Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 Björgvin Fredrikssen við tvö verka sinna sem hann smíðaði í sum- ar. Grunnflötur verksins hægra megin á myndinni er samkvæmt reglu Pythagorasar. Verkið sem Björgvin smíðaði og hannaði í til- efni af sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna er til vinstri á myndinni. sjálfstæði sitt,” segir Björgvin. „Ég vaknaði um nótt, rissaði á lítið blað boga með rimlum og þríhyrnt gat. Þannig varð hugmyndin að þessu verki til. Um morguninn fór ég síðan í smíðakjallarann minn og hætti ekki að hugsa og smíða næstu daga fyrr en þessu var lokið í þessu einfalda en táknræna formi.” „Eystrasaltsþjóðimar hafa nú end- urheimt sjálfstæði sitt með drengi- legum stuðningi íslenskra stjórnmál- amanna og þjóðarinnar allrar. Kjark- ur, þrautseigja og vitsmunir hafa sigrað eftir að þær hafa fært fórnir í fimmtíu löng ár. Það er ósk mín að íbúarnir njóti frelsisins og það vildi ég leggja áherslu á með því að smíða þetta verk,” sagði Björgvin að lokum. innar og íþróttafélags. „Samning- urinn gerði Víkingum mögulegt að ráðast í þessa stórkostlegu fram- kvæmd og ljúka henni á svo skömmum tíma. Aðstaðan í Foss- vogi verður ekki aðeins fyrir af- reksfólk okkar því við leggjum ríka áherslu á að hinn almenni borgari geti átt þar góðar stundir,” sagði Hallur. Hönnuðir íþróttahússins eru Arkitektar sf., þeir Valdimar Harð- arson, Páll Gunnlaugsson, Ámi Friðriksson og Helgi Már Halldórs- son. Burðarþol og lagnateikningar annaðist Verkfræðistofan Ferill og loftræsi- og raflagnakerfi hannaði Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen. Hönnuður vallarhússins er Hall- dór Guðmundsson, Teiknistofunni Ármúla 6. Verkfræðistörf og hönn- un loftræsikerfis annaðist Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar. Ás- grimur Jónasson hannaði raflagnir. Morgunblaðið/RAX Víkingar halda merki sínu hátt á loft. Karl Þráinsson, fyrirliði meistaflokks félagsins í handknattleik og Atli Helgason, fyrirliði meistaraflokks félagsins í knattspyrnu, koma upp stóru ljósa- skilti á gafli nýja íþróttahússins. PIANO BELARUS120C kr. 139.000 stgr. U Sml: 97-12020 ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Eldhúsgluggatjöld í úrvali. Ódýr spönsk glugga- tjaldaefni í breiddinni 270 sm. Mikiö úrval af glugga- tjaldaefnum. Rekum eigin saumastofu. Ráöleggingar, máltökur og uppsetningar ef óskaö er. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á Islandi Síöumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 <5. KGrænt númer: 99-6770 __.it^ Víkingar taka í notkun nýtt íþróttahús: Bygging húss- ins hefur tek- ið átta mánuði KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur tekur í dag í notkun fullbúið íþróttahús á svæði félagsins við Stjörnugróf í Fossvogi í Reykjavík. Einnig tekur félagið í notkun félagsheimili, sem er sambyggt íþróttahúsinu. Dagskrá vígsluhátíðarinnar hefst kl. 13.30. Öllum Víkingum, íbúum í Fossvogs-, Bústaða- og Smáíbúðahverfi og öðrum vclunnurum félagsins er boðið til hátíðarsamkomunnar. Á morgun, sunnudag, verður íþróttadagur Víkings í nýja húsinu sem hefst kl. 10 fyrir hádcgi. íþróttahúsið tekur um 1250 áhorfendur, þar af um eitt þúsund í sæti, og stenst ströngustu kröfur. Húsið er hugsað til æfínga og keppni í flestum greinum inni- íþrótta og hafa sambærileg hús verið kölluð fjölnota íþróttahús. í húsinu er íþróttasalur, 44x33 metr- ar og hægt að skipta salnum í tvennt með tjaldi og hægt er að koma fyrir 10 badmintonvöllum. Fyrsta skóflustungan var tekin fyrir réttum átta mánuðum og var þá gerður alverkssamningur að upphæð 155 milljónir króna við verktakafyrirtækið Hagvirki um byggingu hússins. Vallarhúsið er 1500 fermetrar að flatarmáii og auk félagsaðstöðu, eru þar bað- og búningsklefar á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að þriðja hæðin verði byggð yfír hluta hússins síðar. Vígsluathöfnin Vígsluathöfnin í dag hefst kl. 13.30. Ávörp verða flutt og séra Pálmi Matthíasson, prestur Bú- staðasóknar, mun blessa mannvirk- in og þá starfsemi sem þar fer fram. Ungir knattspyrnumenn bregða á leik, Guðmundur Stephen- sen sýnir borðtennis og margfaldir Islandsmeistarar Víkings í hand- knattleik, „bumbuliðið” frá árunum í kringum 1980, leika gegn landsi- iðinu á sama tíma. Loks verður frumfluttur nýr Víkingssöngur eft- ir Víkinginn Valgeir Guðjónsson. Valgeiri til aðstoðar við flutninginn verða íslandsmeistarar Víkings í knattspyrnu 1991. Á morgun, sunnudag, verður íþróttadagur Víkings og verður þá opið hús fyrir gesti og gangandi frá kl. 10 fyrir hádegi og munu forystumenn deilda kynna vetrar- starfið sem framundan er. Flokkar frá öllum deildum félagsins koma fram og er ætlunin að sýna íþrótta- starfið í hnotskurn með áhersiu á yngri flokkana. Gestum er bent á að nýta bflastæði sunnan Bústaða- vegar, vestan Reykjanesbrautar og við Fossvogsskóla. Hallur Hallsson, formaður Vík- ings, sagði að þetta væri stór stund í sögu félagsins og að samningur Víkings og Reykjavíkurborgar um byggingu þessa hús væri tíma- mótasamningur í samstarfí borgar- Listaverk í tilefni af sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna BJÖRGVIN Fredriksen vélfræðingur og listasmiður hannaði nýlega og smíðaði verk í tilefni af fengnu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Björg- vin, sem er 77 ára, hefur undanfarin ár smíðað hluti úr járni auk þess sem hann hefur rennt og smíðað úr góðmálmum. Hann hefur jafn- framt hannað og smíðað verkfæri sem honum var veitt einkaleyfi fyrir á síðasta ári. Nú er í athugun að smíða þau og markaðssetja erlendis. Björgvin hefur fengist við smíð- ur einu sinni tekið þátt í sýningu en arnar í kjallara húss síns að Lindar- götu þar sem hann hefur búið í 52 ár. Fæst af verkum hans hafa komið fyrir augu almennings fyrir utan kertastjaka sem hann gaf Hallgríms- kirkju og fánastöng með bandaríska og sovéska fánanum sem hann smíð- aði í kjölfar leiðtogafundarins árið 1986 og stendur í Höfða. Hann hef- Basar á Hrafnistu Handunnir munir til sölu í dag frá kl. 13.30- 17.00 og mánudag frá kl. 10.00-15.00. Heimilisfólk Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. það var samsýning á frístundaverk- um byggingariðnaðarmanna og málmiðnaðarmanna í Listasafni ASI árið 1984 . Björgvin segist hafa orðið fyrir áhrifum er hann kom að Berlínar- múmum skömmu eftir að hann var reistur og það hafí verið kveikjan að verkinu sem hann smíðaði í sum- ar í tilefni af sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. „Ég hef ávallt reynt að fylgjast með heimspólitík í að minnsta kosti sextíu ár og hef stundum orðið að fylgjast með í návígi. Til dæmis kynntist ég áþreifanlega yfírgangi nasista þegar Danmörk var hernum- in 1940 en þá var ég staddur í Ka- lundborg í dieselvélaverksmiðju BUHK og komst heim sem mótor- maður á „Frekjunni.” Ég varð einnig fyrir djúpstæðum áhrifum þegar ég kom að Eerlínarmúrnum 1962 með Harry bróður mínum sem þá stjóm- aði skrifstofu SÍS í Hamborg. Hug- hrif frá þeim tíma komu upp í huga mér í ágúst þegar allt benti til að Eystrasaltsþjóðimar endurheimtu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.