Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
35
Sparkari snýr heim
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Fullkomið vopn („The Perfect
Weapon”). Sýnd í Háskólabíói.
Aðalhlutverk: Jeff Speakman,
Mako, John Dye og James Hong.
Fyrir þá sem eru inni í tungu-
máli sparkíþróttanna er aðalper-
sónan í sparkmyndinni Fullkomið
vopn aðeins tígur. Kennari hans
segir honum að hann verði ekki
almennilega góður í sjálfsvarnar-
íþróttinni fyrr en hann er orðinn
dreki. Munurinn er sá að drekinn
notar heilann en tígurinn aðeins
kraftana.
Svona yfirborðskennd og óskilj-
anleg dýrafræði og daður við dýpri
þankagang að baki sjálfsvarnar-
listarinnar virðist ómissandi í
ódýrum B-sparkmyndum af því
tæi sem Fullkomið vopn tilheyrir.
Hún segir frá ungum dreng sem
er sparkað að heiman eftir að
hann ræðst á kraftakarl og ber í
klessu. Lögregluforinginn faðir
hans vill ekki sjá slíka ofstopa-
menn á heimilinu (stráksi var
reyndar að hjálpá litla bróður) og
sendir hann burt til að sjá um sig
sjálfan.
Þegar sagan hefst er drengur
orðinn fullorðinn með eilíft og
einkar snyrtilegt þriggja daga
skegg á vöngum. Hann snýr aftu'r
í heimabæinn sinn og lendir í úti-
stöðum við kóreönsku mafíuna í
hverfinu. Nú reynir á hvort kapp-
inn er orðinn dreki og geti haft
stjórn á sér.
Sparksenurnar eru ágætlega
framkvæmdar og nóg er af þeim
en annars er hér á ferðinni ómqrki-
leg formúluafþreying, óspennandi
og illa skrifuð og leikin. Allt í
Fullkomnu vopni hefur verið notað
áður og iðulega betur en hér. Jeff
Speakman, sem leikur aðalhetj-
una, er nógu myndarlegur á vélli
og sparkgóður en að leika vefst
talsvert fyrir honum.
;vem
gírmótorar
rafmótorar
Þýsk gæðavara á góðu verði.
Einkaumboð á íslandi.
Úr myndinni Þrumugný.
Brimbretti og bankarán
Kvikmyndir
ROTTUSLAGUR
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Regnboginn: Næturvaktin -
„Graveyard Shift”. Leikstjóri
Ralph S. Singleton. Byggð á
sögu eftir Stephen King. Aðal-
leikendur David Andrews, Kelly
Wolf, Brad Dourif. Bandarísk.
1990.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að Stephen King er í dag
manna snjallastur að lýsa hvers-
kyns ófögnuði enda einn vinsæl-
asti rithöfundur samtímans. Oftar
en ekki er þó að finna mótvægið
— hið góða — í verkum hans, jafn-
vel í ríkari mæli. Náttúrlega nytur
skáldið og geldur sinna ótrúlegu
vinsælda, til frádráttar frægðar
og ríkidæmis koma t.d. kvik-
myndagerðir verka sem aldrei
voru neitt neitt en óbilgjarnir
peningamenn eru ósmeykir við að
framleiða fyrir skjáinn og stóra
tjaldið.
Smásagan Graveyard Shift er
kunnust fyrir það að vera fyrsta
verkið sem King tókst að selja
útgefanda, annað er það nú eigin-
lega ekki. Ósköp drabbaraleg saga
um menn sem taka að sér að þrífa
kjallarann á vinnustaðnum, mest-
megnis rottuslagur. En í undir-
djúpunum vokar óvætturinn.
Kvikmyndin er slakari, ef eitt-
hvað er og frá mínum bæjardyrum
séð komin í neðsta sætið af kvik-
myndagerðum King-sagna. Þurfti
þó talsvert til að slá út Children
of the Corn og Pet Cemetary. Hér
ráða ríkjum lélegir kvikmynda-
gerðarmenn með afleita leikara
og léleg bellibrögð sem trompin í
enninni. Best gleymd og grafín
hið fyrsta.
Arnaldur Indriðason
Þrumugnýr („Point Break”).
Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri:
Kathryn Bigelow. Handrit: W.
Peter Iliff. Aðalhlutverk: Patrick
Swayze, Keanu Reeves, Gary
Busey, Lori Petty. 20th Century
Fox. 1991.
í spennumyndinni Þrumugnýr
leikur stórstjarnan Patrick Swayze
brimbrettagúru, einskonar Zen-
meistara brimbrettakappanna.
Hann heitir Bodhi - ekki Búdda -
og er í talsverðu kompaníi við allíf-
ið, virkar sem leiðtogi þeirra sem
svífa á haföldunum og talar um
hina endanlegu áskorun og æðri
markmið brimbrettaskriðsins; allt í
allt mjög andlega sinnaður. Hann
er álíka góður bankaræningi og
brimbrettakappi því hann hefur
rænt um 30 banka ásamt þremur
félögum sínum. Þeir kalla sig „fyrr-
um forseta”.
Keanu Reeves leikur FBI-löggu
á höttunum eftir bankaræningjun-
um. Félaga hans, leikinn hessilega
af þeim ágæta Gary Busey, grunar
að ræningjarnir séu brimbretta-
kappar og til að komast inní hópinn
verður Reeves að læra á brimbretti
og kynnast sportinu af eigin raun.
Andlegu hliðinni iíka.
Þetta er bakgrunnurinn í Þrum-
ugný, spennumynd sem virkar best
þegar hún snýr sér að efninu þ.e.
Kvikmyndahátíð Listahátíðar:
Of falleg fyr-
ir þig -
„Trop Belle
Pour Toi”
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Leikstjóri og handritshöf-
undur Bertrand Blier. Aðal-
hlutverk Gérard Dépardieu,
Josiane Balasko, Carole Bouqu-
et. íslenskur texti. 91 mín.
Frakkland 1989.
Langt er um liðið síðan eitt
frægasta tvíeyki franskra kvik-
mynda, leikstjórinn Blier og leik-
arinn Dépardieu, kom heldur bet-
ur á óvart með Les Valseuses
(’73), einni eftirminnilegustu kyn-
lífskómedíu síðari ára. Það var í
gamla, góða Austurbæjarbíói og
ef minnið bregst mér ekki átti
þáverandi kvikmyndaeftirlit í
nokkrum vanda með þessa maka-
lausu uppákomu. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar,
stjarna tvímenninganna hefur
sennilega aldrei risið hærra en í
dag, þótt þeir séu orðnir ólíkt
dannaðri!
í myndinni Of falleg fyrir þig
halda þeir sig við sama heygarðs-
hornið, ástagrínið, en stráksskap-
urinn hefur vikið fyrir fágun og
forfrömun. Hér eru höfð enda-
skipti á hlutunum. Dépardieu er
giftur bráðfallegri konu sem virð-
ist hafa allt til að bera og hann
er öfundaður af en honum finnst
hún of falleg fyrir sig og fellur
fyrir hinni ósköp venjulegu hvers-
dagskonu, þó „halló” sé.
Þá list að semja kímnar kyniífs-
myndir ferst engum betur en
Fransmönnum, hér er listilega
blandað saman skopi og erótík og
leikurinn er stórkostlegur. Vafa-
laust er Dépardieu einn bestur
ieikara í dag og synd að sjá hann
ekki oftar en raun ber vitni. Ætli
hann sé ekki orðinn trygging fyr-
ir góðri aðsókn mynda sinna eftir
hinar vinsælu Græna kortið og
Cyrano de Bergerac og væri vel
þegið ef kvikmyndahúsaeigendur
létu reyna á það. Þær Balasko og
Bouquet fara báðar á kostum,
Schubert gleður eyrað og Of fal-
leg fyrir þig er tvímælalaust mynd
sem á erindi á almennar sýningar
vegna kátínu sinnar og smekk-
legrar, kitlandi erótíkar.
Myndir sýnd-
ar í dag
Hetjudáð Daniels, Henry:
Nærmynd af fjöldamorðingja,
Til hins óþekkta, Gluggagæg-
irinn, Taxablús, Freisting
vainpírunnar, Erkiengill.
hasarnum. Leikstjóri myndarinnar
er fremsti kvenhasarleikstjóri
Bandaríkjanna, Kathryn' Bigelow,
og hún er ansi fær í að sviðsetja
átakaatriði, skapa spennu og hraða.
Þegar kemur að lýsingu á heimi
brimbrettakappans er nokkuð ann-
að uppá teningunum. Of mikið af
karlhormónunum komnir í spilið,
segir eina kvenpersóna myndarinn-
ar og það er orð að sönnu.
Brettakapparnir eru sjálfbirg-
ingslegar karlrembur sem lifa fyrir
það eitt að fá adrenalínið til að
renna og fjármagna það með rán-
um. Fyrir þá er brimbrettaskrið,
fallhlífastökk og bankarán sami
hluturinn. Swayze segir eitthvað á
þá lund að þeir ræni ekki banka
peninganna vegna heldur til að sýna
hversdagslega skrifstofuþrælnum
að enn sé til frjáls andi í þessu landi
(eða eitthvað) og til að fá spennu
í greinilega þrautleiðinlegt líf
þeirra. Áður en lýkur liggur fjöldi
sakleysingja í vatnum. A maður að
finna til með þessum „utlögum” og
þörfum þeirra? Myndin breytir síst
ímyndinni er stæltir brimbretta-
kappar hafa í gegnum skiýtlur
margs konar sem heljarkroppar
með greindarvísitölu brimbrettis.
. Aftur er oft dúndurkraftur og spé
nokkurt í frásögninni af lögreglu-
rannsókninni þegar myndin hættir
að taka sig of hátíðlega. Yfirmaður
þeirra Reeves og Buseys er einkar
skemmtileg grínfígúra með allt á
hornum sér, bílaeltingaleikir eru vel
útfærðir og loka eltingaleikurinn
heldur manni í raunverulegri
spennu. Reeves er líka einkar jarð-
bundinn og góður í hlutverki FBI-
kappans en hin einkar mótsagna-
kennda persóna Swayzes fer að
mestu fyrir ofan garð og neðan.
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUDURIANDSBRAUT 8, SÍMl 814670 ^ J
FÆST
Í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
G I V E N C H Y