Morgunblaðið - 11.10.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR’ 11. OKTÓBER'1991
89
Minning:
Arndís Þórðardótt
ir frá Stokkseyri
aði nokkuð frá ytra borði. Því var
hann ekki alltaf skilinn af samtíðar-
mönnum. En maðurinn var við-
kvæmur hið innra og í innsta eðli
góðviljaður drengskaparmaður.
Ætíð reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd þeim sem minna máttu sín.
Tii hans var víða leitað af þeim
fjölmörgu sem á ýmsum tíma þurftu
að öðlast trú á sjálfum sér. Þá kom
að góðu haldi að skynja þann eld-
móð og kjark, sem mótuðu eðlisfar
Kristins og hann kunni öðrum frem-
ur að kveikja. Með honum bjó rík
réttlætiskennd, sem ekkert fékk
haggað. Hygg ég, að þeir séu býsna
margir — hinir ólíkustu hópar þjóð-
félagsins — sem hafa orðið hennar
aðnjótandi.
Mörgum ráðum var ráðið og
hnútar hnýttir sem ekki voru á allra
vitorði — sjá kannski aldrei dagsins
ljós — birtast ekki einu sinni þeim
sem nutu hans gerða.
Kristinn var tilfinningaríkur
kappsmaður. Þó að ýmsum sam-
ferðamönnum þætti á stundum
kappið hið ýtrasta, má fullyrða eft-
ir löng og góð kynni, að afstaða
hans og gerðir tóku ætíð mið af
ígrundaðri lífsskoðun. Harður skóli
lífsins hafði meitlað manninn. í
þeim skóla var oftar gustur en
kyrrð. Eðlislægt drenglyndi var ein-
kennandi, frekar en skólastefnur
og kennisetningar.
Stjórnmálastefnan var þar engin
undatekning. Farsælar lyktir voru
honum mikilvægari en svokallaðar
stjórnmálalegar lausnir. Þó að sjald-
an hafi losnað um hin formlegu
tengsl í stjórnmálum, var honum
meira í mun — í samræmi við lífs-
skoðun og reynslu — að eiga vin-
áttu og einlægt samstarf við „allra
flokka” menn, ef hans innri maður
taldi það rétt — oft í nöprum vind-
um almannaumræðu sem mótast
af smæð og dægurþvargi.
Kristinn var hugmyndaríkur
maður og deildi góðum hugmyndum
gjarnan með þeim sem hann treysti
til verka. Oft var það þó svo, að
hann miðlaði þeim, en ætlaði öðrum
verkið og árangurinn, ef vel til
tókst. Síðan sneri hann sér að næsta
I máli. Hann hafði metnað fyrir hönd
þjóðar sinnar, var framsækinn,
fylgdist grannt með málum at-
| vinnuvega, einstaklinga og fyrir-
tækja um land allt og öðlaðist þar
með ótrúlega yfirsýn. Ekki flíkaði
I hann þessari þekkingu, en ekki var
komið að tómum kofunum, þegar
málefni atvinnuveganna voru ann-
ars vegar.
Eihn þáttur í skaphöfn Kristins
var hve betur honum lét að starfa
í þágu annarra en eigin. Hygg ég,
að þar hafi enn valdið eðlislæg sam-
hygð og sú sérstaka lund að láta
ekki bugast við mótbyr og erfið-
leika.
Alkunnir erfiðleikar blasa nú við
hluta af blaðaútgáfu í þjóðfélagi
okkar. Án þess að dæma um orsak-
ir þeirra snerta þeir óneitanlega
hluta af æskilegri tjáningu sem hér
á að ríkja samkvæmt lýðræðishefð.
; Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir
sterkan mann í brúnni — en á þeirri
stundu kom kallið.
i Stríðið var stutt. Allt annað hefði
* verið mikil raun fyrir fjölskyldu
hans og vini. Eftir situr minning
| um samferðamann, sem ætíð valdi
þann kost að reyna að sigrast á
erfiðleikunum. í síðasta mótbyrnum
þurfti aldrei að spyija að leikslok-
um.
í sömu tilvitnun og í upphafi
segir, að hjartað nái fremur til
Guðs en skilningurinn. Það er gott
veganesti á lífsins vegferð að hafa
átt hlýtt hjarta og vinarþel í garð
samferðamanna. Fjölskyldu Krist-
ins Finnbogasonar er vottuð djúp
samúð — honum beðið blessunar á
óræðum vegum.
Heimir Hannesson
Fregnin um andlát Kristins vinar
okkar kom eins og reiðarslag. Við
höfðum nokkru áður ráðgert að
fara saman í frí til útlanda. En
| enginn ræður sínum næturstað.
Okkar fyrstu kynni voru í gegn-
um pólitík fyrir um það bil 35 árum,
fyrst sem andstæðingar, síðan sam-
heijar og vinir. Það væri að bera í
bakkafullan Iækinn að reyna að
lýsa mannkostum Kristins.
Hann var stórhuga og ósérhlífinn
í störfum sínum fyrir Framsóknar-
flokkinn og var að mínu mati ekki
þakkað það eins og vert var og
skylt og víst er um það að fjárhags-
staða Framsóknarflokksins og
Tímans væri mun verri ef hans
hefði ekki notið við.
Kristinn var góður drengur með
stórt hjarta í þess orðs fyllstu merk-
ingu. Hjálpsemi hans var takmarka-
laus. Það skipti ekki máli hver til
hans leitaði jafnvel þótt það væru
einhveijir sem höfðu gert á hluta
hans, allra götu reyndi hann að
greiða. Kristinn var lífsglaður mað-
ur, hrókur alls fagnaðar og höfð-
ingi heim að sækja. Hann var þó
fyrst og fremst umhyggjusamur
faðir og eiginmaður.
Hann var afbragðsvinur og við
viljum þakka fyrir að hafa orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt
vináttu þeirra hjóna. Kristinn var
gæfumaður. Hann átti yndislega
konu, sem bjó honum gott og nota-
legt heimili og var honum stoð og
stytta, mannvænleg börn og barna-
börn.
Við viljum, um leið og við kveðj-
um góðan dreng og þökkum fyrir
allt, votta Guðbjörgu og íjölskyldu
hennar okkar dýpstu samúð og biðj-
um góðan Guð að veita þeim styrk
og huggun gegn harmi þeim sem
að þeim er kveðinn. Minning um
góðan dreng mun ávallt lifa.
Kristín og Alvar
Allir dagar eiga sér kvöld, svo er
í lífi hvers manns.
Kær bróðir hefur kvatt langt um
aldur fram, minningar streyma
fram frá bernskuheimili okkar þeg-
ar allt var ljúft og gott. Svo komu
athafnaár þegar viðskiptalífið tók
hug hans allan; þar sem bróðir fór
var ávallt eitthvað ævintýralegt að
gerast.
Ógleymanlegar eru allar þær
ferðir sem við höfum farið saman
fjölskyldurnar, þær minningar
gleymast aldrei.
En honum sjálfum leið aldrei
betur en þegar öll Ijölskyldan, ætt-
ingjar og vinir komu saman og
nutu hans frábæru gestrisni, það
var hámark gleði hans.
En sól var ekki alltaf í hádegis-
stað, það blésu oft kaldir vindar um
minn kæra bróður, en sólin kom
alltaf upp aftur.
Elsku Guðbjörg, ég vil þakka þér
allt sem þú varst mínum bróður til
hinstu stundar. Börnum hans og
fósturbörnum bið ég blessunar guðs
um alla framtíð.
Hann sjálfur gengur í dag um
forgarða drottins þar sem ljónið og
lambið liggja saman.
Enginn tími, engin ráð, aðeins
drottins náð, hún nægir honum um
eilífð.
Magnea systir.
Kristinn Finnbogason var enginn
hversdagmaður. Honum fylgdi and-
rúmsloft og blær, sem minnti á fjör-
uga spilamennsku. Hann kunni ör-
ugglega að segja á spilin í póker
lífsins.
Hins vegar var það persónuleiki
Kristins, sem var langtum forvitni-
legri en fjármálamaðurinn Kristinn.
Aldrei hitti maður hann daufan og
niðurdreginn, heldur var hann yfir-
leitt með gleðibragði og spaugsyrði
á vör. Kristinn var með ólíkindum
fróður um menn og málefni, sagði
skemmtilega frá, og hann kunni
skil á fólki betur en gengur og
gerist - og hann kunni ekki síður
á fólk, ef því væri að skipta. Því
var hann foringi, sem var lagið að
stjórna. Oftast sló hann á létta
strengi við vini og félaga og reyndi
að örva þá fremur en hitt.
Kristinn var ekki allra, og hann
tók vel þeim, sem hann tók. Hann
leysti oft vandræði manna - var
greiðasamur, en stærði sig aldrei
af og verslaði ekki með slíkt. Krist-
inn Finnbogason var geðríkur, en
léttleiki hans hafði yfirhöndina og
mildaði fasið. Fyrir bragðið var
hann skemmtilegur maður, sem
gaman var að hitta og umgangast.
Nú er skarð fyrir skildi.
Steingrímur St. TIi.
Sigurðsson.
Fædd 9. desember 1904
Dáin 2. október 1991
Við viljum í nokkrum orðum
minnast nágrannakonu okkar
Arndísar Þórðardóttur.
Arndísi kynntumst við fyrir rúm-
um fjórum árum, þegar við flutt-
umst í sama hús_ og hún og eigin-
maður hennar Ólafur Ólafsson í
Auðarstræti 17. Strax skapaðist
milli okkar vinskapur sem við met-
um mikils, og skipti aldursmunur
okkar þar engu.
Ekki er hægt að hugsa sér betri
nágranna. Arndís var ung í anda
og skemmtileg kona sem gaman
var að spjalla við yfir kaffibolla.
Hún hafði skemmtilega frásagnar-
gáfu og var hnyttin I tilsvörum, og
oft höfum við endurtekið svör henn-
ar og athugasemdir okkur til gam-
ans.
Hún fylgdist vel með öllu fram
á síðasta dag og hafði skoðanir á
hlutunum.
Umhyggja hennar fyrir drengj-
unum okkar hefur verið einstök, og
hafa þeir átt margar góðar sam-
_yeoistundir með þeim hjónum. Það
‘VaifSft vinsælla að vera hjá Arndísi
' og þiggja góðgerðir en að fara í
innkaupaferðir með foreldrum,
enda var þá dreginn fram kassi
með ýmsum dýrgripum sem vöktu
hrifningu ungra manna. Þeir sakna
nú góðrar vinkonu.
Arndís dvaldi á sjúkrahúsi frá
því í júní og reyndist sá tími henni
oft erfiður. Hún hafði í veikindum
sínum góðan stuðning af Ólafi og
dóttur sinni Öldu sem voru vakin
og sofin yfir henni allan tímann.
Alda hefur unnið geysimikið starf
fyrir móður sína á undanförnum
árum svo leitun er að öðru eins.
Við kveðjum nú Arndísi með
söknuði, en minningin um góða vin-
konu lifir áfram.
Við færum Ólafi, Öldu og Bryn-
leifi og öðrum aðstandendum sam-
úðarkveðjur.
Aðalheiður og Erlendur
Mig langar að skrifa nokkur orð
um elsku ömmu Dísu sem lést 2.
október sl. Langri göngu er iokið
en hún var á 87. aldursári er hún
lést. Amma var Stokkseyringur en
bjó lengst af í miðbæ Reykjavíkur,
einstök kona var hún. Hún fæddi
og ól upp 7 börn, einn son og sex
dætur. Barnabörnin urðu 11,
langömmubörnin 17. Öllu þessu
fólki reyndist hún vel. Þijú af börn-
um hennar og eitt barnabarn voru
farin á undan henni. Hef ég því trú
á að vel hafi verið tekið á móti
henni.
Minningar hrúgast upp þegar
komið er að kveðjustund. Ámma
Dísa var fastur punktur í mínu lífi,
alltaf var gott að koma til hennar,
þiggja góð ráð ef eitthvað var að,
gleðjast með henni á góðum stund-
um, en amma var óskaplega
skemmtileg kona og alltaf stutt í
glettnina hjá henni. Hún stóð eins
og klettur hvað sem á dundi og lét
aldrei bilbug á sér finna þótti á
móti blési.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Minnisstæðust eru uppvaxtarár-
in, hvað hún bar mikla ást til og
umhyggju fyrir mömmu, mér og
Magga bróður í Melshúsum, bæði
áður og eftir að afi Magnús dó.
Verður slíkt seint þakkað. Sunnu-
dagsbíltúrinn með Óla og Bubbu,
stoppað í Melshúsum, hnýtt spyrðu-
bönd, drukkið kaffi, var fastur liður
þessara ára. Nú seinni árin að
skreppa stundum með henni út í
búð eða bara í smábíitúr, allt á
þetta sínar minningar.
En eins og áður sagði var amma
Dísa einstök kona. Alltaf fór ég
glöð og ríkari af hennar fundi.
Ekki má gleymast nú er ég þakka
ömmu allt sem hún gerði fyrir mig
og mína að þakka Ólafi eiginmanni
hennar alla hans tryggð og góð-
mennsku. Einnig flyt ég Öldu og
Brynleifi þakkir fyrir umhyggju
þeirra fyrir ömmu alla tíð.
Bið ég góðan guð að geyma elsku
örnrnu Dísu og styrkja Óla og alla
aðra ástvini hennar.
Gauja
Miðvikudaginn 2. október sl. lést
á Landspítalanum Arndís Þórðar-
dóttir eftir langvarandi og erfið
veikindi, en hún hafði dvalið þar
samfleytt frá 12. júní sl., komst þó
heim til dvalar í hálfan dag, en var
þá flutt aftur á spítalann dauðvona
og lést þai'.
Arndís var fædd 9. desember
1904 í Upp-Ranakoti á Stokkseyri.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg
Sigurðardóttir og Þórður Þorvarð-
arson frá Traðarholti, en hann lést
á jólanótt er Arndís var tveggja ára.
Það væri mikil saga að segja frá
einstæðri móður með 4 ung börn á
framfæri og hvernig þeim yrði
framfleytt, en það verður ekki gert
hér. Þetta blessaðist, yngsta dóttir-
in, Guðrún, var tekin í fóstur miss-
erisgömui til Höllu, systur Guð-
bjargar, og manns hennar, Jóns
Eiríks Jóhannssonar, á Garðsstöð-
um á Stokkseyri, en Marsveinn
Jónsson frá fyrra hjónabandi var
frá fermingu hjá Valgerði Þórðar-
dóttur, Þorvarðarsonar, og manni
hennar, Sigurði Daníelssyni, er
ráku veitinga- og gististað á Kolvið-
arhóli af mikilli rausn, eins og víð-
frægt er. Börn sín ól Guðbjörg upp
í^Upp-Ranakoti í tvö ár og síðan á
Ólafsvöllum á Stokkseyri en hún
keypti býlið fyrir andvirði a_f kú
sinni er hún seldi Margréti í Árbæ
við Reykjavík. Þórður bjó frá 24
ára aldri með móður sinni í Eystri-
Rauðarhól, þar til hann stofnaði
eigið heimili. Sigurður faðir Guð-
bjargar leiLtil með dóttur sinni og
heyjuðu þau saman fyrir skepnum
sínum. Hart var barist til þess að
þurfa ekki að þiggja sveitarstyrk
og var mikið á sig lagt til þess að
heimilið tvístraðist ekki.
Guðjón Jónsson, hálfbróðir Arn-
dísar, var alinn upp hjá Magnúsi á
Steinum undir Eyjaljöllum, en leið
hans lá til Vestmannaeyja og var
hann þar vel látinn sjósóknari.
Hann er nú látinn. Marsveinn og
Þórður, fv. vei'kstjóri og fram-
færslufulltrúi, bjuggu og störfuðu
í Hafnarfirði. Þórður lifir nú vel ern
og við sæmilega heilsu á tíræðis-
aldri, en Guðrún er bjó alla sína tíð
á Stokkseyri er nú flutt til Reykja-
víkur og dvelur á Hrafnistu. Guð-
björg móðir Arndísar lést 20. des-
ember 1933 á heimili Arndísar.
Á árum áður tíðkaðist að ungt
fólk færi til Vestmannaeyja á vert:
íð og var svo með þau systkini. í
Vestmannaeyjum kynntist Arndís
mannsefni sínu, Gísla Konráðssyni,
ættuðum úr Skagafirði, verkstjóra
hjá útgerðarfyrirtækinu Dagsbmn,
og bjuggu þau á Stokkseyri og síð-
ar í Reykjavík. Þau eignuðust 6
dætur, en þær eru Rósa, Alda,
Guðbjörg, Erla sem er látin, Konný
og Dagbjört sem einnig er látin.
Áður eignaðist Arndís dreng, Guð-
bjart Þórð Pálsson, nú látinn, er
ólst upp á heimili þeirra Gísla, en
áður hjá Guðbjörgu ömmu sinni og
syni henni Þórði. Dæturnar eru
búsettar í Bandaríkjunum, nema
Alda, sem býr í Reykjavík ásamt
manni sínum Brynleifi Siguijóns-
syni. Hún var stoð og stytta móður
sinnar, ásamt manni sínum, í veik-
indum hennar. Þau Arndís og Gísli
slitu samvistir 1943.
Haustið 1948 giftist Arndís Ólafi
Ólafssyni húsasmið frá Eyrar-
bakka, f. 22. febrúar 1922. Þau
virtu mikið hvort annað og lifðu
farsælu og ánægjulegu hjónabandi
og eignuðust stórt og fallegt heim-
ili, nú síðast að Auðarstræti 17.
Þetta var hinn sýnilegi ytri
rammi lífs Arndísar, en hið Innra
var hún okkur systkinum hin dáða
og ætíð velkomna Dísa frænka, sem
í heimsóknum sínum vakti eftir-
væntingu er hún opnaði veski sitt
og þessi eftirvænting erfðist, því
lítill frændi, sem var hjá ömmu sinni
er Dísa kom í heimsókn, vildi ekki
fara heim til sín, þar til það loks
fékkst upp úr honum, að Dísa
frænka væri ekki enn farin að opna
veski sitt.
Margar ánægjulegar og kærar
minningar um Dísu frænku koma _
fram í huga okkar nú að leiðarlok-
um og skal henni með miklum
kærleik þakkað.
Hversu betra og ánægjulegra
væri ekki að lifa og hversu meira
gildi hefði lífið ef heimurinn hefði
mörgum slíkum Dísu frænkum á
að skipa.
Veri Dísa frænka kært kvödd af
níræðum bróður, börnum hans og
íjölskyldum.
Minnumst orða frelsarans: „Ég
lifi og þér munuð lifa.”
Sig. Þórðarson
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargi-einar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumorí ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.