Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 29 Er vinátta einhvers virði? — óvinur! Vinur — kunningi ■ eftir Ólaf Oddsson I stað þess að beina sjónum okk- ar að neikvæðum þáttum mannlífs- ins s.s. ofbeldi ýmiss konar er nú vakin athygli á gildi vináttunnar. „Vinátta ’91” er eitt „átakið” í við- bót við mörg önnur sem fram hafa farið á undanförnum misserum. Þannig virðist þurfa með áhlaupi af frumkvæði opinberra aðila eða samtaka að fá fólk til að rækta vináttusambönd sín. Þessi hugmynd er auðvitað til komin vegna þess að sýnilegt er að átaks þarf við, til að bæta ýmsa samskiptaþætti okk- ar og styrkja vitund okkar um rétta og ranga hegðun í daglegum sam- skiptum. Féalgsmálastofnun og Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborg- ar gangast fyrir átakinu enda vita þessar stofnanir öðrum fremur hversu aumur vinalaus maður getur verið. Marmkið átaksins er að fá alla aldurshópa samfélagsins, ein- staklinga, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki til að gera eitthvað jákvætt, uppbyggilegt og skemmti- legt saman. Máttur vináttunnar er settur í brennidepil um leið og bent er á fjölda leiða sem hægt er að fara í því sambandi. Vinátta hefur margar hliðar og birtist í óendanlegum fjölbreyti- leika. Það er háð gildismati ein- staklingsins. Það sem einum finnst vera vinátta finnst öðrum e.t.v. ekki. Eru vinatengsl almennt yfir- borðslegri í dag en þau voru fyrr á tírnum? Sú einfalda staðreynd að hraðinn er orðinn meiri og tíminn sem við höfum fyrir vini okkar hefur minnk- að setur eflaust sinn svip á sam- skiptaformin og eðli vináttunnar. Eru vinirnir færri og betri, eða eru þeir fleiri og verri? Hver er vinur manns? í hugskotum okkar og samþjapp- aðri reynslu finnum við almenna skilgreiningu á hugtakinu „vinátta” og gildi vináttunnar. Okkar sjálfs- ímynd verður til í samskiptum við aðra og því persónulegri og jákvæð- ari sem samskiptin eru, því meira styrkja þau sjálfsímynd okkar og persónuleika. Hver er vinur þinn? Það er sá sem við treystum fyllilega fyrir okkar persónulegu málum og við erum viss um að það sé farið með þau eins og við viljum. Sá sem hefur kynnst göllum okkar og tak- mörkunum en er samt vinur manns. Sá sem styður mann í erfiðleikun- um, sá sem samgleðst manni, þegar vel gengur og sá sem hægt er að deila sorgum með og sá sem maður getur verið ósammála án þess að eiga á hættu vinslit. Kröfur þjóðfélagsins um þátttöku foreldranna í því sem börnin eru að gera hafa aukist s.s. í íþróttum, skólastarfí og tómstundum ýmiss konar auk þess sem hinir fullorðnu þurfa líka að sinna sínum eigin áhugamálum og félagslegum skyld- um m.a. með þátttöku í félags- starfí. Vinnufélagarnir og vinnan taka sinn toll af tíma fjölskyldunn- ar. Þetta gerir það að verkum að tími sá sem til afgangs er fyrir vin- ina, er orðinn takmarkaðri. Þá verð- ur ofaná samskipti við þá sem hafa sömu áhugamál og maður sjálfur og hinir sitja á hakanum. Ef til vill hefur „kunningjunum” að sama skapi fjölgað, með yfirborðsiegri samskiptum og skammtíma tengsl- um. Fjölskylduvinir Orðið fjölskylda heyrist mun oft- ar nú í seinni tíð en áður. Haldnar eru fjölskylduhátíðir, fjölskyldu- námskeið, farnar fjölskylduferðir, boðið upp á fjölskylduþjónustu, ættarmót og félagsleg tilboð miðast við þátttöku allrar fjölskyldunnar. Pjölskyldan er orðin markaðshópur, fjölskyldustefna ríkisstjórnarinnar og EES-samkomlagið hugsar líka um fjölskylduna. Er ekki allt fjölskyldustefna sem lýtur að velferð einstaklingsins? Allir eru fjölskylda eða a.m.k. til- heyra einhvers konar fjölskyldu. Eða, hvað með þá sem eru einir? Eigum við að hætta að tala um fjöl- skylduna sem grunneiningu þjóðfé- lagsins og tala í stað þess um „heimilið”? Allir eiga jú heimili, hvort sem þeir búa einir, eru á stofnunum eða búa með skyld- menni, vini eða maka og þar með eru þeir ekki skildir útundan í fjöl- skylduumræðunni. Tölum því held- ur um heimilin. Ólafur Oddsson Vinátta barna Börn byija snemma að byggja upp vináttutengsl og þau gera sér fljótt grein fyrir því að einstakling- arnir eru misjafnir og þeir velja sér vini eftir áhugamálum og samlynd- issjónarmiðum s.s. hvernig gengur að lynda við viðkomandi og hvort viðkomandi er skemmtilegur í leik eða ekki. Eftir því sem við eldumst sækjum við meira eftir því að tengj- ast vináttuböndum við þá sem eru ólíkir okkur að innri gerð. Vinátta fólks byggist því oft upp á andstæð- um eiginleikum, útliti persónugerð og kemur það glöggt fram á ungl- ingsárunum. Annar er feiminn, hinn er ófeiminn, lítill og stór, feitur og mjór, Ijós og dökkur. Það virðist sem svo að við bætum okkur upp veikleika okkar með því að sækja það til vinarins. Mörg hjónaböndin byggjast á sh'kum tengslum, þó vissir lágmarksþættir s.s. sameigin- leg áhugamál, sameiginleg trú og lífsviðhorf verði að vera til staðar svo vel eigi að vera. Vináttan sér um sig, þar sem hún byggist á því að gefa og þiggja. Komi slagsíða á slíkt jafnvægi get- ur vináttan brostið. Traust vinátta þolir töluverða slagsíðu um tíma, því vissulega geta skapast þær að- stæður að erfitt sé að rækja vinátt- una um stundarsakir. Vegna tví- virkni hennar hefur hún tilhneig- ingu til að viðhalda sjálfri sér. Sá sem gefur fær, sá sem fær missir. Líta má á vináttuna sem hæsta samskiptastig mannsins og er því hægt að líta á óvináttu sem lægsta stig okkar. En hana þarf að rækta. Báðir eða allir þurfa að hagnast á henni með einhverjum hætti, hafa gaman af, að njóta, að þurfa, að gefa og fá. Hún þarf að vera gagn- kvæm. Tilfinningaleg tengsl, gagn- kvæm virðing og ánægja þurfa að vera til staðar eigi vinátta að blómstra og dafna. Það dugar ekki að annar vorkenni hinum og hin þóknist honum. Hver er óvinur okkar? Þegar okkur líður illa með það sem við erum að fást við, finnst við jafnvel ekki ráða við viðfangsefnið eða erum í erfiðleikum með okkur sjálf höfum við tilhneigingu til að finna orsakir utan okkar sjálfra og búum þá gjarnan til óvini hér og þar. Þannig geta persónur, hlutir, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, þjóðir og þjóðflokkar orðið að óvin- um okkar án þess að við getum skýrt það beinlínis, hvers vegna. Við höldum að aðrir hafí komið í veg fyrir að við náum markmiðum okkar í starfí eða leik. Oftast eru það þessir svokölluðu samkeppnis- aðilar eða þeir sem við erum ekki sammála sem við setjum í þessi hlutverk. Þeir sem ógna afkomu okkar, öryggi eða stöðu. Oft er það ómeðvitað og jafnvel ímynduð óvin- átta sem nærist á neikvæðum hugs- unum okkar og afstöðu. Oftast tekst okkur að finna orsakirnar hjá öðrum. Óvinurinn er innan okkar sjálfra. Við þurfum að vera meðvit- uð um það hvenær hann er að störf- um og hvers vegna. íslensk stjórnmál byggjast að miklu leyti upp á að rækta óvina- ímyndina og agnúast út í andstæð- inginn málefnalega og ómálefna- lega eða að minnsta kosti er sú mynd gefin útávið, þó því sé fleygt að þingmenn leggi niður sverðin og séu bestu vinir þegar fjölmiðlarnir eru ekki nálægt. Enda eiga þeir margra sameiginlegra hagsmuna að gæta og gætu ekki þrifist án hvors annars. Verst er ef óvina- ímyndin er sá hvati sem drífur þing- mennina áfram í störfum þeirra. Hvað ætli geri þá svona óörugga, ef svo er? Skortur á markmiðum, heiidarsýn, þekkingu eða léleg sjálfsímynd. Að upphefja sjálfan sig með því að gagnrýna og niðurlægja aðra er afar algengt í mannlegum samskiptum. Eru fordómar vanþekking? Við óttumst það sem við þekkjum ekki. Við fordæmum gjarnan það sem við óttumst. Það sem er öðru- vísi en við erum vön, er oft að okk- ar mati af hinu illa, þessi viðhorf mannsins birtast í hinu smæsta til hins stærsta. Við fordæmum þjóðir, þjóðarbrot, stéttir, landshluta, hópa, stofnanir, félagasamtök, íyr- irtæki og einstaklinga. Við erum fordómar. Virðing okkar og frá- vikaþol er oft af skornum skammti. Við eyðum geysilegri orku í að beij- ast við „óvininn” andlega og félags- lega og það getur komið í veg fyrir eðlilegar þroskaframfarir og jafnvel hindrað framgang góðra mála. Að rækta vináttuna í bæklingi sem gefinn er út í Grafarvogi í tilefni átaksins segir m.a. „Notið vináttuna eins og bankainnstæðu, ef ykkur sýnist svo, en gleymið ekki að leggja inn á reikninginn öðru hvoru.” í dag er jafnvel mesta þörf mannsins á að gefa sér tíma til að rækta sjálf- an sig, heimilið, vinina og jörðina sem við búum á. Ef við eignumst einn góðan vin á lífsleiðinni, erum við rík. Höfundur er starfsmaður Rauða kross íslands. --------*-*-*-------- ■ Á PÚLSINUM sunnudaginn 3. nóvember verður jasskvöld þar sem jassleikararnir Sigurður Flosason, saxófónleikari, Eðvard Lárusson, gítarleikari, Einar Valur Sche- ving, trommuleikari og Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari láta gamminn geysa. Von er gesti þetta kvöld sem m.a. er þekktur fyrir góðan og hressilegan jasssöng. Mánudaginn 4. nóvember verður svo grænlenskt kvöld á Púlsinum þar sem helsta rokkstjarna Græn- lendinga Ole Kristiensen kemur fram ásamt hljómsveit sinni. Hér er víst um góðan tónlistarmann að ræða sem hefur vakið athygli langt út fyrir Grænlandsstrendur, m.a. hefur myndbandið hans Zoo Inuillu verið sýnt í MTV og í öðrum sjón- varpsstöðvum víða um heim, segir í fréttatilkynningu frá Púlsinum. AUGLYSINGAR SJÁLFSTflEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Aðalfundur Aðalfundur Baldurs, félags ungra sjálf- stæðismanna á Seltjarnarnesi, verður hald- inn sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00 í sjálfstæðissalnum, Austurströnd 3,3. hæð. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þ. Þórðar- son, varaformaður S.U.S. Kópavogsbúar athugið I dag, laugardaginn 2. nóvember, verða þeir Guðni Stefáns- son, bæjarfulltrúi og formaður bygginga- nefndar, og Jón Kristinn Snæhólm, varafulltrúi og vara- formaður umhverf- isráðs, til viðtals í Hamraborg 1, 3. hæð milli kl. 10.00 og 12.00. Kópavogsbúar eru hvattir til að mæta. Heitt á könnunni. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi. Vélritunarkennsla Morgunámskeið byrjar 4. nóv. Vélritunarskólinn, sími 28040. □ MlMIR 599111047= 1 FRL. □ GIMLI 599104117 - Afmf. HA/ Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarfundur i kvöld kl. 20.00. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Þriðjudagur: Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Dick Mohrman. Laugadagur: Dagur fyrir þig. Fjölbreytt dagskrá frá kl. 11.00 og fram á kvöld. Fræðslustundir með Dick Mohrman. Sunnudagur 9.11: Almenn sam- koma. Ræðumaður Dick Mohrman. Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Sunnudagaskóli kl. 11.00. Fimmtudagur: Almenn sam- koma kl. 20.30. H ÚTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 14606 Dagsferðir sunnud. 3. nóv. Kl. 10.30: Póstgangan 22. áfangi. Hraungerði - Selfoss - Kotferja Gengið verður frá Hraungerði um Laugardæla, gamla áningar- staðinn, um Selfossbæina og niður með Ölfusá framhjá Ölhól og Dýflissu að Kotfreyju. Fylgd- armaður verður Páll Lýðsson frá Litlu-Sandvík. Pósthúsið á Sel- fossi verður opnað vegna stimplunar póstgöngukorta. Kl. 13.00: Skálafellá Hellisheiði Gengið frá Smiðjulaut um Hverahlíð og síðan á Skálafellið. Þægileg fjallganga. Brottför í báðar ferðirnar frá BSl, bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn og Fossnesi á Sel- fossi. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLOUGÖTU 3 S. 11796 19533 Sunnudagsferðir 3. nóv. Kl. 10.30 Skógfellavegur - Stóra-Skógfell - Grindavík Við setjum auka gönguferð um þessa fornu þjóðleið úr Vogum til Grindavíkur. Gott og skemmti- legt gönguland í gosbeltinu. Kl. 13.00 Hesthellir - Stóra- Skógfell - Gálgaklettur. Litið fyrst i mynni Hesthellis hjá Grindavíkurvegi, en síðan geng- ið meöfram Stóra-Skógfelli að Sundhnúk og Gálgakletti. Ganga við allra hæfi. Verð 1.100,- kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (í Hafnarfirði v. krikjug.). Myndakvöld miðvikudagskvöldið 6. nóv. kl. 20.30 f Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Efni: Raðgangan 1991: Gönguferð um gosbeltið, Miðhálendisferðin og Græn- landsferðin í sumar. Á hjóli og gangandi í Borgarfirði 9.-10. nóv. Fyrsta hópferð f Víðgelmi eftir opnun hellisins. Brottför á laug- ardagsmorgni kl. 08. Tvískipt ferð: a. Gönguferðir - hella- skoðun. b. Fjallahjólaferð og hellaskoðun í samvinnu við Is- lenska fjallahjólaklúbbinn. Farið um innsveitir Borgarfjarð- ar, Hallmundarhraun og ná- grenni Húsafells. Árni Þorstelns- son, bóndi í Fljótstungu, fylgir hópnum á laugardeginum í Víðgelmi, einn mesta hraunhelli jarðar. Gist í Brúarási. Kynnist landinu f hressum hópi, gangandi eða hjólandi. Gerist félagar í Ferðafélaginu. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.