%, á
heitli ýsu var munurinn 151%, á
stórlúðu í sneiðum 144%, á smá-
lúðuflökum 124% og á útvötnuðum
saltfiskflökum í bitum var munur-
inn á hæsta og lægsta verði 102%.
krefjandi. Þess vegna nota ég
Rautt eðal-ginseng. Þannig
VASKUR
0G VAKANDI
„STÓRMÓT í skák eru mjög
RAUTT EÐAL
GINSENG
kemst ég í andlegt jafn-
vægi, skerpi athyglina
og eyk úthaldið."
Helgi Ólafsson,
stórmeistari í skák.
þegar reynir á athygli og þol
Hvert
hylki
inniheldur
300 mg af
hreinu rauðu
eðal-ginsengi.