Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NOVEMBER 1991 Hvíti víkingurinn frumsýndur Morgunblaðið/Sverrir Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíti víkingur- inn, var frumsýnd í Háskólabíó í gær. Meðal gesta var Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, sem hér sést heilsa aðalleikurunum tveimur, þeim Gottskálk Degi Sigurðarsyni og Maríu Bonnevie. Sjá einnig umfjöllun um kvikmyndina á bls. 14. Borgarráð: Sex arkitektar skipu- leggja Borgartorg BORGARRÁÐ hefur ákveðið að fela sex arkitektastofum að vinna að tillögum um útfærslu og skipulag Borgartorgs í miðbæ Reykjavík- ur. Hverri stofu verða greiddar alls 350 þúsund kr. fyrir verkefnið. Leitað verður til eftirtalinna arki- tektastofa til að gera tillögur að skipulagi ásamt hugmyndum um notkun og útfærslu Borgartorgs, (Steindórsplans og Hótel íslands plans), með hliðsjón af staðfestu skipulagi miðbæjarins: Elínu Kjartansdóttur, Helgu Benedikts- dóttur og Haraldi Erni Jónssyni, Hjördísi Sigurgísladóttur og Gísla Sæmundssyni, Jóni Ólafssyni og Sigurði Einarssyni, Knúti Jeppesen, Kristni Ragnarssyni og Manfreð Vil- hjálmssyni. Fimm manna dómnefnd verður skipuð til að fjalla um tillögumar. í henni eiga sæti þrír menn kosnir af borgarráði og tveir tilnefndir af stjórn Arkitektafélags íslands. Trún- aðarmaður og starfsmaður dóm- nefndar verður Ólafur Jensson fram- kvæmdastjóri Byggingaþjónustunn- Salmonella finnst í kjúklingnm: Fráleit vinnubrögð að innkalla ekki vöruna - segir formaður Neytendasamtakanna JÓHANNES Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, segir það fráleit vinnubrögð að Aflasamdráttur: Fyrirtækin stöðvast ef ein- göngu verða veitt afurðalán - segir Arnar Sig’urmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva KOMI til þess að Landsbankinn veiti eingöngu afurðalán til þeirra fyrirtækja í fiskvinnslu og útgerð, sem eru í viðskiptum við bank- ann, mun það leiða til stöðvunar fjölmargra fyrirtækja víðsvegar um land, að sögn Arnar Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. „Það mun ekki ganga og síst í þeim erfiðleikum sem núna eru af völdum kvótasamdráttar og hallarekstrar að veita eingöngu afurðalán,” sagði hann. Tryggvi Pálsson, banka- stjóri Islandsbanka, segir að ekki sé að vænta neinna stórra yfir- lýsinga af hálfu bankans vegna fyrirsjáanlegs aflasamdráttar í sjávarútvegi á næsta ári. Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LIÚ, vildi ekki tjá sig um málið að sinni. í frétt í Morgunblaðinu í gær, Arnar að ef svo færi kæmi til er haft eftir Sverri Hermannssyni stöðvunar hjá fjölmörgum físk- bankastjóra Landsbankans, að vinnslu- og sjávarútvegsfyrirtækj- samdráttur í sjávarafla leiði til um á næstu vikum og mánuðum. þess að bankinn muni eingöngu Erfitt væri að spá fyrir um hversu veita fyrirtækjum afurðalán. Sagði mörg fyrirtæki væri um að ræða en bankinn er með rúmlega 70% sjávarútvegsfyrirtækjanna í við- skiptum. „Við höfum ekki rætt um hvem- ig við munum bregðast við þessum hugmyndum bankastjórans,” sagði Arnar. Hann sagði að margsinnis hefði verið bent á að fráleitt væri að fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tæki væru skuldbundin til að greiða í verðjöfnunarsjóð. Þá hefði verið bent á að lán úr atvinnu- tryggingasjóði þyrfti að færa aftur og jafnframt að lengja lánstímann. Loks væru háir nafn- og raunvext- ir að sliga fyrirtæki jafnt sem ein- staklinga. „Ekkert hefur gengið fram ennþá, en ég held að þessi ummæli Landsbankastjórans, til viðbótar því sem þegar hefur verið bent á, ýti við stjórnvöldum um að svona ganga hlutirnir ekki fyrir sig,” sagði Arnar. Hann sagðist ekki vera sammála því að fiskifræðingar ættu sök á hvemig komið væri. Fiskifræðing- ar ættu að gera tillögur og rétt- kjörin stjórnvöld að taka ákvörðun í framhaldi af því. „Margir í okkar röðum efast en ég tel að við höfum ekki leyfi til að segja að þetta sé tóm vitleysa,” sagði Arnar. „En menn mega efast.” „Við höfum rætt þennan vanda við okkar viðskiptavini og við ger- um ráð fyrir að þeir bregðist við honum á réttan hátt, en íslands- banki hyggur ekki á neinar sér- stakar aðgerðir í bráð vegna þessa,” sagði Tryggvi Pálsson. íslandsbanki á töluverð viðskipti við sjávarútvegsfyrirtæki á nokkr- um stöðum á landinu, aðallega í Vestmannaeyjum, á ísafirði og Siglufirði. „Við í íslandsbanka höf- um töluverðar áhyggjur af þeirri þróun sem við blasir vegna afla- samdráttar en hyggjum ekki á yfir- lýsingar vegna hans,” sagði Tryggvi. innkalla ekki úr verslunum kjúklinga úr sendingu sem salmonella hafi greinst í. Eins og greint var frá í Morgunblað- inu í gær fannst salmonella í sýnum sem tekin voru í ali- fuglabúinu í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði, en ekki þótti ástæða til að innkalla kjúklinga frá búinu þar sem sú tegund salm- onellu sem fannst var ekki talin hættuleg mönnum. „Það er okkar skoðun að í slíkum tilfellum eigi skilyrðislaust að inn- kalla vöruna. Hvers vegna ákvörð- un um hið gagnstæða hefur verið tekin í þessu tilfelli er óskiljanlegt, og finnst mér það vera fráleit vinnubrögð,” sagði Jóhannes. Hann sagði að Neytendasam- tökin gerðu þá sjálfsögðu kröfu að matvæli í verslunum væru ætíð hrein og góð, en hins vegar ráð- legðu samtökin neytendum að meðhöndla allt kjöt miðað við það að hætta geti verið á að í því væri salmonella. * Astand vega almennt gott ÁSTAND vega um allt Iand, að hálendinu frátöldu, er al- mennt mjög gott um þessar mundir. AUir vegir eru færir og snjó hefur tekið upp í þíð- unni að undanförnu. Þetta mun vera þriðja haustið í röð sem ástand vega er með þessu móti. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá Vegaeftirlitinu hefur sums staðar örlað á aurbleytu í þeirri þíðu sem verið hefur en hún er ekki alvarleg og veldur ekki vandræðum. „Þó allir vegir séu nú færir teljum við hálendis- vegina almennt ófæra en þess ber að geta að við erum fyrir nokkru hættir að fylgjast með ástandi þeirra,” segir Hjörleif- ur. „Haustið í ár, eins og haust- in í fyrra og hitteðfyrra, hefur verið mjög gott fyrir Vegagerð- ina. Sá snjór sem kom í sept- ember er horfinn að mestu.” Dæmdttr í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgnn: Rotaði konu o g nauðgaði henni 27 ára gamall maður hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvist- ar fyrir nauðgun og líkamsárás á 33 ára gamla konu. Auk sakarkostnað- ar er honum gert að greiða konunni 300 þúsund króna miskabætur. Maðurinn framdi verknaðinn á hótelherbergi í Reykjavík í júlí síð- astliðnum. Hann reif föt utan af konunni, sló hana svo hún missti meðvitund og nauðgaði henni í því ástandi. Að því loknu sló hann hana aftur með þeim afleiðingum að hún marðist mikið í andliti og missti tvær framtennur. Kvöldið sem atburður þessi varð hittist fóikið á veitingastað í borg- inni en það hafði ekki þekkst fyrir. Ásamt fleirum var það að skemmta sér um kvöldið en þegar leið á nótt- Boðað verkfall á kaupskipum: Sáttaumleitanir um helgina SAMNINGANEFNDIR háseta á kaupskipum og kaupskipaútgerða komu saman til formlegs fundar hjá ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær, en hásetar hafa boðað allsherjarverkfall á kaupskipaflot- anum frá og með klukkan 13 föstudaginn 8. nóvember. Fundinum lauk um kvöldmatar- en efna til annars formlegs fundar leytið og var ákveðið að halda áfram á mánudag. óformlegum viðræðum yfir helgina ina tók maðurinn herbergi á City Hóteli við Ránargötu með tveimur rúmum. Þar sagðist konan ætla að hvíla sig. Þegar hún vísaði atlotum mannsins á bug brást hann við með fyrrgreindum hætti. Síðan yfirgaf maðurinn hótelið en kom á lögreglu- stöð um nóttina og játaði sök sína í þann mund sem konan kom þang- að með leigubíl til að leggja fram kæru. Framburði beggja aðila og vitna bar saman um helstu atriði málsins en ekki þótti sannað það sem eitt vitnið hélt fram að maður- inn hefði sagt að sig hefði lengi langað til að fremja verknað sem þennan. Ingibjörg Benediktsdóttir saka- dómari kvað upp dóminn. Olli árekstri á flótta und- an lögreglu TVEIR menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í ók á ann- an á Vesturgötu í fyrri- nótt. Þegar áreksturinn varð voru mennirnir að reyna að komast undan lögreglu. Lögregla stöðvaði bílinn í Tryggvagötu og þegar öku- maður gat ekki sýnt ökuskír- teini var hann beðinn að aka á lögreglustöðina við Tryggvagötu. Hann lést ætla að gera það, svo en ók þess í stað á brott á miklum hraða. Lögregla veitti manninum eftirför. í beygju vestan við Selja- veg missti ökumaðurinn vald á bíl sínum, sem skall á kyrr- stæðri bifreið og hentist það- an út fyrir veg. Ókumaðurinn og farþegi hans voru fluttir á slysadeild. Þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir, en talið var hugsanlegt að annar væri kjáikabrotinn, að sögn lögreglu. Óvíst er hvers vegna mað- urinn vildi komast undan lög- reglu en hann var ekki talinn öivaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.