Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
Minning:
Kristínn Firmbogason
framkvæmdasljóri
Fæddur 28. maí 1927
Dáinn 4. október 1991
Kveðja frá Framsóknarfé-
lagi Reykjavíkur
Það er sjónarsviptir að Kristni
Finnbogasyni og víst er að félagar
hans á hinum pólitíska vettvangi
sakna áræðins og stórhuga sam-
ferðamanns sem fremur kaus að
halda sig baka til en að vera í
fremstu víglínu.
Kristinn Finnbogason var um-
deildur og vissi best af því sjálfur,
hijúfur á ytra borði en með stórt
hjarta. Það var hin mikla þversögn
sem margir áttu erfítt með að skilja.
Sem forystumaður framsóknar-
manna í Reykjavík í þijá áratugi,
bæði sem formaður Framsóknarfé-
lags Reykjavíkur og fulltrúaráðs
framsóknarfélaganna, markaði
hann djúp spor. En fyrst og síðast
verður hans minnst sem þess manns
er beitti sér í fjármálum Framsókn-
arflokksins og tryggði honum að-
stöðu til félagsmálastarfa í Reykja-
vík.
Kristinn Finnbogason var stór í
sniðum. Gilti einu hvort um leik eða
störf var að ræða. Sá sem þessar
línur ritar minnist veiðiferða með
Kristni sunnan og norðan heiða.
Þar fór ótrúlega slunginn veiðimað-
ur sem veitti öðrum góða leiðsögn.
Að kvöldi dags var hann hrókur
alls fagnaðar, sagnafróður og
skemmtilegur.
Nú er skarð fyrir skildi og mest-
ur er söknuður Guðbjargar eigin-
konu hans sem stóð alla tíð við hlið
hans sem traust bjarg.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
sendir henni og bömum Kristins
samúðarkveðjur á stundu sorgar.
Alfreð Þorsteinsson
formaður FR.
í dag kveðjum við Kristin Finn-
bogason, sem lést um aldur fram
á Borgarspítalanum föstudaginn
4. október.
Fyrstu kynni mín af Kristni voru
nokkru áður en ég fór að starfa
með honum í Framsóknarflokkn-
um. Eg hafði verið að vinna út-
varpsþátt um Búlgaríu, en þar
hafði ég verið fararstjóri sumar-
iangt og hrifíst mjög af landi og
þjóð. Vinnufélagi minn, frændi
Kristins, benti mér þá á að fara
og ræða við Kristin Finnbogason,
því að við ættum þarna sameigin-
legt áhugamál.
Ég sló á þráðinn til hans, kynnti
mig, og spurði hvort hann mætti
vera að því að tala við mig.
„Komdu við á skrifstofunni hjá
mér á morgun,” var svarið. Það
gerði ég og fékk slíkar móttökur
að mér gleymast seint. Þessi önn-
um kafni maður rabbaði lengi við
mig um heima og geima, þó aðal-
lega um þetta sameiginlega áhuga-
mál og áður en ég vissi af var
hann búinn að ákveða að ég færi
til Búlgaríu á hans vegum.
Þar var mér tekið með kostum
og kynjum, og nafnið mr. Finn-
bogason var eins og töfraorð, ef
það var nefnt eða nöfn búlgarskra
vina Kristins sem hann hafði látið
mig hafa til að skila kveðju til, þá
var hlaupið til og allt gert til að
þóknast mér.
Seinna átti ég svo eftir að kynn-
ast Kristni betur og vinna með
honum innan Framsóknarflokks-
ins. Voru þau kynni engu síðri.
Þar naut hann mikils trausts og
var oft haft á orði ef glímt var við
erfíð mál að nú yrði að fá Kristin
í málið.
Ég sat með honum í stjórn
Framsóknarfélags Reykjavíkur,
þar sem við áttum alltaf gott sam-
starf. Hann vann þar ómetanlegt
starf og verður skarð hans vand-
fyllt.
Kristinn var ákveðinn og fylginn
sér, og ef hann var búinn að ákveða
eitthvað þá hætti hann ekki fyrr
en hann var búinn að koma málinu
í höfn og oftast kom hann því í
höfn. Þannig var það líka þegar
ég leit inn til hans á spítalanum
um daginn. Hann ætlaði að kom-
ast yfir veikindin, hann var ákveð-
inn í því. En þar mætti „krafta-
verkamaðurinn” Kristinn Finnbog-
ason ofjarli sínum og varð að láta
undan fyrir þeim sem öllu ræður.
Eiginkonu hans Guðbjörgu,
dætrunum Önnu og Rúnu og öðr-
um börnum, tengda-, barna- og
bamabarnabörnum Kristins bið ég
guðsblessunar á þessum erfíða
tíma.
Asta R. Jóhannesdóttir
í dag er til moldar borinn mágur
minn Kristinn Finnbogason. Ég
kynntist Kristni er ég tengdist fy'öl-
skyldu hans. Foreldrar Kristins,
Finnbogi og Sigríður, bjuggu þá á
Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg
sem alla tíð, meðan þau bjuggu
þar, var aðal miðstöð fjölskyldunn-
ar, þar var margt skeggrætt yfír
kvöldkaffinu, og er mér minnis-
stætt frá þeim tíma hvað mér fannst
Kristinn hugmyndaríkur og fram-
kvæmdasamur, enda var það hans
einkenni alla tíð.
Fyrir utan að reka mörg fyrir-
tæki ferðaðist Kristinn mikið, fyrstu
kynni mín af þeirri hlið hans var
er hann bauð móður sinni og systr-
um að koma með í ferð til Vínar-
borgar um páska. Aðra eins ferð
höfðu þær aldrei farið og lofuðu
hann fyrir hvað allt hefði verið stór-
kostlegt og vel skipulagt.
Sjálfur reyndi ég það síðar hversu
góður ferðafélagi hann var, er við
hjónin ferðuðumst með honum og
Guðbjörgu nokkrum sinnum um
Evrópu, og engum hef ég ferðast
með sem var eins ratvís og hann.
A heimili þeirra Guðbjargar og
Kristins var alltaf jafngott að koma,
enda Kristinn höfðingi heim að
sækja, alltaf var veitt af rausn og
vítt var til veggja og ógleymanlegar
voru þorraveislurnar á Kjalarnes-
inu.
Með Kristni er genginn góður
maður sem allra vanda vildi leysa,
ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst
honum. Blessuð sé minning hans.
Við Jóna vottum Guðbjörgu og fjöl-
skyldu, okkar dýpstu samúð.
Björn
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Kristinn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri og bankaráðsmaður
í Landsbanka íslands, andaðist
þann 4. þ.m. eftir erfíða sjúkrahús-
legu. í dag er hann til moldar bor-
inn. Hann sat bankaráðsfund sem
haldinn var á Isafírði 7. september
sl. Grunaði þá engan, sem þann
fund sat með Kristni, að þetta yrði
síðasti bankaráðsfundur sem hann
sæti.
Kristinn heitinn var fæddur að
Ketilvöllum, Laugardalshreppi, 28.
maí 1927 og var því 64 ára gam-
all er hann lést.
Foreldrar hans voru Finnbogi
Árnason og Sigríður Ólafsdóttir.
Ungur að árum lærði Kristinn raf-
virkjun og varð meistari í þeirri
grein. Starfaði hann við þá iðn hér
í Reykjavík og á Blönduósi í nokk-
ur ár. Er hann flutti til Reykjavík-
ur gerðist hann bílasali, var iðnrek-
andi um skeið, og forstjóri flug-
félagsins Iscargo í nokkur ár. Á
þessum árum voru Kristni falin
mörg trúnaðarstörf fyrir Fram-
sóknarfélögin í Reykjavík og Fram-
sóknarflokkinn. M.a. var hann for-
maður fulltrúaráðs Framsóknar-
félaganna, formaður félags Fram-
sóknarmanna í Reykjavík og
gegndi auk þess fjölda trúnaðar-
starfa fyrir flokk sinn, og lét sér
mjög annt um velferð hans.
Árið 1971, þegar Blaðaprent hf.
var stofnað, var hann kjörinn í
stjórn þess og um skeið var hann
stjórnarformaður Blaðaprents hf.
Tvívegis var Kristinn fram-
kvæmdastjóri dagblaðsins Tímans.
Gegndi hann því starfi samtals í
12 ár, nú síðast frá 1985 til dauða-
dags.
Kristinn Finnbogason var kjör-
inn af Alþingi í bankaráð Lands-
banka íslands 1. janúar 1973, og
sat í því óslitið síðan, og alla tíð
sem varaformaður þess. Kristinn
var mjög áhugasamur um rekstur
bankans.
Kristinn Finnbogason var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var Elín
Jörgensen, f. 10. nóvember 1924,
dáin 31. ágúst 1987 og eignuðust
þau tvö börn, Sigríði og Kristinn.
Eftirlifandi kona hans er Guðbjörg
Jóhannsdóttir, f. 29. apríl 1927.
Eignuðust þau 5 börn, Arnrúnu
LiljUj Finnboga Eirík, Hjört, Önnu
og Árna Hannes. Á yngri árum
eignaðist Kristinn eina dóttur, Guð-
rúnu, með Huldu Alexandersdótt-
ur.
Kristinn Finnbogason þekkti alla
innviði Landsbanka íslands mjög
vel eftir langa setu í bankaráði.
Hann setti sig vel inn í hin ýmsu
mál, sem komu til kasta bankaráðs-
ins, og var fljótur að átta sig á
hinum margbreytilegustu málum.
Kristinn var þéttur á velli og fas-
mikill í framkomu, skapstór og
fastur á sínum skoðunum, en þó
samvinnuþýður, þegar málin höfðu
verið rædd og krufin til mergjar.
Kristinn Finnbogason sýndi það í
störfum sínum í bankaráði Lands-
bankans að hann vildi hag bankans
sem mestan.
Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd
Landsbanka íslands, þakka Kristni
Finnbogasyni fyrir langt og gott
samstarf og heilladijúgt starf í
þágu Landsbanka Islands. Við
munum sakna hans í bankaráðinu
og óneitanlega er stórt skarð
höggvið í raðir okkar við fráfall
Kristins.
Landsbanki Islands vottar ekkju
hans, frú Guðbjörgu Jóhannsdótt-
ur, börnum hans og öðrum aðstand-
endum innilegustu samúð.
Eyjólfur K. Sigurjónsson,
forrnaður bankaráðs Lands-
banka íslands.
Vinur minn, Kristinn Finnboga-
son, er látinn. Hann lést í Borgar-
spítalanum föstudaginn 4. október
sl. eftir skamma sjúkdómslegu.
Þeir sem þekktu Krjstin vissu að
heilsu hans fór hrakandi á undan-
förnum tveimur árum. Hann neit-
aði því hins vegar alltaf að eitthvað
amaði að sér. Hann neitaði að gef-
ast Upp þar til yfír lauk. Það var
honum líkt.
í vöggugjöf hafði honum hlotn:
ast bjartsýni, skap og áræði. í
félagsstarfi og hinum harða skóla
lífsins hafði hann öðlast kjark og
viljastyrk. í faðmi fjölskyldunnar
öðlaðist hann æðruleysi. Hann var
eins og klettur úr hafinu. Það var
sama hvernig braut á honum að
aldrei gafst hann upp. Þau orð
voru ekki til í orðabók Kristins
Finnbogasonar.
Kynni okkar Kristins hófust þeg-
ar ég hóf afskipti af stjómmálum
fyrir Framsóknarflokkinn í Reykja-
vík. Kristinn var lengi í forustu-
sveit framsóknarmanna í Reykjavík
sem formaður Framsóknarfélags
Reykjavíkur og síðan sem formaður
fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna.
Kristinn gegndi- fjöldamörgum
trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar-
flokkinn. Hann sat í miðstjórn og
framkvæmdastjórn flokksins og nú
hin síðari ár var hann fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í bankaráði Lands-
banka íslands og þar sat hann til
hinstu stundar.
Kristinn lét útgáfumál fram-
sóknarmanna mikið til sín taka.
Hann var framkvæmdastjóri dag-
blaðsins Tímans frá 1972-1979 og
síðan aftur frá 1985. Vinátta tókst
með okkur Kristni þegar við í sam-
einingu ásamt mörgum fleiri stóð-
um í því að koma Tímanum út aft-
ur. Til þess þurfti miklu meira en
bjartsýni og áræði. Það þurfti í
raun kraftaverk, enda var Kristinn
Finnbogason oft kallaður „krafta-
verkamaðurinn í framsókn”, og það
nafn bar hann með réttu.
Mér er enn í fersku minni þegar
við gengum saman á gamlársdags-
morgun 1985 út úr gamla Sam-
vinnubankanum í Bankastræti eftir
að hafa gengið þar frá hundruðum
þúsunda króna skuldum Nú-
Tímans hf. og komnir hálfa leið
með að tryggja útgáfu Tímans aft-
ur eftir áramótin. Þá spurði Krist-
inn hversu mikið ég hefði fengið
til baka frá gjaldkeranum. Þegar
ég sagði honum að það væri 1
króna og 25 aurar bað hann mig
um að geyma það vel því að allt
væru þetta nú peningar. Það voru
þessir aurar sem Kristinn Finnbog-
ason hafði til að koma Tímanum
aftur út.
Áður en Kristinn varð fram-
kvæmdastjóri Tímans þá var hann
með eigin atvinnurekstur. Hann var
„bisness-maður” af lífi ogsál. Hann
var ávallt með eitthvað nýtt á
pijónunum, hugmyndir komu og
fóru. Færi hann af stað með nýja
hugmynd fékk hann ekkert stöðv-
að. Léti maður í ljós vantrú eða
efa þá belgdi hann sig út og barði
í borðið og sagði að í þessu væri
„bullandi bisness”.
Kristinn Finnbogason var ein-
stakur maður. Hann var stjórnsam-
ur, hreinskiptinn, hann lá ekki á
skoðunum sínum og sagði mönnum
til syndanna hvort sem þeim líkaði
betur eða verr. Það hvessti oft á
Tímanum og þá fengu menn að
heyra það ef ekki var allt í þeim
skorðum sem sá gamli vildi hafa
það. Kristinn var fyrirferðarmikill
í orðsins fyllstu merkingu. Það
gustaði af honum þar sem hann
fór. Á marga hefur hann sjálfsagt
virkað sem harður og óvæginn en
þeir sem til þekkja vissu að í þess-
um stóra og fyrirferðarmikla búk
var hlýtt hjarta og viðkvæm sál.
Kristinn mátti ekkert aumt sjá þá
var hann boðinn og búinn til hjálp-
ar. Þeir eru ófáir sem Kristinn veitti
aðstoð. Þar var sama hvort leitað
til hans að nóttu sem degi, sporleti
spurðist aldrei til hans. Kristinn
treysti vissulega á sinn eigin mátt
„en maðurinn einn er ei nema hálf-
ur”. Eiginkona hans Guðbjörg Jó-
hannsdóttir var honum hinn trausti
bakhjarl sem gerði honum kleift
að sinna hinum fjölþættu og marg-
víslegustu verkum sem á honum
og heimilinu hvíldu. Því kynntist
ég af eigin raun sl. sumar er Krist-
inn bauð mér með sér í veiði austur
í Vopnafjörð. Sú ferð er mér
ógleymanleg.
I slíkum ferðum kynnast menn
oft nánar en í amstri hversdagsleik-
ans. Þá kynntist ég af eigin raun
stráknum í Kristni Finnbogasyni
og þeim mikla húmor er hann hafði.
Hann var meinfyndinn og stríðinn,
en alltaf var það vel meint. Hann
sló sjálfan sig aldrei til riddara á
kostnað annarra í þeim efnum.
Með sárum trega sendi ég þess-
um góða vini mínum og samherja
þakkir fyrir samfylgdina, sem því
miður var of stutt. Við Kristín send-
um Guðbjörgu og aðstandendum
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Finnur Ingólfsson
Góður vinur og samstarfsmaður,
Kristinn Finnbogason, bankaráðs-
maður í Landsbanka íslands, er
fallinn frá langt um aldur fram.
Undanfarnar vikur átti Kristinn við
alvarleg veikindi að stríða, en slíkur
var kraftur hans og kjarkur að
ekki var öðru trúað en að hann
yrði kominn á fætur aftur innan
skamms. Þegar ég heimsótti hann
á sjúkrabeði var í hans huga ein-
ungis um dagspursmál að ræða
hvenær hann kæmi til starfa að
nýju. En enginn má sköpum renna
og Kristinn kvaddi þennan heim að
kvöldi 4. október sl.
Þótt ég kynntist Kristni ekki
náið fyrr en á sl. ári, þekktumst
við og áttum stöku sinnum sam-
skipti þar sem báðir störfuðum við
að framgangi stefnumála Fram-
sóknarflokksins. Á sl. ári varð á
þessu breyting og frá upphafi þess
árs má segja, að við Kristinn höfum
hist eða rætt saman daglega, þar
sem störf okkar fóru saman innan
veggja Landsbankans. Ég kynntist
Kristni náið þennan tíma og ekki
síst þar sem við notuðum ýmsar
frístundir til samfunda, bæði í
byggð og á fjöllum.
Kristinn var um margt sérstakur
maður. Einkennandi fyrír hann var
hinn mikli áhugi hans á mönnum
og málefnum. Hann var hafsjór af
fróðleik- og ráðagóður. Skapstór var
hann og staðfastur. Hann var
hreinn og beinn, lá aldrei á skoðun-
um sínum, var óhræddur að setja
þær fram og þeim var ekki hnikað
nema fram kæmu sterkari rök en
hann studdist við. Hann var
óhræddur að ræða ýmis þau mál
sem aðra brast kjark til að vekja
máls á. Þrátt fyrir annríki var með
ólíkindum hvað Kristni tókst vel að
sinna þvj' erilsama starfí sem á hon-
um hvíldi. Þar kom fram hinn mikli
dugnaður hans, kröfuharka til sjálfs
sín og þijóskan að gefast aldrei
upp. Hann var mikið ljúfmenni og
undir yfirborðinu sló stórt hjarta.
Hann var hjálpsamur svo af bar og
fullviss er ég um að margir sam-
ferðarmanna hans eiga honum
margt að þakka.
Kristinn v_ar bankaráðsmaður í
Landsbanka íslands í áratugi. Hon-
um þótti vænt um bankann og tók
þátt í störfum hans af lífi og sál.
Hann var vel að sér í málefnum
hans, hafði mikið samband við hina
ýmsu starfsmenn hans vítt og
breytt um landið og reyndi þannig
að fylgjast betur með starfseminni
og því umhverfi sem bankinn starf-
ar í. Milli Kristins og bankastjórnar
var mjög náið og gott samband,
sannkallað vináttusamband. Við
höfum misst mikið við fráfall hans.
Fyrir hönd okkar bankastjóranna
vil ég að leiðarlokum þakka Kristni
hið langa og farsæla starf hans í
þágu Landsbankans og vináttusam-
skipti hans við okkur.
Élsku Guðbjörg mín. Missir þinn
og barnanna er mikill. En minning-
in um góðan eiginmann og föður
lifir þegar sorgin líður hjá. Á stutt-
um tíma kynntist ég mætum manni
og eignaðist sannan vin. Á kveðju-
stund þakka ég honum samferðina.
Við Steinunn sendum ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Kristins
Finnbogasonar.
Halldór Guðbjarnason
Haft er eftir frönskum heimspek-
ingi, að hjartað skynji það sem
skilningnum sé hulið. Við andlát
Kristins Finnbogasonar, sem
kvaddur er í dag, rifjast upp ein-
stakir eðlisþættir í fari hans sem
seint gleymast þeim sem kynntust.
Þar eiga við upphafsorð þessarar
kveðju.
Aðrir munu rilja upp störf hans
á fjölmörgum sviðum þjóðfélags
okkar. Hér verður aðeins leitast við
að gefa svipmynd af sérstæðri skap-
höfn.
Kristinn var um margt mjög ein-
stæður persónuleiki. Kannski gust-