Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
>
Olga og óvissa
í Póllandi
Um 60% kjósenda í Póllandi
ákváðu að neyta ekki atkvæð-
ísreitar síns í þingkosningunum sem
fram fóru þar í landi á sunnudag.
Þessi dræma kjörsókn endurspeglar
einkum þrennt. í fyrsta lagi hefur
pólskur almenningur með þessu lýst
óánægju með þá harkalegu áætlun
um endurreisn efnahagslífsins sem
stjórnvöld kynntu eftir hrun kom-
múnismans í landinu og hrint var í
'framkvæmd af fullum þunga í árs-
byijun 1990. í annan stað sýnir þetta
andóf almennings ljóslega hversu
risavaxið verkefni það er að losa
tæplega 40 milljóna manna þjóðfélag
úr viðjum kommúnískrar miðstýring-
ar. Og í þriðja lagi blasir við að slík-
ar aðgerðir eru ekki líklegar til vin-
sælda og geta kallað fram snöggar
breytingar á stjómmálasviðinu eins
og nú hefur gerst í Póllandi.
Fylgi fyrrum kommúnista í þing-
kosningunum hefur eðlilega vakið
sérstaka athygli. Flokkurinn, Lýð-
ræðisbandalag vinstrimanna, hlaut
11,98% atkvæða og 60 menn kjöma
en stærstur er flokkur Tadeusz
Mazowieckis, fyrrum forsætisráð-
herra, sem mun eiga 62 fulltrúa á
þingi. Þessi árangur fyrrverandi
kommúnista er ekki síst til kominn
sökum þess að stór hópur manna,
einkum gamla forréttindastéttin, tel-
ur hagsmunum sínum best borgið
með því að styðja flokk þennan. Að
auki hefur leiðtogum flokksins í
krafti vel skipulagðrar kosningabar-
áttu greinilega tekist að höfða til
óánægju almennings, ekki hvað síst
á landsbyggðinni. Það er ofmælt, að
fyrmm kommúnistar séu sigurvegar-
ar kosninganna en árangur þeirra
sýnir ljóslega, að örvænting er að
grípa um sig í Póllandi og eru það
að sönnu uggvænleg tíðindi.
Fyrir kosningamar var vitað, að
þátttakan í þeim yrði lítil en að ein-
ungis rúm 40% atkvæðisbærra
manna skyldu sjá ástæðu til að mæta
á kjörstað kom á óvart. Það vekur
vissulega athygli að þetta viðhorf sé
ríkjandi í Póllandi, meðal þjóðarinnar
sem fór fyrir lýðræðisbyltingunni í
Austur-Evrópu og var nágrönnum
sínum svo mikilvægt fordæmi er þeir
risu upp gegn þeirri heimspeki mann-
fyrirlitningar, kúgunar og ofríkis sem
ríkti í alþýðulýðveldunum sósíalísku.
Pólveijar hafa einnig verið í farar-
broddi þess endurreisnarstarfs sem
hafið er í Mið- og Austur-Evrópu og
hafa hlotið mikið lof á Vesturlöndum
fyrir djarfar áætlanir sínar á því
sviði. Stuðningur sem þaðan hefur
borist hefur á hinn bóginn ekki verið
í samræmi við væntingar manna þar
eystra og yfirlýsingar vestrænna
ráðamanna.
Hins vegar er það svo að lítil þátt-
taka hefur verið í öllum þeim kosning-
um sem boðað hefur verið til í Pól-
landi frá því endi var bundinn á tæp-
lega 45 ára alræði kommúnista þar
árið 1989. I þingkosningunum í júní-
mánuði það ár, sem ekki töldust öld-
ungis fijálsar þar eð kommúnistum
voru tryggð 65% sæta í neðri deild
þingsins, tóku 62% þátt í fyrri um:
ferð og aðeins 25% í þeirri síðari. í
maímánuði í fyrra var boðað tii sveit-
arstjórnakosninga í landinu og voru
það fyrstu fijálsu kosningarnar í rúm
50 ár. Aðeins 42% atkvæðisbærra
manna mættu á kjörstað og þótti sú
niðurstaða benda til ört vaxandi
óánægju meðal almennings vegna
efnahagsaðgerðanna harkalegu, sem
getið hafa af sér um 10% atvinnu-
leysi, gífurlegt kaupmáttarhrap og
mikinn samdrátt í þjóðarframleiðslu.
Þessi óánægja var síðan staðfest í
forsetakosningunum sem fram fóru
fyrir rúmu ári er óþekktur ævintýra-
maður, Stanislaw Tyminski, bar sig-
urorð af þáverandi forsætisráðherra
landsins í fyrri umferð.
Alls buðu rúmlega 100 flokkar og
listar fram í þingkosningunum á
sunnudag. Sú staðreynd ein hefur
vafalítið orðið til þess að fæla marga
frá því að mæta á kjörstað. Á hinn
bóginn kunna valkostirnir í raun að
hafa verið takmarkaðir í hugum kjós-
enda. Valið stóð í reynd á milli átta
flokka sem hlynntir eru misjafnlega
róttækum umbótum og eru á einn
eða annan hátt tengdir Samstöðu,
verkalýðshreyfingunni, sem ruddi
kommúnistum úr sessi, og flokks
fyrrum kommúnista og stuðningslista
þeirra. Beinast liggur því við að túlka
úrslitin og takmarkaða þátttöku á
þann veg, að Pólveijar hafi hvorki
viljað kjósa yfir sig fyrrum kommún-
ista né heldur veita stjórnvöldum af-
dráttarlaust umboð til að fylgja fram
efnahagsumbótunum sem snert hafa
svo marga og skert hafa lífskjörin
svo mjög.
Yfirlýsingar Lechs Walesas, for-
seta Póllands, gefa til kynna að hann
hyggist þvinga fram myndun þjóð-
stjómar eða neyða Samstöðuflokkana
til samstarfs og hugsanlega taka
sjálfur við embætti forsætisráðherra.
Hvorugur kosturinn virðist líklegur
til að skila árangri. Með klofningi
Samstöðu, sem staðfestur var á síð-
asta ári er deilur tóku að magnast
um stefnuna-í efnahagsmálum, kom
í ljós djúpstæður persónulegur
ágreiningur meðal nokkurra helstu
talsmanna og leiðtoga hreyfingarinn-
ar í gegnum árin. Þar hefur hvergi
nærri gróið um heilt og því er með
öllu óvíst að unnt verði að mynda
starfhæfa ríkisstjóm umbótaflokk-
anna sem hafa nauman meirihluta á
þingi.
Þegar litið er til þeirrardirfsku sem
einkennt hefur framgöngu pólskra
ráðamanna á efnahagssviðinu og þess
staðfasta ásetnings þeirra að færa
landið í hóp þróaðra ríkja þarf ef til
vill ekki að koma á óvart að niður-
staða kosninganna hafi orðið þessi.
Greinilegt er að stjómvöld þurfa að
hafa úthald til þess að fylgja fram
efnahagsumbótum en það getur aug-
ljóslega leitt til vemlegs fylgistaps
a.m.k. um tíma. Sýnilegt er, að al-
menningur er tregur til að færa þær
fórnir, sem nauðsynlegar eru taldar
og við blasir að flokkakerfí eins og
þekkist á Vesturlöndum hefur enn
ekki myndast. Allt má þetta heita
eðlilegt þegar haft er í huga hversu
gríðarleg umskipti hafa átt sér stað
í Póliandi á aðeins rúmum tveimur
árum. Niðurstaða kosninganna er því
ekki áfellisdómur yfir lýðræðinu í
Póllandi en aldrei áður hefur komið
fram með jafn skýrum hætti að ný-
fijálsu ríkin í Mið- og Austur-Evrópu
geta ekki innleitt markaðshagkerfí
og efnahagsumbætur án þess að til
komi stórfelld aðstoð og fjárfestingar
erlendis frá.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
Fiskiþing:
Lýst yfír stuðningi við nú-
verandi fiskveiðistj ómun
Lagt til að athugað verði hvort framsal aflaheimilda
leiði til tilætlaðarar hagræðingar og eða byggðaröskunar
FISKIÞING lýsti í gær stuðningi við núverandi fiskveiðistjórnun með
samþykkt ályktunar þess efnis, að aflamarksleið sé heppilegust þeirra
leiða, sem þekktar eru í dag við stjórn fiskveiða. Samþykkt þessarar
ályktunar vakti mikla reiði meðal þeirra, sem undir urðu í atkvæða-
greiðslunni, enda töldu þeir að með því að leggja hana fram hefðu
flytjendur hennar brotið samkomulag, sem gert hafði verið í sjávarút-
vegsnefnd. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, segir að með þessu
hafi Fiskiþing í raun samþykkt auðlindaskatt á útgerðina, þar sem
óheft sala á óveiddum fiski geti ekki leitt til annars.
Sjávarútvegsnefnd Fiskiþings
lagði fram ákveðna tillögu um stjórn
fiskveiða sem var svo hljóðandi:
„50. Fiskiþing gagnrýnir þær mót-
sagnir, sem koma fram í 1. grein
laga um stjórnun fiskveiða nr.
38/1990, þar sem segir að nytja-
stofnar á íslandsmiðum séu sam-
eign íslenzku þjóðarinnar. Fram-
kvæmdin er síðan sú að skipa- og
bátaeigendum er úthlutað veiði-
heimildum sem framseldar eru,
bæði fyrir eitt ár í senn og til endan-
legrar eignar þeirra sem kaupa.
Þrátt fyrir að seinna í sömu grein
standi: „Úthlutun veiðiheimilda
samkvæmt lögum þessum myndar
ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt
forræði einstakra aðila yfir veiði-
heimildunum.” Lögð verði áherzla á
að athuga mun betur samverkandi
áhrif hinna ýmsu veiðarfæra og
athuga skiptingu afla í hin ýmsu
veiðarfæri. Þingið mótmælir þeirri
röskun sem óhjákvæmilega verður
í atvinnumálum landsbyggðarinnar
með hinum nýju kvótalögum, sem
leitt hafa til sölu fjölda smábáta.
Fiskiþing bendir á að framkvæmd
laganna í núverandi mynd getur
kippt grundvellinum undan búsetu
manna í heilum byggðarlögum, sem
byggja afkomu sína á veiðum og
vinnslu. Fiskiþing óskar eftir að lög-
in verði tekin til endurskoðunar með
tilliti til ofangreindra staðreynda og
byggðarlögum verði á einhvern hátt
bættur skaðinn.” Jafnframt kom frá
nefndinni svohljóðandi tillaga: „50.
Fiskiþing álítur í sambandi við
endurskoðun laga um stjóm fisk-
veiða, komi einungis til álita saman-
burður á aflamarksleið og sóknar-
marksleið við stjórnun fiskveiða.
Fiskiþingið felur stjóm Fiskifélags-
ins að tilnefna fjóra menn úr sínum
hópi til að vera fiskimálastjóra til
ráðuneytis í málinu.” Allir fulltrúar
sjávarútvegsnefndar rituðu nöfn sín
undir þessar tillögur.
Þriðja tillagan, og sú, sem sam-
þykkt var, kom svo frá minnihluta
sjávarútvegsnefndar, þeim Eiríki
Tómassyni, Grindavík, Kristjáni
Ásgeirssyni, Húsavík, Soffaníasi
Cecilssyni, Gmndarfírði, og Sveini
Hirti Hjartarsyni, hagfræðingi LÍÚ,
auk Hjartar Hermannssonar frá
Vestmannaeyjum
Hún er svohljóðandi: „50. Fiski-
þing telur að fiskveiðistjórn með
aflamarksleið sé heppilegust þeirra
leiða, sem þekktar era í dag við
stjórn fiskveiða. Við endurskoðun
laga nr. 38/1990 um stjómun físk-
veiða verði sérstaklega athugað
hvort framsalsrétturinn leiði til
þeirrar hagræðingar, sem að var
stefnt og hvort hann leiði til byggða-
röskunar.”
Tillaga Eiríks og félaga var sam-
þykkt eftir miklar umræður með
16 atkvæðum gegn 8 eftir að
breytingartillaga við hana hafði ver-
ið felld. Deilur manna snerast urn
mögulega byggðaröskun vegna sölu
aflakvóta, líkumar á auðlindaskatti
með óheftu framsali kvóta; hvort
tilætluð hagræðing næðist með nú-
verandi veiðistjómun og hvórt og
hve mikið þyrfti að fækka í flotan-
um.
Eiríkur Tómasson frá Grindavík
lýsti sig strax mótfallinn tillögu
sjávarútvegsnefndar um fiskveiði-
stjómun. Hann sagðist ekki geta
séð að fiskveiðistjórnunin og fram-
sal aflaheimilda kippti grundvellin-
um undan byggðarlögunum. For-
kaupsréttur þeirra hamlaði gegn
því. Mest breyting hefði þó orðið á
Suðumesjum og þar hefðu fallið út
fyrirtæki, þar sem reksturinn hefði
ekki verið í lagi. Það væri sú stefna
stjórnvalda að halda sjávarútvegin-
um ætíð við eða undir hungurmörk-
um, sem réði því að afkoman í út-
veginum væri jafn slæm og raun
bæri vitni svo og minnkandi afla-
heimildir. Kvótakerfið hefði þar
ekkert að segja. Hann varaði jafn-
framt við því að fækka skipum um
of og sagði að alls ekki mætti miða
flotastærðina við jafnskertar afla-
heimildir og við byggjum nú við.
Þá benti hann á að fjarstæða væri
að ætla að í sjávarútveginum væri
Frá Fiskiþingi
einhver gróði til að leggja á auðlind-
askatt.
Jónas Haraldsson, lögfræðingur
LÍÚ, lýsti sig einnig andvígan til-
lögu sjávarútvegsnefndar og sagðist
hlynntur aflamarksleiðinni. Hún
Trillukarlar á Snæfellsnesi vilja breytingar á lögum um sljóm fískveiða:
Mesta kapphlaup frá því Okla-
homa var opnuð fyrir landnámi
TRILLUKARLAR á Snæfellsnesi hafa afhent Þorsteini Pálssyni
sjávarútvegsráðherra áskorun um að úr gildi verði fellt bráðabirgðaá-
kvæði í lögum um sljórn fiskveiða þar sem kveðið er á um skiptingu
kvóta á milli smábáta á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 1994.
Til þessa ákvæðis verður gripið ef hlutdeild smábáta, báta undir sex
tonnum á krókaleyfi, í heildarbotnfiskafla hefur vaxið um meira en
25% að meðaltali á árunum 1991-1993 miðað við þá aflahlutdeild sem
þeir áttu kost á í ár og verður þá miðað við afla hvers og eins á
þessu þriggja ára tímabili. Undir áskorunina rita 132 trillukarlar á
Snæfellsnesi.
í formála að áskorun Snæfelling-
anna segir að vegna umrædds
ákvæðis hafi gripið um sig geigvæn-
legur ótti hjá tillukörlum landsins.
„Ottast nú hver um sinn hag, og
keppir hver sem betur getur um sem
stærsta hlutdeild af þessari dýr-
mætu köku. Hafið er nú mesta
kapphlaup sögunnar, síðan Okla-
homa var opnuð fyrir landnámi. Um
afleiðingar þessa kapphlaups þarf
ekki að efast lengur. Menn æða á
miðin í tvísýnum veðrum og mæta
jafnvel mikið stærri bátum, sem era
á landleið vegna veðurs. Sumir sem
gera út minnstu bátana og róa að
öllu jöfnu eingöngu í sumarfríum
sínum allra blíðustu sumarmánuð-
ina, keppast nú við að útbúa þessi
pínulitlu horn með línuspili og gera
nú út á línu á hörðum vetrarmánuð-
um, þegar allra veðra er von fyrir-
varalaust. Þeir róa með eins og
kemst í bátana af línu, og ræðst
það síðan af veðri og flskiríi hvort
nokkuð spyrst til þeirra meir. Bar-
áttan hjá flestum trillukörlum
stendur um það, hvort hlutdeild
þeirra að loknu kapphlaupinu reyn-
ist nægileg til þess að þeir og þeirra
fjölskyldur geti lifað af, eða hvort
þeir neyðist til að selja frá sér lífs-
björgina til stóru togaraútgerðanna
og fara sjálfir á vergang. Og marg-
ir geta ekki einu sinni selt aflaheim-
ild fyrr en að fimm árum liðnum,
samkvæmt reglugerð um nýjustu
bátana.”
í áskoruninni er lagt til að króka-
veiðarnar verði framvegis gefnar
fijálsar að öðru leyti en því að þeim
verði einungis stjórnað með daga-
takmörkunum.
væri hagkvæmust fyrir þjóðfélagið.
Framsalsrétturinn væri nauðsynleg-
ur, en menn yrðu að gæta þess að
keyra flotastærðina um of niður.
Hann sagði að menn mættu ekki
kenna kvótakerfinu um erfiðleik-
ana, þar réði einfaldlega fiskskort-
urinn. „Skip verða líka alltaf seld
og hafa ailtaf verið, líka fyrir kvóta-
kerfið. Vandamál í útgerð verða
alltaf til og skip seld vegna þess,
hvort sem veiðum er stjórnað með
framseljanlegum aflaheimildum á
skip eða ekki,” sagði Jónas.
Marías Þ. Guðmundsson,
stjórnarmaður í Hrönn hf. á ísafirði,
sagði það hafa verið mistök í núgild-
andi Iögum að skip skyldu ekki úr-
elt, þegar aflaheimildir hefðu verið
seldar. Þau sæktu þá í tegundir
utan kvóta, en það væru þau skip,
sem hefðu veiðheimildir, alveg fær
um að gera.
Reynir Traustason frá Flateyri
sagði kvótakerfið fela í sér óskap-
lega mismunum, þar sem menn
væru ýmist negldir niður í örbirgð
eða allsnægtir. Kaup og sala veiði-
heimilda væri mikið áhyggjuefni,
einkum hvað varðaði smærri byggð-
ir, sem væru algjörlega háðar
sjávarútvegi. Það væri stórkostleg
brenglun í núverandi kerfi, en menn
þyrðu bara ekki að segja það.
„Flestir okkar vilja sjá landið í
byggð, en vandinn sem að því steðj-
ar er kvótakerfið er eins og það er
í dag,” sagði Reynir. Hann sagði-
að sóknarstýring væri eini raunhæfí
kosturinn við fískveiðistjórnunina.
Nú jaðraði við upplausn í þjóðfélag-
inu vegna umræðunnar um hömlu-
lausa sölu óveidds físks og hún end-
aði líklega hvergi annars staðar en
í auðlindaskatti.
Tryggvi Gunnarsson frá
Vopnafirði sagðist fylgjandi kvóta-
kerfinu, en væri á móti sölu á
óveiddum fiski. Þar væri ekki um
annað að ræða en hreinan þjófnað
útgerðanna frá þjóðinni, sem ætti
fiskinn lögum samkvæmt. Óheft
framsal afla hlyti að valda byggða-
röskun og það yrði að stöðva.
Tómas Þorvaldsson, Grindavík,
sagði það einkennilega þróun að
fulltrúar æðstu menntastofnunar
þjóðarinnar skyldu ganga jafn-
harkalega fram gegn hagsmunum
sjávarútvegsins og raun bæri vitni.
Þar færi hópur öfgamanna, sem
einskis léti ófreistað til að hrópa á
auðlindaskatt til að koma höggi á
fólkið, sem ætti afkomu sína undir
fiskvinnslu og útgerð. Hann væri
sjálfur á móti því að hægt væri að
selja óveiddan físk, enda hefðu
menn ekki gert ráð fyrir þeim mögu-
leika, þegar kerfíð hefði verið sam-
þykkt á sínum tíma.
Olafur Gunnarsson, Ólafsvík,
sagði að framsalið væri aðalágrein-
ingsefnið og margt gæti breytzt í
tímans rás. Verð á óveiddum fiski
væri nú of hátt vegna takmarkaðra
aflaheimilda og væri langt fyrir ofan
svokallað rekstrarverð, en hann
teldi að með tímanum myndi fram-
boð og eftirspurn leita jafnvægis.
Hann taldi réttast að fara afla-
marksleiðina fyrst um sinn, en
endurskoða yrði ákvæðið um fram-
sal aflaheimilda.
Guðjón A. Krisljánsson, forseti
FFSI, sagði sóknarmarkið einu færu
leiðina við fiskveiðistjórnun vildu
menn komast hjá því að fá á sig
auðlindaskatt. Það hefði aldrei verið
hugsun manna að hægt yrði að selja
kvótann. Nú væri það réttlætt með
tízlufyrirbrigðinu hagræðingu og
allir ættu að hagræða sér til and-
skotans. Vandinn væri bara ekki
leystur með hagræðingu sem tæki
fjögur ár eða meira. Byggðirnar
yrðu komnar á hausinn miklu fyrr.
Hann sagði nauðsynlegt að eitthvað
fækkaði í flotanum, en út í hött'
væri að miða stærð hans við veiði-
heimildir nú, því þá væri fjarri því
að mögulegur afli næðist, þegar
þorskstofninn hjarnaði við á ný.
Þorskafli hefði sveiflazt nokkuð
reglulega áratugum saman og virt-
ist sem niðursveiflunni væri venju-
lega náð á þremur árum. „Við verð-
um að hætta svartnættisþruglinu
og skapa flotanum verkefni, meðal
annars, við vannýtta fiskistofna eins
og gulllax. Það var ekki byijað stórt
í rækjunni, en í dag er hún ein
okkar mikilvægustu auðlinda. Við
þurfum að bretta upp ermarnar og
taká til verka,” sagði Guðjón.
Logi Jónsson, frá Vestmanna-K
eyjum taldi réttast, að þingið sam-
þykkti tillöguna þess efnis að skoða
bæri bæði sóknarmark og aflamark
sem raunhæfan kost við fiskveiði-
stjórnun, aðrar ekki.
Kristján Loftsson útgerðarmað-
ur sagðist hlynntur sóknarmarkinu,
en með því mætti ná betri og ásætt-
anlegri tökum á fiskveiðistjóminni.
Kvótakerfið dygði einfaldlega ekki
til þess auk þess sem hættan á
auðlindaskatti yrði minni með
sóknarmarkinu.
Kristján Ásgeirsson, Húsavík,
sagðist hlynntur aflamarkinu þó
deilt væri um framsalið. Hann sagð-
ist ekki sjá, að sóknarmark væri
betra fyrir byggðarlögin og heldur
ekki að það bægði frá hættunni á
auðlindaskatti. Stærsti vandinn í
dag væri slæm afkoma útgerðar og
fískvinnslu og stærstur hluti fyrir-
tækjanna ætti í greiðsluerfíðleikum.
Samdráttur þorskveiðiheimilda um
20% hefði þar auðvitað mikil áhrif.
Þrír einsöngvaranna. F.v.: Þorgeir Andrésson, Björk Jónsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg
Kór Langholtskirkju:
Kantata á Allra heilagra messu
KÓR Langholtskirkju mun flytja kantötu nr. 131 eftir J.S. Bach við messu
í kirkjunni á morgun kl. 14. Flutningurinn er á vegum Minningarsjóðs
Guðlaugar B. Pálsdóttir en tilgangur hans er meðal annars að styrkja
Kór Langholtskirkju. I fyrra fengu tveir söngnemendur, þau Björk Jóns-
dóttir og Ragnar Davíðsson, styrk úr sjóðnum. Þau hófu söngferli sinn
með Kór Langholtskirkju og cru einsöngvarar með kórnum að þcssu
sinni. Kantatan verður ásamt kantötu nr. 21 endurflutt kl. 17.00 á sunnu-
Sigurður
Kristjáns-
son sýnir
í Galleríi 8
SIGURÐUR Kristjánsson listmál-
ari opnar I dag málverkasýningu
í Galleríi 8, Austurstræti 8. Sig-
urður er 94 ára að aldri. Hann
hélt síðast sýningu 1970, en sýnir
nú myndir, sem langflestar hafa
aldrei verið sýndar áður.
Sigurður er fæddur 1897 í Mið-
húsum í Garði, sonur hjónanna
Kristjáns Sigurðssonar og Ingveldar
Magnúsdóttur, Þórarinssonar út-
vegsbónda, sem þá bjó í Miðhúsum.
Tveggja ára gamall fluttist hann
með foreldrum sínum til Reykjavík-
ur. Árið 1918 fór hann til Kaup-
mannahafnar og lærði þar teikningu
og húsgagnasmíði. Hann vann sjö
ár að iðn sinni í Danmörku og Sví-
þjóð og var svo fjögur ár í siglingum
um heiminn. Meðal annars dvaldist
hann nokkra mánuði í Suður-Amer-
íku og á Ítalíu.
Sigurður vann í mörg ár á smíða-
vinnustofu Reykjavíkurbæjar og á
eigin vinnustofu, þar sem hann vann
að listmunaviðgerðum, bæði fyrir
söfn og almenning, auk þess sem
hann vann að eigin list. Hann hélt
ýmsar sýningar á árunum 1961 til
1970.
dag.
Talið er að J.S. Bach hafí samið
kantötu nr. 131 árið 1707 þegar hann
var organisti í Múhlhausen en ekki
eru til námkvæmar heimildir um tilurð
kantötu nr. 21. Margt bendir þó til
hann hafí samið hana þegar hann
sótti um organistastöðu í Halle 1713.
Björk Pálsdóttir, einn einsöngvaranna
á sunnudaginn, sagði í samtali við
Morgunblaðið að kantöturnar yæri
einstaklega fallegar. „Þær eru með
því fallegasta sem maður heyrir. Tónl-
istin er róandi en um leið upphe-
fjandi. Annars er erfítt að útskýra
hughrifin. Þau verða til á tónleikun-
um, sérstaklega ef vel er flutt og við
gerum auðvitað okkar besta.”
Auk þeirra Bjarkar og Ragnars sem
áður hafa verið talin upp syngur Þor-
geir Andrésson tenórhlutverk en hann
syngur um þessar mundir hlutverk
Taminós í Töfraflautunni í uppfærslu
íslensku óperannar. Þá syngja tveir
kórfélagar, þau Harpa Harðardóttir
og Þóra Einarsdóttir, einsöng. Kamm-
ersveit Langholtskirkju leikur með,
skipuð 20 hljóðfæraleikurum. Kon-
sertmestari er Júlíana Elín Kjartans-
dóttir.
Hjónin Ólöf Karvelsdóttir og Páll
Pálsson stofnuðu Minningarsjóð Guð-
laugar B. Pálsdóttur árið 1986 en það
ár lést dóttir þeirra, Guðlaug Björg,
af slysförum. Hlutverk sjóðsins er
meðal annars að efla tónleikahald
Kórs Langholtskirkju en Guðlaug var
um árabil í hópi kórfélaga.
Er gamall trommu-
leikari á viUigötum
••
- segir Hilmar Orn tónlistarmaður
HILMAR Örn Hilmarsson tónlistarmaður sem hlýtur Felixinn,
evrópsku kvikmyndaverðlaunin, fyrir tónlist sína við kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, hefur samið tónl-
ist við fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsleikrit undanfarin ár.
Einnig bjó hann í Bretlandi og vann þá með ýmsum breskum
tónlistarmönnum.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Hilmar Öm að áhugi hans
á tónlist hefði verið vakinn í frum-
bernsku af Páli ísólfssyni sem bjó
í sama húsi. „Þessi áhugi var þó
mistúlkaður á þann veg að ungur
var ég neyddur til þess að stunda
nám í píanó- og fiðluleik. Mér
leiddist námið og skrópaði oftar
en ekki í tónlistartímana. Það
getur þó vel verið að þama hafi
ég smitast af tónlistarbakteríunni
sem heltók mig á unglingsárun-
um. Fimmtán ára gamall byijaði
ég að spila á trommur með hinum
og þessum bílskúrshljómsveitum.
Þegar ég var sautján eða átján
ára ákvað ég að leggja
trommukjuðana á hilluna og fara
að vinna að hugmyndafræðilegum
verkefnum á sviði tónlistar þannig
að segja má að ég sé gamall
trommuleikari á villigötum. Eg
samdi meðal annars texta fyrir
hljómsveitina Þey og tók þátt í
að móta tónlistarstefnu hennar.
Árið 1982 ákvað ég að taka mér
langt hlé frá tónlist. Það varaði
þó ekki lengur en svo að árið eft-
ir var ég kominn á kaf í vinnu á
sviði hvers konar hljóðtækni fyrir
ýmsa aðila og má þar meðal ann-
ars nefna ensku hljómsveitina
Phychic-TV en tónlist hennar þótti
mjög framsækin. í framhaldi af
vinnu minni fyrir Phychic-TV bár-
ust mér fleiri tilboð og fluttist ég
til Lundúna í árslok 1984 til þess
að sinna þeim. Næstu árin vann
ég með ýmsum breskum tónlistar-
mönnum og má þar nefna Dave
Ball í hljómsveitinni Softcell en
saman gáfum við út diskóplötuna
No Pain.”
Hilmar Örn sneri aftur til ís-
lands árið 1986 og síðan hefur
hann aðallega fengist við að semja
tónlist fyrir kvikmyndir og sjón-
Hilmar Örn Hilmarsson tónlist-
armaður.
varp. „Eftir heimkomuna tók ég
að mér að semja tónlist við sjón-
varpsleikrit Kristínar Jóhannes-
dóttur, Lífí til einhvers, og fann
þá að samning kvikmyndatónlist-
ar átti mjög vel við mig. Síðan
hef ég aðallega fengist við svipuð
verkefni eins og t.d sjónvarpsleik-
ritin Flugþrá og englakroppa,
Nóttina já nóttina og Glerbrot
ásamt kvikmyndinni Skyttunum.
Á síðustu áram hef ég einnig séð
um upptökustjóm á plötum Bubba
og Megasar en auk þess, mér til
mikillar ánægju, unnið sem ólaun-
aður upptökumaður hjá fjöldanum
öllum af ungum hljómsveitum.”
Hilmar Örn segir starf við kvik-
myndatónlist flóknara en marga
gruni. „Öll venjuleg tónskáld ráða
lengd verka sinna og semja eftir
innblæstri hveiju sinni. Hjá kvik-
myndatónlistarmönnum er þessu
öðruvísi farið. Ég verð að semja
verk mín með það í huga að þau
auki áhrif viðkomandi myndar og
hef því ekki eins fijálsar hendur
og venjulegt tónskáld. Mér þykir
ekki skemmtilegt að vinna en það
vill bara svo til að tónlistarvinna
er það sem ég á auðveldast með
að inna af hendi. í rauninni er ég
latasti maður í heimi og hið eina
sem mér finnst skemmtilegt er
að liggja uppi í sófa og lesa saka-
málasögur. Að sjálfsögðu þykir
mér ánægjulegt að hafa unnið til
þessara verðlauna og ég vonast
eftir að þau verði til þess að ég
fái fleiri verkefni og þægilegan
frama á tónlistarsviðinu. Gangi
það eftir verður þess ekki langt
að bíða að ég verði feitur og ríkur
og í aðstöðu til þess að sinna því
sem mér fínnst skemmtilegast,
þ.e. flatmaga í þægilegum sófa f
og lesa sakamálasögur.”
Um þessar mundir fæst Hilmar
Örn við að semja tónlist fyrir kvik-
mynd Kristínar Jóhannesdóttur
Svo á jörðu sem á himni. Hann á
von á því að vera bundinn við
þetta verkefni fram í maí á næsta
ári en óvíst er hvað hann tekur
sér fyrir hendur að því loknu.