Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR fÁljÓARDXGÚk 2. NÓVEMBER 1991 43 1 I I J i I J Í .9 J i 3 & I GOLF || KÖRFUKNATTLEIKUR Heimsbikarkeppni landsliða: Spánverjar með forystu SPÁIMVERJAR eru meðforystu eftir tvær umferðir af fjórum í heimsbikarkeppni landsliða sem nú stendur yfir í La Qu- erce á Ítalíu. Ballesteros og Jose Rivero, sem leika fyrir Spán, léku báðir á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins í gær og það gerði gæfumuninn. Spánverjar, sem voru í þriðja sæti eftir 1. umferð, hafa leikið 36 holurnar á 279 höggum, eða 9 höggum undir pari vallarins. Þjóðverjar, sem reyna nú að verja heimsmeistaratitilinn frá í fyrra, eru í örðu sæti þremur höggum á eftir Spánveijunum. Bernhard Lagner lék á 69 höggum eins og reyndar fyrsta daginn en félagi hans, Torsten Giede- on, á 75 höggum. Englendingarnir Nick Faldo og Ste- ven Richardson, sem höfðu forystu eftir fyrsta daginn, léku báðir illa í gær og komu inn á 73 höggum og féllu við það niður í þriðja sæti og eru fjórum höggum á eftir spænska liðinu. Ballesteros hefur náð besta skori einstaklinga, sjö höggum undir pari (68 og 69) eða einu höggi minna en Langer. Ian Woosnam, Wales, sem lék á 69 höggum í gær, er í þriðja sæti fimm höggum undir pari. Islendingar tóku þátt í heimsbikar- mótinu í fyrra, var sérstaklega boðið, og fór það þá fram í Flórída. ísland hafnaði í 23. sæti af 32 þjóðum. ÚRSLIT Körfuknattleikur UMFN-Þór 100:64 íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, Japísdeildin, föstudaginn 1. nóvember 1991. Gangur leiksins: 8:0, 8:5, 20:11, 33:18, 35:24, 39:28, 43:29, 52:34, 58:38, 69:51, 84:51, 86:59, 94:59,100:64. Stig ÚMFN: Rondey Robinson 25, Kristinn Einarsson 18, Teitur Örlygsson 17, ísak Tómasson 16, ísak Leifsson 12, Jóhannes Kristbjörnsson 7, Ástþór Ingason 5. Stig Þórs: Joe Harge 25, Sturla Örlygsson 17, Högni Friðriksson 7, Helgi Jóhannesson 6, Konráð Óskarsson 4, Bjöm Sveinsson 3, Örvar Erlendsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 300. 1. deild karla: Breiðablik - ÍR.............80:99 ÍA-ReynirS..................81:76 Handknattleikur Bikarkeppni karla, 1. umferð: KA-Haukarb..................35:23 ■Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson var marka- hæstur í liði KA með 10 mörk. Alfreð Gísla- son kom næstur með 7. Viktor Pálsson var markahæstur liði Hauka með 9 mörk. Knattspyrna Frakkland 1. deild: Marseille — Nancy.................4:0 (Waddle 8., Papin 18., Steven 33., Pele 83.). 20.000. Metz —Lyon........................1:1 (Huysman 80.) - (Bouderbala 85.). 6.000. Lens — Cannes.....................1:1 (Slater 41.) - (Priou 35.). 10.000 St. Etienne — Montpellier.........1:1 (Chaintreuil 44.) - (Divert 33.). 12.000. Þýskaland Duisburg — Eintracht Frankfurt....3:6 Wattenscheid — Bayern Miinehen....0:0 Werder Bremen — Kaiserslautern....0:2 Staða efstu liða: Frankfurt........16 9 4 3 40:20 22 Kaiserslautem... 16 8 4 4 27:17 20 Leverkusen...... 15 6 7 2 17:11 19 VfB Stuttgart....15 7 4 4 26:15 18 Dortmund........ 15 7 4 4 28:27 18 Duisburg........ 16 5 8 3 22:20 18 KNATTSPYRNA Kynningarfundur vegna Englandsferðar Ferðaskrifstofan Aiís gengst á mánudaginn fyrir ferð til Newcastle í Englandi, og á miðvikudaginn fer hóp- urinn á leik Manchester United og Atletico Madrid í Evrópukeppninni á Old Trafford í Manchester. Kynning- arfundur vegna ferðarinnar, fyrir þá sem ætla að fara og aðra sem hafa áhuga á að bætast í hópinn, verður í dag kl. 17 á Gáuki á Stöngi Rondey Robinsson gerði 25 stig fyrir Njarðvíkinga í öruggum sigri á Þór, sem er eina liðið sem ekki hefur hlotið stig í deildinni. Öruggur sigur Njarðvíkinga íslandsmeistarar IVIjarðvik unnu öruggan sigur gegn botn- liði Þórs frá Akureyri í „Ljóna- gryfjunni” í Njarðvík í gær- kvöldi og skorðu Njarðvíkingar 100 stig gegn 64 stigum norð- anmanna. Þar með eru Þórsar- ar enn eina liðið sem ekki hef- ur unnið leik i deildinni. „Það er gott að vera kominn á sigur- braut aftur við lékum sterka vörn og það sló þá út af lag- inu,” sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. Leikur iiðanna í Njarðvík í gær- kvöldi var ekki sérlega vel leik- inn og var einstaklingsframtakið ^_ nær alsráðandi. Þá brá fyrir glefsum Blöndal hjá íslandsmeistur- skrifarfrá unum sem léku án Keflavik. Friðriks Ragnars- sonar sem er fingurbrotinn og Hreiðars Hreiðarssonarsem var í leikbanni. Þá gekk Teitur Örlygsson ekki heill til skógar og skoraði hann ekki stig fyrr en í síðari hálfleik. Njarðvíkingar tóku strax foiyst- una og héldu henni síðan allt til loka. Þórsarar voru allt annað en sannfærandi að þessu sinni og það tók þá 5 og 1/2 mínútu að skora sín fyrstu stig. „Við náðum okkur einfaldlega ekki á strik og þegar Njarðvíkingar eni komnir á skfT^ er erfitt að stöðva þá,” sagði Brad Casey, þjálfari Þórsara. „Það em margir óreyndir menn í mínu liði og við þurfum meiri tíma til að stilla saman strengina. Nú kemur kærkomið hlé sem við ætlum að nýta okkur vel og þrátt fyrir slæma bytjun vil ég vera allt annað en svartsýnn með áframhaldið og þá fari gæfuhjólið að snúast okkur í hag.” Rondey Robinsson og Kristinn Einarsson voru bestu menn Njarð- víkinga auk þeirra ísaks Tómasson- ar og Teits Öriygssonar sem heldur betur fór í gang í síðari hálfleik og skoraði þá 17 stig. Hjá Þór voWTf þeir Joe Hange og og Sturla Örlygs- son atkvæðamestir. HANDKNATTLEIKUR Gamlar kempur í Víkingar taka í dag í notkun nýtt og glæsilegt íþrótta- hús á svæði félagsins við Stjömugróf. Vígsluhátíðin hefst kl. 13.30. Meðal þess sem boðið verður upp á við vígslu íþrótta- hússins verður leikur íslands- meistara Víkings í handknatt- leik frá árunum í kringum 1980 gegn landsliðinu á sama tíma. Víkingsliðið skipa m.a. eftir- taldir: Kristján Sigmundsson og Rósmundur Jónsson, markverð- ir. Ólafur Jónsson, Viggó Sig- urðsson, Árni Indriðason, Stein- ar Birgisson, Páll Björgvinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Heim- ir Karlsson, Einar Jóhannesson og liðsstóri verður Karl Bene- diktsson Landsliðið skipa m.a. þeir Ólafur Benediktsson, markvörð- ur, Axel Axelsson, Geir Hall- steinsson, Viðar Símonarson, Ólafur H. Jónsson, Jón Pétur Jónsson, Stefán Gunnarsson, Gunnsteinn Skúlason og liðs- stjóri verður Hilmar Björnsson. Þess má til gamans geta að samanlagður landsleikjafjöldi leikmanna beggja liða er nálægt 3.000 og meðalþyngd leikmanna um 0,1 tonn. Svo er bara að sjá hver verður fyrstur til að skora í nýja íþróttahúsinu. Rennum blint í sjóinn - segirValdimarGrímsson, fyrirliði Vals, um leikinn gegn Hapoel „ÞAÐ verður að segjast eins og er að við rennum blint í sjón- inn hvað varðar styrkleika ísra- elska liðsins. Við höfum litlar sem engar upplýsingar um lið- ið," sagði Valdimar Grímsson, fyrirliði Vals. Valur og ísraelska liðið Hapoel leika fyrri leik sinn í 16-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða i' Laugardalshöll á morgun, sunnudag kl. 17. Valsmenn hafa reynt mikið til að ná í uppslýsingar um ísra- elska liðið en ekki haft árangur sem erfiði. „Það ein sem við vitum er að þetta lið sló Luxemborgarmeist- arana út í fyrstu umferð. Þegar við báðum um upplýsingar um einstaka leikmenn fengum við aðeins nöfnin á þeim. Þeir sögðu að aðeins mark- verðirnir væru í föstum stöðum, hinir væru hreyfanlegiri,” sagði Bjami Ákason, formaður hand- knattleiksdeildar Vals. Hapoel Rishon Lezion er ungt handboltafélag, sem var stofnað 1968. Árangur liðsins hefur þó ver- ið góður undanfarin ár. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari 1988, 1990 og 1991. I liðinu eru þrír fyrrum sovéskir landsliðsmenn og einn tékkneskur og gengu þeir til liðs við félagið fyrir þetta keppn- istímbil. Hapoel hefur nú leikið fjóra leiki í ísraelsku deildinni og unnið þá alla. Leikmenn liðsins komu til landsins í gær. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sagði að Valsmenn yrðu að vinna stórt á sunnudaginn, helst með 6 til 8 marka mun til að eiga mögu- leika á að komast í 8-liða úrslit. „Við ættum að vinna ísraelska liðið ef við tökum mið af styrkleika ís- lenska landsliðsins og þess ísra- elska. En við megum ekki vanmeta þetta lið, enda vitum við ósköp lítið um styrkleika þess. Við höfum séð sveiflur upp á 10 mörk milli heima- og útileikjar í EvrópukeppHinni og verðum því að ná góðu forskoti hér heima fyrir síðari leikinn,” sagði Þorbjörn. Valdimar Grímsson sagði að Valsliðið tæki nú þátt í Evrópu- keppninni með töluvert öðru hugar- fari en áður. „Fyrir nokkrum árum voru gerðar miklar kröfur til okkar og við áttum að standa okkur í Evrópukeppninni. Nú erum við í Evrópukeppninni til að hafa gaman að því og ekki eins miklar vænting- ar og áður. Ég held að þessi hugs- unarháttur komi til með að hjálpa okkur,” sagði Valdimar. Kosnaður Valsmanna vegna síð- ari leiksins sem fram fer í Israel 9. nóvember er upp á 2 milljónir króna. Það má því segja að Vals- menn hafi verið óheppnir með mót- heija því varla er hægt að hugsa Valdimar Grímsson sér lengra ferðalag í keppninni. „Við þurfum að fá 1700 til 1800 áhorfendur í Höllina til að standa undir kostnaði við ferðalagið til ísrael,” sagði Bjarni Ákason. Jakob Sigurðsson, sem verið hef- ur fyrirliði liðsins, leikur ekki með vegna meiðsla. Hann verður þó ekki langt undan því hann er titlað- ur sérlegur ráðgjafi liðsins í leikn- um. __ BORÐTENNIS Gunnarog Ámi dæma hjá Svíum Gunnar Jóhannsson ogÁrni Siems- en hafa verið valdir til að dæma leik Svía og Júgóslava í Evrópukeppni iandsliða í borðtennis sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð 5. nóvember. Þetta er mikill heiður fyrir íslensku dómar- ana. Svíar og Júgóslavar iéku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti og unnu Svíar og eru því heimsmeistarar. Svíar verða að sigra í leiknum til að komast í úrslit Evrópukeppninnar og má því búast við að þeir stilli upp sínu sterk- astá liði. Stjömuleikur í körfubolta STJÖRNULEIKUR í körfu- knattleik fer fram í dag í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarf irði. Það eru Körfu- knattleikssamband íslands og Samtök íþróttafrétta- manna sem standa fyrir leikn- um, en einnig verður boðið upp á troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni. Dagskráin hefst kl. 13.30 með þriggja stiga skotkeppni, og tuttugu mín. síðar hefst troðslu- keppni. Pressuleikurinn sjálfur hefst kl. 14.15 og í hálfleik verða úrslit í troðsiukeppni og þriggja stiga keppninni. Landsliðið skipta eftirtaldir: Albert Óskarsson, ÍBK, Bárður Eyþórsson, Snæfelli, Einar Ein- arsson, Tindastóli, Guðmundur Bragason, Grindavík, Henning Henningsson, Haukum, Hermann Hauksson, KR, Hjörtur Harðar- son, ÍBK, Magnús Matthíasson, Val, Nökkvi Már Jónsson, ÍBK, Pálmar Sigurðsson, Grindavík, Rúnar Árnason, Grindavík og Tómas Holton, Val. Pressuliðið skipa eftirtaldir: Franc Booker, Val, Jón Kr. Gísla- son, ÍBK, Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, Sturla Örlygsson, Þór, Valur Ingimundarson, Tindastóli, Jonathan Bow, ÍBK, Joe Harge, Þór, Axel Nikulásson, KR, Ronday Robinson, Njarðvík og Jon Baer, KR. Eftirtaldir taka þátt í þriggja stiga skotkeppninni: Einar Ein- arsson, Franc Booker, Gunnar Örlygsson, Þór, Jonathan Bow, Jón Arnar Ingvarsson, Jón Kr. Gíslason, Lárus Árnason, KR, Pálmar Sigurðsson, Ragnar Þór Jónsson, Val, Teitur Örlygsson, Njarðvík, Valur Ingimundarson og Friðrik Rúnarsson, Njarðvík, sem keppir fyrir hönd þjálfara. Og í troðslukeppni keppa þessir: Guðmundur Bragason, Hermann Hauksson, Joe Harge, Jon Baer, Ronday Robinson, Valur Ingi- mundarson og Albert Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.