Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 40

Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÍÍÖÍCÍ@Íl‘l,íT/0{ffi6éM,í^91 Brynjólfur E. Ingólfs son fyrrv. ráðuneyt- isstjóri -Minning Biynjólfur fæddist 10. maí 1920 á Vakursstöðum í Vopnafirði, sonur Ingólfs Hrólfssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Systkini Brynjólfs voru Arnþrúður, Hrólfur, Bergljót og Kristján. Þau eru öll látin nema Bergljót. Man ég vel eftir þeim öll- um heima hjá Helgu móðursystur minni og Brynjólfí, afskaplega skemmtilegt og vel gefið fólk. Brynjólfur ólst upp á Seyðisfirði, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1947. Hann hóf þá störf í Stjómarráðinu, og starfaði lengst af í samgöngumála- ráðuneytinu, síðustu árin sem ráðu- neytisstjóri. Brynjólfur var frábær embættis- maður, samviskusamur og heiðar- legur, og hafði unun af starfi sínu. Hann var mikill íþróttamaður. Hann keppti í fijálsum íþróttum og einnig vann hann margvísleg störf fyrir ftjálsíþróttahreyfinguna. Brynjólfur var söngmaður góður og söng m.a. með Tígulkvartettn- um. Mér er minnisstætt þegar hann söng Ég bið að heilsa og við syst- umar sátum við útvarpstækið og biðum þess að hann syngi einsöng í laginu. Nú þegar Brynjólfur er dáinn sækir að mér söknuður, en jafn- framt streyma minningamar fram, allar svo góðar og skemmtilegar. Mér þótti alltaf svo vænt um hann og Helgu, móðursystur mína. Þegar ég var lítil bjuggu Helga og Brynjólfur ásamt Erni, syni þeirra, hjá foreldmm mínum á Hofteigi, eða þangað til Eiríkur fæddist. Hefur mamma talað um hvað það hafí verið góður tími, en þá var pabbi til sjós og var oft lang- dvölum að heiman. Svo var hátíð þegar pabbi kom heim og gaf okk- ur Erni alltaf eitthvað fallegt og alveg það sama eins og við væmm systkin. Seinna þegar Brynjólfur fór að fara til útlanda vegna starfa sinna, kom hann alltaf með eitthvað handa mér og meðal annars safn- aði hann servíettum fyrir mig frá hinum ýmsu hótelum og veitinga- húsum í útlöndum. Þá man ég eft- ir því þegar hann fór sem farar- stjóri á ólympíuleikana í Róm og gaf mér gulan skýluklút með ólympíumerkinu aftan á. Og þegar ég setti upp klútinn gætti ég að því að merkið sæist vel og þá myndu allir halda að ég hefði verið á leikunum. Jólaboðin hjá þeim á aðfanga- dagskvöld em ógleymanleg. Ein minning kemur upp í hugann þegar maðurinn minn, Andreas, hitti þau í fyrsta skipti í bænum á Þorláks- messukvöldi. Ég kynnti þau og spjölluðum við saman stutta stund. Um leið og við kvöddumst sagði Brynjólfur: „Þið emð hjartanlega velkomin til okkar annað kvöld og sérstaklega þú Andreas.” Mér þótti svo vænt um þetta og alla tíð síðan sýndi hann manninum mínum vin- semd og hlýju sem hann mat mikils. Eitt sinn varð ég samferða þeim hjónum til London en Brynjólfur var að fara á ráðstefnu og Helga fór með. Átti ég góða daga þar með Helgu og svo Brynjólfi á kvöld- in þegar fundum lauk. Eitt kvöldið vomm við að fara út. Ég var mætt á hótelherbergið til þeirra en þau vom að taka sig til. Ég man að ég horfði á þau og hugsaði en hvað þau em ánægð og ástfangin hvort af öðm. Þau áttu góða ævi saman lengi vel en Brynjólfur missti heilsuna fyrir allmörgum ámm. Vom það hörð örlög en mér fannst þau bæði taka því sem hetjur hvort á sinn hátt. Nú þegar komið er að leiðarlok- um er mér þakklæti efst í huga yfir að hafa fengið að kynnast Brynjólfi, þessum líka sæir.dar- manni sem hann var. Helgu móðursystur minni og fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur öll. Flýt þér, vinur í fegra heim, kijúptu að fótum friðarboðans, og lljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Blessuð sé minning Brynjólfs. Jóhanna Jóhannsdóttir Mágur minn, Brynjólfur Eiríkur Ingólfsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, andaðist þriðja október í Landakotsspítala, eftir löng og erf- ið veikindi, sem ágerðust með hveiju ári. Hér verður ekki rakin nein ættartala eða afskipti hans af ýmiss konar félags- og nefndar- störfum, sem hann tók virkan þátt í, alveg þar til heilsan fór að gefa sig. Fjölskylda mín og íjölskylda Brynjólfs og Helgu systur minnar, hafa fylgst náið að um 40 ára skeið. Fyrstu hjúskaparár okkar syjffer^ deildum við húsnæði saman rnéð fjölskyldum okkar. Á þessum tíma var Jóhann, eiginmaður minn, lang- dvölum frá heimilinu vegna starfa sinna. Þá var gott að hafa þau nálægt sér. Á þeim árum var Brynj- ólfur önnum kafinn í starfi sínu ásamt mikilli þátttöku í nefndum og ráðum ýmiss konar. Einnig starfaði hann mikið fyrir íþrótta- hreyfinguna. Svo tók söngurinn dijúgan tíma, því Brynjólfur var mikill og góður söngmaður. Bóka- og ættfræðigrúskari var hann mik- ill, alveg fram á síðasta dag, þrátt fyrir veikindin aem heijuðu vægðarlaust á hann. Oft dáðumst við að því hve stutt var í húmorinn hjá honum. Alltaf gat hann séð skoplegu hliðarnar á öllum hlutum. Frásagnarmátinn og minnið var frábært. Þetta allt sam- an gerði Brynjólf að eftirminnileg- um manni. Helga systir mín bjó Brynjólfi og bömum þeirra sérstaklega fal- legt og aðlaðandi heimili, sem allt- af var gott að koma á. Helga hefur sýnt aðdáunarvert æðruleysi og þolinmæði meðan á þessum löngu veikindum Brynjólfs stóð. Ég og fjölskylda mín þökkum af alhug samveruna og farsæl kynni við Brynjólf og ijc’.skyldu hans sl. fjömtíu ár, eins og fyrr var drepið á hér að framan. Við fjölskyldurnar sendum Helgu og börnum og tengdabörn- um innilegar samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt gott. Margrét Sigurðardóttir Hann afi er dáinn. Minningarnar streyma fram í hugann, ein af ann- arri, og kveða sér hljóðs. Ég reyni af fremsta megni að halda í þær, greypa þær í hugann, því að sá hluti af afa má aldrei deyja. Aldrei framar mun hann heilsa mér með riddaralegum kossi á handarbakið þegar ég kem í heim- sókn til hans þar sem hann situr á eldhúsbekknum með vindlinginn sinn og hlustar á kórsöng í útvarp- inu. Aldrei aftur mun hann leyfa mér að skoða og handfjatla helgi- dóminn, steinasafnið sitt, sem var hámark jarðneskrar sælu í augum lítillar stelpu. Og aldrei framar munum við afi tala saman á frönsku og afi brosir til mín sam- særisbrosi því að enginn annar skilur hvað sagt er. Okkur systkinunum er líka minn- isstætt þegar öll fjölskyldan fór í dagsferð út að Garðskagavita. Þá var afí enn við góða heilsu og gekk alla leið upp í topp án þess að blása úr nös. Það kemur vel heim og saman við það að afi var fijáls- íþróttamaður á yngri árum. Afi vann líka sem ungur maður hjá Pósti og síma við að leggja símalín- ur á sumrin. Það fannst mér stór- kostlegt; að sjá mynd af afa þar sem hann stendur efst á síma- staur, í einkennilegum klifurskóm með krókum á. Við systkinin erum þakklát fyrir að hafa kynnst afa okkar, Brynj- ólfi Eiríki Ingólfssyni. Þetta er hinsta kveðja til hans frá mér og systkinum mínum. Heill sé honum, Lupus loricatus. Matthildur, Einar, Guðrún og Jón Haukur. Brynjólfur Ingólfsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, sem lést 1. október sl. eftir langvarandi veikindi, er í dag kvaddur í hinsta sinn. Við frá- fall hans verður okkur félögum hans frá æskuárunum hugsað til þess tíma þegar hann var ungur íþróttamaður, í fremstu röð á keppnisvellinum sem og í félags- málum íþróttahreyfingarinnar. Brynjólfur ólst upp á Seyðisfirði og þegar hann hafði aldur til sett- ist hann í Menntaskólann á Akur- eyri, þar sem hann reyndist ágæt- ur námsmaður. Hann var latínu- hestur hinn mesti eins og það hét á skólamálinu, var fljótur að til- einka sér þau tungumál sem kennd voru, en þó hefur saga sennilega verið sú grein, sem hann hafði mesta ánægju af, því hann kom sér upp talsverðu safni góðra bóka um þau efni og las sér til ánægju í frístundum á meðan hann lifði. Sumarvinna Brynjólfs á skólaár- unum var símavinna. Símavinnan var ekki tæknivædd á þessum árum og símamennirnir báru þung- ar byrðar af vír og tækjum um fjöll og firnindi til að komast að þeim stöðum þar sem laga átti símalínur eða endurbæta. Síma- mennirnir seyðfírsku voru undir stjórn Brynjólfs Eiríkssonar verk- stjóra, sem kunnur var um allt Austurland sem atgervis- og ágæt- ismaður. Af honum voru sagðar sögur og vísur ortar. Flokkur Brynjólfs verkstjóra var einvalalið harðgerðra karla, með snör hand- tök sem gaman var að kynnast og fylgjast með þegar þeir komu til Eskifjarðar til að endurbæta síma- kerfið. Það var í einum slíkum leiðangri sem ég hitti brynjólf Ing- ólfsson í fyrsta skipti. Hann kom á stöðina í fylgd nafna síns, sem var móðurbróðir hans, og staldraði við á biðstofunni á meðan frændi hans ræddi símamálin við stöðvar- stjórann. Þetta var sumarið 1939 þegar Brynjólfur var nítján ára. Okkur strákunum var starsýnt á þennan unga og hraustlega mann sem var dökkbrúnn í andliti eftir alla fjallasólina þetta blíða sumar. Gott ef ekki að okkur fyndist hann líkjast hetju okkar Jesse Owens, sem frægur varð af Ólympíuleikun- um í Berlín 1936 og við söfnuðum myndum af og límdum inn í bók. Ekki spillti það heldur að Brynjólf- ur var vingjarnlegur, heilsaði og talaði við okkur á meðan hann beið eftir frænda sínum. Samband þeirra nafnanna var ætíð gott og trúi ég að Brynjólfur yngri hafi séð í nafna sínum fyrirmynd sem vert t Útför INGIBJARGAR E. KRISTINSDÓTTUR, Hlemmiskeiði, sem lést á Bprgarspítalanum 4. október verður gerð frá Ólafs- vallakirkju 15. október kl. 14.00. Kristín Eiriksdóttir, Ingólfur Bjarnason, Vilhjáimur Eiríksson, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Leifur Eiríksson, Ólöf S. Ólafsdóttir, Guðrún Eiríksdóttír, Steingrímur G. Pétursson, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY EINARSDÓTTIR frá Bjargi, Grindavík, Hólmgarði 42, Reykjavík, lést 9. þessa mánaðar. Lára Loftsdóttir, Gunnar Gislason, Lofthildur Loftsdóttir, Ragnar Fransson, Guðmunda Loftsdóttir, Helga Loftsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Hrefna Loftsdóttir, Hjörtur Karlsson, Skarphéðinn Loftsson, Erla Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT SIGURJÓNSDÓTTIR, Sólvallagötu 28, Kelfavík, andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík mánudaginn 7. október sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 12. október kl. 11.00 árdegis. Vikar Árnason, Hólmbert Friðjónsson, Dagmar Maríusdóttir, Árni Vikarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Sigurjón R. Vikarsson, Guðrún Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Heiðarási 10, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 9. október. Ásbjörn Jóhannesson, Elín Aðalsteinsdóttir, Jóhannes Ásbjörnsson. t FINNUR MAGNÚSSON fyrrverandi kennari, Bólstaðarhlíð 25, andaðist þann 29. september. Bálför hans hefur verið gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Magnúsdóttir, Jón Magnússon, Sigrún Sigurjónsdóttir, Ásgeir Magnússon, Sigrfður Jónsdóttir. t Sonur okkar, KJARTAN JÓNSSON, Hraunbæ 60, lést 3. október. Jarðarförin hefur farið fram. Jón Einarsson, Helga Magnúsdóttir. Eiginmaður minn, KARL Ó. JÓNSSON fyrrv. útgerðarmaður, andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 9. október. , _ . t . . . .. _ . . Hulda Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.