Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
31
Slippstöðin og Matthías Óskarsson í Vestmannaeyjum:
Viðræður um sölu raðsmíða
skipsins komnar á lokastig
Slippstöðin tæki Bylgju VE upp í kaupin
Pálmi Pálmason, Þorsteinn Arnórsson, Eðvald Friðriksson og Hall-
dór Pétursson í sýningarsal Félags norðlenskra steinasafnara, en
þar verður opnuð sýning á morgun, laugardag.
Félag norðlenskra steinasafnara:
Tegundir úr íslenska
steinaríkinu á sýningu
Samningaviðræður um sölu á
raðsmiðaskipi Slippstöðvarinnar
hf. eru nú á lokastigi, en undan-
farið hafa viðræður farið fram á
milli forsvarsmanna stöðvarinn-
ar og Matthíasar Óskarssonar
útgerðarmanns i Vestmannaeyj-
um um kaup á skipinu. Smíði
þess hófst síðla árs 1987 er við
blasti verkefnaleysi hjá Slipp-
stöðinni. Skipið var sjósett í
fyrravor og hefur legið óselt við
bryggju síðan, en tvívegis hefur
Fiskveiðasjóður hafnað samning-
Stjömukvöld
í Sjallanum
„Stjörnukvöld í Sjallanum” er
heiti á dagskrá sem hefst í Sjall-
anum um aðra helgi. Þá verður í
kvöld, föstudagskvöld, tekin í
notkun Karaoke-söngvél sem gest-
um Sjallans verður gefinn kostur
á að reyna.
Fyrsta stjömukvöldið verður 19.
október. Um er að ræða dagskrá sem
verður á hveiju laugardagskvöldi
fram að jólum. Boðið verður upp á
nokkur föst atriði í hvert skipti auk
þess sem aðrir skemmtikraftar koma
fram. Eyjólfur Kristjánsson verður
fastur gestur, en einnig munu koma
fram m.a. Jóhannes Kristjánsson eft-
irherma, Ragnar Bjamason, söngv-
ari, Helena Eyjólfsdóttir og Finnur
Eydal og Vaigeir Skagíjörð og Guð-
rún Gunnarsdóttir. Kynnir verður
Bjarni Hafþór Helgason.
Sjallinn hefur fest kaup á Kar-
aoke-söngvél, sem tekin verður í
notkun í kvöld, föstudagskvöld. Vélin
leikur lög af geisladiski, en gestum
gefst kostur á að syngja með.
um sem gerðir hafa verið um
sölu skipsins.
Matthías Oskarsson er útgerðar-
maður Bylgju VE frá Vestmanna-
eyjum, en skipið brann í Skipalyft-
unni í Vestmannaeyjum 8. septem-
ber síðastliðinn og skemmdist mik-
ið. Engar endurbætur hafa enn sem
komið er verið gerðar á Bylgju VE
eftir brunann, en verði af samning-
um milli Matthíasar og forsvars-
manna Slippstöðvarinnar um skipa-
kaupin er ætlunin að Slippstöðin
taki Bylgju VE upp í kaupin.
Bylgja VE-75 er 174 tonna stál-
skip, smíðuð í Stálvík í Garðabæ
árið 1976 og lengd árið 1987. Kvóti
skipsins er 902,2 tonn í þorskígild-
um, þar af er þorskur um 439,3
tonn, ýsa 234,4 tonn, ufsi, 281,5
tonn, karfi 75,1 tonn og koli 5,1
KRAFA Akureyrarbæjar í
þrotabú ístess hf. vegna hita-
veitureiknings vakti óskipta at-
hygli starfsfólks veitunnar, en
samkvæmt kröfulýsingarskrá
hljóðaði krafan upp á rúmar 14
milljónir króna. Þetta þótti
mönnum nokkuð skrýtið, þar sem
engin hitaveita var í verksmiðju-
húsi ístess við Krossanes.
Hið rétta er að í kröfulýsingar-
skrá varð nokkur ruglingur í dálki
er tilgreinir tegund kröfu. Akur-
eyrarbær lýsti samtals fímm kröf-
um í búið, tveimur ábyrgðarkrÖfum,
tonn.
Raðsmíðaskipið hefur legið óselt
við bryggju frá því það var sjósett
í maí á síðasta ári og hefur það
verið Slippstöðinni þungt í skauti.
Fjármagnskostnaður vegna þess
hefur verið á milli 25 og 30 milljón-
ir króna á ári. Tvívegis hafa verið
gerðir samningar um sölu skipsins,
fyrst við útgerðarfélagið Þór hf. á
Eskifirði og síðan við Meleyri hf. á
Hvammstanga, en þeim samning-
um hafnaði Fiskveiðasjóður.
Smíði skipsins hófst í-lok árs
1987, en ákveðið var að ráðast í
smíði þess þrátt fyrir að kaupandi
væri ekki fyrir hendi til að halda
uppi verkefnum hjá Slippstöðinni.
Raðsmíðaskipið er 240 brúttórúm-
lestir að stærð.
og hljóðaði önnur upp á rúmar 17
milljónir, en hin upp á tæpar 14,4
milljónir. Vegna ruglings í dálkum
kemur fram að um skuld við hita-
veituna hafí verið að ræða. Krafa
Akureyrarbæjar vegna hitaveitu-
reiknings er hins vegar upp á 51
þúsund krónur. Skuld vegna raf-
veitureiknings er rúmar 3,6 milljón-
ir og vegna aðstöðu og kirkjugjarðs-
gjalds er gerð krafa upp á 9,6 millj-
ónir króna.
Heildarkröfur Akureyrarbæjar í
þrotabúið nema tæpum 45 milljón-
um króna.
FÉLAG norðlenskra steinasafn-
ara opnar á morgun, laugardag,
sýningu í húsnæði sem félagið
hefur til afnota við Hafnarstræti
90 á Akureyri. Á sýningunni
verða á milli fimm og sexhundr-
uð steinar og munir sem félagar
hafa unnið úr íslenskum steinum.
Á sýningunni gefur að líta mis-
munandi steintegundir úr íslenska
steinaríkinu og einnig steina sem
sagaðir hafa verið og slípaðir auk
muna, skraut- og skartgripa sem
unnir hafa verið úr steinunum.
Félag norðlenskra steinasafnara
var stofnað fyrir um tveimur árum
og eru félagsmenn tæplega fimmtíu
talsins af öllu Norðurlandi og reynd-
ar víðar að. Félagið hefur fengið
til afnota húsnæði við Hafnarstræti
50, þar sem aðstaða er til sýninga-
og fundahalds og í kjallara verður-
komið fyrir safn- og vinnsluaðstöðu
fyrir félagsmenn.
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands starfar í náinni samvinnu vú^afc'
félagið, en markmiðið er að koma
upp vel greindu steinasafni í hús-
næði félagins. Þá er einnig á döf-
inni að efna til námskeiða í steina-
vinnslu og greiningu þeirra í
framtíðinni.
Félagið hefur notið velvildar og
fyrirgreiðslu hjá Akureyrarbæ og
þá hefur Kaupfélag Eyfírðinga lagt
félaginu lið.
Sýningin verður opin frá kl. 14
til 18 á laugardögum og sunnudög-
um næstu vikur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þrotabú Istess:
Skuld vegna hitaveitu
51 þúsund, ekki 14 millj.
Gári besti hrúturinn
Syðra-Langholti.
HRÚTASYNING var haldin að
Langholtskoti hér í Hrunamanna-
hreppi sunnudaginn 29. septemb-
er sl.
Að þessu sinni voru sýndir 74
fullorðnir hrútar og að auki litu ráðu-
nautarnir á 71 lambhrút og gáfu
þeim stig. í efsta sæti af öllum hrút-
unum var dæmdur Gári, 3ja vetra í
eigu Haraldar Sveinssonar á Hrafn-
kelsstöðum. Hlaut hann fagran silf-
urskjöld sem er farandgripur og
veittur hefur verið besta hrútnum á
hverri sýningu síðan árið 1934. Það
voru einmitt bændurnir sem þá
bjuggu á Hrafnkelsstöðum, Sveinn,
faðir Haraldar, og Helgi, móðurbróð-
ir hans, sem gáfu þennan skemmti-
lega verðlaunagrip til þess að keppa
um á fjögurra ára fresti. Hæst
dæmdi veturgamli hrúturinn var
Dropi í eigu Steinars Halldórssonar
í Auðsholti og hlaut hann bikar að
verðlaunum. Það kom fram í máli
ráðunautanna Siguijóns Bláfeld og
Hjalta Gestssonar að þeir álitu að
hrútar hér í sveit hafí aldrei verið
eins gerðir og jafnvaxnir sem nú,
greinilegur árangur hefði náðst með
kynbótastarfi.
Héraðshrútasýning fyrir Árnes-
sýslu fer fram að Eystra-Geldinga-
holti í Gnúpveijahreppi sunnudaginn
13. október. Hrútar héðan úr
hreppnum mega ekki koma þangað
þar sem riðuveikitilfelli kom upp hér
á einum bæ fyrir þremur árum. Þá
koma engir hrútar á sýninguna úr
sveitunum vestan Hvítár/Ölfusár
vegna sauðfjárveikivarna.
- Sig. Sigm.
Morgunoiaoio/bigurour öigmunaason
Haraldur Sveinsson á Hrafnkels stöðum ineð silfurskjöldinn og
verðlaunahrútinn Gára.
■ SNIGLABANDIÐ hyggst nú
um helgina legjja í för með Heij-
ólfí til Vestmannaeyja og heldur
tónleika á Höfðanum bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld. Á föstu-
dagskvöld sér framhaldsskólinn í
Vestmanneyjum um skemmtunina
sem þó mun vera öllum opin sem
náð hafa tilskildum árafjölda. Það
er vani hljómsveitarinnar við tæki-
færi sem þessi að draga nokkra
forkólfa úr skólaiífinu upp á svið
og láta þá sýna á sér nýjar og
óvæntar hliðar. Á laugardagskvöld
er húsið hinsvegar opið öllum sem
eru átján ára eða eldri og hafa hug
á að sletta úr klaufunum. Tónleik-
arnir hefjast á miðnætti bæði kvöld-
' in.
(Fréttatilkynning)
■ HLJÓMS VEITIN Sálin hans
Jóns míns leikur í Hafnarfirði um
helgina. Sveitin mun koma fram í
Firðinum á laugardaginn. Fyrir-
hugað er að rótarar sveitarinnar
fari blysför að staðnum um kl.
23.00 og er öllum velkomið að taka
þátt í henni.
ÚTVEGSMENN
NORDURIANDI
Áður boðaður aðalfundur útvegsmannafé-
lags Norðurlands, er varð að fresta v/veð-
urs, verður haldinn á Hótel KEA mánudaginn
14. október nk. kl. 14.00.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
fttUU. nijssf n i imnni )ó(-ir'ii I •ííixí rbba.
Dansbarinn:
MannakonT
og Megas
Hljómsveitin Mannakorn mun
skemmta gestum Dansbarsins í
vetur eins og í fyrravetur, en
tekin verður upp sú nýbreytni
að bjóða sérstökum gestum til
tónleikahalds á undan dansleik.
Nú um helgina verður það Meg-
as.
Megas kemur fram á sviði Dans-
barsins á föstudags- og laugardags-
kvöld um þessa helgi, 11.-12. októb-
er, og hina næstu, 18.-19. október
og aðstoða Mannakorn hann vjð
flutninginn. Að sögn forsvars-
manna Dansbarsins er þess vænst
að þessi nýbreytni hljóti jákvæðar
undirtektir gesta veitingahússins.
Dansbarinn er samtengdur mat-
staðnum Mongolian Barbeque á
Grensásvegi.
(Úr fréttatilkynningu.)