Morgunblaðið - 11.10.1991, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
Reuter
Klipið í keppinn
Fyrsta opinbera sumo-gjímukeppnin utan Japan er nú haldin í Royal
Albert Hall í London. Á myndinni má sjá glímukappann Konishiki,
sem fæddur er í Bandaríkjunum, ryðja anstæðingi sínum, Tochinow-
aka út úr hringnum.
Sovétríkin:
Upplausn og valda-
barátta ínnan hersins
Brussel. Reuter.
MIKIL valdabarátta á sér stað
inn sovéska hersins, sem er að
sumu leyti stjórnlaus eftir að
kommúnistaflokkurinn burtkall-
aðist. Er það haft eftir embættis-
mönnum Atlantshafsbandalags-
ins (NATO),_sem voru í Moskvu
í siðustu viku. Segja þeir, að
slagurinn standi á milli umbóta-
sinna og harðlínumanna og einn-
ig milli niiðstjórnarvaldsins og
lýðveldanna.
Embættismennirnir, sem hittu
að máli marga frammámenn í sov-
éska hernum og rússneska stjórn-
málamenn, segja, að upplausn ríki
innan Rauða hersins og ekki sé
lengur ljóst hver sé hans rétti yfír-
bjóðandi. Afleiðingin sé sú, að inn-
an hans geisi valdabarátta milli
umbótasinna og harðlínumanna.
Vilja þeir fýrmefndu fækka í hern-
um í 1,5 milljónir manna, setja
hann undir borgaralega stjóm og
koma á nánari tengslum við
Atlantshafsbandalagið, sem þeir
líta til sem fyrirmyndar um sam-
starf frjálsra ríkja. Harðlínumenn-
irnir vilja líka umbætur á hernum
en þeir em andvígir miklum af-
skiptum borgaralegra yfírvalda og
segjast hafa illan bifur á Atlants-
hafsbandalaginu og fyrirætlunum
þess.
Einn af embættismönnunum frá
NATO sagðist telja, að skoðanir
harðlínumanna mótuðust ekki síst
af ótta við þá upplausn, sem mikill
niðurskurður á heraflanum hefði í
för með sér. Það er ekki til hús-
næði fyrir þá hermenn, sem nú eru
að koma heim frá Austur-Evrópu,
og það má finna heilu héruðin og
borgimar þar sem hver einasti
vinnandi maður er í hergagnafram-
leiðslunni. Auk alls þessa stendur
stríðið á milli miðstjórnarvaldsins
og lýðveldanna og þykir augljóst,
að Rússar ætla sér yfirráðin yfir
heraflanum.
Skotland:
Geislavirk efni frá
Irak endurunn-
in í Dounreay?
HUGSANLEGT er, að geislavirk efni, sem írakar ætluðu að nota
við smíði kjarnorkusprengju, verði flutt til endurvinnslustöðvarinn-
ar í Dounreay í Skotlandi og endurunnin þar. Kom þetta fram í
skoska dagblaðinu Glasgow Herald á mánudag og þar sagði enn-
fremur, að Skoski þjóðernissinnaflokkurinn ætlaði að beita sér fyr-
ir mótmælum og borgaralegri óhlýðni til að koma í veg fyrir þess-
ar fyrirætlanir.
Verkamannaflokkurinn í Noregi:
Ráðherrar leggja áherslu
á nauðsyn tengsla við EB
Utanríkis- o g öryggishagsmunir best tryggðir með EB- aðild
HAGSMUNIR Noregs í utanríkis- og öryggismálum verða best
tryggðir með því að landið gangi í Evrópubandalagið (EB), að sögn
Thorvalds Stoltenbergs utanríkisráðherra í minnihlutastjórn Verka-
mannaflokksins á mánudag. Er kynntar voru tillögur um framlög
til varnarmála sagði Johan Jorgen Holst varnarmálaráðherra að
treysta yrði tengslin við önnur Evrópuríki og taldi Norðmenn vera
að einangrast í öryggismálaumræðum.
Ummæli Stoltenbergs vöktu menn. „Við lifum og hrærumst á
mikla athygli og talsmenn Hægri-
flokksins, sem vill EB-aðild, fögn-
uðu þeim. Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra hefur ákveðið að
frestað verði að Verkamannaflokk-
urinn taki afstöðu til aðildar að EB
þar til haustið 1992. Á meðan fari
fram ítarlegar umræður um málið
innan flokksins en vitað er að þar
eru skoðanir mjög skiptar og óttast
margir klofning á borð við þann sem
varð er aðild var hafnað naumlega
í þjóðaratkvæðagreiðslu 1972.
Áður var kunnugt að Stoltenberg
er hlynntur aðild en samt kom
nokkuð á óvart að hann skyldi taka
svo skelegga afstöðu er hann flutti
ræðu hjá Samtökum liðsforingja í
Ósló. Dagblaðið Aftenposten segir
að ráðherrann hafí rætt við Brundt-
land um efni ræðunnar áður en
hann flutti hana. Stoltenberg benti
á að svo gæti farið innan skamms
að mikill meirihluti íbúa Norður-
landanna yrði í EB og taldi að ætl-
uðu Norðmenn sér að taka áfram
virkan þátt í norrænu samstarfi
yrðu þeir að ganga í bandalagið.
20 milljónir Norðurlandabúa myndu
fá jafn mikil áhríf í ráðherranefnd
bandalagsins og Þjóðveijar, sem eru
80 milljónir. Þess vegna myndu
margir álíta að þróttmikið, norrænt
samstarf gæti aðeins átt sér stað á
vettvangi EB. „Á meðan Noregur
er utan EB, sem er grundvöllur
sjálfrar Evrópusamvinnunnar, höf-
um við minni áhrif en ella á mál-
efni sem skipt geta sköpum fyrir
okkur,” sagði Stoltenberg.
allt öðru tímaskeiði hér á landi en
aðrar þjóðir Evrópu og erum aftar-
lega á merinni í umræðum um ör-
yggis- og vamarmál,” sagði hann.
„Þetta er það sem veldur mér mest-
um áhyggjum sem stendur”. Ráð-
herrann taldi að röksemdir sem
heyrðust nú í deilum andstæðinga
og stuðningsmanna aðildar að EB
væru margar úreltar, þær væru
gamlir draugar frá 1972. Hann
sagði þróun alþjóðamála nú svo
hraða að taka þyrfti allar forsendur
áætlana ráðuneytisins til endur-
skoðunar með stuttu millibili. Margt
benti til þess að Vestur-Evrópusam-
bandið, samtök níu EB-landa sem
jafnframt eru í Atlantshafsbanda-
laginu, yrði grunnurinn að væntan-
legu varnarsamstarfí EB-þjóðanna.
„Eg er ekki í nokkrum vafa um að
miklvægasta málið sem við munum
þurfa að sinna á næstunni er að
treysta tengsl okkar við Evrópu-
löndin.”
Holst sagði að Norðmenn yrðu
að móta stefnu sína með tilliti til
nálægðarinnar við Rússland, sem
væri og yrði mesta herveldi álfunn-
ar. Hann fagnaði ákvörðunum ráða-
manna risaveldanna um niðurskurð
kjarnavopna, ekki síst á hafínu, en
taldi nauðsynlegt að sjá hvað raun-
verulega yrði gert í málunum áður
en hægt yrði að draga úr viðbúnaði
Norðmanna.
Þetta mál hófst með því, að dag-
blaðið Sunday Mail birti bréf frá
breska innanríkisráðherranum til
Johns Wakehams orkumálaráð-
herra en þar kvaðst hann mundu
styðja það, að geislavirk efni frá
írak yrðu endurunnin í Dounreay,
ef Wakeham og Douglas Hurd
utanríkisráðherra teldu það vera í
þágu breskra hagsmuna. Þá hafa
blöðin einnig komist yfír minnis-
punkta eða bréf frá Ian Lang Skot-
landsmálaráðherra þar sem hann
segist ekki munu standa í vegi fyr-
ir þessum áformum.
I bréfinu segir Lang annars, að
endurvinnslan fyrir Iraka muni
vafalaust verða harðlega gagn-
rýnd, ekki síst af hálfu skoskra
þjóðemissinna enda sé Dounreay-
stöðin mjög umdeild, ekki aðeins í
Skotlandi, heldur einnig á Norður-
löndum. Segir hann, að þegar unn-
in séu geislavirk efni frá öðrum
löndum sé jafnan á það bent, að
úrganginum sé skilað aftur til upp-
runalandsins, en það geti ekki átt
við um geislavirku efnin frá írak.
Aðrir stjórnarandstöðuflokkar i
Skotlandi hafa lítið sagt um þetta
mál. Verkamannaflokkurinn, sem
vonast til að skipa næstu ríkis-
stjórn í Bretlandi, telur sig ekki
hafa efni á að gagnrýna endur-
vinnsluna og þessa aðstoð við Sam-
einuðu þjóðirnar, sem krefjast eyð-
ingar efnanna. Fijálslyndir demó-
kratar segja, að Skotar verði að
leggja sitt af mörkum við að uppr-
æta áætlanir íraka um smíði kjarn-
orkusprengju.
Ermarsundsgöng:
Umdeild ákvörðun um
hraðlestina til Lundúna
Lundúnum. Daily Telegraph.
BRESKA stjórnin hefur loks
ákveðið, að hraðlestarteinarnir
milli Ermarsundsganganna og
Lundúna skuli koma inn i austur-
borgina en yfirmenn bresku ríki-
sjárnbrautanna vildu, að enda-
stöðin yrði í Suður-Lundúnum.
Gagnrýna þeir ákvörðunina
Atlantshafsbandalagið:
Frakkar hindra aukin
tengsl við A-Evrópu
Brussel. Reuter.
FRAKKAR standa í vegi fyrir því að samkomulag náist innan
Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að það taki upp formleg tengsl
við lönd Austur-Evrópu og Sovétríkin, að því er heimildarmenn í
höfuðstöðvum NATO sögðu fyrr í vikunni.
Bandaríkjamenn og Þjóðverjar að þannig verði hægt að koma til
hafa skýrt frá því að áform séu
uppi um að stofna „samstarfsráð”
innan NATO með aðild Austur-Evr-
ópuríkja. Ekki er þó gert ráð fyrir
að bandalagið bjóði nýjum lýðræðis-
ríkjum, svo sem Póllandi, Ungveija-
landi og Tékkóslóvakíu, fulla aðild
Johan Japgen Holst var-ómyrJuirj, roðaiskuldbindk •igiiUaáA'eija þau.
móts við kröfur ríkja í Austur-Evr-
ópu um að bandalagið styðji betur
við bakið á þeim. Áformin verða
rædd á leiðtogafundi NATO í Róm
7.-8. nóvember.
„Frakkar gætu komið í veg fyrir
þetta allt saman, þar sem aðildar-
ríkin verða öll að samþykkja
höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel. Franska sendi-
nefndin hjá NATO vildi ekki tjá sig
um þetta en heimildarmennirnir
sögðu að Frakkar vildu frekar að
tengslin við Austuf-Evrópuríkin
yrðu aukin innan Evrópubandalags-
ins, þar sem áhrif þeirra eru meiri.
Frakkar og nokkrar aðrar NATO-
þjóðir óttast einnig að verði hlut-
verk NATO aukið komi það niður
harðlega og Sir Alastair Morton,
framkvæmdasljóri Eurotunnel,
sem sér um gangagröftinn, seg-
ir, að vegna þess muni verkið
dragast fram yfir aldamót.
Þetfa mál hefur verið að vefjast
fyrir stjórninni í hálft annað ár en
ókosturinn við að fara að ráðum
bresku járnbrautanna var sá, að
brautarlagningin hefði valdið verð-
falli á þúsundum íbúða og einbýlis-
húsa í suðurborginni. Það þótti líka
valda minni spjöllum á umhverfinu
að láta lestarteinana liggja inn í
Lundúnir austanverðar. Malcolm
Rifkind samgönguráðherra skýrði
frá þessu í gær á þingi íhalds-
flokksins í Blackpool og vörpuðu
þá sumir þingmenn öndinni léttar.
Höfðu þeir óttast, að brautarlagn-
ingin myndi geta kostað þá þing-
sætið.
Eins og fyrr segir hafa yfirmenn
bresku járnbrautanna og Eu-
rotunnels gagnrýnt ákvörðunina og
íjármálasérfræðingar telja, að hún
dragi úr áhuga einkaaðila á að fjár-
festa í brautinni. Sir Bob Reid,
stjómarformaður bresku jám-
brautanna, sagði, að Rifkind hefði
af pólitískum ástæðum ákveðið að
„flytja farþegana þangað, sem þeir
vildu ekki fara, og bæta þannig
iíuL_fróttíu- - HinR vQpar ,Anl uonir hnnHnar jxifl -gscr^i -í
» vvvw Aitiiu ui v. t vtnx ummrmi t iu »rLic"j t
á áhrifum Ráðstefnunnar um ör-
ð,”| yggi ogisamvinnu.iíiEyrópi) (IJÖSE). , 20i mínútum við’ ferðalagiðrí vinn
í|_________________________________________urm"