Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBUA'lÐlfi LAUGARUÁÖUR' 2. 'NÓVEMBER19Ö1 Jórunn Ólafs- dóttir - Minning Fædd 17. ágúst 1908 Dáin 22. október 1991 Nú er komið að því að ég þarf að kveðja elsku ömmu mína er hún fetar nýja braut og við þurfum öll að kveðja hana. Á stundu sem þessi rifjast upp margar minningar sem ég á um hana og afa Júlla í Kefla- vík það eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Allir vettlingarnir og hosurnar sem hún pijónaði á mig og öll barna- og barnabarnabörnin sín, hún hafði svo mikla unun af því að prjóna, hekla og sauma út og var hún alltaf með einhveija handa- vinnu í höndunum. Það mun alltaf vera mér mikils virði hvað hún kom oft til okkar og var hjá okkur í nokkrar nætur í einu eftir að afi Júlli féll frá og eins þegar hún var orðin veik og hún svaf í rúminu mínu. Hún amma mín var af þeirri manngerð að hún virtist aldrei reið- ast og lífsgleðin var efst á baugi hjá henni. En okkur Kolbnínu fannst alltaf gott að geta fundið hlýjuna hjá ömmu á daginn þegar allir voru í vinnunni nema amma og alltaf hafði hún tíma og þolinmæði til að hlusta á það sem mér lá á hjarta. Ég vil að lokum þakka ömmu Jórunni fyr- ir alla umhyggjuna og hlýjuna sem hún sýndi mér og öllum sem í kring- um hana voru. Eg mun ávallt minn- ast hennar með virðingu og þakk- læti því hún var öllum svo góð. Elsku pabbi og Dóri frændi miss- ir ykkar er mikill og bið ég þess að Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Gigga Glaður ég horfi nú himins til, Jesús, minn Drottinn og Guð, og hugrakkur fylgja þér, ætíð ég vil, Jesús, minn Drottinn og Guð. Baslið sem þjáði mig búið er, Jesús, minn -Drottinn og Guð. Minn blessaði frelsari tók það frá mér, Jesús, minn Drottinn og Guð. Allar þær sorgir er sóttu á, Jesús, minn Drottinn og Guð, og syndir ög kvíða rakst þú mér frá, Jesús; minn Drottinn og Guð. (Úr sðngbók Ffladeifíusafnaðarins.) Nú er komið að kveðjustund og ég þarf að kveðja tengdamóður mína sem mér þótti svo ósköp vænt um. Hún fæddist í Grindavík og var þar lengst af lífi sínu, hún var yngst af fjórum systkinum, einum bróður og þrem systrum. Hún missti föður sinn er hún var 11 ára. Það var sár reynsla því henni þótti svo ósköp vænt um hann, en hún átti góða móður og systkini sem hún ólst upp með. Ekki var hún há í lofti er hún fór að vinna, fyrst með móður sinni að breiða fisk og síðan í hús- mennsku. Jórunn giftist ung Jóni Péturssyni skipstjóra og átti með honum 6 syni. Það var alla tíð mikið að gera á heimili hennar því oft bjuggu þar piltar sem voru á vertíð með manni hennar og kom það í hennar hlut að þjóna þeim og gefa að borða. Einn af þessum piltum veit ég um sem kom á heimili hennar 15 ára gamall og segir hann að aldrei hafi verið hugsað betur um hann og fötin hans eins og þegar hann var hjá Jóu. Það hlýtur að hafa verið erfitt með stórt heimili en aldrei kvartaði Jóa. Hún þurfti að sjá á eftir elsta syninum, Ólafi Valgeir, í gröfina aðeins 2ja ára og 5 mánaða, en hann drukknaði, og þá var Halldór sonur hennar 11 mánaða. Síðan eignaðist hún Yal Kristin, Guðmund Ágúst og Ólaf Valgeir og þá þarf hún aftur að sjá á eftir litla barninu sínu í gröfina, aðeins 6 mánaða. Þetta er erfið reynsla en ekki bugaðist hún. Síðast eignaðist hún Dagbjart Má. Hún missti mann sinn 1954 eft- ir 27 ára hjónaband, en hann drukknaði við annan mann. Hún bjó áfram með sonum sínum og var móðir hennar ávallt hjá henni þar til hún andaðist 1958. Hún vann í fiski þangað til hún var orðin 60 ára en þá kynntist hún Júlíusi Jónssyni bifreiðastjóra í Keflavík og var hún í sambúð með honum þangað til hann dó 1986 eða í rúm 17 ár. Það var sólar- geisli sem kom í líf hennar þegar hún kynntist Júlla „tengdapabba” því lífið hafði alls ekki verið dans á rósum hjá henni frá því hún missti mann sinn. Ég var henni alla tíð mjög þakklát fyrir að gefa mér „tengdapabba” því fáa hefur mér þótt eins vænt um eins og hann. Nú var byijaður nýr kafli í lífi hennar og reyndar hans líka. Þau áttu yndislegt heimili sem alltaf var gott að koma á og þeim leið báðum mjög vel. Þau ferðuðust bæði innanlands og fóru nokkru sinnum utan, en svo veiktist Júlli og dó 1986, þá var hún aftur orð- in ein. Hún kom mikið til okkar og var hjá okkur og er ég mjög þakklát fyrir að fá að hafa hana og eins börnin mín að fá að kynnast henni eins vei og við gerðum. Nú fór heilsan að gefa sig og hún var oft mjög veik en aldrei var langt í brosið og aldrei sat hún auðum höndum, pijónaði, heklaði og saumaði út. Svo kom eitt áfallið enn, Dag- bjartur Már, yngsti drengurinn hennar,. drukknar við annan mann 25. nóvember 1990. Þá átti hún erfitt og þá var Valur Kristinn sonur hennar líka orðinn mikið veikur en hann missti hún 29. ágúst 1991. Nú vildi hún líka fá að fara og bað hún þess oft og varð að ósk sinni tæpum tveimur mánuðum eftir að Valur okkar fór. Að fæða 6 heilbrigða og vel skapaða syni í heiminn er yndislegt fyrir móður, en þurfa að fylgja fjór- um sonum til grafar er ekki gaman að þurfa að upplifa. Það hefur verið fallegur hópur sem tók á móti henni og það er fallegur hóp- ur sem sér á eftir henni og drúpir höfði í sorg en við erum þakklát fyrir öll árin sem við fengum að eiga með henni. Hvíli elsku tengdamóðir mín í friði. „Hafðu þökk fyrir allt og allt.” Hanna Við viljum minnast elsku ömmu okkar, Jórunnar Ólafsdóttur, með fáeinum orðum. Ávallt var tekið vel á móti okkur á heimili hennar þegar við komum með alla fjölskylduna í heimsókn. Við munum sakna útbreidda faðmsins og hlýjunnar frá henni. Mannkostir og dugnaður ömmu komu fram i öllum hennar verkum. Hún var annáluð fyrir myndarskap við hannyrðir og fengum við syst- urnar og okkar börn að njóta þess. Ekki grunaði okkur er við komum í heimsókn með foreldrum okkar 22. október sl. að sú heimsókn yrði sú síðasta. Síðastliðið ár hefur verið erfitt fyrir ömmu, fyrst stór uppskurður á mjöðm, og síðan missti hún tvo syni sína með stuttu millibili, sorgin var orðin stór og þjáningarnar mikl- ar. Við þökkum allar góðu stundirn- ar sem við fengum að njóta með henni. Blessuð sé minning hennar. Nú ertu leidd, mín ljúfa! lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson) Jórunn og Esther Halldórsdætur Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja elskulega móðursyst- ur mína, Jórunni Ólafsdóttur. Jóa, eins og hún var kölluð af ættingj- um og vinum, var fædd í Grinda- vík 17. ágúst 1908, yngsta barn hjónanna Kristínar Snorradóttur og Ólafs Magnússonar frá Hæðar- enda. Þar ólst hún upp með foreld- rum sínum, tveim systrum og ein- um bróður. Föður sinn missti hún þegar hún var ellefu ára gömul. Jóa og Kristín amma voru saman alla tíð þar til amma lést 1958. Jóa giftist 22. október 1927, Jóni Péturssyni, þau bjuggu mest allan sinn búskap í Grindavík. Enn kem- ur sami mánaðardagur í huga mér, Jón fórst með bát sínum þann 22. október 1954. Jóa og Jón eign- uðust 6 syni, en misstu 2 unga syni, og núna á tæpu ári hefur Jóa mín mátt sjá á eftir tveimur son- um, og veit ég að það tók mikið á hana, en hún sagði stundum „frá þeim sem mikið eiga er mikið tek- ið”. Hún stóð eins og klettur við þessi áföll í lífinu. Eftir lát Jóns bjó Jóa í Reykjavík og Grindavík. Þaðan lá leiðin til Keflavíkur, og í 18 ár bjó hún með Júlíusi Jóns- syni. Þau áttu fallegt heimili og áttu góða daga, þau ferðuðust mikið, bæði innan- og utanlands. Júlíus lést árið 1986. Böm Júlíusar voru Jóu afskaplega góð og nær- gætin, og eiga þakkir fyrir það. Mikil hannyrðakona var Jóa, mörg heimili prýða útsaumaðar myndir og fallegir heklaðir dúkar, og ég tala nú ekki um allar stórar og litl- ar hendur og fætur, er hafa fengið vettlinga og sokka frá henni, og ekki hefur mín fjölskylda farið varhluta af þeim hlutum. Ég veit að erfitt yrði að finna eins vel gerða handavinnu eins og Jóa gerði. Ég man eftir smá atviki, er ég var hjá henni, hún var að kenna mér að stoppa í sokka, það var ekki nóg að stoppa í sokkinn á réttunni, heldur átti að snúa sokkn- um við og stoppa í á röngunni, þetta sýnir vandvirkni í handa- vinnu hennar. Margs er að minn- ast og efst í huga er þakklæti fyr- ir öll sumrin, er ég fékk að vera hjá henni, þegar ég var krakki. Jóa átti núna síðast heima á dvalar- heimili aldraðra, Víðihlíð í Grinda- vík. Þar þekkti hún margt fólk, bæði frændfólk og kunningja, þar leið henni vel og þar eins og ann- ars staðar var gaman að koma til hennar, hún átti glæsilegt heimili. Þetta ár hefur verið henni erfitt, sorgin barið að dyrum og heilsan að gefa sig. Ég veit að hún var hvíldinni fegin. Nú er Jóa horfin okkur yfir móðuna miklu, við sem eftir stöndum kveðjum hana með þakklátum huga og óskum henni góðrar heimkomu til þess staðar sem okkur öllum er ætlaður. Hún átti góða syni,. tengdadætur og sonarbörn, er vildu allt fyrir hana gera. Ég sendi þeim öllum innileg- ar samúðarkveðjur. Það er stórt skarð í ættargarð- inn við fráfall Jórunnar Ólafsdótt- ur. Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Sigga Þriðjudagurinn 22. október var að kveldi kominn, klukkan langt gengin í ellefu. Þetta hafði verið tíðindalítill dagur og rólegt kvöld, þegar síminn hringdi. Það var móðir mín að tjá mér að amma Jóa væri látin. Hún hafði verið flutt af heimili sínu í snarhasti inn til Reykjavíkur en hafði látist á leið- inni. Amma var dáin 83 ára gömul og orðin þreytt lúin eftir þau ár enda hafði hún ekkert gefíð eftir, hvað þá lífið gefið henni mikinn grið. Jórunn var fædd á Hæðar- enda í Grindavík yngst 4 barna hjónanna Kristínar Snorradóttur og Ólafs Magnússonar og er hún síðust þeirra bama til að kveðja þennan heim. Föður sinn missti hún er hún var 11 ára. Fjölskyldan bjó áfram á Hæðarenda og Jórann hóf snemma að vinna, fyrst heima við og síðar erfiðari vinnu við að draga björg í bú. Jórann flutti frá Hæðarenda er hún giftist Jóni Péturssyni sjómanni 22. október 1927 og hófu þau búskap á Sæ- bóli í Grindavík. Síðar byggði Jón þeim húsið Blómsturvelli í Grinda- vík. Þeim hjónum varð 6 bama auðið. Elstur var Ólafur Valgeir, f. 24. nóvember 1927, en hann lést af slysförum 19. apríl 1930. Halldór sjómaður, f. 28. maí 1929, giftur Regínu Gunnarsdótt- ur og eiga þau tvær dætur. Ólafur og Halldór voru báðir fæddir á Sæbóli. Valur Kristinn framreiðslumað- ur, f. 8. september 1931 en hann lést 29. ágúst 1991 á heimili sínu í Reykjavík eftir löng og erfíð veik- indi. Valur var aðeins 15 ára er hann hóf nám sem framreiðslu- maður í Reykjavík eftir að fjöl- skyldan hafði flust þangað. Vann hann sem slíkur allt til ársins 1983 og þá lengst af á Hótel Sögu eða í um 20 ár. Árið 1957 kvæntist Valur eftirlifandi konu sinni Jónu Lóu Sigþórsdóttur, eiga þau eina dóttur Kristínu hjúkrunarfræðing og flugfreyju, gift Jóni Finni Ög- mundssyni framreiðslumanni og eiga þau tvö böm. Fyrir hjóna- bandi átti Valur son með Þórunni Helgu Felixdóttur kennara, Felix lækni í Svíþjóð. Felix er giftur Ragnheiði Álfreðsdóttur og eiga þau eina dóttir, fyrir á Felix eina dóttur. Árið 1985 keypti Valur ásamt Dagbjarti bróður sínum veit- inga- og gistihúsið Víðigerði í Víðidal. Fljótlega eftir að Jónsa og Valur fluttu þangað norður tóku veikindi Vals að segja til sín. Ég kom norður til þeirra sumarið 1986 og var með ólíkindum hversu vel Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum • fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Valur undi sér þar. Hann hafði strax með sínu alkunna hæga og rólega fasi áunnið sér virðingu heimamanna. Enda kom mér ekki á óvart hversu vel einn heima- manna, sem ég kynntist á öðrum vettvangi, talaði ávallt um Val. Það var alltaf talað um hann með virð- ingu og ákveðinni lotningu. Þeir dagar sem ég var fyrir norðan voru notaðir til veiða og útivistar enda þar kominn þau áhugamál sem Valur undi sér ávallt hvað best við. Eftir því sem veikindi hans jukust urðu stundir hans færri fyrir norðan, og miklu færri en hann hefði viljað. í veikindum Vals kom vel í ljós hversu vel Valur hafði gifst. Jónsa lét aldrei neinn bilbug á sér fínna og stóð eins og klettur við hlið hans og gaf ekkert eftir. Það var með ólík- indum hve barátta Vals var mikil, ávallt átti maður von á að heyra að kallið væri komið undir hið síð- asta en hann gaf ekkert eftir. En á lokadögum ágústmánaðar kom kallið og Valur fékk langþráða hvíld. Nú veit maður að honum líð- ur vel og það á þessi góði trausti frændi skilið. Fjórða bam Jórunnar og Jóns er Guðmundur Ágúst Jónsson, f. 20. júní 1938 giftur Hönnu Zoega Sveinsdóttur og eiga þau fimm börn. Ólafur Valgeir f. 26. maí 1942, d. 13. nóvember 1942. Dagbjartur Már, f. 4. janúar 1945 var yngstur barna þeirra, en hann fórst skyndilega við annan mann 25. nóvember 1990 er bátur hans Jóhannes HU27 fór niður. Það er skrítið hversu mörkin eru stutt milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Þann 25. nóvember 1990 var mest öll fjölskyldan saman komin á heimili mínu að halda upp á afmæli sonar míns. Það er skrít- ið að hugsa til þess að á sama tíma og við voram að gleðjast yfír þeim tímamótum var frændi minn að beijast fyrir lífi sínu á Húnaflóan- um. Því miður hafði maðurinn með ljáinn betur í þeirri Baráttu. Skyndilega stóðu allir harmi lostn- ir frammi fyrir því að Daddi væri allur. Þetta kom þungt niður á öll- um, öllum sem höfðu fylgst með veikindum Vals og ekki gert sér grein fyrir því að það þarf ekki veikindi til þess að menn deyi. Dagbjartur giftist Björgu Einars- dóttur frá Grindavík 1968 og eiga þau einn son, Jón, f. 2. október 1968 og á hann tvær dætur. Þau slitu samvistir. Síðar giftist hann Rut Ragnarsdóttur og eiga þau eina dóttur, Ragnheiði Drífu, f. 24. júní 1972 og á hún_ eina dóttur. Þau slitu samvistir. Á búskapará- ram þeirra bjuggu þau á Djúpa- vogi þar sem hann gerði út ásamt tengdaföður sínum. Eftir skilnað hans og Rutar vann Dagbjartur hin ýmsu störf vítt og breitt um landið og þá oftast þau er tengd- ust sjósókn. Þau ár vora Dagbjarti mjög erfið og líf hans á barmi ör- væntingar. Kringum 1977 sneri Dagbjartur hlutunum við og tók sig traustu taki. Ég man vel er hann kom í fermingu mína í apríl 1977, hversu vel hann leit út og var lífsglaður og kappsfullur, enda fékk ég upp úr honum að hann væri að fara út með konu sem hann hafði kynnst. Meira fékk ég ekki upp úr honum. Seinna fékk ég þó að kynnast henni, Jórúnni Jóhannesdóttur, þau giftust 31. desember 1978. Á þeim árum starfaði Daddi sem sendibílstjóri og síðar störfuðu þau hjónin við verslunarrekstur í Reykjavík og Kópavogi allt til ársins 1985 er þau fluttu norður ásamt Val og Jónsu. Fljótlega eftir að norður kom hóf Daddi útgerð sem hann stundaði að vetri til þegar rekstur Víðigerðis var í lágmarki. Þau hjónin voru mjög samrýmd og fyllti Jórann líf Dadda gleði og ánægju og era árin þeirra, sem urðu því miður alltof fá, þau ánægjulegustu sem Daddi átti. Allt lék í lyndi og Daddi var ávallt þróttmikill, upp- fullur af hugmyndum og bjartsýni og hafði ávallt frá miklu að segja er maður talaði við hann. Jórunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.