Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLADIÐ LAUGAKDAGUR , i nn J 2. NOVEMBER 1991 Margl er á boðstólum hjá heimil- isfólkinu á Grund á hinum árlega basar. ■ HINN árlegi Basar á Litlu Grund verður haldinn laugardag- inn 2. nóvember 1991 kl. 14.00. Eins og undanfarið verða seldir ýmsir góðir munir sem heimilisfólk- ið hefur unnið, þar má fá lopapeys- ur, sokkaplögg, útsaumaða og mál- að dúka, smymapúða, keramik- jólatré o.m.fl. ■ VINAGANGA verður í Grafar- vogi laugardaginn 2. nóvember kl. 13.30. Mæting er við Fjörgyn kl. 13.15. Skátafélagið Vogabúar annast skipulagningu göngunnar. Þetta er létt fjölskylduganga kring- um Voginn og ef fjöldi verður næg- ur er stefnt að því að tengjast hönd í hönd kringum Voginn. Eftir gönguna bjóða skátamir upp á kaffi og appelsínusafa í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn. Sigurður Helgason frá Björgun hf. mun einnig kynna þar nýtt skipulag fyrirhugaðrar byggingar við Gullinbrú. (Fréttatilkynning) H KVENFÉLAG Háteigssóknar heldur basar í Tónabæ sunnudag- inn 3. nóvember og hefst hann kl. 13.30. Ágóði þessa basars rennur til kaupa á mynd sem prýða skal vegg kapellu kirkjunnar, mynd sem listamaðurinn Benedikt Gunnars- son er þegar farinn að vinna að. Á basamum verða á boðstólum marg- ir fagrir munir, sem konurnar hafa unnið af miklum hagleik og smek- kvísi, sömuleiðis kökur og tertur, rómaðar fyrir bragð og útlit. Og ekki má gleyma rjómavöfflunum góðu, sem seldar verða ásamt kaffí fram til kl. 16.30. Kvenfélagskonur hafa verið ötular og fórnfúsar á HEKLA FOSSHÁLSI 27 S(MI •695560(674363 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT GOODpYCAR 60 ÁR Á ÍSLANDI undanförnum ámm að afla fjár til að prýða megi kirkjuna og sjást þess víða merki, þótt hæst beri kórmyndin magnþmngna, sem sett var upp árið 1988. Félagsstörfin einskorðast engan veginn við fjáraf- lanir, fyrirferðameiri er ýmis menn- ingar-, félags- og líknarstarfsemi sem fram fer á fundum eða í kyrr- þey. Ég hvet Háteigssöfnuð og hollvini Háteigskirkju til að sýna samstöðu með kvenfélaginu og styrkja það til áframhaldandi góðra verka með því að koma á basarinn og kaupa fagra muni og vöfflur með ijóma. Tómas Sveinsson, sóknarprestur. ■ GALLERÍ Borg heldur mál- verkauppboð sunnudaginn 3. nóv- ember nk. kl. 20.30. Uppboðið verð- ur í Súlnasal Hótel Sögu og verða boðnar rúmlega áttatíu myndir. Verkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll laugardag og sunnudag á milli kl. 14 og 18 alla dagana. Auk verka ýmissa núlif- andi listamanna verða boðnar vatn- listamyndir eftir Nínu Tryggva- dóttir, Þorvald Skúlason og Gunnlaug Scheving, þijár olíu- myndir eftir Júlíönnu Sveinsdótt- ur, Þórarinn B. Þorláksson, Gunnlaug Scheving, Finn Jóns- son, Krislján H. Magnússon og Jóhannes S. Kjarval. Þá verður boðin olíumynd, blóm í vasa, eftir Jón Stefánsson og sjávarlífsmynd eftir Snorra Arinbjarnar. Hægt er að gera forboð í myndir fyrir þá sem ekki komast á uppboðið og einni er hægt að bjóða símleiðis eftir að uppboðið hefst. ■ / GALL- ERI einn einn, Skólavörðu- stíg 4, sýnir Halldóra Em- ilsdóttir olíu- málverk. Þetta er síðasta sýn- ingarhelgi. Sýningin er op- in virka daga frá kl. 14-18 og henni lýkur 7. nóvember. Hljómplatan Hönd í hönd seld í 14 þúsund eintökum: Tekjur slysavarnastarfs- ins 14 milljónir króna Bolungarvík. HLJÓMPLATAN hönd í hönd sem systkinin sjö úr Bolungarvík hljóðrituðu og gáfu Slysavarnafélagi ís- iands til minningar um Vagn Margeir Hrólfsson og Gunnar Örn Svavarsson sem fórust er þá tók út af vélbátnum Hauk IS 18. desember sl., hefur verið seld í 14.000 eintökum og gefið af sér 14 milijónir króna til slysavarnastarfsins í landinu. Tekjurnar eiga eftir að aukast því að gefin hafa verið út 5.000 eintök til viðbótar sem nemendur framhaldsskólanna á höfuð- borgarsvæðinu ganga með í hús um helgina og bjóða til sölu. Hönd í hönd er langsöluhæsta hljómplatan í ár. Jón Gudbjartsson. Það er slysavamasveitin Ernir í Boiungarvík sem hafði veg og vanda af undirbúningi og framkvæmdasöl- unnar sem aðallega fór fram um sjó- mannadagshelgina á sl. vori. Að sögn Jóns Guðbjartssonar, formanns slysavamasveitarinnar Ernis, hefur þetta framlag systkinanna verið ómetanlegur styrkur fyrir slysavarn- astarfið í landinu. Jón sagði að systkinin hefðu lagt til ákveðna skiptingu á því fé sem inn kæmi af þessari plötusölu, þ.e. 'h fer til þeirra sem stóðu að sölunni eða slysavamasveita um land allt. 'h fer til slysavamasveitarinnar hér í Bolungarvík og 'h fer til að standa undir kostnaði við gerð hljómplöt- unnar. Heildartekjur slysavamas- veitanna af þessu verkefni era í dag komnar í um 14 milljónir, sjö milljón- ir skiptast milli þeirra sveita sem unnið hafa að sölu plötunnar hver á sínu svæði og sjö milljónir til slysa- varnasveitarinnar í Bolungarvík. Jón sagði að sveitin hér í Bolung- arvík hefði strax í upphafi ákveðið að setja þessa peninga í sjóð sem notaður yrði til að styrkja sérstök og áhugaverð verkefni til eflingar slysavarnarstafínu í landinu. Meðal verkefna sem þessi sjóður er að styrkja núna, en það er hönnunar- vinna á nýrri tegund björgunarskýla, sem við hér í Bolungarvík höfum rætt um nokkurt skeið. Jón sagði að núverandi fyrirkomulag björgun- arskýla væri að mörgu leyti gott, en þau væru viðhaldsfrek og stofn- kostnaður þeirra væri mikill. Þar að auki sagði Jón að oft fengju þau ekki að vera í friði fyrir ferðamönn- um sem settust að í þessum skýlum svo sem þekkt er úr fréttum. Núver- andi skýli væra líklega of íburðar- mikil. Gunnar Vináttuhátíð 1 Laugardalshöll AÐSTANDENDUR verkefnisins Vinátta ’91 efna til vináttuhátíðar í Laugardalshöll laugardaginn 2. nóvember nk. Hugmyndin er að haida skemmtun fyrir alla aldurshópa og er dagskrá skipulögð með tilliti til þess. Halldóra Emilsdóttir H BASAR kvenfélags Lang- holtssóknar verður haldinn í safn- aðarheimilinu í dag, laugardaginn 2. nóvember, klukkan 14. Þetta er kökubasar og einnig verður happa- drætti. Allur ágóði af basarnum rennur til Langholtskirkju. Eftirtaldir skemmtikraftar koma fram: Bubbi Morthens, Júpiters, Kuran Swing, Ole Christiansens Band (frá Grænalandi), Sororicide, Fjörkarlar, Strandamannakórinn, Neistar, götuieikhúsið Auðhumla, dansarar frá Kramhúsinu, Lúðra- sveit verkalýðsins, Jón Rúnar Arason og fleiri. Kynnir verður Edda Björg- vinsdóttir. Dagskráin hefst á því að Hjálpar sveit skáta í Reykjavík og Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík sýna tæki sín og búnað fyrir utan Laugardalshöll- ina og þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á staðinn og sýnt verður sig úr þyrlunni. Þá munu Lögreglan í Reykjavík og Bifhjólasamtök lýð- veldisins, Sniglarnir, verða á staðn- um. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Byijað var að vinna að verkefninu Vinátta ’91 sl. haust að frumkvæði íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur og unglingadeildar Félagsmál- astofnunar Reykjavíkur. Tilgangur verkefnisins er að auka tengsl, sam- skipti og samvinnu við samtök, stofnanir og einstaklinga með sam- eiginlegum verkefnum og uppákom- um og að koma af stað umræðum um vináttu og aðra jákvæða hluti í samskiptum manna í stað þess að dvelja stöðugt við skuggahliðar eins og ofbeldi eða vímuefnanotkun. Verkefnið hefur verið kynnt í skól- um, á dagvistarstofnunum, í félags- miðstöðvum og einnig öðram sem gætu nýtt það til forvarna og félög- um og samtökum í einstökum bæjar- hverfum og byggðarlögum. Undir- tektir hafa alls staðar verið góðar og allmargir aðilar era þegar farnir að vinna að verkefninu, segir í frétta- tilkynningu frá Vináttu ’91. Vemdari Vináttu ’91 er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. GOODfÝEAR VETRARHJÓLBARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.