Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 32
32 MQRQUMfJLAÐIÐ LAUGARQAGUR/2. NQV'EMRER, 1991 Minning: Ingimar Finnbjöms- son, Hnífsdal Hnífsdalur, yst við ísafjarðardjúp að vestan. Dalurinn þröngur. Milli Búðarhyrnu og Bakkahyrnu er Hnífsdalsvík. Hnífsdalsáin skiptir dalnum. Annarsvegar þeir sem búa innan við ána, hinir fyrir utan. Frá Hnífsdal var stundað útræði. Bátum ýtt úr vör. T.d. Bugsvör, Búðavör, Pálsvör, Heimabæjarvör. Mikið út- fíri er oft á Hnífsdalsvík. Góufjaran löng. Sjósókn var hörð. Enginn bijótur. Lendingamar erfíðar. Bæði útvegsmenn og sjómenn úr Hnífsd- al eru annálaðir. Harðir, ákveðnir og ósérhlífnir. í þessu umhverfi ólst Ingimar Finnbjömsson, fæddur 1897. Oft kallaður Marri. Bjó niðrá Stekkjum í Ingimarshúsi, síðar byggði hann og eiginkona hans Sig- ríður Guðmundsdóttir sitt eigið hús. Spýtuhúsið. Byggt 1934. Þá skip- stjóri og útgerðarmaður. Sjó- mennskuferillinn hófst í byrjun ald- arinnar hjá Magnúsi Kristjánssyni á Birni, síðar á Dan, eign Hálfdán- ar í Búð. Á Dan var hann formað- ur. Kaupir Elliða, síðar Njál, selur Njál fyrir Sæborgu. Eigandi hennar var Benedikt Rósi Steindórsson. Árið 1934 lét hann smíða Mími ÍS 30 hjá Marselíusi Bernharðssyni, hans fyrsta nýsmíði. Þeir bátar er bám Mímisnafnið urðu fjórir, allir báru einkennisstafina ÍS 30. Ingi- mar tók mikinn þátt í endurreisn íslensks atvinnulífs. í Spýtuhúsinu við borðstofuborðið haustið 1940, héldu hánn og Elías Ingimarsson, Hjörtur Guðmundsson, Jóakim Pálsson og Páll Pálsson undirbún- ingsfund að stofnun Hraðfrysti- hússins hf. í Hnífsdal. Það fyrirtæki hefur alla tíð verið í fremstu röð íslenskra framleiðslufyrirtækja. Ingimar var fyrst skipstjóri, síðar vélstjóri, þá verkstjóri og matsmað- ur við Hraðfrystihúsið. Af honum tók tengdasonur hans við, Halldór Pálsson sem verkstjóri og matsmað- ur. Árið 1972 jukust gæðakröfur umtalsvert á Ameríkumarkaði. Halldór Pálsson fól mér verkið, svo- kallað eftirlit. Fyrst í stað bjó ég upp á Brekku, síðar var ég fluttur á kvistinn í Spýtuhúsinu. Bjó hjá honum eina vertíð. Þar hófust kynni mín af Ingimari og Sigríði. Það þarf ekki að taka fram hve stórkost- leg dvölin var. Spýtuhúsið alltaf opið. Hann með alla sína reynslu og þekkingu. Ingimar var með óskeikult minni fram á síðasta dag. Sjálfur hafði hann mikla reynslu af félagsmálum, verið formaður ungmennafélagsins í Dalnum, setið í hreppsnefnd Eyrarhrepps verið fulltrúi á fjölda fiskiþinga, auk þess sinnt mörgum öðrum málum. Gest- kvæmt var með ólíkindum í Spýtu- húsinu, stjómir fyrirtækja, ráðherr- ar, verkafólk, alþingismenn, börnin, og tengdabömin. Bamabörnin, ætt- ingjar fyrrum samstarfsmenn, ná- grannar og vinir. Ef tilefni var til dró Ingimar fram litlu nikkuna sína og lék af fingrum fram. Hátíðleik- inn alltaf í fyrirrúmi. Síðustu árin eftir að Sigríður féll frá bjó Ingi- mar á elliheimilinu við Mánagötu hér í bæ. Undir það síðasta var hann á fjórðungssjúkrahúsinu. Fyr- ir rúmum mánuði heimsóttum við nokkrir frændur hann, er hann varð 94 ára. Eins og fýrri daginn, hugur- inn í lagi. Það var með ólíkindum hve vel hann fylgdist með, það breytti engu hvert viðfangsefnið var, fískerí, tækjabúnaður skipa, afkomumál fyrirtækja, þjóðmál, al- staðar var hann kunnugur. Kímni var honum í blóð borin. Frásagnar- leiknin mikil. Bað okkur alla fyrir kveðju til eiginkvenna okkar. Kvaddi okkur síðan með virktum. Nú er tími til að kveðja heiðurs- dreng, Ingimar Finnbjörnsson. Megi minningin um góðan dreng lifa. Einar Garðar Hjaltason Laugardaginn 26. október sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði Halldór Ingimar Finn- björnsson. Ingimar, en svo var hann nefnd- ur, var fæddur í Görðum í Aðalvík, N-ísafjarðarsýslu, 4. janúar 1897. Foreldrar hans voru Halldóra Hall- dórsdóttir húsmóðir og Finnbjörn Elíasson bóndi þar. Bæði voru þau hjón af styrkum vestfirzkum stofni runnin af Hornströndum og úr Djúpi. Ingimar var í hópi 13 systk- ina sem voru: Markús, formaður og útvegsbóndi á Sæbóli í Aðalvík; Jónas Gottfreð, verkamaður; Finn- björn, kaupmaður og málarameist- ari á ísafirði; Dagmar Júlía, hús- móðir í Reykjavík; Þorsteinn, gull- smiður í Hnífsdal og Reykjavík; Margrét, húsmóðir í Reykjavík; Guðbrandína Kristín, húsmóðir; María, húsmóðir; Jósef G. Finn- björnsson, málari í Reykjavík; Emma Jósefína, hjúkrunarkona og húsmóðir á Akureyri; Halldóra, húsmóðir í Hnífsdal, Isafírði og síð- ast í Reykjavík og Sigrún Laufey, húsmóðir á ísafírði. Ingimar ólst upp í föðurgarði. Var æskuheimili hans að Görðum og í Hnífsdal frá 1905, þekkt að reglusemi og atorku. Ungur lærði Ingimar að beita hug og hönd við margvísleg störf og fara vel með allt það, sem honum var trúað fyr- ir. Þótt æskuheimilið væri bjart, hindraði það ekki eðlilega útþrá Ingimars. Hann vildi sjá og læra, námshæfni hafði hann og ákveðni til að ná settu marki. Stundaði hann nám í siglingafræði og lauk prófí í stjórnun smáskipa, hafði stundað sjómennsku frá unglingsárum. Varð hann formaður og síðar skip- stjóri allt til ársins 1942. Hóf hann þá eigin útgerð frá Hnífsdal og rak til 1951. Síðan varð Ingimar útgerð- arstjóri og meðeigandi í fískvinnslu- fyrirtækjum, íshússtjóri og síðan framkvæmdastjóri íshúsfélagsins í Hnífsdal. Ingimar varð snemma mjög félagslega sinnaður. Svei- tungar hans í Hnífsdal veittu hon- um traust og fulltingi til forystu, í þágu staðar og hreppsfélags. Kos- inn í hreppsnefnd 1922 og sat þar nær óslitið til 1962. Formaður Umf. Þróttar í 8 ár. Stofnaði slysa- varnasveit í Hnífsdal og formaður hennar í aldarfjórðung. Sat í skóla- nefnd. Það yrði of langt mál að rekja hér öll afskipti og störf Ingi- mars. Hann var félagshyggjumaður og friðsamur þótt hann gæti haldið mjög fast á sínum málum. Ingimar var hár vexti, fríður og fyrirmann- legur, sviphreinn. Hann var glaður og spaugsamur við hóf í hópi fjöl- skyldu, vina og samstarfsmanna. Skapríkur nokkuð, en kunni vel með að fara. Hann bar í bijósti mikinn metnað fyrir hönd útgerðar í landinu og vildi hennar gengi sem mest. Ingimar var gæfumaður mik- ill og átti farsæla sambúð við konu sína Sigríði Elísabetu Guðmunds- dóttur. Systursonur Ingimars, Baldvin Þ. Kristjánsson, sem dvelst á sjúkrahúsi og getur ekki , fylgt frænda sínum síðustu jarðnesku sporin, hefír beðið fyrir eftirfarandi kveðju: „Ég tel það hamingju mína, konu minnar og sona, að hafa haft löng og náin kynni af Sigríði og Ingimar. Á vistlegu heimili þeirra hjóna í Hnífsdal höfum við átt svo margar bjartar og glaðar stundir. Þar var glaðst við létt hjal og viðeig- andi veitingar. Tryggð og vinátta þeirrar hjóna um áratugi var okkur ómetanleg eign, sem ekki fymist. Fyrir þau kynni öll er mér ljúft og skylt að færa ríkustu þakkir, þegar leiðir skilur um stund. Börn þeirra hjóna, 6 að tölu, höfða öll vel til foreldr- anna um manndóm og mannkosti.” Ingimar er nú horfínn á vit nýs dags og nýrra heima. Skáldið sagði: „Eilífðin, hún er alein til, vor eigin timi er villa og draumur.” Frændi af Hornströndum í dag fýlgjum við til grafar elsku- legum afa mínum. Á löngum ævi- ferli hefur han svo sannarlega lifað tímana tvenna. Afí Ingimar var fæddur í Aðalvík en fluttist til Hnífsdals bam að aldri. Hann byij- aði snemma til sjós en sjómennsk- una gerði hann að lífsstarfí sínu. Afí var metnaðarfullur maður og farsæll í sínu starfí og mikils met- inn. Á Þorláksmessu 1923 kvæntist afi ömmu minni, Sigríði Guðmunds- dóttur, og eignuðust þau saman sex börn. Móðir mín, Inga, var elst en hún lést 26. októer 1981, Guðmund- ur deyr um tveggja ára, Guðmund- ur Sturla lést 19. apríl 1988, Hrefna er búsett í Kópavogi, Elías er bú- settur í Hnífsdal og Margrét sem er búsett í Lúxemborg. Afí og amma héldu sjálf heimili í „Spýtuhúsinu”, eins og húsið þeirra var alltaf kallað, þar til amma lést 20. maí 1985. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Spýtuhúsið. Þau höfðu nægan tíma til að spjalla vð barnabörnin. Afi kenndi okkur bamabörnunum að lesa. Hann sendi eftir okkur um allan Hnífsdal til að láta okkur koma að lesa. Ekki máttí falla úr dagur. Hann hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Þegar ég varð fullorðin kynntist ég öðrum hliðum á afa. Hann var mikill grínisti og góður sögumaður. Ég eyddi mörgum góðum stundum í að hlusta á hann segja sögur af gömlu dögunum, þegar hann var á sjónum og þegar hann, ásamt fleir- um, stofnaði Hraðfrystihúsið í Hnífsdal. Mér fannst aðeins hetjur eins og afí minn geta gert slíka hluti. Það var hægt að ræða við afa um öll heimsins mál. Hann fylgdist vel með heimsmálunum fram á síðasta dag. Já hann afí minn var greindur og góður maður. í ágúst sl. sá ég afa í síðasta sinn. Ég kom að heimsækja hann á sjúkrahúsið. Þá sagðist hann vera búinn að reyna allan daginn að deyja en það gengi ekki neitt. Svona var afí, alltaf að gantast. En nú hefur hann fengið hvíldina sem hann hafði þráð lengi. Afí minn skilur eftir sig mikið tómarúm sem ég reyni að fylla með ljúfum og skemmtilegum minningum. Ég vil þakka elsku afa fyrir ómetanlegar stundir sem við áttum saman. Guðrún í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Ingimar Finnbjörnsson. Okkur systkinin á Bakkavegi 13 langar að minnast hans og ömmu okkar, Sigríðar Guðmundsdóttur í fáeinum orðum. Amma lést fyrir 6 árum, en í huga okkar er hún enn- þá hjá okkur. Afí og amma voru mikið merkis- fólk, og getum við aldrei fullþakkað það að verða þess aðnjótandi að fá að alast upp með þau við hlið okkar. Spýtuhúsið, eins og timburhúsið þeirra var kallað, var okkar annað heimili. Þar vorum við alltaf vel- komin og tekið var á móti okkur með hlýju, sema hvort við vorum ein á ferð eða með krakkahóp í eftirdragi. Spýtuhúsið var okkar uppáhalds leikstaður og aldrei brást amma í eldhúsinu með flóaða mjólk og „Sæmund” fyrir hópinn (en það kallaði hún matarkexið). Éf eitt- hvað bjátaði á var enginn staður betri til að leita huggunar en hjá afa og ömmu. Þau voru bæði mjög trúuð og lögðu mikið upp úr bæninni. Afi var mjög víðlesinn þó skólaganga hans hafí ekki verið löng. Hann kunni íslendingasögunar utanbók- ar, þar var Laxdæla í mestu uppá- haldi og fengum við oft að heyra sögur úr henni. Afi hafði alltaf mikinn áhuga á námi okkar barn- anna. Við munum öll eftir okkur sitjandi í fanginu á honum og reyna að stauta okkur fram úr Gagni og gamni. Þá ágætu bók höfum við líka alltaf tengt við afa Ingimar. Það er ekki hægt að lýsa því í fáeinum orðum hversu mikils virði afí og amma voru okkur systkinun- um. Þau kenndu okkur margt um lífið og tilveruna, því munum við búa að alla ævi. Á stundu sem þess- ari hlaðast upp minningarnar um ljúfar stundir sem við áttum með afa Ingimar og ömmu Siggu. Okkur langar að enda þessi orð með bæn sem afí og amma kenndu okkur og lásu með okkur fýrir svefninn þegar við gistum í Spýtuhúsinu: Vertu guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Halldóra, Sigríður, Finnbjörn og Guðmunda. Ingimar var fæddur að Görðum í Aðalvík, sonur hjónanna, Halldóru Halldórsdóttur og Finnbjörns Elís- sonar, Eldjárnssonar, skipasmiðs í Æðey. Voru Eldjárnssynir hinir mestu hagleiksmenn, þó mun Elías hafa borið þar af. Ingimar fluttist fjögurra eða fímm ára, með foreldrum sínum frá Aðalvík til Hnífsdals. Þar ólst hann upp við kröpp kjör eins og fleiri á þeim tímum. Snemma mun hafa komið í ljós hvert hugurinn stefndi, enda lágu þá ekki tækifæri á lausu, önnur en sjósókn, nema þá hjá efna- fólki. Ingimar þótti snemma duglegur og fylginn sér og byijaði ungur að árum að taka þátt í athafnalífí í Hnífsdal með því að stokka upp lóðir og beita. Bamaskólamenntun sína sótti Ingimar til Sigríðar Pálsdóttur í Minning: Gunnar Jónsson frá Syðri-Reykjum Fæddur 27. júlí 1899 Dáinn 25. október 1991 Látinn er Gunnar Jónasson, fyrr- um bóndi á Syðri-Reykjum, Mið- fírði, Vestur-Húnavatnssýslu. Gunnar var fæddur á Bjargshóli í Miðfirði. Foreldrar hans voru Anna Kristó- fersdóttir, fædd árið 1864 og Jónas Jónasson, fæddur árið 1860. Anna og Jónas bjuggu á ýmsum stöðum í Miðfírði en fluttust vorið 1917 að Syðri-Reykjum í sömu sveit, og áttu þar heima upp frá því ef undan eru skilin tvö ár, sem þau bjuggu á Ytri-Reykjum. Núna hafa þessar tvær jarðir verið sameinaðar undir nafninu Reykir. Systkini Gunnars voru fímm. Elst var Þuríður, fædd árið 1890, dó ung. Guðrún, fædd árið 1892, lengi húsfreyja á Haugi, Miðfírði og Hvammstanga. Björn, fæddur árið 1894, síðast bóndi á Ytri- Reykjum. Jón, fæddur árið 1895, bóndi á Ytri-Reykjum og síðustu árin búsettur á Laugabakka. Elín- borg, fædd árið 1902, húsfreyja á Syðri-Völlum, Vatnsnesi og seinna búsett í Hveragerði og Reykjavík. Öll eru þessi systkini nú Iátin. Auk systkinanna ólust upp með Gunnari hjá foreldrum hans Haraldur Guð- mundsson búsettur í Reykjavík og Rögnvaldur Rögnvaldsson búsettur í Kópavogi. Gunnar ólst upp á mannmörgu heimili miðsvæðis í stóru héraði, þar sem umferð gesta og gangandi var mikil og sjálfsagt þótti að taka á móti öllum og veita þeim besta beina sem hægt var að láta í té þótt ekki væri alltaf af miklu að taka. Árið 1928 giftist Gunnar Álfhildi Jónasdóttur og byijuðu þau búskap skömmu seinna ásamt foreldrum Gunnars að Syðri-Reykjum. Gunnar missti konu sína eftir stutta sam- búð. Hún lést árið 1933 aðeins 32 ára gömul. Eftir lát Álfhildar brast eitthvað innra með Gunnari. Vonir hans og draumar hurfu með þessari konu. Gunnar hélt áfram búskap ásamt foreldrum sínum á Syðri-Reykjum. Hann var greiðvikinn maður.og allt- af tilbúinn að rétta hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Gunnar hafði mjög gaman af hestum og hann var eftirsóttur og laginn tamninga- maður enda átti hann alltaf góða hesta. Það varð til þess að oft var leitað til hans þegar mikið lá við, t.d. þegar þurfti að sækja lækni til sjúklings og í ýmsum öðrum erinda- gjörðum. Gunnar var mjög bam- góður og á heimili hans dvöldust mörg ungmenni um 'lengri eða skemmri tíma og mörg þeirra héldu tryggð við hann löngu eftir að þau voru farin frá honum. En Gunnar bjó ekki einn. í kring- um 1945 flyst Sæunn Ámadóttir til hans og gerist ráðskona hjá hon- um og sá hún um húshald fyrir hann eftir það. Sæunn bar hag heimilisins fyrir bijósti og reyndist honum dygg aðstoð. Við hjónin minnumst ferða okkar norður til Gunnars frænda. Við fór- um má segja á hveiju sumri og bömin með. Alltaf tóku þau Gunnar og Sæunn ákaflega vel á móti okk- ur og áttum við ljúfa daga, fyrst í gamla torfbænum og seinna á Laugabakka í húsi sem Gunnar byggði þar. Gunnar dvaldi löngum á heimili okkar, er hann kom í bæinn. Þá var setið og spjallað tímunum sam- an um lífið og tilveruna. Gunnar hafði alltaf nógan tíma til að hlusta og hraði nútímans truflaði hann ekki. Hann var hlýr og þægilegur í viðmóti, þéttur á velli og þéttur í lund. Fyrir 6 árum fékk Gunnar heilab- læðingu og fór hann þá á sjúkrahús- ið á Hvammstanga og dvaldist þar upp frá því. Hann dreymdi um að komast aftur heim í húsið sitt, en nú er hann lagður af stað í aðra ferð heim. Með þessum orðum viljum við kveðja Gunnar og þakka honum samfylgdina og vináttuna. Aðstandendur Gunnars þakka starfsfólki sjúkrahússins og ná- grönnum hans fyrir alla þá um- hyggju og aðstoð, sem þeir veittu honum, þegar hann þurfti mest á að halda. Guðrún og Samúel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.