Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
HANDKNATTLEIKUR
Sigurður Sveinsson í leik með Selfyssingum gegn sínum gömlu félögum í Val. Morgunbiaðið/Svcmr
Sigurður í landsliðið á ný
Sigurður Sveinsson, leikmaður
Selfoss, hefur ákveðið að gefa
kost á sér á ný í landsliðið í hand-
knattleik og verður með í leikjunum
gegn Tékkum á þriðjudag og mið-
vikudag í næstu viku.
„Ég er tilbúinn að leggja mitt
áf mörkum til að reyna að koma
landsliðinu aftur í flokk a-liða,”
sagði Sigurður við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Það verða landsliðsæf-
Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals
og landsliðsins í handknattleik
sleit krossband í hné í fyrrakvöld
eins og óttast var. Hann á um
tvennt að velja: Annað hvort að
fara í uppskurð og vera frá í fimm
mánuði eða taka sér hvíld í 10 til
14 daga og reyna síðan að æfa og
leika með spelkur.
„Það er erfitt að ákveða hvorn
kostinn ég vel, en á þessari stundu
hallast ég frekar að uppskurði,”
sagði Jakob við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
ingar um helgina og ég reyni að
gera góða hluti hér eftir sem hing-
að til,” bætti hann við.
Sigurður var síðast með í HM í
Tékkóslóvakíu fyrir tæplega tveim-
ur árum, en fékk lítið að vera með.
Hann lék síðast gegn Norðmönnum
vorið 1990 og þá sem fyrirliði, en
hefur helgað sig félagsliðum sinum
síðan. Hann hefur byijað sérstak-
lega vel með Selfyssingum í ís-
Valdimar Grímsson, hinn horna-
maður Vals og landsliðsins, meidd-
ist líka í leiknum gegn Selfyssing-
um. í ljós kom að hann hafði brák-
að rifbein og eins blæddi inná líf-
himnuna. „Eg hef lent í ýmsu en
aldrei öðru eins, sársaukinn var
svakalegur,” sagði Valdimar. „Ég
verð örugglega eitthvað frá, en
þegar sárið er gróið er spuming
um að fá staðdeyfíngu fyrir leiki.
Hvaða áhrif þetta hefur og hvað
ég verð lengi frá er ómögulegt að
segja til um.”
landsmótinu og ekki síst vakið at-
hygli fyrir sterkan varnarleik.
Sigurður sagði að nú væru
breyttir tímar varðandi landsliðið
og hanfn væri til í slaginn. „Það er
góður andi í landsliðinu og ég
hlakka til að koma aftur inn, en
svo er bara að sjá hvort ég standi
undir því að vera í liðinu!”
Landsliðið verður tilkynnt í dag
og má fastlega gera ráð fyrir að
strákarnir, sem stóðu sig svo vel
með U-21 liðinu á HM í Grikklandi
í byijun september, fái tækifæri,
leikmenn eins og Gústaf Bjarnason
og Einar Sigurðsson frá Selfossi,
Björgvin Rúnarsson, Víkingi, Pat-
rekur Jóhannesson, Stjörnunni og
Framararnir Gunnar Andrésson og
Jason Ólafsson auk Sigurðar
Bjamasonar.
Lokaundirbúningurinn
fyrir B-keppnina hafinn
FJÓRIR leikmenn, sem spila
með þýskum liðum, koma íleik-
ina gegn Tékkum í næstu viku.
Það eru þeir Héðinn Gilsson,
Dússeldorf, Sigurður Bjarna-
son, Grosswallstadt, Óskar
Ármannsson, Osswell, og
Konráð Olavson, Dortmund.
Jón Kristjánsson, Suhl, er í
stóra Indsliðshópnum, en verð-
ur ekki með að þessu sinni og
sama er að segja af Geir
Sveinssyni, Alzira, og Júlíusi
Jónassyni, Bidasoa, sem kom4B^
ast ekki vegna leikja í spænsku
deildinni á sama tíma.
orbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, tók upp þá stefnu að gera
samning við öll erlend félög, sem
íslenskir handknattleiksmenn leika
með, og veit því hvaða leikmenn
koma í tiltekin verkefni. Fyrir Iigg-
ur að Geir og Júlíus komast í alla
leiki eftir Tékkaleikina, en leik-
mennirnir í Þýskalandi missa af
leikjum í kringum áramótin vegna
þýsku keppninnar. Héðinn Gilsson
gerði samning við Dusseldorf áður
en Þorbergur tók við landsliðinu og
því getur reynst erfiðara að fá hann
í leiki en aðra.
• Lokaundirbúningurinn hefst með
heimsókn Tékka í næstu viku.
• 14. til 18. nóvember verður mót
í Ungveijalandi, þar sem ísland,
Ungveijatand, Austurríki og Ítalía
tak þátt.
• Milli jóla og nýárs eru áætlaðir
þrír leikir hér á landi. Til stóð að fá
heimsmeistara Svía, en afsvar kom
frá þeim fyrir skömmu. Kóreumenn
gátu heldur ekki komið, en viðræður
standa yfír við Rússa.
• 2.-5. janúar verða þrír leikir gegn_
Finnum hér á landi.
• 22.-26. janúar tekur landsliðið
þátt í móti í Austurríki og verður það
síðasta mótið fyrir sjálfa keppnina.
• 28. febrúar verður landsliðið kall-
að saman til æfínga fram að B-
keppni.
• Búlgarir koma og leika tvo leiki
3.-4. mars.
• 8.-9. mars verða tveir leikir við
Júgóslava hér á landi.
Kjartan til Kýpur
Kjartan Steinbach, milli-
ríkjadómari í handknatt-
leik og einn af tólf alþjóðlegum
kennurum, sem hafa leyfí til
að kenna á á dómaranám-
skeiðum á vegum alþjóða
handknattleikssambandsins
(IHF), er á förum til Kýpur.
Kjartai) heldur þangað á
sunnudaginn til að halda nám-
skeið fyrir 25 dómara þar í
landi, sem stendur yfír frá
mánudegi til laugardags.
Kjartan fékk boð um að
halda námskeið í Saudi-Arabíu
eða á Kýpur. Hann valdi Kýp-
ur.
Mikið áfall
Hornamenn landsliðsins frá í óákveðinn tíma
KNATTSPYRNA
ÞjáKaranetið fullhnýtt
1. deildarfélögin hafa ráðið þjálfara og átta félög í 2. deild
ENDAR hafa náðst saman í
sambandi við ráðningu þjálf-
ara 1. deildarliðanna. Upphaf-
lega var gert ráð fyrir að mjög
miklar breytingar yrðu, en
þegar upp var staðið og búið
að hnýta netið, eru aðeins
fjórir nýir möskvar i því; Hjá
Fram, KR, FH og KA.
Ekkert 1. deildarfélagið var
með erlendan þjálfara í fyrra
og var það í fyrsta skipti síðan
1972 að heimamenn stjómuðu lið-
unum í deildinni. Nú hafa KR-ing-
ar ráðið Tékkann Ivan Sochor, en
aðrir nýrir þjálfarar eru Pétur
Ormslev hjá Fram, Gunnar Gísla-
son hjá KA og Njáll Eiðsson hjá
FH. • •
Atli Eðvaldsson er aðstoðar-
maður Sochor, en Ómar Torfason
er aðstoðarmaður Péturs.
Önnur félög hafa sömu þjálf-
ara. Ingi Björn Albertsson hjá
Val, Guðjón Þórðarson hjá ÍA,
Sigurður Lárusson hjá Þór, Logi
Ólafsson hjá Víkingi, Hörður
Hilmarsson hjá UBK og Sigurlás
Þorleifsson hjá ÍBV. Omar Jó-
hannsson hefur gengið til liðs við
Eyjamenn, en hann mun sjá um
að þjálfa þá þrettán leikmenn sem
eru á Reykjavíkursvæðinu í vetur.
Breytingar í 2. deild
Nýir þjálfara hjá 2. deildarfé-
lögum eru Þorsteinn Ólafsson,
Víði, Ólafur Jóhannesson, Þrótti
- ' " ■•fhnaiiu r.f.iV'.’.rri ’a kickT
R., Magnús Einarsson, ÍR og
Hörður Helgason, Stjörnunni.
Fylkir og Selfoss hefur ekki geng-
ið frá ráðningu þjálfara, en Magn-
ús Jónatansson, sem þjálfaði Þrótt
R., hefur verið orðaður við Arbæj-
arfélagið.
Þeir þjálfarar sem verða áfram
með lið sín, eru: Bjami Jóhannes-
son, Grindavík, Kjartan Másson,
Keflavík, Ámundi Sigmundsson,
BÍ og Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Leiftur.
Tveir þjálfarar í 1. deild eru
jafnframt leikmenn: Pétur
Ormslev og Gunnar Gíslason.
Tveir þjálfarar í 2. deild eru jafn-
framt leikmenn; Ámundi Sig-
mundsson og Aðalsteinn Aðal-
steinsson.
nir.cd íij \t II 1 uui.) i ■!
Teiturhefur .
áhuga á Sigurði
Sigurður Jónsson óánægður hjá Arsenal
Sigurður Jónsson er mjög óán-
ægður með að komast ekki í
lið Arsenal og segist helst vilja fara
frá félaginu. „Það er niðurdrepandi
að þurfa að leika með varaliðinu.
Ef ekkert gerist í mínum málum
næstu tvær vikurnar fer ég fram á
að vera settur á sölulista,” sagði
Sigurður við Morgunblaðið.
Sigurður hefur rætt sín mál við
framkvæmdastjórann, George Gra-
ham. „Á meðan gengi Arsenal er
svo gott sem raun ber vitni á ég
varla von á því að komast í liðið.
Ég er að þreifa fyrir mér sjálfur á
öðrum vígstöðvum þessa dagana,
áður en ég fer formlega fram á
söiu,”1 sagði' Sigurður.: 1 ■
Teitur Þórðarsson, þjálfari Lyn,
hefur sýnt áhuga á að fá Sigurð
til Lyn. „Ég veit ekki hvað ég á
að segja um það, en ég held að það
sé ekki mjög spennandi dæmi að
fara til Noregs,” sagði Sigurður,
sem leikur með íslenska landsliðin«*w
á Kýpur í næstu viku.
M RÚNAR Kristinsson lék með
varaliði Stuttgart gegn franska
varaliði Sochaux í fyrrakvöld.
Stuttgart vann 3:1 og gerði Eyjólf-
ur Sverrisson tvö markanna, en
Rúnar, sem var með allan seinni
hálfleik, átti m.a. skot í slá. Rúnaf
kemur heim í dag eftir vikudvöl hjá
1 þýska knatlspyrtiúli^iriuJ