Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 Kristinn Örn Kristinsson Sigurður Halldórsson Hádegistónleikar _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Röð háskólatónleika byrjaði með tónleikum Sigurðar Halldórssonar, sellóleikara, og Kristins Arnar Kristinssonar, píanóieikara, mið- vikudaginn sl. Þessir hádegistón- leikar taka rúman hálftíma, áheyr- endur geta gert hvort tveggja, nært sig líkamlega, og hlustað á tónlist, mettað líkama og sál. En flytjendur hafa stuttan tíma til að sanna sig og þó getur furðu mörgu verið komið fyrir í 35 mínútna spili og svo var reyndin að þessu sinni. „From a Swan Song”, eftir Aulis Sallinen, það fjölhæfa finnska tón- skáld, er löng saga um einfaldar hugmyndir, sem Sallinen fléttar í ótal myndir, sem reyna töluvert á hæfni flytjandans í viðkvæmum tónbilum og flasúlett-spili sem Sig- urður útfærði mjög hreint og af öryggi. Verkið býr yfir þó nokkurri dramatík þótt höfundur komi ekki óvíða við í stíl, en þannig eru nú Finnar einu sinni, þegar þeir vilja segja mikið láta þeir skólalærdóm- inn ekki hefta sig, en einhvern veg- inn hafði ég þó á tilfinningunni að segja hefði mátt söguna jafnvel í færri orðum. Verkið mun hafa ver- Tónleikar í Langholts kirkju á sunnudag ALLRA heilagra messa er nk. sunnudag en á þeim degi er minnst þeirra sem látnir eru. í tilefni dagsins er efnt til tónleika í Langholtskirkju kl. 17. Kór Langholtskirkju syngur tvær kantötur eftir J.S. Bach, nr. 21 Ich hatte viel Bekúmmemis og nr. 131 Aus der Tiefen rufe ich, Herr, zu dir. Flytjendur ásamt kómum eru Harpa Harðardóttir sópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Björk Jónsdótt- ir alt, Þorgeir Andrésson tenór, Ragnar Davíðsson bassi og Kamm- ersveit Langholtskirkju. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur sem var stofnaður af Ólöfu Karvelsdóttur og Páli Pálssyni, foreldmm Guðlaug- ar, en hún lést af slysförum í Bolung- arvík 1986. Helsta hlutverk sjóðsins er að styrkja og efla tónleikahald Kórs Langholtskirkju og kosta tónlistar- flutning við almenna guðsþjónustu einu sinni á ári. í guðsþjónustu í Langholtskirkju nk. sunnudag kl. 14.00 mun allur kórinn syngja kant- ötu nr. 131 Aus der Tiefen mfe ich, Herr zu dir ásamt einsöngvuram og hljómsveit. Prestur er sr. Flóki Krist- insson. í lok guðsþjónustu og á tónleikun- um verður tekið við framlögum til sjóðsins. (Fréttatilkynning) 911 Kfl 91 97fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I3U‘lI0/U KRISTINN SIGURJÓMSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Nýjar eignir á fasteignamarkaðnum: Stór og góð á góðu verði 4ra-5 herb. íb. ofarl. i lyftuh. v/Hrafnhóla. Mikíl og góð sameign. Hús- vörður. Laus fljótl. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Sérhæð með bílskúr Neðri hæð 4ra herb. um 100 fm skammt frá Miklatúni. Tvennar suður- svalir. Sérinng. Sérhiti. Góðar geymslur. Laus strax. Góð eign - tvær íb. - verkstæði á vinsælum stað í Langholtshv. reisul. steinh. tvær hæðir og kj. m/tveimur samþ. 3ja herb. íb. I kj. er þvhús, geymslur og föndurherb. Verkstæði 45 fm. Ræktuð lóð. Útsýnisstaður. Góð íbúð við Álftamýri 3ja herb. á 3. hæð. Sólsvalir. Rúmg. stofa. Nýl. endurbætt sameign. Plata fyrir bílsk. fylgir. 2ja-3ja herb. góð íbúð v/Hraunbæ á neðri hæð m/sérinng. Nýendurbætt sameign utanhúss. Nýtt bað. Laus strax. Með frábæru útsýni við Arahóla Stór og góð 2ja herb. íb. 65,3 fm. Sérþvhús. Nýl. parket. Geymslu- og föndurherb. í kj. Laus strax. Góð risíbúð - gott verð 2ja herb. risíb. v/Miklatún. Góðir kvistir á stofu og svefnherb. í kj. fylg- ir herb. m/snyrtingu. Góð sameign. Nokkur góð einbýlis- og raðhús til sölu i borginni og nágr. Hagkv. eignaskipti mögul. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370 Varðberg vill sjálfstæði Slóveníu og Króatíu Stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu, gerði tvær einróma sam- þykktir á fundi sínum snemma í október. í annarri er fagnað áhuga nýfijálsra ríkja í Mið- og Austur- Evrópu á að tengjast NATO en í hinni er skorað á ríkisstjórnina að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu. Ályktanirnar fara hér á eftir: „Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, fagnar framkomnum afvopnunartil- lögum í vestri og austri og vonast til þess, að vopnabúnaður ríkja mið- ist í framtíðinni eingöngu við eðli- legar sjálfsvarnarþarfir þeirra. Varðberg leggur áherzlu á sam- heldni ríkja innan Atlantshafsband- alagsins, en gildi þess hefur sann- azt ótvírætt á undanförnum mánuð- um og árum. Án þess hefðu hinar ánægjulegu breytingar í Mið- og Austur-Evrópu verið óhugsandi. Sérstaklega ber að gæta þess, að tengsl lýðræðisríkja í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku haldi áfram að styrkjast. Varðberg.telur, að í framtíðinni verði NATO að vera lýðræðisríkjum skjöldur gegn hvers konar hættu, sem að höndum kynni að bera, hvaðan sem hún kæmi. Varðberg fagnar áhuga ný- fijálsra ríkja í Mið- og Austur-Evr- ópu á að tengjast NATO, jafnvel með inngöngu og fullri aðild, og álítur nauðsynlegt, að öll lýðræðis- ríki í Evrópu og Ameríku treysti friðinn með náinni samstöðu í varn- armálum. Varðberg væntir þess, að á Ráð- herrafundi Atlantshafsbandalags- ins í Róm í nóvember verði mörkuð skýr stefna í þessum efnum.” Sjálfstæði „Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, tel- ur, að virða beri sjálfsákvörðunar- rétt allra þjóða, og skorar þess vegna á íslenzk stjórnvöld að viður- kenna sjálfstæði Slóveníu og Króa- tíu.” í Norræna húsinu ið skrifað fyrir sellókeppni, sem haldin er í Finnlandi. Síðara verkið sem þeir félagar fluttu var Sónata fyrir selló og píanó eftir Benjamín Britten. Sónatan mun skrifuð fyrir sellósnillinginn Rostropovich, er í fimm þáttum, sem allir reyna á hina ýmsu þætti sellóleiksins. Sellóþátt- inn leysti Sigurður af hendi með skaphita, húmor og af öryggi og hlýtur þessi frammistaða að teljast sigur fyrir hann. Það sem mér fannst helst vanta á í leik Sigurðar var tónninn, sem mér fannst dálítið grannur, vanti fyllingu, þetta gæti þó verið hljóðfærinu að kenna, en Sigurður mætti þó hugsa út í þetta. Þessir stuttu tónleikar hefðu ekki verið jafn ánægjulegir ef ekki hefði komið til ágætur „meðleikur” Krist- ins Arnar á píanóið. Píanóhlutverk- ið í Britten var síður en svo auð- velt og á Kristinn sannarlega hrós skilið fyrir sinn hlut. itetíkóDoáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 613. þáttur Orðabókarhrina, að mestu byggð á íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Bl. Magnússon: gúr er sérstakt jarðefni, eink- um notað í samsetningunni kís- ilgúr. Þetta orð telst vera úr þýsku, sbr. garen=ólga, „bijóta sig”, geijast; sjá og ísl. ger og gor. gúrka, „grænn, safaríkur ávöxtur”; mjög svipuð orð í öðr- um Norðurlandamálum, stytting úr agúrka, sbr. vísuna sem óþægi strákurinn í bekknum orti um kennslukonuna: Rósir eru rauðar og svört krækiber, agúrkur súrar, og eins eruð þér. Agúrka mun vera tökuorð úr slavneskum málum, sbr. pólsku ogórek, en í slavnesku málin komið úr grísku og þang- að úr persnesku angórah. gúrú=fræðari, prestur, átrúnaðargoð. Þetta orð er úr hindí (mál talað á Indlandi) og merkir fyrirmyndin þungur eða þungvægur. Samkvæmt lögmál- unum verður indógermanskt g óbreytt í grísku og latínu, en harðnar í k í germönskum mál- um, sjá latínu gravis=þungur, gotn. kaurus í sömu merkingu, og ísl. kurnalegur sem merkir m.a. durgslegur eða óliðlega vaxinn. guss, karlkynsnafnorð= gæsagarg, þvaður, mas; gussa=þvaðra, masa. Gústaf, tökunafn, ættað úr sænsku, kannski=„stafur eða stoð Gauta (Gota), Gautstafur”. Aðrir halda að þetta sé ummynd- un úr slavneskum málum, t.d. Gostislav á pólsku=„sá sem er rómaður af gestum”, frægur gestgjafi. gustuk=miskunnarverk, „guðsþakkarverk”, talið sam- runamynd úr „guðs þökk”. gutti l)=ólund, urgur, „það var gutti (guttur) í honum”. 2)= dvergspeni á kú. 3)=strákur, snáði, talið tökuorð úr norsku gut, gutte=strákur, eða úr holl. guit=þorpari, galgopi. 4) gælu- nafn af Guttormur og jafnvel fieiri skírnarnöfnum. Guttorm- ur er talið standa fyrir eldra Goðþormr=sá sem guðir þyrma, eða sá sem þyrmir goð- um”. En guttormur er til í merkingunni „járngaddur, nagli sem rekinn er í fugiabjarg, e.t.v. dregið af nafni manns sem fyrst- ur hefur smíðað eða notað slíka nagla”. ★ Félagi minn, Jón Árni Jóns- son, hefur vakið athygli mína á því, að orðin hingað og þangað séu að þoka úr daglegu tali manna. I staðinn sæki á orðin hér og þar, einkum sé mönnum tamt að segja „koma hér” í stað þess að segja koma hingað. Þessu hafði ég ekki gefið gaum. En ég man að góður maður stældi dönsku að gamni sínu með því að segja „komm her”. Aftur á móti heyri ég menn segja nú „að fara eitthvert” í stað þess að fara eitthvað. Ruglingur þessara orðmynda er reyndar í mörgum öðrum sam- böndum. Er þetta mál þó ákaf- lega einfalt. Orðmyndin eitt- hvað er sérstæð. Dæmi: Gastu eitthvað? Orðmyndin eitthvert er hliðstæð: Gastu reiknað eitt- hvert dæmi? Sama er að segja um nokkuð og nokkurt: Gastu nokkuð? Gastu reiknað nokk- urt dæmi? ★ í manntalinu 1703 má sjá að margur íslendingur mátti sín lít- ils. Þó er þess að gæta, að sum- ir hreppstjórar munu hafa ýkt heldur vanmátt fólks. Kom eink- um tvennt til: Sýna sem mest sveitarþyngsli (ómagafram- færslu) og þá annað meira. Ýmsum gat ekki hugkvæmst nema ein ástæða til allsheijar- manntals. Á grundvelli þess hlyti að eiga sér stað herútboð. Því lýsa nokkrir hreppstjóranna sveitungum sínum svo, að þar myndi yfirvöldum í Danmörku þykja heldur þunnskipað, ef kveðja skyldi upp almenning. Fáir myndu þar líklegir til að vaida vopni. Þar fyrir utan er þurfalingum oft lýst af nokkrum kaidrana og að því er virðist mannúðar- skorti. Hér eru fáein dæmi, öll úr sama hreppi: „M.J. búðarmaður, veikur og vanfær G.K. óvistaður, armur og fá- tækur - J.H. Iausingi og prakkari Þ.J. amlóði J.J. réttur amlóði J.í. latur og þjófgefinn O.V. óhaldandi fyrir óknyttum G.J. löt og iilsinnuð B.Á. aftót, lítt brúkandi G. J. afmenni, til lítils gagns Þ.K. afmennisómenni Ú.V. vanfær kerling H. P. örvasa eymdarfugl J.S. hrekst með sinni konu.” ★ Bátinn flytur hræring hrein heim að vararsteinum, grátin situr álka ein úti á þarahleinum. (Bjöm Gíslason (1762-1846); ferskeytt, hályklað.) ★ Ég var að hlusta á útvarpið um daginn og tók þá eftir því, að maður, sem fréttir sagði, tal- aði sérlega gott mál, bæði að orðavali og framburði. Þessi maður reyndist vera sr. Svavar Alfreð Jónsson í Olafsfirði. ★ Vilfríður vestan kvað: Þegar Hekla var hálfnuð að gjósa, kom þar höpbíll með geliur og fósa. Á leiðinni út heyrðist umla í Rút: „Djöfullinn, dastu Rósa.” ★ „Ég held þeim sé ekki ofgott að gera sér glatt undir hjalla,” sagði blessuð konan. En það var víst annar eða önnur sem beið „í ofnæmi” eftir einhvetju, kannski gleðigjafanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.