Morgunblaðið - 11.10.1991, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Nauðsynleg breidd
í menntun
og þekkingu
Stefnuræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra:
Viljum ekki ve
hvílir á sa
ær þjóðir sem leggja mesta
áherzlu á almenna og sér-
hæfða menntun og alhliða rann-
sóknir, ekki sízt í þágu atvinnu-
lífsins, hafa náð lengst í hag-
vexti og þjóðartekjum á hvern
vinnandi þegn, það er í al-
mennri velferð. Það er því mikil-
vægt að efla og treysta fræðslu-
kerfið hér á landi, ekki sízt
flaggskip þess, Háskóla íslands.
Það er jafnframt mikilvægt að
íslendingar sæki, hér eftir sem
hingað til, menntun og þekkingu
til annarra þjóða, beggja megin
Atlantsála. Bæði til að viðhalda
nauðsynlegri breidd í menntun
og þekkingu þjóðarinnar, sem
eru farsælust vopn í lífsbaráttu
hennar, og til að hafa æskilega
viðmiðun í þróun eigin skóla-
kerfis.
Það var því að vonum og verð-
ugt, að málþing um háskóla og
háskólamenntun í Bandaríkjun-
um, sem hér var nýlega haldið,
vekti nokkra athygli. Það gaf
málþinginu aukið vægi að aðal-
ræðumaður þess var dr. Theod-
ore M. Hesburgh, einn þekktasti
og virtasti menntamálafrömuð-
ur Bandaríkjanna. Sem og að
fjöldi íslendinga hefur sótt há-
skólamenntun til Bandaríkjanna
síðustu tvo áratugina - ekkert
síður en á hefðbundnar háskóla-
slóðir í Danmörku, Svíþjóð,
Bretlandi og á meginlandinu.
Bandaríska skólakerfið er
ólíkt því íslenzka í mikilvægum
atriðum. Nemendur ljúka þar
námi í framhaldsskólum við
átján ára aldur, eða tveimur
árum fyrr en hér. Þess er þó
að gæta að skólaárið er lengra
í Bandaríkjunum en hér, sem
og daglegur kennslutími. Síðan
hefst háskólanám sem ýmist er
tveggja ára nám - mikið sótt
af fólki úr atvinnulífinu - eða
fjögurra ára nám til hefðbund-
innar háskólamenntunar. Fjög-
urra ára skólar útskrifa nem-
endur á sama grunni og háskól-
ar annars staðar í heiminum.
Margir þeirra bjóða síðan upp á
framhaldsnám til meistara- eða
doktorsgráðu.
Það eru rúmlega þrjú þúsund
og fimm hundruð viðurkenndir
háskólar í Bandaríkjunum; auk
þess sem viðurkenndir eru um
fimmtán hundruð sérskólar af
ýmsu tagi. Um fjórtan milljónir
nemenda sækja þessa skóla, þar
af er þriðjungur í tveggja ára
skólum. Nú eru um þijú hundruð
og áttatíu þúsund útlendingar
við nám í Bandaríkjunum og
asta áratuginn. „Þetta sýnir að
bandarísk menntun er greinilega
eftirsótt, einkum hvað varðar
framhaldsnám á háskólastigi,”
segir Eiríkur Þorláksson, fram-
kvæmdastjóri Menntastofnunar
íslands og Bandaríkjanna, Ful-
bright-stofnunarinnar,. í grein
hér í blaðinu sl. fimmtudag.
Hlutur íslendinga í hópi erlendra
háskólanema í Bandaríkjunum
er að vísu ekki stór. „í grófum
dráttum má segja að af öllum
íslenzkum námsmönnum á há-
skólastigi sé um þriðjungur í
námi erlendis (um þijú þúsund
manns) og af þeim er stærsti
hópurinn í Bandaríkjunum, eða
um þýgund manns,” segir Eirík-
ur í grein sinni.
Háskólar í Bandaríkjunum
eru af mörgum stærðar- og
gæðaflokkum. Einkaskólar eru
fleiri en opinberir eða rúmlega
nítján hundruð, þar af fjölmarg-
ir á vegum hinna ýmsu trú-
flokka. Þeir njóta fulls sjálfstæð-
is og eru á engan hátt háðir rík-
isafskiptum. Þeir eru ekki heldur
háðir velgjörðarmönnum sínum
að öðru leyti en því, að þeir eru
undir stöðugu gæðaeftirliti.
„Kannski er það þess vegna sem
svo hátt hlutfall beztu skólanna
eru einkaskólar”, segir Theod-
ore M. Hesburg, sem fyrr er
nefndur, í viðtali við Morgun-
blaðið á dögunum.
Háskólanám í Bandaríkjunum
er dýrt og skólagjöld veruleg,
bæði í einkaskólum og ríkisrekn-
um. Góðir námsmenn fá þó oft
felld niður skólagjöld og komast
í hlutastöður sem aðstoðarkenn-
arar eða rannsóknarfólk til að
afla sér framfæris, auk þess sem
skólastyrkir eru veittir. Mergur-
inn málsins er þó sá að margir
bandarískir háskólar hafa upp á
mjög eftirsóknarverða og arð-
gæfa menntun að bjóða, einkum
í raungreinum, sem skilar kostn-
aði sínum aftur til samfélagsins,
ef grannt er gáð, eins og raunar
öll góð menntun.
Það hefur verið einn höfuð-
kostur og styrkur íslenzkrar
menntunar og þekkingar frá
lyktum síðari heimsstyijaldar,
hve víða landsmenn hafa leitað
fanga til æðri menntunar, bæði
í Evrópu og Ameríku, samhliða
því sem Háskóli íslands hefur
fært út kvíar og styrkt stöðu
sína. Málþing um háskóla-
menntun í Bandaríkjunum, sem
nýiokið er í Reykjavík, ýtir und-
ir þessa viðleitni og styrkir
menningartengsl okkar við um-
heiminn. <
sem
HER á eftir fer stefnuræða Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra, sem
hann flutti á Alþingi í gærkvöldi.
Millifyrirsagnir eru Morgunblaðs-
ins.
Virðulegi forseti, góðir íslending-
ar.
Við íslendingar búum við betri
kjör en flestar aðrar þjóðir. Gildir
það jafnt um efnahag okkar og per-
sónuréttindi. Síðari helmingur þess-
arar aldar hefur í raun verið sigur-
ganga fyrir íslenska þjóð. Við höfum
brotist frá fátækt til bjargálna og
stöndumst nú samanburð við þær
þjóðir sem fremstar standa. Sú góða
staða gefur.okkur þó ekki tilefni til
þess að láta okkur í léttu rúmi liggja
þegar hægir á eða kyrrstaða verður,
ég tala nú ekki um þegar um aftur-
kipp er að ræða. Þannig fer því mið-
ur ekki á milli mála að við lifum nú
lengsta tímabil stöðnunar í íslenskum
þjóðarbúskap frá lýðveldisstofnun.
Vegna ástands fiskstofnanna hefur
verið óhjákvæmilegt að draga saman
í fiskveiðum og vinnslu, og við vitum
jafnframt að væntingar manna til
nýsköpunar í iðnaði og öðrum grein-
um hafa brugðist.
Útlit er fyrir að ytri aðstæður
muni ekki lagast á næsta ári og
horfur eru á áframhaldandi lægð í
sjávarútvegi. Vonir standa þó til að
samningar takist um nýtt álver I
byijun næsta árs. Rætist þær vonir
mun það vega upp á móti þeim
þrengingum sem við höfum þurft að
ganga í gegnum allt frá árinu 1987.
Alvarlegar veilur í hagstjóm
mögnuðu erfiðleikana
Takmörk eru fyrir því hvaða áhrif
við getum haft á þessar ytri aðstæð-
ur, nema að því er lýtur að samninga-
gerð við erlenda aðila um orkunýt-
ingu. En á hinn bóginn er því ekki
að leyna að auk erfiðra ytri að-
stæðna hafa alvarlegar veilur í hag-
stjórn magnað erfiðleikana. Veruleg-
ur og viðvarandi halli á ríkissjóði í
tíð fyrri ríkisstjómar hefur haft í för
með sér gífurlega lánsfjáreftirspurn
ríkissjóðs með óhagstæðum áhrifum
á fjármagnsmarkaðinn, atvinnulífið
og heimilin í landinu þar sem raun-
vextir hafa af þeim ástæðum haldist
háir.
Þá hafa svonefndar björgunarað-
gerðir, þar sem stofnað var með er-
lendum lántökum til nýrra milli-
færslusjóða, ekki leyst nokkurn
vanda. I stað þess að taka á rekstrar-
vanda, sóun og óráðsíu voru fjármun-
ir þessara sjóða notaðir eins og deyfi-
lyf. Á meðan lyfin verkuðu var látið
sem allt væri komið í samt lag. Því
miður var þá horft framhjá því að
erfið staða fyrirtækjanna gæti stafað
af mistökum eða óvarkámi stjóm-
enda þeirra. Þetta var þáttur í stefnu
fyrrverandi ríkisstjórnar sem ekki
vildi beita almennt viðurkenndum
hagstjómaraðferðum en trúði á
lækningamátt opinberrar íhlutunar.
í stað þess að hamla gegn útgjalda-
þenslu ríkissjóðs og búa útflutnings-
greinunum viðunandi starfsskilyrði
voru skattar hækkaðir, raunvextir
hækkuðu sífellt og erlendu lánsfé var
beint í gegnum millifærslusjóðina til
að lina þjáningar þeirra fyrirtækja
sem verst stóðu að mati trúnaðar-
manna ríkisstjórnarflokkanna í sjóð-
unum-
Þessir stjómarhættir, sem hér er
lýst, höfðu ekki aðeins í för með sér
mismunun fyrirtækja, heldur komu
þeir í veg fyrir eðlilega þróun at-
vinnulífsins þar sem þeim var haldið
á floti sem nutu velvildar stjómar-
herranna. Því miður standa menn
nú frammi fyrir þeirri staðreynd að
vandinn, sem menn töldu sig vera
að ráðast gegn með þessum aðferð-
um, er enn óleystur og hefur í mörg-
um tilfellum magúast. Menn misstu
tækifærið, þegar aflabrögð voru hag-
stæð og verðlag á útflutningi hátt,
til að leggja grunn að góðri lífsaf-
komu. Það sem verra er, sjóðirnir
sem hjálpræðið kom úr eru ekki að-
eins tómir, heldur stórskuldugir.
Þannig blasir við að á undanförnum
fjórum ámm hefur hagur Fram-
kvæmdasjóðs íslands versnað um
tæpa þijá milljarða króna og er eig-
infjárstaða hans nú neikvæð um
a.m.k. 1,2 milljarða króna. Ríkisend-
urskoðun hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að leggja þurfi rúma 1,7
milljarða króna í afskriftasjóð
Byggðastofnunar til þess að mæta
líklegum áföllum. Þá hefur stjórn
stofnunarinnar farið fram á að ríkis-
sjóður leggi atvinnutryggingadeild
Byggðastofnunar til rúma 1,4 millj-
arða króna á næsta ári, til að mæta
töpuðum útlánum, en samtals. hefur
verið gert ráð fyrir að útlánatap
deildarinnar nemi rúmum 1,7 millj-
örðum króna. Ríkisendurskoðun hef-
ur talið að tvöfalda þurfi framlög í
afskriftasjóð hlutafjárdeildar
Byggðastofnunar og áætlar að tap
ríkissjóðs vegna ábyrgða á hlutdeild-
arskírteinum sjóðsins verði allt að
270 milljónir króna þegar upp verður
staðið.
Athyglisvert er að Ríkisendur-
skoðun hefur komist að þeirri niður-
stöðu að við stjórnarskiptin hafi
framlög í afskriftasjóði áðurgreindra
sjóða verið 1,3 milljarðar króna, en
hefðu þurft að vera meira en 5,8
milljarðar króna. Með öðrum orðum,
þá hafði verið látið eins og staða
þessara sjóða væri 4,5 milljörðum
króna betri en raun varð á. Þessi
staða, auk gríðarlegrar skuldasöfn-
unar ríkissjóðs síðustu mánuðina fyr-
ir stjómarskiptin, er sú arfleifð sem
síðasta ríkisstjóm skildi eftir. Ég vil
minna á að skuldir ríkissjóðs jukust
um nær 9 milljarða króna frá síðustu
áramótum og fram til kosninganna
í apríl. Um allt þetta þögðu þáver-
andi forsætisráðherra og þáverandi
fjármálaráðherra þunnu hljóði í kosn-
ingabaráttunni og fóm þannig á bak
við landsmenn.
Vandi fiskeldis og ull-
ariðnaðar falinn
Þegar núverandi ríkisstjóm tók við
völdum og framangreindur vandi
kom í ljós þurfti enn fremur að taka
á ýmsu sem hafði verið látið reka á
reiðanum um langt skeið. Ég vil taka
tvö dæmi til skýringar.
í fyrsta lagi vil ég nefna tök fyrr-
verandi ríkisstjórnar á vanda fisk-
eldisfyrirtækja. Á vegum Fram-
kvæmdasjóðs íslands var í október
1990 tekin saman greinargerð um
alvarlega stöðu fyrirtækja í þessari
grein. Þáverandi forsætisráðherra
lagði þessa samantekt fyrir ríkis-
stjómarfund hinn 9. nóvember 1990.
Ríkisstjórnin fól pólitískum aðstoðar-
mönnum fimm ráðherra að fara yfir
málið 1 heild sinni. I áðumefndri
greinargerð Framkvæmdasjóðs segir
orðrétt:
„Nú er svo komið að til einhverra
ráða þarf að grípa til að greinin í
heild lognist ekki út af og þar með
öll sú þekking og verðmæti sem ligg-
ur hjá þeim aðilum sem unnið hafa
í greininni til þessa.”
Á ríkisstjórnarfundi 18. janúar
1991 lagði þáverandi forsætisráð-
herra fram skýrslu starfshóps að-
stoðarmanna ráðherranna. í þeirri
skýrslu segir að ákveða verði hvort
halda beri fiskeldinu áfram eða
leggja það niður. Orðrétt segir í
skýrslunni:
„í raun er verulegur hluti af þeim
G.250 milljónum króna sem opinberir
sjóðir og bankar hafa lánað til fisk-
eldis tapaður.” Þá segir á öðmm stað
í skýrslunni:
„Þannig er sýnt að hvorki núver-
andi framleiðsla né full framleiðslu-
geta stöðvanna stendur undir nema
litlum hluta stofnljárfestingar og
rekstrarfjárþörf.”
Þrátt fyrir þessa vitneskju þögðu
ráðherrar, að því undanskildu að í
umræðum í neðri deild Aiþingis
skömmu fyrir þinglok gat þáverandi
fjármálaráðherra þess í framhjá-
hlaupi að 4-5 milljarðar króna kynnu
að vera tapaðir í fiskeldi. Að öðra
leyti var hvergi minnst á þennan
gríðarlega vanda allan síðastliðinn
vetur og farið með álit trúnaðar-
manna ríkisstjómarinnar sem hem-
aðarleyndarmál. Það er hins vegar
athyglisvert að sama dag og skýrsla
aðstoðarmannanna var lögð fram í
ríkisstjóminni ritaði þáverandi for-
sætisráðherra Framkvæmdasjóði ís-
lands bréf með eindregnum tilmælum
um að sjóðurinn keypti laxakynbóta-
stöð að Kalmanstjöm fyrir meira en
150 milljónir króna. Með öðrum orð-
um, á sama tíma og aðstoðarmenn-
imir töldu fjárfestingu í fiskeldi von-
lausa þröngvaði þáverandi forsætis-
ráðherra Framkvæmdasjóði til nýrra
fjárfestinga í greininni.
í öðru lagi vil ég nefna tök fyrri
ríkisstjómar á málefnum Álafoss hf.
Forystumenn stjómarandstöðunnar
hafa ráðist harkalega að ríkisstjóm-
inni vegna gjaldþrots fyrirtækisins
þótt þeim hafi um alllangt skeið fyr-
ir kosningar verið kunnugt um að
hverju stefndi. Björgunaraðgerðir
höfðu ekki skilað tilætluðum árangri
og fyrir lá að verulegt nýtt fjármagn
þyrfti að koma inn í reksturinn til
að endar næðu saman.
Framkvæmdasjóður tapaði alls um
1,8 milljörðum króna á undanfömum
árum vegna ítrekaðra björgunarað-
gerða við Álafoss-fyrirtækin. Fyrir
liggur að aðrir opinberir sjóðir hafa
tapað a.m.k. 400 milljónum króna
til viðbótar. Þáverandi forsætisráð-
herra beindi þeim „eindregnu tilmæl-
um” til stjómar Framkvæmdasjóðs
að keypt yrðu verksmiðjuhús af Ála-
fossi hf. í Mosfellsbæ á árinu 1990
fyrir meira en 250 milljónir króna.
Stjóm sjóðsins beygði sig undir vilja
ráðherrans en færði sérstaklega til
bókar í fundargerð sjóðsins að þessi
ráðstöfun samræmdist ekki hags-
munum hans. Þegar síðan í óefni var
komið sl. vor og öll framangreind
aðstoð hafði ekki megnað að forða
fyrirtækinu frá gjaldþroti kaus þá-
verandi forsætisráðherra að láta
málið danka fram yfir kosningar
þannig að það kom í hlut þeirrar
ríkisstjórnar, sem nú situr, að skýra
frá hvemig komið væri.
Ég hef rakið þessi dæmi til þess
að leiða mönnum fyrir sjónir þá sóun
á almannafé sem fylgdi atvinnu-
stefnu fyni ríkisstjómar. Því miður
er ekki öll sagan sögð. Minna má á
bága stöðu rækjuvinnslunnar og
margra fyrirtækja í sjávarútvegi.
Eftir atvinnustefnu fyrri ríkisstjómar
stendur slóði gjaldþrota fyrirtækja
og sú staðreynd að þjóðin glataði
gullnum tækifærum. Framsóknar-
menn tala um gjaldþrotastefnu, en
gjaldþrotin, sem við höfum orðið vitni
að, era í raun aðeins óumflýjanleg
afleiðing þeirra eigin stefnu. Og hver
skyldu áhrifin af þeirri stefnu vera
á lífskjör launafólks? Allir vita að
skattar og vextir iýra kjör fólksins
í landinu. Þeir fjármunir, sem varið
er til að halda gjaldþrota fyrirtækjum
gangandi, nýtast ekki til að bæta
hér lífskjör.
Ríkisstjórnin hófst þegar handa
eftir kosningar við að vinda ofan af
þessari óstjóm. Aðhaldsaðgerðir,
sem gripið var til, hafa þegar skilað
nokkram árangri. Verðbólga fer
hraðlækkandi, hægt hefur á aukn-
ingu innflutnings og dregið hefur úr
þenslumerkjum. Markmiðið er að