Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ I.AUUARDAGUR 2. NÖVEMBER' 1991 mammonsblót hefur tekið við af forneskjunni. Hvað lá útí horni í haugi höfðingja í heiðni, anno 999? Hvernig voru bryddingar á milli- skyrtum búkarla, vopnaburður vík- inga? Og tungutakið manna á milli? Þessum erfiðu spurningum svara kvikmyndagerðarmennimir af snilld, hvort sem er í stóru eða fín- legustu smáatriðum. Og tökustað- imir eru dulúðugir og kraftmiklir, ekki síst brimsorfin Reykjanes- ströndin með ráman ólgusjó á aðra hönd og grábrýnda hraunauðnina á hina. Söguþráðurinn er að sjálfsögðu hádramatískur en á milli svæsinna átakaatriða og ljúfra ástarsena koma hægir kaflar. Samtölin em oftast hnitmiðuð á kjarnmiklu máli en í einstaka tilfelli helst til stuttaraleg. Persónusköpun sterk og einföld en höfðar misvel til manns, þar er ástæðuna frekar að finna í mismikilli leikreynslu en handriti. Ólafur konungur er yfir- burðapersóna myndarinnar, enda leikur Egill hann af öryggi og myndarskap. Hann var sagður allra manna glaðastur og blíðast- ur, jafnframt grimmastur þá hann var reiður og „kvaldi óvini sína mjök”. Þessi persóna er ljóslifandi á tjaldinu, ástsjúk og útsmogin í meðförum Egils. Þangbrandur Norströms er afar vanþakklátt hlutverk en hinum sænska leikara tekst vel að koma flærð hans og öfuguggahætti til skila. Sænsku- skotið stagl hans virkaði hinsvegar óviðeigandi. Þorsteinn Hannesson er ábúðarmikill svo og María Sigurðardóttir i hlutverki Abbadís- arinnar. Það er mikið lagt á hina ungu og efnilegu aðalleikendur. Þau eru bæði ljós á brún og brá og fríðleiks- fólk. Enda var Kjartan Ólafsson, sem mann rennir grun í að sé að einhverju leyti fyrirmynd Asks, glæstast mannsefni íslenskt á sín- um tíma, að sögn Heimskringlu. Gottskálk hefur sannarlega alla líkamlega burði í hlutverkið, skilar því af festu og á hrós skilið að flestu öðtu leyti en að hann skort- ir enn nokkuð uppá öryggi í fram- setningu - en höfum í huga að hann verður líka að miðla til áhorf- enda nauðsynlegum unggæðis- hætti. Svipað má segja um Emblu sem verður í meðförum Maria sannkallaður kvenskörungur, það geislar af henni krafturinn þó votti fyrir bytjendabrag í raddbeitingu. Jón Tryggvason hefur hið snögga og frísklega fas farmannsins, manngerðin smellur í hlutverkið en hér er einnig framsögnin til baga. Sjóaðir atvinnumennirnir leiftra, ekki síst Helgi Skúlason sem skilar blæbrigðaríkum Ljósvetningagoð- anum, spekingnum og stjómmála- manninum af alkunnri snilld. Flosi, Róbert og Þráinn Karlsson hafa þetta allt í hendi sér. Og þá er eftir að geta aldeilis ógleymanlegr- ar fordæðu Bríetar Héðinsdóttur. Ekki vildi ég mæta henni í myrkri á Valahnjúk! Hvíti víkingurinn er magnað, epískt sjónarspil sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli vítt um lönd. Útlit hennar er seiðmagn- að sem andrúmsloft þeirra viðsjálu tíma mikilla þjóðfélagsbreytinga sem myndin gerist á og fjölkynngi heiðninnar. Persónurnar ná vissu- lega misvel til manns og stundum verður vart við vissa fjarlægð milli áhorfandans og umfjöllunarefnis- ins, en það breytir engu um að Hrafni og ekki síður Ensio Suomin- en, Karli Júlíussyni, Þór Vigfússyni og Tony Forsberg, hefur tekist eftirminnilega vel upp, ásamt leik- hópnum. Leitt okkur inn í töfrum líka veröld þar sem hið góða sigr- ar, þrátt fyrir allt. Hjörleifur Guttormsson þessum hlut framseldu þeir um 40 þúsundir tonna til Evrópubanda- lagsins til veiða ár hvert a.m.k. til ársloka 1994, en Evrópubanda- lagið hefur hingað til ekki náð að hagnýta sér neitt af þessum loðnukvóta. Samningurinn við Grænlendinga gerir ráð fyrir að þessi afli falli sjálfkrafa í hlut Islendinga, sé hann ekki veiddur af öðrum fyrir vertíðar- lok. Við höfum því í raun haft rétt til að veiða þennan kvóta, sem EB keypti af Grænlending- um en hefur hingað til aldrei getað hagnýtt sér. Samkvæmt EES-samningnum virðist því sem íslendingum sé í raun ætlað að hleypa EB fyrir nánast ekki neitt inn í íslenska lögsögu, og veita hér einhliða aðgang að sjávarauðlind- um fyrir bættan aðgang að mark- aði! uð” EB-ríki og aðgang að fiskimið- um EFTA-ríkjanna. Niðurstaðan úr þeirri togstreitu er nú kunn: EFTA-ríkin greiða háar fjárhæðir í styrktarsjóðinn, þar af ísland nokkum skerf; við höfum fengið loforð fýrir niðurfell- ingu á tollum á sjávarafurðum miðað við núverandi útflutning í allt að 96% í stað 60-70% áður og við höfum fallist á að hleypa fiskiskipum frá Evrópuband- alaginu inn i íslenska fiskiveiði- lögsögu. Þar eiga þau að fá að veiða sem nemur 3.000 ígildum af karfa sem svarar til 2.600 þorskígilda, (samkv. mæli- kvarða EB) — að sögn gegn því að íslendingar fái að veiða í staðinn 30 þúsundir tonna af loðnu af hluta Grænlendinga. Þetta kalla utanríkis- og sjávarút- vegsráðherramir „gagnkvæm skipti á veiðiheimildum”. En lítum ögn nánar á þessi „gagnkvæmu skipti”. Skipting loðnustofnsins byggist á sam- komulagi sem tókst milli íslend- inga, Norðmanna og Grænlend- inga 1989. Samkvæmt því fengu Grænlendingar í sinn hlut 11% af veiðanlegum hluta stofnsins. Af Iíöfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalag í Austurlandskjördæmi. Husqvarna SAUMAVÉLAR • 7 GERÐIR • • ALLIR NYTJASAUMAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • • NÁMSKEIÐ • » VIÐGERÐARÞJÓNUSTA ■ • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA STAÐ • 15 Heiðarvatn í Heiðardal í Mýrdal. Mísheppnuð nafngjöf eftir Olaf Pálsson Fyrir stuttu síðan birtust í Morg- unblaðinu og sjónvarpsþætti Stöðvar 2 fagrar myndir, hluti af Hruna- mannaafrétti. Þarna fór fram áhrifa- mikil athöfn sem sjá mátti af frásögn og hrifnæmum svip hins ágæta sjón- varpsmanns, Ómars Ragnarssonar. Tilefnið: Stíflaður lækur, sem mynd: ar býsna víðfeðmt uppistöðulón. í lónið voru látnir falla fallegir urrið- ar, sem þar eiga að tímgast, því hér skal verða veiðivatn. Vonandi lánast þessi framkvæmd og það er vissulega íhugunarvert hvort ekki er rétt að stefna frekar í þessa átt, jafnvel þótt graslendi fari að einhveiju leyti undir vatn, þegar búfénað vantar til að bíta grasið. Svo við nú hverfum aftur að því sem þarna gerðist. Aðalatriðið var skímarathöfn framkvæmdanna að viðstöddum fríðum flokki þeirra er að verkinu stóðu ásamt kampavíninu sem hellt var í vatnið til helgunar „Því spyr ég: Var hér um vangá að ræða eða var vísvitandi verið að bæta við einu „Heiðar- vatni” í sama umdæmi, Suðurlandi?” nafntökunni. Ekki er ólíklegt að fleiri „náðarmeðöl” hafi þar verið höfð um hönd, án þess að þeirra sé getið í frásögnum. „Heiðarvatn” skal lónið heita. Hátíðleg athöfn, en nafngiftin slys. Getur það verið að viðstöddum framkvæmdamönnum og skímar- vottunum hafi ekki verið kunnugt um að í sama landsfjórðungi á Suður- landi í Heiðardal í Mýrdal er til fiski- vatn sem heitir Heiðarvatn? Þetta vatn hefur um aldir verið nafntoguð matarkista fyrir þá sem næstir því búa, ekki síst á þeim tímum, þegar baráttan við sultinn stóð sem hæst. Auk þess var vatnið í þjóðleið fram að síðustu aldamótum og á sér merka sögu. Því spyr ég: Var hér um vangá að ræða eða var vísvitandi verið að bæta við einu „Heiðarvatni” í sama umdæmi, Suðurlandi? Slíkt tel ég bara vott um hugmyndaflug og smekk af lægstu gráðu. Hliðstætt mætti hugsa sér ef Húnvetningar létu sér til hugar koma að nefna uppistöðuvatnaflákann mikla frá Blönduvirkjun heita Miklavatn eða Mývatn. íslensk tunga er svo auðug, að svona hlutir eiga og mega ekki ger- ast. Því vil ég nú vinsamlegast fara þess á leit við þá menn sem að um- ræddum framkvæmdum stóðu ásamt sveitarstjóminni í Hrunamanna- hreppi, að nafni vatnsins verði breytt. í þessari fögm og blómlegu sveit, „Gullhreppunum”, er áreiðanlega mörg nöfn að finna, sem vel mundu sóma þessu framtaki, sem ég - að breyttu nafni - óska allra heilla. Höfundur er frá Litlu-Heiði. A Ð E I N S JÞ E S S A H E L G I : SYNING - ÍSLENSKAR RÓSIR - Islenskar rósir eru stórglæsilegar og standa fyllilega samanburð við erlenda framleiðslu. Komið og sjáið undurfögur afbrigði íslenskra rósa og skreytinga. Rósabændur verða í Blómavali í dag kl. 11 f.h. og kynna framleiðslu sína. Gestir kjósa fegursta afbrigðið "RÓS ÁRSINS '91" Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.