Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 Skuldabréf í íslenskum krónum á alþjóðamarkað: Útboðið hefur fengið góð- ar viðtökur á markaðnum - segir Þorsteinn Þorsteinsson aðstoðar- bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans ÚTBOÐ Norræna fjárfestingarbankans á skuldabréfum í íslenskum krónum sem hófst sl. fimmtudag hefur fengið góðar viðtökur á alþjóð- legum fjármagnsmörkuðum, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, aðstoð- arbankastjóra. Þetta er í fyrsta skipti sem skuldabréfaútgáfa í íslensk- um krónum á sér stað erlendis. Samtals eru gefin út bréf að upphæð 2,5 milljarðar íslenskra króna i tveim skuldabréfaflokkum. Þorsteinn sagði að það væru eink- um fjárfestar á meginlandi Evrópu sem hefðu sýnt útboðinu áhuga. Hins vegar mætti reikna með að það tæki nokkra daga að kynna útboðið vegna verðtryggingarinnar. Annars vegar er um að ræða verð- tryggð skuldabréf að upphæð 1,5 milljarða íslenskra króna til fimm ára með 6,75% ávöxtun umfram lán- skjaravísitölu og hins vegar óverð- tryggð skuldabréf að upphæð einn milljarður íslenskra króna til þriggja ára með 13% föstum vöxtum. Norr- æni fjárfestingarbankinn hefur besta mögulega lánstraust á alþjóðlegum markaði og nýtur þar af leiðandi bestu kjara, segir í frétt frá bankan- um. I fréttinni segir ennfremur: „Skuldabréfin, sem eru handhafa- bréf, verða skráð í kauphöllinni í Lúxemborg, en lúta enskum lögum. íslenskir fjárfestar munu ekki hafa möguleika á að kaupa þessi bréf enda vafasamt hvort íslenskir fjár- festar hafi áhuga á bréfunum miðað við vaxtakjör þeirra og þá kosti sem nú bjóðast á innlendum markaði. Skandinaviska Enskilda Banken í London og J.P. Morgan Securities sjá um sölu bréfanna og hafa undir- ritað sölutryggingu þar að lútandi gagnvart NIB. Landsbanki íslands og íslandsbanki hf. eru einnig aðilar að útgáfunni. Viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki íslands hafa fylgst með undirbúningi skuldabréfaútgáf- unnar og stutt hana dyggilega. Stöðugt gengi íslensku krónunnar og lækkandi verðbólga á íslandi hafa aukið traust erlendra fjárfesta á ís- lensku krónunni og eru forsendur fyrir sölu skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis á hagstæðum kjör- um. Telja verður að áform stjóm- valda um tengingu íslensku krónunn- ar við ECU og lúkning EES-samn- inganna ráði þama einnig nokkm um. Til að kaupa bréfin verður erlend- ur fjárfestir fyrst að útvega sér ís- lenskar krónur, sem hann verður væntanlega að kaupa af íslenskum viðskiptabanka fyrir erlendan gjald- eyri. Skuldabréfaútgáfan mun því bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins.” VEÐURHORFUR í DAG, 2. NÓVEMBER YFIRLIT: Við suðausturströnd landsins er hægfara 975 mb. lægð og frá henni lægðardrag norðvestur á Vestfirði. Við Norður írland er önnur álíka djúp lægð sem hreyfist norðaustur og síðar norður. SPÁ Norðaustan átt, sumstaðar allhvöss um vestanvert landið, en víðast heldur hægari um austanvert landið. Snjóél eð snjókoma á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi, en slydda eða slyddu- él norðaustanlands. Skýjað með köflum, en úrkomulítið sunnan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAGrNorðlæg átt. Nokkuð hvöss, en hægari er líður á mánudaginn, fyrst vestanlands. Élja- gangur um norðanvert landið, en víða bjartviðri fyrir sunnan. Kóln- andi veður. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heióskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma Jf ffc* „1 /tt, ,/f - ■ ■ ■ ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hlti 2 3 veður súld skúrir Bergen 9 rigning Helsinki 6 skýjað Kaupmannahöfn 5 þokumóða Narssarssuaq +1 hátfskýjað Nuuk 4-3 snjókoma Osló 4 rigning Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 9 rigning Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 12 þokumóða Barcelona 18 þokumóða Berlín 5 skýjað Chlcago 13 alskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 5 mistur Glasgow 11 rigning Hamborg 5 skýjað London 16 alskýjað LosAngeles 12 heiðskirt Lúxemborg 6 þoka Madrfd 17 léttskýjað Malaga 19 mistur Mallorca 20 skýjað Montreal 7 alskýjað NewYork 14 alskýjað Orlando 17 alskýjað París 16 skýjað Madelra 22 hálfskýjað Róm 16 heiðskírt Vín 6 helðskirt Washington vantar Winnipeg +6 alskýjað Borgarráð: Morgunblaðið/Þorkell Jólasveinarnir komnir ígluggann Jólasveinamir em komnir í glugga íslenzks heimilisiðnaðar í Hafn- arstræti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, því margir eru nú þegar byijaðir að huga að jólagjöfum fyrir vini og kunningja í útlöndum, að sögn Gerðar Hjörleifsdóttur verzlunarstjóra. Þeir sem ætla að senda gjafir í skipapósti verða að hafa hraðann á, að sögn Gerðar. Frágangur við Sólfar samþykktur árið 1989 Tillaga feiid um að fjarlægja súlurnar LOGÐ hefur verið fram fyrirspum í borgarráði vegna frágangs við listaverkið Sólfar við Sæbraut. í svari borgarstjóra segir að borgar- ráð hafi samþykkt tillögu að frágangi í nóvember árið 1989. Þá kom fram tillaga frá Katrínu Fjeldsted um að borgarráð samþykkti að láta fjarlægja tvær steyptar súlur, verkið. Tillagan var felld. í greinargerð með tillögu Katrín- ar segir, að listaverkið Sólfar hafi verið sett niður á fögmm útsýnis- stað og að það vekji aðdáun og ánægju langflestra. „Má segja að sjaldan eða aldrei hafi komið fram jafn almenn ánægja í borginni með útlit eða staðsetningu útilistaverks á síðari ámm. Steinsúlur þær, sem nú hafa risið þar, em til mikils lýt- is og þurfa að víkja.” í fyrirspurn þeirra Sigrúnar Magnúsdóttur, Elínar G. Ólafsdótt- ur, Sigurjóns Péturssonar og Krist- ínar A. Ólafsdóttur vegna frágangs við listaverkið, er óskað eftir að upplýst verði hver hafí falið teikni- stofunni Úti og inni það sjálfstæði að hún hafi getað reist súlur, margra metra háar, á kostnað borg- arsjóðs til að lýsa upp listaverkið Sólfar við Sæbraut. „Þetta er gert án þess að hafa samráð við menn- ingarmálanefnd, umhverfismála- nefnd og/eða borgarráð.” í svari borgarstjóra segir, að teikningar arkitektastofunnar að skipulagi næsta umhverfis við lista- verkið hafi verið lagðar fram á fundi borgarráðs 14. nóvember árið 1989 ásamt samþykki skipulagsnefndar og ítarlegri greinargerð. „Á þeim vom greinilega sýndar þær súlur, sem nú hafa verið reistar, sbr. fram- lagt ljósrit af teikningum og grein- argerð forstöðumanns Borgar- sem reistar hafa verið við lista- skipulags. Teikningarnar vom sam- þykktar samhljóða á fundinum 14. nóvember 1989. Fullyrðingar um að súlumar hafi verið reistar án nokkurs samráðs við réttkjörin ráð og nefndir em því gjörsamlega út í hött og málatilbúnaðurinn sem lýsir sér í fyrirspuminni með ólík- indum.” Brutust ínn í banka TVEIR síbrotamenn voru staðnir að innbroti í útibú Búnaðarbank- ans við Laugaveg 3 í fyrrinótt. Þeir höfðu spennt upp glugga að kaffistofu starfsfólks bak við húsið. Fótspor í kaffistofunni benti til að klifrað hefði verið inn um gluggann en við það fór neyð- arbjalla í gang og gerði lögreglu viðvart. Þegar lögreglan kom á staðinn vom mennimir bak við húsið og vom að reyan að klifra yfir girð- ingu. Þeir vom handteknir og við leit fundust spennijám, skrúfjám og áhöld falin bak við öskutunnu í garðinum. Akvörðunar um nýtt dagblað að vænta innan mánaðar ÁKVÖRÐUN verður tekin innan eins mánaðar hvort af stofnun nýs dagblaðs verður. Guðjón Arngrímsson blaðamaður og Björn Br. Björns- son auglýsingagerðarmaður hafa verið fengnir til að skoða efnistök hins nýja blaðs með Gunnari Steini Pálssyni, forsvarsmanni Nýmælis, nýs hlutafélags um stofnun dagblaðs, sem yrði gefið út sex sinnum í viku ef af verður. Gunnar Steinn unni yrði en hitt. Gunnar Steinn Pálsson, forsvars- maður Nýmælis, nýs hlutafélags um stofnun dagblaðs, sagði að á næstu tveimur vikum yrðu efnistök hugsanlegs blaðs skoðuð, í þriðju vikunni yrði reiknað út hve mikið kostaði að gefa slíkt blað út og í fjórðu vikunni yrði leitað eftir útgef- endum. * Gurthar 'Steinn 'sagði að ítuéáánr-i • kvaðst telja líklegra að af útgáf- iega yrðu lagðir til áskrifendalistar Þjóðviljans, Tímans, Alþýðublaðsins og Stöðvar 2 í þetta samstarf. „Áskrifendur eru út af fyrir sig verðmæti sem reynt verður að leggja til grundvallar blaði sem hugsanlega verður gefið út.” Hann sagði að nýtt blað yrði aldrei mál- gagn félagshyggjufólks, það yrði ekki málgagn pójitískra flokka. t > t I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.