Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur Bikarkeppni karla: Digranes HK - FH ...kl. 16.30 éeltjarnam. Gróttab-HKNb.... ...kl. 14.00 Vestm. ÍBVb-Fram kl. 14 2. deild karla: Seljask. Ögri - Völsungur ...kl. 14.00 Sunnudagur Evrópukeppni meistaraliða: kl. 17 1. deild kvenna: Höllin KR-Fram ...kl. 21.15 2. deild karla: Keflavík HKN - Völsungur ...kl. 14.00 Körfuknattleikur Laugardagur Pressuleikur: Kaplakriki Pressan-Landsliðið.. ...kl. 13.30 1. deild karla: Egilss. Höttur-Víkverji ...kl. 14.00 ■—-sL deild kvenna: Grindavík UMFG-KR ...kl. 15.30 Seljaskóli ÍR-Haukar ...kl. 17.00 Sund Unglingameistaramót Islands í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í dag, laugar- dag, og sunnudag. Keppni hefst báða dag- ana kl. 14. Badminton Jafnréttismót TBR í badminton verður haldið í húsi TBR í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 14 í dag og kl. 10 á sunnu- dag. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í meistaraflokki, A- og B- flokki. Konur og karlar keppa í sömu flokk- um. Keila Laugardagsmót KFR og Öskjuhlíðar verður í kvöld kl. 20. Á morgun verður mót KR og KFR kl. 12 og Reykjavíkurmót unglinga hefst kl. 13. Mótin fara öll fram ' jri Óskjuhlíð. ínémR FOLK ■ GERALD 1 Vanenburg, hol- lenski landsliðsmaðurinn í knatt- ðpyrnu sem leikur með PSV, mun líklega missa af leik Hollands og Grikklands í Evrópukeppninni 4. desember vegna hnémeiðsla. Hann gekkst undir aðgerð í gær. ■ MICHAEL Chang frá Banda- ríkjunum, sem hefur ekki átt mik- illi velgengi að fagna á tennisvellin- um frá því hann vann opna franska meistaramótið 1989, sigraði Tékk- ann Petr Korda, 7:5 og 6:1, í 4. umferð á opna Parísarmótinu inn- anhúss í gær. Chang sló Stefan Edberg út úr keppninni í 3. umferð og virðist til alls líklegur. ■ PETE Sampras frá Bandaríkj- unum sigraði Alexander Volkov, Sovétríkjunum, 6:2 og 6:3 í gær 2»og er kominn í undanúrslit. Sampr- as, sem er 20 ára, sagði eftir leik- inn að hann vonaðist til að komast í bandaríska Davis Cup liðið eftir þessa frammistöðu. ■ GUY Forget frá Frakkiandi vann Omar Camporese frá Italíu í þriggja lotu leik, 6:1, 3:6 og 6:3. Forget mætir Svíanum Jonasi Svensson í undanúrslitum, en Sví- inn vann Karel Novacek frá Tékkóslóvakíu 6:4 og 6:2, í gær. I JEANNIE Longo frá Frakk- landi, ein fremsta hjólreiðakona heims, bætti í gær heimsmet sitt í 5 km hjólreiðum innanhúss í Grenoble. Longo, sem átta sinnum Jiefur unnið heimsmeistaratitil og á umm heimsmet, hjólaði á 6.16.60 mínútum og bætti eldra metið frá því 1986 um rúmar fimm sekúnd- ur. Hún er 32 ára og stefnir nú að vinna fyrsta Ólympíugullið í Bare- elona á næsta ári. IÞROTTAMANNVIRKI Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi: Ekkerl bendir til þess að íþróttahöllin verði byggð GUNNAR Birgisson, oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs í Kópavogi, segir að eins og staðan er í dag bendi ekkert til þess að fyrirhuguð íþróttahöll — sem byggja átti fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1995 — verði byggð. Hann segir Kópavogs- bæ ekki geta byggt húsið án þess að hlutur ríkisins verði meiri en þær 300 milljónir sem samið var um á sínum tíma, segir ríkið greinilega alltaf hafa verið á móti byggingunni, og vegna fyrri reynslu af sam- skiptum við rikið í samningum af þessu tagi geti bæjarfélagið ekkitreyst ríkinu. Gunnar telur forsögu málsins ekki hafa komist nógu vel að í þeirri umræðu sem verið hefur um byggingu hallarinnar undanfar- ið. „Bygging íþróttahallar í Kópa- vogi var opinberuð í febrúar árið 1990, þremur mánuðum fyrir kosn- ingar, og varð því að kosninga- máli.” Þegar menn hafi farið kafa ofan í málið hafi komið í ljós að byggingarkostnaður var áætiaður 654 milljónir, en hefði aukist þar sem í ljós kom að ekki var pláss fyrir nógu marga áhorfendur. Og enn hefði kostnaður aukist við að breyta húsinu í skólahúsnæði eftir keppnina. Að sögn Gunnars hefði kostnaður í heild því orðið tæpur milljarður á þáverandi verðlagi; tólf til þrettán hundruð milljónir á nú- virði. „Sjálfstæðismönnum í Kópa- vogi þótti þetta ekki góður samn- ingur og alla kosningabaráttuna lýstum við því yfir að við viidum byggja húsið en endurskoða samn- inginn, af því að við teldum hann ekki nægilega góðan.” Kosningabomba Gunnar segir að hægt hefði verið að ná meiri peningum frá ríkisvald- inu þegar samningurinn var gerður á sínum tíma, en „þáverandi meiri- hluti í Kópavogi sótti það svo fast að fá húsið að það skipti engu máli. Þetta átti að verða kosninga- mál, og varð það. Átti að verða til að tryggja þeim sigur í kosningun- um. En það dugði þeim ekki, þeir töpuðu kosningunum og nýr meiri- hluti Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarmanna tók við. Og það sem stendur upp úr í þessu máli er að kosningabomban, sem átti að tryggja fyrrverandi meirihluta sig- ur, var allt of dýr. Það kom í ljós þegar reykurinn var farinn af svið- inu og menn fóru að skoða þetta.” Gunnar segir að tvær verkfræði- stofur hafí verið látnar skoða mál- ið, eftir að nýi meirihlutinn tók við völdum í bænum. „Þá kom í Ijós að þessi upphaflega hugmynd — Ji '■ Þiálfaranámskeið KSÍ Fræðslunefnd KSÍ heldur A-stigs þjálfaranám- skeið 8.-10. nóvember og B-stigs þjálfaranám- skeið 22.-24. nóvember nk. í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ, sími 91-814444. Þátttökugjald kr. 7.500. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA Fræóslunefnd KSÍ sem var teiknuð á hálfum mánuði og þannig fengin að íþróttahúsið í Kaplakrika [hús FH í Hafnarfirði] var tekið og stækkað — rúmaði ekki 7.000 áhorfendur,” en það var ein af kröfum alþjóða handknatt- leikssambandsins (IHF). Hann segir fleiru hafa verið ábótavant, kröfum IHF um öryggissvæði og fleira hafí ekki verið fullnægt, þannig að þeg- ar kostnaðurinn við íþróttahúsið var reiknaður aftur hafí hann verið kominn upp í 760 milljónir. Fram- reiknað séu það 890 til 900 milljón- ir. Gunnar sagði að þegar þessar tölur lágu fyrir hafi verið farið í að leita annarra lausna og hætt við þá hugmynd að hafa skóla inni í byggingunni eftir keppnina. Víða hafí verið leitað fanga, bæði í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu, „og eftir það höfðum við val upp á all marga möguleika. Byggingarkostnaðurinn á þeim möguleikum er í dag einhvers stað- ar frá 650 til 800 milljónir, sem er 100 til 200 milljónum lægra en gert var ráð fyrir í upphafi.” Gunnar segir að núverandi meiri- hluti hafí alltaf lagt dæmið þannig upp að hlutur Kópavogs ætti að vera sá sem það mundi kosta að byggja venjulegt íþróttahús, „sem við munum byggja þarna hvort sem er, en allt sem fer þar fram úr ætti ríkið að borga. En ríkið er ekki tilbúið í það og ráðherrar hafa mótmælt því að greiða meira en 300 milljónir. Okkar kostnaður gæti því orðið á bilinu 400-600 milljónir.” Þetta segir Gunnar að Kópavogsbær ráði ekki við, en „minnihlutinn aftur á móti hefur haldið því fram að það hafí verið hið besta mál að fá þessar 300 milljónir, og 354 milljónir að láni, eins og þessir peningar væru bara komnir inn í bæinn og búið að byggja húsið og þyrfti aldrei að borga þá til baka. En þegar við sáum í hvað stefndi þá sáum við að við gætum ekki sólundað skattfé borgaranna svona.” Ríkisstjórnin missti áhugann Gunnar segir að strax eftir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar þeg- ar kominn var nýr meirihiuti í Kópa- voginn, hafí þáverandi ríkisstjórn snarlega misst áhuga á málinu. „Við fórum í marggang til forsætis- ráðherra, sem er framsóknarmaður, og marg ítrekuðum það hvort við fengum ekki peninga á þessu ári. Við vorum harðir á því að fara að hefja framkvæmdir, vildum vera tilbúnir. Út úr þessum viðtölum kom það að ráðherrarnir misstu snarlega áhugann og við fórum að heyra það úr röðum Alþýðubandalagsins að Svavar Gestsson ætlaði sér að byggja ráðstefnu og fyrirlestrar- miðstöð í Reykjavík og ekkert að gera í Kópavogi. Tilgangurinn var því augljós — þetta var eingöngu notað sem kosningamál. Síðan fór- um við að krefja þá um meira en það komu engin svör. Á fjárlögum fyrir 1991 var svo gert ráð fyrir núll krónum í bygg- ingu þessa húss; við komumst ekki lengra með málið í þeirri ríkis- stjóm. Það þýddi ekkert að ræða það. Og þegar kom ný ríkisstjórn þá hafði hún engu meiri áhuga, ekki nokkum. Það var alveg ljóst frá upphafi, eftir að borgarstjórinn [Davíð Oddsson, núverandi forsæt- isráðherra] var búinn að gefa yfir- lýsingu um það að hann myndi ekki byggja þetta hús fyrir einn leik, og hann er enn á þeirri skoð- un. Og kannski kristallast sú skoð- un í gerð fjárlaga fyrir árið ’92 því þá er einnig gert ráð fyrir núll krón- Gunnar Birgisson um. Ríkið hefur greinilega alltaf verið á móti — alveg sama hvaða litur er á ríkisstjóminni.” Getum ekki treyst ríkinu Hann segir að Kópavogsbær geti ekki treyst ríkinu í þessu máli, og nefnir nokkur dæmi af fyrri samn- ingum við ríkið því til staðfesting- ar: „Við eram með marga samn- inga, fímm eða sex, allar götur frá 1983, undirskrifaða af fagráðherr- um; ég nefni sem dæmi sundlaugina í Kópavogi, mannvirki sem við emm búnir að setja í 350 milljónir á nú- virði. Hlutur ríkisins er yfir 100 milljónir en það hefur borgað 15.000 krónur. Við eram með heil- sugæslustöð sem byggð var 1983 í miðbæ Kópavogs. Samið var um þijár greiðslur, en ríkið hefur aðeins greitt eina. Og við fáum enga vexti af þeim peningum sem við eigum inni. Það er ekki enn búið að gera upp Digranes-húsið, og fleiri skóla- byggingar i bænum. Það eru fag- ráðherrar sem skrifa undir þetta allt saman, þannig að við förum ekki af stað með íþróttahúsið nema að dæmið sé alveg tryggt. Við ger- um ekkert með yfírlýsingar ráð- herra. Það hefur verið mikill hávaði í minnihlutanum út af þessu máli; minnihlutinn vill bara fá höllina, en vegna fyrri reynslu viljum við ekki fara í gang með þetta. Þegar við tókum við bæjarfélag- inu var skuldastaðan slík að það þoldi ekkert svona og mikið var af öðrum verkefnum sem beið, svo sem endurbygging gamalla gatna, lista- safn og sundlaug svo eitthvað sé nefnt, fyrir utan að við voruin að byggja gervigrasvöll fyrir Breiða- blik og mikið var af mannvirkjum sem vora hálfkláruð, en við eram nú að klára og taka í notkun. Þann- ig að fjárútlát bæjarfélagsins upp á 4-600 milljónir eða þaðan af meira kom náttúrlega aldrei til greina. Við höfum verið í viðræðum við samninganefnd ríkisins og fag- ráðherrar hafa gefíð það út að þeir muni ekki greiða meira en þessar 300 milljónir og við erum komnir að lokapunkti þeirra samninga. Og ef svo fer sem horfir munum við ekki hefja byggingu þessarar íþróttahallar að óbreyttu. Þá er það ríkisins að rifta samningnum eða menn geri það með samkomulegi. Áhættan er Kópavogs Þannig að eins og staðan er í dag bendir ekkert til þess að höllin verði byggð? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Og kannski er það mjög var- hugarvert fyrir ísland, og sérstak- lega þá Kópavog, miðað við það hvernig efnahagsástandið er í dag Það er dökkt framundan og alls staðar er verið að skera niður. Rík- ið er að skera niður og því spyr ég: Fáum við peninga í þetta? Nei. Og við Kópavogsmenn ætlum okkur ekki að halda heimsmeistarakeppn- ina. Ríkið hefur ekki áhuga á þessu, og ég segi að eins og staðan er í dag hefur ísland ekkert að gera með þetta. Og það má nefna annað dæmi: Framlag ríkisins er fast. Við eram með alla áhættuna. Ef við föram fram úr verður Kópavogur að taka það á sig. I Lillehammer í Noregi þar sem vetrarólympíuleik- arnir verða 1994, var kostnaðará- ætlun vegna leikanna upp á 1,8 milljarð norskra króna en kostnaður er nú kominn yfír 8 milljarða og þeir era ekki ennþá búnir. Svíarnir sem halda heimsmeistaramótið í handbolta 1993 og eiga fyrir stóra íþróttahöllina í Stokkhólmi, eru í miklum vandamálum vegna þess að þeir sjá fram á verulegan halla af keppninni.” Og Gunnar spyr vegna fyrirhug- aðrar heimsmeistarakeppni hér á landi 1995: „Er réttlætanlegt að landið greiði allt í kringum keppn- ina sem þarf að borga. Hvað kostar þetta? Liggur það fyrir? Það hefur ekki verið gerð nein áætlun. Jón Hjaltalín [Magnússon, formaður HSÍ] hefur verið að flauta á okkur. Ég get sagt að Jón Hjaltalín er að mörgu leyti vel gerður maður en það er eitt sem hann á ekki að leggja í vana sinn; hann á ekki að stunda fjármálaráðgjöf, hvorki fyrir Kópavogsbæ né aðra. Hann hefur gert áætlun þar sem hann gerir meðal annars ráð fyrir svo og svo miklum auglýsingatekjum. En það segir í samningi milli Kópavogs og HSÍ að það eigi eftir að semja um það. Aðal auglýsingatekjurnar eiga að vera af spjöldum í höllinni, það er samkomulag milli þeirra sem byggja húsið og HSÍ, og hans áætl- unir eru því út í loftið. Og eins og þetta stendur í dag horfir þetta þannig að við munum ekki fara í að byggja. Svo er það náttúrlega með ólík- indum að HSÍ, sem er með skuldir upp á einhveija tugi milljóna, hafi lýst því yfir að hluti þeirra skulda sé til kominn vegna aðgerðarleysis Kópavogsbæjar. Kópavogsbær blés ekki til þessarar heimsmeistara- keppni, þannig að allur sá kostnað- ur sem HSÍ hafur lagt í vegna keppninnar er okkur alveg óvið- komandi.” Gunnar segir alltaf hafa staðið til að bjóða byggingu hússins út í al-verktöku, en það leysi ekki mál- ið. Þó það sé gert geti bæjarfélagið alltaf fengið á sig aukakröfur. „En það eru lausnir til í málinu. Það er verið að byggja stórt flugskýli á Keflavíkurflugvelli og má halda keppnina þar með kannski ekki miklum tilkostnaði.” SKOTFIMI Carl meistari Carl J. Eiríksson, sem nú keppir fyrir Aftureldingu, varð Is- landsmeistari í riffílskotfími um síð- ustu helgi. Hann hlaut 588 stig. Mótið fór fram í Baldurhaga og hafði Carl nokkra yfirburði, var 8 stigum á undan Auðunni Snorrasyni. Gylfi Ægisson varð þriðji með 571 stig og Gunnar Bjarnason í fjórða sæti með 567 stig. En keppendur voru aðeins fjórir og voru þeir allir frá Skotfélagi Kópavogs nema Carl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.