Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARÖÁÖÖR7 2. ÚÓVBMBER 1991 33 I I I | I I I ) ) >p ) Pálshúsi á Brekkunni í Hnífsdal og varð sú kennsla honum notadrjúg. Bar hann jafnan hlýjan hug til Sigr- íðar síðan. Mun hún fljótt hafa kom- ist að raun um að allgóðar gáfur bjuggu í þessum nemanda hennar. Sýndi hún í verki að hún kunni að meta vilja hans og áhuga, því að þegar hann veiktist af kíghósta, færði hún honum daglega mörk af mjólk meðan á veikindunum stóð. Það sýnir vel hvað lífsbaráttan var hörð um þessar mundir að Ingi- mar var látinn fara vetrarmaður til Ingimars Bjarnasonar í Fremri- Hnífsdal, strax veturinn eftir ferm- inguna. Það er jafnframt ljóst að töggur hefur verið í drengnum, að öðrum kosti hefði honum ekki verið trúað fyrir slíku verkefni. Vorið eftir fór hann á skak á „Nordkaper- en”, sem var einn af stærstu fiski- skipum „Ásgeirsverslunar” á Isafirði. Næsta sumar á jaktina „Fortunu” frá Þingeyri. Vertíðina þar á eftir á kútter „Seagull”, sem útgerðarfélagið „Duus” átti. Með því fyrsta sem Ingimar fór á sjó á mótorbát frá Hnífsdal, var með Páli Pálssyni, miklum sjógarpi og aflamanni á bátnum „Hov- gaard”. Hefur sú reynsla orðið hon- um gott veganesti því að fljótlega upp úr því var honum falin for- mennska á bátum frá Hnífsdal. Um vorið árið 1924, var ég undirritaður háseti hjá honum á mb. „Dan”, sem Hálfdán í Búð átti. Þetta var önnur vertíðin mín á mótorbát. Alla tíð síðan hefur mér verið þessi frændi minn minnisstæður. En þeir Eld- jámssynir, Elías, afí Ingimars og Pétur, langafi minn voru bræður. Það var þó ekki eingöngu dugn- aður Ingimars, sem formanns og aflamanns, sem varð mér hugstæð- astir, heldur veglynSi hans og um- hyggja fyrir þeim sem minnimáttar vom. Það reyndi ég fimmtán ára stráklingur, sem svo sannarlega þarfnaðist góðrar fyrirmyndar og leiðsagnar í þessum harða heimi átaka og baráttu, þar sem allt valt á því að standa sig til jafns á við þá fullorðnu. Harka, dugnaður og þrautseigja vora þeir eiginleikar, sem sóst var eftir. Ef einhver fór halloka í þessari baráttu, var Ingi- mar tilbúinn að rétta hlut hans. Þessa mikilvægu eiginleika í fari formanns míns, reyndi ég að festa mér í minni og notfæra mér þegar ég sjálfur fór að hafa mannaforráð. Það mun alltaf verða talið til gildis hveiju þjóðfélagi að eignast ein- staklinga, sem reynast hæfir til að sá frækornum mannúðar og bróður- þels í huga unglinga og vekja at- hygli þeirra á því, að þeim ber að „gæta bróður síns”. Fyrir þetta drenglundaða sjón- armið Ingimars, ber okkur að þakka, ásamt dugnaði hans og mik- ilvægum þætti í uppbyggingu heils sveitarfélags. Veturinn 1923, á Þorláksmessu, gekk Ingimar að eiga Sigríði Guð- mundsdóttur frá Fossum, myndar- og sómakonu. Það sópaði að þessum myndarhjónum þegar þau komu fram sem konungur og drottning í álfadansi þeirra Hnífsdælinga. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Eitt dó í bernsku. Guðmund- ur og Halldóra Inga, era látin fyrir nokkrum árum. Á lífi eru Hrefna íþróttakennari, Eiías skipstjóri í Hnífsdal og Margrét, búsett í Lúx- emborg. Allt vora og era þetta manndóms- og dugnaðarfólk. Ingi- mar var sérlega gamansamur og orðheppinn. Mér er enn i minni þegar við vorum að beita, hvað hann gat haldið uppi kátínu og hvað við hlógum dátt að orðatil- tækjum hans og kímni. Honum var lagið að færa sögu sína í kátlegan búning. Árið 1922 var hann kosinn í hreppsnefnd í Hnífsdal og sat í henni í þrjátíu og fimm ár. Seinna var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að margvíslegum félagsstörfum. Ingimar átti frumkvæði að því, að byggt var myndarlegt félagsheimili í Hnífsdal, sem talið var til fyrir- myndar, þótt lengra væri leitað. Þá var hann einnig hvatamaður að því að byggt var nýtísku frystihús í Hnífsdal, ásamt þeim Elíasi Ingi- marssyni, Páli Pálssyni, Jóakim Pálssyni og Hirti Guðmundssyni. Þegar svo Elías flutti úr byggðar- laginu tók Einar Steindórsson við starfi hans sem framkvæmdastjóri. Þetta frystihús Hnífsdælinga, hefur síðan verið rekið með slíkum mynd- arbrag og fyrirhyggju, að vakið hefur eftirtekt víða um land. Þá keyptu þeir togarann Pál Pálsson, sem er eign Miðfells hf. og frysti- hússins. Trúlega styður tvennt þessa velgengni, góð stjórn og út- sjónarsemi stjórnarformanna og góður afli togarans, undir stjórn hins kunna aflamanns Arnars Kristjánssonar. Eftir farsælan sjómannsferil í áratugi sem skipstjóri og aflamað- ur, gerðist Ingimar starfsmaður frystihússins, fyrst sem vélstjóri, síðan sem verkstjóri í sautján ár. Ingimar var um tuttugu og fimm ára skeið, formaður slysavarna- deildar, einnig formaður ungmenn- afélags og í skólanefnd. Hann var fjölhygginn og fram- sýnn og fljótur að tileinka sér nýj- ungar í tækni, í öllu sem til framf- ara horfði viðvíkjandi veiðum og fiskverkun. Til marks um það, var hann fyrstur manna til að setja Asdik-tæki í bát sinn „Mími”, árið 1954, en tæki þetta olli straum- hvörfum við síldveiðar, eftir að síld- in hætti að vaða. Þess má geta, að 14. apríl 1922, var Ingimar kosinn formaður í Fiskifélagsdeildinni í Hnífsdal. Það féll því í hans hlut að sitja sem fulltrúi á fjórðungs- og fiskiþingum um langt árabil. Öll lífssaga Ingimars Finnbjörns- sonar, sýnir að honum var eiginlegt frá fyrstu tíð, „að gæta bróður síns”, hlúa að ungviðinu og létta því róðurinn. íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum mesta breytinga- tímabil síðan lándnám hófst. Á þessári öld hefur margur maðurinn hlotið byltur þungar og ekki komið heill hildi frá. Það kom þó greini- lega í ljós skömmu áður en Ingimar var allur að hörð lífsbarátta og óvægir stormar tíðarandans hafa ekki megnað að setja mark sitt á hann. Hann var enn sami ljúflingur- inn og hann var á morgni lífs síns, hóf sína baráttu fyrir sér og sínum og átti í höggi við takmarkaðan skilning ráðamanna, aflaleysi, stríð og kreppur. Sú glíma virtist hafa stækkað hann en ekki minnkað. Ef til vill, voru erfiðleikar og hörð lífsbarátta ekki versti uppalandinn. Af erfiðleikum fengu Hnífsdæl- ingar á fyrri helmingi þessarar ald- ar nóg. Á meðan bátarnir voru látn- ir liggja á Hnífsdalsvík, skapaði það mikið umstang og erfiði og ekki síður árvekni, að þurfa sífellt að færa bátana í múmingar, inn í Sund við ísafjarðarkaupstað. Þá var ekki um annað að ræða en að ganga, oft í kaf ófærð út í Hnífs- dal. Lífsbaráttan á þessum áram í Hnífsdal og Bolungarvík var feikna hörð við þessi skilyrði og ekki á færi annarra en hraustustu manna. í þessari baráttu þrifust ekki neinir aukvisar eða dusilmenni. Ég þakka Ingimar samfylgdina, ekki síst vorvertíðina 1924. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Þorsteinsson Fleiri Greinar um Ingimar Finnbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Guðni R. Þorvalds- son - Minning Fæddur 23. september 1914 Dáinn 26. október 1991 Góður maður er genginn. Þó okkur sé þungt í bijósti þá getum við ekki látið hjá líða að minn- ast tengdaföður okkar, Guðna Þor- valdssonar, nokkram orðum. Guðni var Vestfirðingur, fæddur á Sveinseyri við Dýrafjörð 23. sept- ember 1914. Foreldrar hans voru Þorvaldur ólafsson, bóndi á Sveins- eyri, og kona hans, Andrea Guðna- dóttir. Árið 1922 brugðu þau búi og fluttu til Þingeyrar. Þorvaldur og Andrea eignuðust 7 börn og var Guðni 3. í röðinni og lifa þau hann öll nema systir hans, Ragnheiður, sem lést 1966. Önnur systkini Guðna eru Magnús, búsettur í Reykjavík, Kristín, einnig búsett í Reykjavík, Ólafur og Guðmundur, báðir búsett- ir í Keflavík, yngstur er Sigurbjörn, búsettur í Kópavogi. Árið 1939 flutt- ist Þorvaldur með fjölskyldu sína til Keflavíkur. Þorvaldur lést 1949 en Andrea lifði mann sinn til 1962. Eins og aðrir ungir menn í þá daga vann Guðni hin ýmsu störf til sjós og lands, m.a. sótti hann nokkr- ar vertíðir til Sandgerðis. Eftir kom- una til Keflavíkur stundaði hann sjó- ijiennsku sem aðalstarf til 1950. Þá fór hann í land og hóf störf við fisk- mat, sem var hans aðalstarf upp frá því. 1960 gerðist hann starfsmaður Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda (SÍF) allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, sjötug- ur. Árið 1943 urðu kaflaskipti í lífi Guðna, þá gekk hann að eiga Margr- éti Arinbjarnardóttur frá Keflavík. Þau gerðu sér fallegt heimili á Suðurgötu 27 í Keflavík. Hjónaband þeirra var mjög ástríkt og reyndist Margrét honum traustur og um- hyggjusamur lífsföranautur. Örlögin höguðu því hinsvegar þannig að samvistir þeirra urðu ekki langar því Margrét lést 17. júlí 1959 eftir erfiða baráttu við banvænan sjúk- dóm. Þau Guðni og Margrét eignuð- ust 2 dætur, þær Ingibjörgu, fædda 1943, og Andreu, fædda 1950. Ingi- björg er gift Sverri Jóhannssyni og era þau búsett í Keflavík. Þau eiga tvo syni. Andrea er gift Kristjáni Jóhanni Agnarssyni og era þau bú- sett í Garðabæ. Þau eiga 5 börn. Guðni var alla tíð maður hinna fornu dyggða, vandur að virðingu sinn, samviskusamur og réttsýnn. Hann hafði samúð með þeim sem stóðu höllum fæti í lífinu. Hann gerð- ist ungur félagi í Alþýðuflokknum og starfaði fyrir hann um árabil. Jafnaðarstefnan var honum ætíð mjög hugleikin. Guðni átti sér ýmis áhugamál. Hann dáði söng. Hann var ákaflega áhugasamur um hinar ýmsu íþróttir þó að hann hefði ekki iðkað þær sjálfur„Ein var sú íþrótt sem hann stundaði sem var brids og þar naut hann þess vel hversu minnugur hann var. En síðast en ekki síst var það mannlífið í kringum hann sem hreif hann og heillaði. Snemma árs 1990 varð Guðni fyrir alvarlegu áfalli og varð hann aldrei heill heilsu eftir það. Síðustu 8 mánuði ævi sinnar dvaldi Guðni að elliheimilinu Heið- vangi í Keflavík og naut þar góðrar umönnunar sem við þökkum nú. Við viljum að leiðarlokum þakka Guðna samveruna. Blessuð sé minn- ing hans. Tengdasynir + Móðir okkar, SIGURLAUG SVANLAUGSDÓTTIR, andaðist að morgni 31. október. Jarðarförin auglýst síðar. Selma Friðgeirsdóttir, Svan Friðgeirsson. 1 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, PÉTUR ANDRÉSSON, Miðleiti 5, andaðist 31. október. Þórunn Þorgrímsdóttir, börn og tengdabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRIÐRIKKA KRISTÍN BENÖNÝSDÓTTIR, Hvassaleiti 24, lést í Borgarspítalanum þann 31. október. Jón Ágústsson, Kristján Ágústsson, Hjördís Jónsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Torfhildur Samúelsdóttir og barnabörn. + ÓSKARLONGJÓNSSON frá Arnarstöðum, Núpasveit, N-Þingeyjarsýslu, iést að morgni 31. október. Hann bjó í Danmörku og verður jarðsettur þar þriðjudaginn 6. nóvember. Fyrir hönd systkinanna, fjölskyldna þeirra og annarra ættingja, Jón Hjörleifur Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL HANS BJÖRNSSON, Engihjalla 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Húlda Bjarnadóttir, Ásta Karlsdóttir, Þórður Örn Guðmundsson, Emil B. Karlsson, Hallveig Thordarson, Harpa Karlsdóttir, Lárus Róbertsson, Björn Karlsson, Halla Óladóttir, Soffía Karlsdóttir Gunnar J. Árnason og barnabörn. + lnnilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför ÁSU ÞORSTEINSDÓTTUR KRISTENSEN. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar fyrir frábæra umönnun hennar. Stefán Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Ólöf Vilmundardóttir og fjölsky Idur. + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS ELÍASSONAR, Hátúni 8, Reykjavík. Hanna Ragnarsdóttir, Árni S. Jónsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og ininningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.