Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 17 Hrafn Sveinbjarnarson „Það er umhugsunar- vert að kennarar í MH hafa oftar en einu sinni spurt nemendur á forn- málabraut af hverju þeir hefðu ekki farið í Menntaskólann í Reykjavík - það væri nefnilega nóg að hafa fornmálabraut í einum skóla í Reykjavík.” hærri skólastigum. Þegar launin eru eins lítið eftirsóknarverð og nú er hlýtur að vera mikil hætta á að fólk með litla menntun afli sér þess- ara kennsluréttinda og fylli síðan skólana, en hinir fari í betur launuð störf. Sagt er að kennslustörf séu met- in til hærri launa í Japan en störf bankastjóra. Íslendingar ættu að læra af því. En við uppákomur eins og nýja kerfið sáluga í MH liggur hinsvegar við að maður skilji hvers vegna kennarar eru láglaunastétt. Hver ber ábyrgð á mistökum? Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, nefnir fag- legt sjálfstæði skóla í grein í Mbl. 24. sept. Hann segir þar: „Þá er til lítils talað um faglegt sjálfstæði skóla ef næsta skólastig við á að ráða því hvernig hagað er námi á næsta skólastigi á undan.” Þetta er athyglisverð málsgrein. Svavar Gestsson stóð nefnilega fyrir þeirri gerræðislegu ákvörðun, í anda aula- sósíalismans, að afnema síðustu skilyrðin fyrir inngöngu í fram- haldsskóla. Þar með var þeim fyrir- skipað að taka við öllum sem höfðu haldið nógu lengi út í grunnskóla. Samkvæmt greininni áttu skólarnir síðan að fá að „njóta frumkvæðis síns” og „bera ábyrgð á mistökum sínum líka”. Svavar þó þannig hendur sínar af nýja kerfinu sem koma átti á í MH, þurfti ekki frek- ar um það að hugsa og bar enga ábyrgð. En stjórnendur MH ætluðu sér heldur ekki að bera neina ábyrgð, heldur átti að leggja hana á herðar nemendum sem margt áttu ólært. Þeim var síðan tjáð að þetta væri einmitt einn helsti kostur nýja kerfisins. Sennilega hefur ekki verið ætlast til þess að faglegt sjálfstæði og frumkvæði skólanna fælist í því að fella þá sem eiga í rauninni ekki þar heima, og því hefur þetta afnám inntökuskilyrða orðið til þess að skólarnir bregða á það ráð að draga stórlega úr kröfum til stúdents- prófs. Nemendurnir, allir með tölu, máttu svo vera fórnarlömbin, það kom Svavari ekki við. Og sam- kvæmt grein hans eiga „háskólarn- ir að setja sér og nemendum sínum tiltekin og skilgreind markmið að keppa að; þeir eiga ekki að ákveða einhliða hvernig inngönguskilyrð- um er háttað”. Skólastigið á undan virðist þannig eiga að ráða skóla- stiginu á eftir, ekki bara framhalds- skólanum heldur einnig háskólan- um. Þá á væntanlega að draga úr kröfum í háskólanum líka - og ef mig misminnir ekki heyrði ég ein- hverja skólamálavalkyrju spyrja í þeim tóni í útvarpinu um daginn hvernig eiginlega háskólinn hefði hugsað sér að mæta þessum breyttu aðstæðum. Þannig ýta allir vandan- um á undan sér upp á næsta skóla- stig með tilheyrandi kostnaði og svo á háskólinn væntanlega að útskrifa allt saman á endanum. Ég vona hins vegar að menn standi vörð um „faglegt sjálfstæði” Háskóla ís- lands og búist þar til vamar áður en þjóðflutningar Svavars Gests- sonar um skólakerfíð skella þar á. Ég trúi því ekki að óreyndu að einn- ig þar eigi að fara að kenna núll- áfanga og hafa læsa og ólæsa sam- an í tímum. Það skyldi nú ekki vera að ein- hverjir þeirra háskólanema, sem félagi Benedikt hefur áhyggjur af, séu á þessu ráfi sínu um háskól- ann, ekki vegna þess að þeir fengu ekki að ráða því sjálfir hvað þeir lærðu til stúdentsprófs, heldur vegna þess að þeir hafa verið dregn- ir á asnaeyrunum í gegnum allt þetta kerfi, af fólki sem hefur ráðið menntamálum þjóðarinnar, en hef- ur annaðhvort ekki botnað neitt í því sem þar var að gerast eða ekki þorað að taka á því. En á meðan duglegir nemendur í Þýskalandi og Bretlandi læra latínu um 12 ára aldur, er í íslenskum skólum verið að leggja fyrir jafnaldra þeirra og jafnoka klausur úr dönskum kvennablöðum til að stauta sig fram úr. Það er líka umhugsunarvert að þegar maður hittir erlenda jafnaldra sína, eru þeir komnir miklu lengra í námi og eru tilbúnir að hefja há- skólanám tveimur árum fyrr en hér tíðkast. Gúmmítékkar og hrun áfangakerfisins Nám er vinna í eigin þágu og í þágu þjóðfélagsins. Þar má gera sanngjarnar kröfur um afköst, en þeir sem vinna þessa vinnu, þ.e. nemendurnir, eiga ekki að þurfa að greiða beinlínis fyrir það. Það fer mikill tími í að vera í skóla og það kostar nemendur og fjölskyldur þeirra mikið fé, auk þess sem flest- ar námsbækur á íslandi eru fokdýr- ar. íslenskar ijölskyldur eiga þegar mjög misauðvelt með að kosta ungl- inga í skóla og margir þeirra þurfa að vinna fyrir sér sjálfir. Það á ekki að mismuna fólki meira en orðið er eftir efnahag með því að bæta þar ofan á skólagjöldum. ís- lendingar hafa auk þess ekki efni á öðru en að mennta allt sitt fólk eins vel og unnt er, við hæfi hvers og eins, og ég vara við þeirri stefnu að koma á einkaskólum handa for- réttindafólki, en Iáta almenna skóla drabbast niður. Það þarf stórátak til að bæta skólakerfið. Það gengur ekki að fólk fái launin fyrir fjög- urra ára vinnu greidd í innistæðu- lausum ávísunum, stúdentsprófs- skírteinum sem gilda ekki lengur til inngöngu í háskóla. En lausnin er ekki skólagjöld og einkaskólar, slíkt væri hrein villimennska. Það er sorglegt að áfangakerfi, sem hafði ýmsa ótvíræða kosti fram yfir bekkjakerfi, hafí verið misbeitt þannig að fornmálakennsla í MH leggist af. Þar var beitt reglu sem kveður á um það, að 15 nemendur þurfi til að áfangi sé kenndur. Afangakerfið er handónýtt ef grundvallarnámsgreinar eins og latína og stærðfræði fá að hrekjast þar fyrir fúlum vindum tísku og eftirspurnar. Menningarsjónarmið hljóta að ráða því að ákveðnar grundvallarnámsgreinar verði kenndar óháð nemendafjölda. Af- nám fornmálabrautar Menntaskól- ans við Hamrahlíð er skólanum til háborinnar skammar og ævarandi háðungar. I lokin er rétt að benda enn einu sinni á atriði sem ekki verður mót- mælt. Menntaskólinn við Hamrahlíð er ekki eini skólinn sem útskrifar stúdenta, og stjórnendur hans ráða ekki einir örlögum stúdentsprófsins. Það hefur haft mikla þýðingu sem lykill að háskólanámi, hérlendis og erlendis, og þarf að vera það áfram. Stúdentsprófið er sameign þjóðar- innar og á ekki að vera eitthvert marklaust plagg eða gúmmítékki sem fólk fær eftir ijögurra ára af- plánun í opinberri stofnun. Höfundur er nemandi í Mcnn tnskólan um við Hamrahlíð. Slökkvilið Reykjavíkur OPIÐ HUS í slökkvistöðinni t Öskjuhlíð sunnudaginn 3. nóvember kl. 13-17. Þargefst almenningi kostur á að kynnast starfsemi slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn sýna notkun tækja og búnaðar. Heimilisbrunavamir kynntar. K. Auðunsson hefur á boðstólum öll hreinlætistæki, blöndunartæki og flísar í baðherbergið. Útvegum fagmennsem fjarlægja gömlu tækin og setja upp þau nýju. Falleg og sterk hreinlætistæki frá PORCHER, IFÖ ogSPHINX. Alltaf tilboð á sér TILBOÐSPALLI Gerum verðtilboð! K. AUDUNSSON HF. Sérverslun með hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sími: 686088

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.