Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 20
20 MÓRGÚNÍ3LAÉ)IÐ LAUGARDAGÚR 2. NÖVEMBER 1991 Hart deilt á síðasta degi friðarráðstefnunnar í Madrid: Arabar fordæma ásakanir Shamirs um gyðingahatur Israelski forsætisráðherrann sakar Palestínumenn um fjöldamorð á gyðing- um og Sýrlendinga um mannréttindabrot - Utanríkisráðherra Sýrlands dreg- ur upp gamalt veggspjald þar sem lýst var eftir Shamir vegna hermdarverka Madrid. Reuter. TIL harðra orðaskipta kom milli fulltrúa ísraela og araba í gær, á síðasta degi friðarráðstefnunnar í Madrid. Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra Israels, sakaði Palestínumenn um fjöldamorð á gyðingum í byijun aldarinnar og stjórnvöld í Sýrlandi um harðstjórn og mann- réttindabrot. Sendinefndir araba brugðust ókvæða við ræðunni og utanríkisráðherra Sýrlands dró upp bækling með mynd af gömlu veggspjaldi, þar sem lýst var eftir Shamir fyrir hermdarverk. Shamir sakaði Haidar Abdel- Shafi, sem fór fyrir fulltrúum Pal- estínumanna á ráðstefnunni, um sögufölsun. Abdel-Shafi hafði dag- inn áður haldið tilfmningaþrungna ræðu, þar sem hann dró upp dökka mynd af lífi Palestínumanna á her- numdum landsvæðum ísraela. Shamir sagði að Palestínumenn myndu „ekki öðlast þá samúð sem þeir leita eftir” með slíkum mál- flutningi. Hann sakaði Palestínu- menn um að hafa framið fjölda- morð á gyðingum í byrjun aldarinn- ar, hafnað friðartillögum og haft samvinnu við nasista. ísraelski forsætisráðherrann veittist einnig sérstaklega að sýr- lenskum stjómvöldum. Hann sagði að fullyrðingar þeirra um að vel hefði verið farið með gyðinga í Sýrlandi væru sérlega ótrúverðug- ar. Hann lýsti Sýrlandi sem „einu mesta kúgunar- og harðstjómarríki heims”. Kveðst binda vonir við frið Shamir kvaðst þó vongóður um að friðarráðstefnan myndi marka tímamót og hvatti araba til að beita sér af einurð fyrir friði. Israelar hefðu komið til friðarráðstefnunnar í þeirri von að hægt yrði að tryggja frið og sú von gæti enn ræst. Hann sagði að ísraelar ættu að geta náð friðarsamkomulagi við Jórdani sem myndi tryggja ríkjun- um báðum ömgg landamæri. Hann kvað ísraela hafa samúð með líb- önsku þjóðinni, sem „mætti þola ok hernáms og kúgunar Sýrlend- inga”. ísraelsstjóm vildi ekki hafa hermenn á líbönsku landsvæði til frambúðar en myndi ekki flytja þá af öryggissvæðinu í Suður-Líbanon nema Sýrlendingar kölluðu her- sveitir sínar í landinu heim og stjóm landsins gerði friðarsamning við ísraela. Shamir fór frá Madrid eftir að Farouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sýnir bækling með mynd af veggspjaldinu, þar sem lýst var eftir Shamir. hafa flutt ræðuna til að geta kom- ist til ísraels fyrir hvíldardag gyð- inga. Shamir lýst sem hryðjuverkamanni Farouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, tók ræðu Shamirs óstinnt upp og sakaði hann um að hafa drepið embættismenn, sem reyndu að stilla til friðar milli gyð- inga og Palestínumanna er þeir börðust um Palestínu fyrir stofnun ísraels árið 1948. „Ég ætlaði að einbeita mér að því að finna frið- samlega lausn og til þess kom ég,” sagði hann og vék frá þeim texta, sem hann hafði undirbúið fyrir fundinn. „Fyrst vil ég bara sýna ykkur, ef ég má, gamla mynd af Shamir þegar hann var 32 ára gam- all,” sagði hann og dró upp bækling með mynd af veggspjaldinu. „Hvers vegna var þessu veggspjaldi dreift? Vegna þess að hann var eftirlýstur. Hann viðurkenndi sjálfur að hann væri hermdarverkamaður, að hafa stundað hryðjuverk og átt þátt í að myrða Bemadotte greifa ... hann myrti menn sem reyndu að stilla til friðar.” Talsmenn ísraelsstjórnar fóru hörðum orðum um ræðu utanríkis- ráðherrans og sökuðu hann um gyðingahatur. Hernumdu svæðin qjóti vemdar alþjóðastofnana Haidar Abdel-Shafi, oddviti pal- estínsku fulltrúanna, kvaðst hafa ITZtlAK VEZ8RNITSKV Ago 3S y«at» ; t«$ etn* BtiUd ; H« avy Ctimpiexion : S&liow Hstlr : Biown Kye* : lirown J*eeuii»nti«r»: Tbick eycbrowe Pecularitios : Thick oyebrow* larg« «í»r»; unkompt oppear ancc; u*e* <ti*guj*« u rabbi Naiiooality : PoUah Occupation: Clerk. >j J8"—1 Reuter Mynd af veggspjaldi, sem utan- ríkisráðherra Sýrlands sýndi á friðarráðstefnunni í Madrid í gær. Veggspjaldið er frá þeim tíma er Bretar lýstu eftir Yitzhak Shamir, þá 32 ára, vegna hermd- arverka fyrir stofnun ísraels 1948. A spjaldinu er mynd af honum ásamt upplýsingum. orðið fyrir vonbrigðum með ræðu Shamirs og sagði hann ríghalda í úrelta harðlínustefnu. „Það er sorg- legt að Shamir skyldi ekki finna neitt í yfirlýsingu okkar sem hann gæti svarað,” sagði hann og beindi síðan orðum sínum til Shamirs: „Palestínumenn eiga sinn rétt sem þjóð. Þú kýst ef til vill að loka aug- um þínum fyrir því, Shamir, en við stöndum hér fyrir framan þig og fyrir augliti alls heimsins og þú getur ekki sniðgengið okkur.” Greenpeace um skrif Dagbladeh Engin sönnun og sví- virðileg ónákvænmi FRASÖGN Dagbladet af málefnum Greenpeace nú í vikunni er eins og Forhes-greinin, sem blaðið vitnar í, byggð á svívirðilegri óná- kvæmni og engar sannanir eru lagðar fram til stuðnings ásökunun- um,” segir í opnu bréfi sem deild Greenpeace-samtakanna í Noregi segist hafa sent öllum norskum fjölmiðlum á fimmtudag. í bréfinu kemur fram að heimiidarmaður Forbes afneitar ummælum sem höfð eru eftir honum um meint svik og pretti Greenpeace í sam- bandi við Alþjóðahvalveiðiráðið og jafnframt er Dagbladet sagt ganga mun lengra en bandariska tímaritið í að sverta samtökin. Greenpeace gefur í skyn að það sé engin tilviljun að Forbes birti ásakanir í garð samtakanna; í sama tölublaði séu auglýsingar frá fyrir- tækjum er hafi orðið fyrir barðinu á liðsmönnum Greenpeace þegar þeir hafi bent á að fyrirtækin valdi umhverfisspjöllum með starfsemi sinni. Heimildarmaður Forbes er Greenpeace-maðurinn Francisco Palacio en í opna bréfinu er birt yfirlýsing hans og fer hún hér á eftir í íslenskri þýðingu Morgun- blaðsins. „Viðtalið sem ég veitti Forbes var sett upp með þeim hætti að látið var að því liggja að Green- peace hefði greitt félagagjöld ríkja sem gengið hafa í Alþjóðahvalveið- iráðið. Þetta er einfaldlega ekki satt og alls ekki það sem ég sagði. Ég sakaði Greenpeace aldrei um neinar misgjörðir og nefndi svo sannarlega aldrei mútur eða neitt af því tagi. Greenpeace greiddi að því er ég best veit aldrei félaga- gjöld nokkurs ríkis sem gekk í Al- þjóðahvalveiðiráðið. Ásakanir Dag- bladet þess efnis að liðsmenn Greenpeace hafi undirritað aðildar- beiðnir fyrir hönd ríkja sem sóttu um aðild eru jafn rangar og út í hött.” í afspyrnuroki Reuter Kona gengur í roki og rigningu frá heimili sínu í bænum Scituate í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hús hennar gjöreyðilagðist í stormi sem geisaði um strönd Nýja Englands í fyrradag. Skemmdir urðu á þúsundum húsa, þar á meðal sumarhúsi George Bush Bandaríkjafor- seta. GATT-viðræðumar að komast í eindaga: Enn doilt um landbúnaðarmálin Genf. Reuter. TALSMAÐUR GATT, tolla- og viðskiptasamkomulagsins, sagði í gær, að ekki hefði tekist að koma saman drögum að nýju viðsldpta- samkomulagi fyrir 1. nóvember eins og að var stefnt. Vonir standa þó til, að það takist í mánuðinum. ■ LONDON - Breska stjömu- fræðifélagið hélt því fram í gær að líklega hefðu breskir stjarnfræðing- ar notað sjónauka til að skyggnast um í stjömukerfínu löngu áður en ítalinn Galileó hóf stjörnurann- sóknir sínar. Árið 1576 hafi Thom- as Digges teiknað kort sem sýndi reikistjömur á braut um sólu eftir að beitt sjónauka sem faðir hans Leonard smiðaði, en það er 33 áður en Galileó er sagður hafa fyrst mundað sjónauka sem hollenskur linsusmiður, Hans Lippershey, smíðaði. Hingað til hefur Galileó verið sagður fyrstur til að nota sjón- auka til. stjarnfræðÍKumsókna. Uurguay-viðræður GATT-ríkj- anna 108 hafa nú staðið í fimm ár en fyrir sex vikum ákvað formaður GATT, Arthur Dunkel, að drög að nýju samkomulagi í öllum sjö meg- ingreinunum skyldu liggja fyrir 1. nóv. Það tókst hvergi og ekki held- ur í landbúnaðarmálunum, sem Dunkel stýrir. Á fundi viðskiptaráðherra GATT- ríkjanna í Brussel í desember fyrir árivoru-það iandbúnaðarmáim,-sem allt strandaði á, og einkum tregða Evrópubandalagsríkjanna til draga úr niðurgreiðslum. David Woods, talsmaður GATT, sagði, að mikið hefði þó miðað að undanfömu í þeim málum og öllum öðmm og stæði það nú upp á aðildarríkin, sum að minnsta kosti, að taka nauðsyn- legar, pólitískar ákvarðanir. Viðræðurnar eru kenndar við Uruguay þar sem þær hófust 1986 -en-markmiðið erað-móta-það-við- skiptalega umhverfí, sem vísa skal veginn inn í 21. öldina. Snúast þær meðal annars um höfundar- eða hugverkarétt, markaðsaðgang og viðskipti almennt, jafnt með þjón- ustu sem vöru. Ætla fulltrúar fjög- urra stærstu viðskiptaheildanna, Evrópubandalagsins, Japans, Bandaríkjanna og Caims-hópsins, að hittast í Lundúnum í næstu viku til að ræða landbúnaðarmálin. Ca- irns-hópinn mynda nokkur lönd, sem flyija út mikið af landbúnaðar- vöm. Stjórnarnefnd GATT-viðræðn- anna ætlar einnig að koma saman í næstu viku og sþá því siimir, að verði enginn árangur af þeim fundi muni Dunkel leggja fram endur- skoðaða útgáfu af Brussel-samn- ingnum, sem ekki var samþykktur, og bjóða aðildarríkjunum að játa honum eða neita. Er honum mikið í mun að fá einhvern botn í viðræð- umar fyrir 18. nóvember þegar landbúnaðarráðherrar EB koma saman til fundar og hann óttast, að takist það ekki muni leiðtoga- fundur EB í Hollandi í desember um myntbandalag og pólitíska ein- ingu ríkjanna og aðdragandi for- setakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári verða tii að drepa öllu Öðru á dreif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.