Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 Hafin bygging á 67 íbúðum í ár HAFIN var bygging á 67 íbúðum á Akureyri á þessu ári, en á síð- asta ári var byrjað að byggja 108 íbúðir í bænum og árið 1989 voru þær 66. íbúðimar 67 skiptast þannig að 9 eru í einbýlishúsum, 21 í raðhús- Um og 37 í fjölbýlishúsum. Lang- flestar þeirra eru í hinu nýja Gilja- hverfi, en einnig eru þær við Vest- ursíðu. Jón Geir Ágústsson bygginga- fulltrúi segir að ákjósanlegast væri að hafin yrði bygging á um 100 íbúðum á ári í bænum, um 60-70 íbúðir sé ekki nóg. Auk íbúðabygginga eru nokkur stór verkefni í gangi, nýlega er lok- ið við að reisa íþróttahús KA, þá eru tvö stórhýsi í byggingu í mið- bænum, viðbygging veitustofnana við Rangárvelli og skrifstofuhús- næði rafveitu við Þórsstíg eru og í byggingu auk fleiri verkefna. I yfirliti yfír óveittar íbúðarhúsa- lóðir og veittar lóðir sem lagt var fram í bygginganefnd fyrir nokkru kemur fram að óbyggðar eru 35 einbýlishúsalóðir, 93 raðhúsalóðir og 70 ljölbýlishúsalóðir á veittum og óveittum lóðum. ■ SIGRÍÐUR Halldórsdóttir flytur fyrirlestur hjá Styrk, sam- tökum krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra á mánudags- kvöld. Sigríður Halldórsdóttir er ^hjúkrunarfræðingur og forstöðu- maður heilbrigðisdeildar Háskól- ans á Akureyri. Fyrirlestur hennar nefnist: Upplifun fyrrum sjúklinga á umhyggju og umhyggjuleysi á sjúkrahúsum. Fyrirlesturinn verður fluttur í húsnæði Háskólans á Akureyri við Glerárgötu 36 2. hæð og hefst hann kl. 20. ■ KFUM OG K, kristniboðsfélög- in á Akureyri, efna til samkomu- viku, sem hefst á morgun, sunnu- daginn 3. nóvember. Kristilegar samkomur verða haldnar á hveiju kvöldi í húsakynnum KFUM og K í Sunnuhlíð. Helgi Hróbjartsson kristniboði mun tala, syngja og sýna myndir frá kristniboðinu, öll kvöld vikunnar. Helgi hefur starfað sem kristniboði í Senegal, en var áður prestur í Hrísey og kristniboði í Eþíopíu. Ragnar Gunnarsson sem starfað hefur ásamt fjölskyldu sinni við íslensku kristniboðsstöðvarnar í Kenýa mun boða Guðs orð og kynna kristniboðið í máli og mynd- um. Þá mun Margrét Jónsdóttir forstöðukona á Löngumýri tala eitt kvöldið. Samkomurnar hefjast kl. 20.30 og laugardagskvöld 9. nóv- ember er ráðgert að halda miðnæt- ursamkomu sem hefst kl. 23.30. ■ OLE Kristiansen band frá Grænlandi heldur tónleika á skemmtistaðnum 1929 annað kvöld, sunnudagskvöld 3.nóvember kl. 21.30. Hljómsveitin er kennd við Ole Kristiansen, 26 ára gamlan Grænlending sem helgað hefur tónlistinni krafta sína allt frá því fyrsti geisladiskur hans kom út árið 1989. Hljómsveitin var á tónleika- ferð um vesturströnd Grænlands í sumar og í fyrra tók hún þátt í Hróarskelduhátíðinni. Nýlega komst nýr diskur með Ole í efsta sæti grænlenska vinsældalistans og á tveimur mánuðum seldist hann í um 6.000 eintökum. Vonast er til að _ tónleikaferð hljómsveitarinnar til Islands ryðji brautina fyrir frek- ari samskiptum landanna á þessu sviði, en grænlensk tónlist og tón- listarflutningur eru Islendingum að mestu ókunn enn sem komið er. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Dröfn Friðfinnsdóttir opnar sína fjórðu einkasýningu í Gamla Lundi í dag, laugardag. Dröfn sýnir í Gamla Lundi DROFN Friðfinnsdóttir opnar í dag, laugardag, sýningu á grafík- verkum í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Sýningin verður opnuð kl. 14 og verður hún opin daglega frá kl. 14 til 18 fram til sunnudagsins 10. nóvember. Þetta er fjórða einkasýning Drafnar, en hún hefur áður sýnt á Akureyri og í Lathi 1 Finnlandi, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Dröfn stundaði nám við Myndlist- askólann á Akureyri þar sem hún var í málaradeild. Þá nam hún við Myndlista- og handíðaskóla íslands um eins árs skeið og einnig var hún við nám í Finnlandi í eitt ár. Á sýningunni eru 20 verk, trérist- ur, sem öll eru unnin á þessu ári og eru verkin öll til sölu. iÁ Enn e STÁI Miðas og sýi 1EIKFÉLAG AKUREYRAR 96-24073 • STÁLBLÓM eftir Robert Harling Sýn. í kvöld lau. 2/11 kl. 20.30, fós. 8/1 í. kl. 20.30. r hægt að fá áskriftarkort. Rúmlega 30% afsláttur. BLÓM - TJÚTT & TREGl - ÍSLANDSKLUKKAN. alan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 íingardaga fram að sýningu. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Seinkun á flugi til Dublin Sjö tíma seinkun varð á beinu flugi frá Akureyri til Dublin á írlandi í gær en vegna þoku var ekki hægt að lenda á Akureyrarflugvelli fyrr en eftir hádegið. Myndin var tekin þegar farþegarnir 170 komust loks um borð í þotuna. Ársfundur hafnarsambandsins: Oskað eftir 30 millj. kr. til kaupa á mengunarbúnaði SAMÞYKKT var á ársfundi Hafnarsambands sveitarfélaga að óska eftir 30 milljóna króna ríkisframlagi á næstu tveimur árum til að koma upp viðbúnaði gegn mengun í höfnum. Fram kom sú tillaga í nefnd sem fjallaði um málið á fundinum í fyrradag að réttast væri að olíufélögin tækju þetta verkefni að sér. Fundurinn féllst í megin- atriðum á tillögur nefndar sem skipuð var til að vinna að þessu máli, en þar var lagt til að landinu yrði skipt upp í þjónustusvæði og yrði búnaður hverrar hafnar miðaður við flokkun hennar. Lagt var til að landshlutahafnir yrðu 5 að tölu að þar yrði til full- kominn búnaður til að hefta út- breiðslu olíu og ná henni upp. Þá yrðu 8 svæðishafnir með lágmarks- búnað til olíuhreinsunar, en aðrar hafniryrðu flokkaðarsem almennar hafnir og þar myndi búnaði ekki vera komið upp strax. Á fundinum var samþykkt að endanlegt skipulag innan hvers þjónustusvæðis verði ákveðið í sam- ráði við heimamenn og að hafnir á hverju þjónustusvæði kjósi 3-5 manna starfsráð til að sjá um rekst- ur búnaðarins og þjálfun manna í meðferð hans í samvinnu við Sigl- ingamálastofnun ríkisins. Hafnarsambandið ætlar að óska eftir 30 milljón króna framlagi frá ríkinu á næstu tveimur árum til þessa verkefnis, en helmingur þess fjár, er í fjárlagatillögu Umhverfis- ráðuneytisins fyrir árið 1992. Auk þessa framlags er vænst framlags til mengunarbúnaðar í höfðustöðvar siglingamálastofnunar. Lagt er til að framlaginu verði skipt eftir þjón- ustusvæðum, en fari ekki til ein- stakra hafna og að mótframlag til kaupa á búnaði og reksturs komi frá öllum höfnum svæðisins. Eðli- Iegast sé þó að ríkið greiði stofnbún- aðinn að fullu. Nokkrar umræður urðu um þetta mál á fundinum í gær, en fram kom í máli nokkurra fundarmanna að eðlilegast væri að oh'ufélögin greiddu búnað til mengunarvarna. Magnús Jónsson á Skagaströnd sagði að það væru fyrst og fremst olíufélögin sem yllu menguninni og því starfi sem unnið hefði verið vegna þessa væri illa varið í ljósi þess að bæta ætti við verkefni hafn- anna, sem þó væru ærin fyrir og fé af skornum skammti. Eyjólfur Sæmundsson í Hafnar- firði benti á að þeim er mengaði bæri að borga og gætu hafnirnar sent t.d. olíufélögum eða öðrum reikning og væri viðkomandi þá skylt að greiða hann. í stjórn hafnarsambandsins voru kjörnir, Sturla Böðvarsson, Stykkis- hólmi, Hannes Valdimarsson, Reykjavík, Guðmundur Sigur- björnsson, Akureyri, Þorvaldur Jó- hannsson Seyðisfirði og Hermann Skúlason, ísafírði. ■ IIÚSMÆÐRA FÉLA G Reykja- víkur heldur sinn árlega basar nk. sunnudag, 3. nóvember, á Hall- veigarstöðum við Túngötu. Að venju er mikið úrval af allskonar handavinnu s.s. sokkum, vettling- um, peysum, húfum, prjónuðum dýrum, jólatrésdúkkum, jólapóst- pokum, jólasvuntum, jóladúkum, pijónuðum og ísaumuðum dúkum, púðum, o.fl. o.fl., að ógleymdum lukkupokunum fyrir börnin. En í þeim er að fínna ýmislegt smálegt sem gleður unga fólkið. Þessi jóla- basar Húsmæðrafélagsins er kjör- inn vettvangur til þess að nálgast góðar og vel gerðar jólagjafír á sérlega lágu verði. Og enn sem endranær er öllu verði mjög í hóf stillt, segir í fréttatilkynningu frá stjórn Húsmæðrafélagsins. Allur ágóði af sölu basarmuna fer til líkn- armála. Basarinn hefst kl. 14.00. I ALÞJÓÐLEGI Dansdagurinn verður sunnudaginn 3. nóvember og ætla starfsfólk og nemendur Dagnýjar Bjarkar danskennara að halda daginn hátíðlegan. Hátíðin fer fram að Smiðjuvegi 1 í Kópa- vogi en þar er einnig starfandi lík- amsrækt og verslun fyrir dansara. Dagskrá dagsins verður sem hér segir: Kl. 14.00. Danstími ætlaður 4-6 ára börnum. Kl. 15.00. Dans- tími ætlaður öllu ungu fólki sem æfír samkvæmisdans. Kl. 16.00. Danstími í jazz, funki og hip hop. Kl. 17.00. Danstími fullorðinna, samkvæmis- og gömludansarnir. ■ Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík verður með sína árlegu merkjasölu helgina 1.-3. nóvember. Selt verður í helstu stórmörkuðum, einnig ganga félagar sveitarinnar í heimahús. Allt starf Flugbjörgunar- sveitarinnar er unnið í sjálfboða- vinnu og er merkjasalan ein helsta tekjulindin. ■ HALDIÐ verður upp á 20 ára afmæli Kirkjubæjarskóla á Síðu laugardaginn 9. nóvember kl. 15.00. Þá er öllum boðið núverandi og fyrrverandi nemendum, starfs- fólki og öðrum aðstandendum skól- ans boðið til kaffísamsætis. Meðal annars munu afmælisárgangar flytja ávörp og gestum boðið að ganga um skólahúsnæðið og skoða myndverk nemenda og myndasýn- ingu úr starfi skólans sl. 20 ár. Þá verður einnig opið Héraðsbókasafn. ■ HINN árlegi kirkjudagur Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði er á morgun, sunnudag. Verður kvenfé- lag kirkjunnar þá að venju með sína vinsælu kaffísölu í Góðtemplara- húsinu og hefst hún kl. 15.1 kirkj- unni hefst dagurinn kl. 11 með barnaguðsþjónustu. Almenn guðs- þjónusta verður kl. 14. Umfjöllunar- efni í guðsþjónustunni verður „Vin- áttan” í tilefni þeirra daga í byijun nóvember sem helgaðir eru vinátt- unni. Þá munu nemendur úr Tón- listarskóla Hafnarfjarðar flytja tónlist. Það er von okkar að sem flestir geti átt ánægjulega stund í kirkjunni sinni á sunnudag og notið góðra veitinga í Góðtemplarahús- inu á eftir. Með þessum hætti get- um við sannarlega lagt okkar af mörkum í þágu vináttunnar um leið og við eflum safnaðarstarfið, því allur ágóði af kaffísölunni fer til kirkjunnar. Einar Eyjólfsson, Fríkirkju- prestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.