Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
25
Reuter
Bush kveðst treysta
dómaraefni sínu
George Bush Bandaríkjaforseti sagði á miðvikudagskvöld að hann
myndi standa með Clarence Thomas, sem hann hefur tilnefnt sem
hæstaréttardómara, þrátt fyrir ásakanir um að Thomas hafi gerst
sekur um kynferðislega áreitni. Anita Hill, lagaprófessor í Okla-
homa, hefur sakað Thomas um kynferðislega áreitni er þau störfuðu
saman fyrir um áratug. Fyrirhugað var að öldungadeild Bandaríkja-
þings greiddi atkvæði um tilnefninguna á þriðjudag en því var fre-
stað um viku vegna þessara ásakana. í ráði er að Thomas og Hill
svari spumingum dómsmálanefndar deildarinnar við yfirheyrslur, sem
hefjast í dag. A myndinni sést Bush með Thomas í Hvíta húsinu í gær.
Þing breska íhaldsflokksins:
Bretar fá frest til að
ákveða aðild að EMU
Deilt um breytingar á heilbrigðisþjónustu
Blackpool. Reuter.
MICHAEL Heseltine, umhverfisráðherra Bretlands, var ákaft fagnað
er hann talaði á þingi Ihaldsflokksins í Bretlandi í gær. Hann bar
meginábyrgð á því síðasta haust, er hann bauð sig fram til form-
anns, að Margaret Thatcher sagði af sér embætti forsætisráðherra
og formannsstöðu í Ihaldsflokknum.
Virtust þeir þingfulltrúar sem
klöppuðu fyrir Thatcher er hún birt-
ist í þingsalnum á miðvikudag ekki
setja það fyrir sig að hylla Hesel-
tine. Hann flutti þrumuræðu þar
sem hann sagði að íhaldsmenn
myndu „tæta Verkamannaflokkinn
í sig líkt og aldrei fyrr” í næstu
kosningum.
Leon Brittan, sem situr í fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
(EB) fyrir hönd Bretlands, sagði í
ræðu á þinginu í gær að hægt yrði
að undirrita samning um Evrópska
myntbandalagið (EMU) á ráðherra-
fundi EB í Maastricht í Hollandi í
desember á þessu ári. Bretar myndu
ekki undirrita EMU-samninginn
fyrst í stað og væri það ásættan-
legt fyrir aðrar aðildarþjóðir EB.
Þær myndu gefa Bretum nokkurra
ára umhugsunarfrest til að ákveða
hvort að þeir myndu einnig gerast
aðilar að EMU. Líklega myndu
Bretar ekki gera upp hug sinn fyrr
en 1996 eða 1997, sagði Brittan.
Nokkrar deilur urðu um fyrirhug-
aðar breytingar á breska heil-
brigðiskerfinu á þinginu. Þurfti
William Waldegrave, heilbrigðisráð-
herra, að eyða stórum hluta af
ræðu sem hann hélt til að vísa á
bug fullyrðingum, sem settar hafa
verið fram af Verkamannaflokkn-
um, þess efnis að ætlunin sé að
einkavæða alla heilbrigðisþjónustu.
Sænskur sagnfræðiprófessor:
Sovétmenn grunuðu Wall-
enberg um samsærisáform
SÆNSKI sagnfræðingurinn,
Bernt Schiller, sem er prófess-
or við Gautaborgarháskóla, tel-
ur sig geta skýrt hvernig raun-
verulega stóð á því að sænski
stjórnarerindrekinn Raoul Wal-
lenberg hvarf í Búdapest í lok
síðari heimsstyijaldarinnar.
Schiller hefur rannsakað mál
Wallenbergs í átján ár og í
næsta mánuði kemur út bók
eftir hann sem ber heitið „Af
hverju tóku Rússarnir Wallen-
berg?”. Hörð gagnrýni er sett
fram á sænska utanríkisráðu-
neytið í bókinni en Schiller seg-
ir það ekki hafa sett mál Wal-
lenbergs í nógu vítt samhengi
og því ekki skilið af hverju
Sovétmenn litu á hann sem
bandarískan njósnara sem væri
tengiliður í samsæri gegn þeim.
í staðinn hafi Váðuneytið ein-
blínt á persónu Wallenbergs.
I frétt í Svenska Dagbladet er
greint frá helstu niðurstöðum pró-
fessorsins en bók sína hefur hann
á því að setja fram kenningu um
að eitt hinna leynilegu skjala sem
sovéska leyniþjónustan, KGB, af-
henti sænskum stjórnvöldum
þann 4. september sl. geti verið
handtökubeiðni á hendur Wallen-
berg. Um er að ræða skeyti sem
sent var „verndara” Wallenbergs
í Búdapest, rússneskum majór
sem líklega hét Demítríjenkó, af
yfirmanni hans í sovéska hernum.
Hljóðaði skeytið: „Ekki sleppa
þeim ennþá, ekki senda skeytið
undir neinum kringumstæðum.”
Kenning Schillers er í stuttu
máli þessi, samkvæmt frásögn
Svenska Dagbladek Þann 16. jan-
úar 1945 tilkynnti aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna að
Wallenberg hefði verið settur und-
ir vernd sovéskra hersveita í
Búdapest. Þáverandi sendiherra
Sovétríkjanna í Svíþjóð bauð í
febrúarmánuði móður Wallen-
bergs og eiginkonu sænska utan-
ríkisráðherrans í te og sagði Wal-
lenberg vera í góðum höndum og
að best væri að sænsk stjórnvöld
hefðu ekki áhyggjur af málinu.
Um þremur vikum síðar tii-
kynnti útvarpsstöð í Búdapest,
sem Sovétmenn höfðu tangarhald
á, að líklega hefði Wallenberg
Raoul Wallenberg
verið myrtur af Gestapomönnum.
Vissulega frekar ruglingskennt.
Til að skilja þetta segir Schiller
að setja verði málið í samhengi
og rannsaka hvernig aðstæður
voru á lokaskeiði heimsstyrjaldar-
innar. Eftir innrás Bandamanna
í Normandie hefðu margir forsp-
rakkar nasista gert sér ljóst að
tími þeirra væri að renna út.
Heinrich Himmler, sem aila tíð
var andsnúinn styijöld á tveimur
vígstöðvum, hefði byijað að nota
útrýmingarbúðirnar til að knýja
fram friðarsamninga á vesturvíg-
stöðvunum. Notaði hann ýmsar
mannréttindastofnanir til að
koma þessum skilaboðum áleiðis,
þar á meðal amerísku samtökin
War Refugee Board (WRB) en
Wallenberg starfaði undir merkj-
um þeirra. Þá bendir Schiller á
að tengiliður WRB í Stokkhólmi,
sem sá til þess að Wallenberg
fékk verkefnið, hafði tengsi við
bandarísku leyniþjónustuna sem
þá hét OSS.
Við þetta bætist að Wallenberg
átti í Búdapest leynifundi með
undirmönnum Himmlers í Ung-
vetjalandi, Adolf Eichmann og
Kurt Becher, þar sem hann reyndi
að semja um frelsi gyðinga. Voru
fundir með þeim skráðir í dagbók
hans auk símanúmera Eic-
hmanns. Ýtti þetta undir grun
Sovétmanna um að Wallenberg
væri bandarískur njósnari sem
hefði sambönd við nasista.
í augum Sovétmanna var nas-
isminn einungis öfgakennd útgáfa
af kapítalisma og segir Schiller
þá hafa sett mörg samasemmerki
milli Vesturveldanna og þriðja rík-
is Adolfs Hitlers. Maður sem hafði
tengsi við Bandaríkin og fundaði
með nasistum var því mjög grun-
samlegur í þeirra augum ekki síst
þegar nasistar voru að reyna að
sameina hin kapítalísku ríki gegn
Sovétmönnum.
Wallenberg gróf sína eigin
gröf
Þetta hefði sænska utanríkis-
ráðuneytið átt að gera sér ljóst
þegar árið 1945, segir prófessor-
inn, ef það hefði einungis reynt
að líta á málið með augum Sovét-
manna. Þessu hafi Wallenberg
hins vegar ekki áttað sig á. Hann
hafi ekki haft vitneskju um til-
gang Himmlers með því að veita
gyðingum frelsi og einnig talið
að sambönd sín við Bandaríkin
yrðu litin jákvæðum augum af
Sovétmönnum. Segir Schiller því
líkur á að hann hafi sjálfviljugur
skýrt Sovétmönnum frá verkefni
sínu og þar með grafið sína eigin
gröf.
Gengur hann út frá því að
Wallenberg hafí í raun látið lífíð
árið 1947, eins og Sovétmenn
hafa ætíð haldið fram, og að so-
véska leyniþjónustan, er þá hét
NKVD, hafi ekki skýrt utanríkis-
ráðuneytinu í Moskvu frá hand-
töku Wallenbergs.
Skýringin á því að svo miklu
ryki var þyrlað upp strax eftir
handtöku Wallenbergs hafi verið
að leyniþjónustan vildi tryggja að
hægt yrði að afneita allri vitn-
eskju um hann. Of áhættusamt
hafi verið talið að láta utanríkis-
ráðuneytið vita. Þegar almenning-
sálitið í Svíþjóð tók svo við sér
árið 1947 og fjöldi samtaka krafð-
ist þess að Wallenberg yrði látinn
laus hafi NKVD talið skynsamleg-
ast að losa sig við hann í eitt
skipti fyrir öll.
Schiller leggur þó áherslu á að
haldbærar sannanir skortir til að
endanlega sé hægt að slá þessari
síðustu staðhæfíngu fastri. í
haust ætla sænsk stjórnvöld að
rannsaka ítarlega hið meinta dán-
arvottorð Wallenbergs frá 1947
til að geta m.a. skorið úr um hvort
það hafi í raun verið gefið út á
þeim tíma sem tilgreindur er.
Frankfurt:
Deilt um þátttöku Ir-
ana á b ókasýningn nni
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ALÞJOÐLEGA bókasýningin í Frankfurt er hafin og stendur
út vikuna. Frá því Iranir kváðu upp dauðadóm yfir rithöfund-
inum Salman Rushdic árið 1989 hefur írönskum bókaforlögum
verið meinuð þátttaka í sýningunni. I ár brá svo við að átta
írönskum forlögum var boðin þátttaka og fyrir það hafa forráða-
menn sýningarinnar sætt harðri gagnrýni. Framan af létu þeir
hana sem vind um eyru þjóta en nú hefur boðið verið dregið
til baka.
Framkvæmdastjórn sýningar-
innar bar í fyrstu fyrir sig að
umrædd forlög væru ekki tengd
ríkinu á neinn hátt eða væru sam-
þykk aðgerðum írönsku stjórnar-
innar gagnvart Rushdie. Síðar
kom þó í ljós að eitt þeirra gefur
út dagblað, þar sem dauðadómur-
inn hefur verið réttlættur. Þýska
utanríkisráðuneytið er sagt hafa
haft áhuga á að forlögin fengju
að vera með. Eftir boðið til íran-
anna var japanski þýðandi bókar-
innar „Söngvar Satans” myrtur
með hníf af óþekktum árásar-
mönnum og einnig ítalski
þýðandinn í vor. Þessir atburðir
breyttu þó ekki ákvörðun Þjóð-
veijanna sem sögðu það vera of
seint að afturkalla boðið.
Ýmis þekkt forlög og rithöf-
undar fordæmdu boðið, margir
aðilar hótuðu að hætta við þátt-
töku og nokkrir höfðu þegar látið
verða af hótunum sínum. Rithöf-
undar eins og Þjóðveijinn Gúnter
Grass og Hans Magnus Enzens-
berger höfðu lýst því yfir að þeir
kæmu ekki á sýninguna. Nú hef-
ur yfírstjórn hennar skyndilega
ákveðið að afturkalla boðið, þrátt
fyrir fyrri yfirlýsingar sínar.
UTIUF
H
f Glæsibæ — Sími 812922