Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 9
MÓRÖÚNBLAÐÍÐ LAUGAIiDAGUR 2. NÓVKMBER 1991 □□□□□□ MCOjárnrúm Ný sending - mikið úrval HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVIKCJRVEGl 66 HAFMARFIRÐI SÍMI 54100 Teg. 726 160x200 Teg. 596 Br. 80-90-140-160 Verð frá 24.690,- 80x190 m/svampi. OPIÐ í DAG TIL KL. 16 SUNNUDAG KL. 14-16 p jl [afeife | Meimenþúgeturímyndaðþér! Bush ívanda á heima- slóðum Stuðningur bandarískra kjósenda við George Bush forseta fer nú hratt minnk- andi ef marka má skoðanakannanir er sýna aðeins 47% fylgi. Skömmu eftir Persaflóastríðið naut hann fylgis þorra Bandaríkjamanna en sigrar hans í utan- ríkismálum geta vart tryggt honum end- urkjör á næsta ári. Sá málaflokkur er sjaldnast jafn ofarlega á baugi í Banda- ríkjunum og versnandi efnahagur lands- manna, fíkniefnavandinn og kynþáttaríg- ur. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa fjallað um stöðu Bush en forsetakosningar verða á næsta ári. Utanríkismál- inekkiallt „Bush er að ósekju kennt um kreppuna í Bandaríkjunum sem er jafn þrálát og slæm flensa,” segir breska blaðið The Daily Tel- egraph í forystugrein. „Vegna grundvallar- meinsemda í efnahags- málunum sem forsetinn erfði frá valdatíma Reag- ans er það afskaplega lít- ið sem hann getur gert til að auka hagvöxt, hvort sem um er að ræða aðgerðir í efnahags- eða fjármálum. Forvextir seðlabankans eru nú lægri en verið hefur frá 1973 og geta sennilega ekki orðið öllu lægri en samt hefur þessi stað- reynd ekki orðið til þess að auka útlán, aðallega vegna þess að lántakar virðast hikandi við að taka á sig meiri skuld- bindingar. Jafnframt á stjórn Bush ckki auðvelt með að efla þrótt efna- hagslífsins með skatta- lækkunum og aukinni opinberri eyðslu þar sem fjárlagaliallinn er nógur fyrir. Bush hefur meira að segja orðið að svíkja helsta kosningaloforð sitt, um enga nýja skatta, vegna óvæntra útgjalda á borð við hrun sparisjóð- anna sem ríkisvaldið verður að hlaupa undir bagga með. En erfiðleikar Bush eru ekki einvörðungu í cfnahagsmálunum. Bandarískt þjóðfélag er enn þjakað af vandamál- um á borð við ofbcldi í kjama stórborganna, fíkniefnaneyslu, ólæsi, einnig vanda einstæðra foreldra og fólks sem að staðaldri verður að lifa af fátækraþjálp. Það er ljóst að enginn forseti getur leýst menningar- vandamál af þessu tagi i einni svipan en forsetan- um hefur mistekist að sýna hugkvæmni og öðl- ast framtíðarsýn í glím- unni við _ félagslega hnignun. Astæðan er ekki skortur á hugmynd- um í hans eigin flokki. íhaldssamir repúblikan- ar hafa til dæmis lagt fram hugmyndaríka áætlun um endurskoðun alls velferðarkerfisins með það að markmiði að gera fátækum kleift að gerast smiðir eigin gæfu. En Bush hefur ekki sýnt þá djörfung í innanlands- málum sem hann hefur uppskorið svo mikið lof fyrir í alþjóðamálunum. Hann hefur gefist upp, látið frumkvæðið lönd og leið heima fyrir til að fá að haga sér að vild við að stjóma öðrum hlutum heimsins. Með þessu tek- ur hann mikla áliættu og gæti átt erfitt með að veijast áhlaupi demó- krataflokksins.” Blaðið Herald Tribune birtir forystugrein úr The New York Times þar sem einkum er fjallað um afstöðu forsetans til um- deilds frumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að atvinnurekendur mismuni starfsfólki vegna litarháttar eða kynferðis. Bush hafði hótað að beita neitunar- valdi til að stöðva frum- varpið, taldi það gera ósanngjamar kröfur til atvinnurekenda og festa í sessi kynþáttafordóma en nýlega náðist sam- komulag milli hans og þingsins. „George Bush segist ekki hafa látið undan í deilunni um mannréttindi en það er einmitt það sem hann hefur gert,” segir blaðið. „Hann liefur samþykkt að undirrita fi-umvarp þar sem er að finna öll mikilvægustu ákvæðin í því sem hann af svo mik- illi óvarkámi kallaði áður „kvóta-frumvarpið”. ósigur Bush er sigur þjóðarinnar. Mannrétt- indafmmvarpið, sem gert er ráð fyrir að fari nú í gegnum báðar deild- ir þingsins, treystir á ný lög sem sett vom gegn mismunun á vinnustöð- um og vom samþykkt eftir áratuga þjark en hæstiréttur, sem þá var andvígur þeim, dró úr gildi þeirra árið 1989 með ýmsum úrskurðum. I tvö ár barðist Bush gegn endurbótum á lög- unum, og varð það til að hvetja suma fiokksmenn hans til að búa sig undir kosningar þar sem kyn- þáttadeilur klyfu þjóðina með slagorðið „kvóta” að vopni. Nú er von til þess að þjóðinni verði hlíft við þeim örlögum. Er þingið ákvað að endurrcisa gömlu lögin andmælti Bush og sagði, án þess að taka tillit til 18 ára reynslu af lögun- um, að atvinnurekendur myndu neyðast til að ráða fólk í samræmi við hlutfall, kvóta [kvenna eða blökkumanna af heildamiaiinfjölda], fremur en að veija hend- ur sínar í málaferlum sem gætu endað á ýmsa vegu. Málamiðlunin felur í sér að atvinnurekendur verða að geta fært sönn- ur á að ýmis hæfnispróf og staðlar sem þeir setja komi starfinu sjálfu við og séu nauðsynleg. Þetta em sanngjamar kröfur og ganga á engan hátt skemur en þær sem Bush sagði að yrðu til þess að vinnuveitendur tækju upp kvótastefnu.” Háir vextir á verðbréfamarkaði Opið í Kringlunni í dag á milli kl. 10 og 16. Við bjóðum mikið úrval verðbréfa með háum vöxtum. Anna Heiðdal verður í Kringlunni með upplýsingar og ráðgjöf. Húsbréf..............8,2 - 8,5%* Spariskírteini.......7,9 - 8,0%* Féfangsbréf..........10,0%* Kj arabréf...........8,2%* Markbréf.............8,6%* Tekjubréf............8,1 %* Skyndibréf...........6,4%* Skuldabréf traustra bæjarsjóða...........9,2 - 9,8%* Erlend verðbréf. Mikið úrval hlutabréfa. * Ávöxtun m.v. október 1991. <B> .*■' <■ -v VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.