Morgunblaðið - 02.11.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 02.11.1991, Síða 44
votvo PENTA Besti vinur sjómannsins! MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, PÓSTFAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Metvöxtur trjágróðurs J sumar METVÖXTUR trjágróöurs var í sumar _ vegna veðursældar. Að sögn Ólafs Sæmundsen, skóg- ræktarfræðings hjá Skógræktar- félagi Reykjavíkur, munu hlýindi sumarsins koma til með að hafa áhrif á vöxt trjágróðurs næsta sumar, jafnvel þótt það verði ekki eins gott. Að sögn Olafs hafa bæði lauftré og grenitré vaxið í sumar langt umfram það sem gerist í meðalári. „Við höfum mælt ársprota á víði og ösp á annan metra, birki 60 til 70 sentimetra og greni fast að metra. í meðalári vaxa ösp og víðir 60 til 80 sentimetra og birki um /50 sentimetra. Greni bætir við sig 30 til 40 sentirnetrum á ári venju- lega,” sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að sumarið hafi verið gott fyrir allan gróður, runnar hafi blómstrað meira en almennt gerist og áberandi fleiri nýgræðingar hafi dafnað. Skýringin á þessu er, að hans sögn, veðursældin sem hér ríkti og mun þetta koma til með að skila sér í góðum vexti næsta ár vegna þess hve trén eru nú sterk. ----------»-»-*--- Skólar og leikskól- ar í Reykjavík: 111 kærur Morgunblaðið/Rax Markarfljóti hleypt undirnýju brúna Markarfljóti var hleypt undir nýju brúna í Landeyjum í gær. Að sögn Dofra Eysteinssonar framkvæmdastjóra Suðurverks hf., gekk ágætlega að veita vatninu undir brúna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum og vegagerð, fyrir utan lagningu varanlegs slitlags, verði lokið um miðjan maí á næsta ári. um innbrot o g skemmd- arverk 111 innbrot, rúðubrot, og VHkemmdarverk í skólum og barnaheimilum í Reykjavík hafa verið kærð til lögreglunnar það sem af er árinu. Að sögn Omars Smára Armannssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns hafa þessi tilvik komið upp í öllum borgarhverfum og virðist hvorki ein stofnun né eitt hverfi borgarinnar skera sig úr hvað fjölda tilvika varðar. 49 innbrot og 62 skemmdarverk, þar af 43 tilvik þar sem rúður, oft fleiri en ein, höfðu verið brotnar, hafa verið tilkynnt lögreglunni. Al- gengt virðist í innbrotunum að skemmdarfýsn ráði fremur en von um að kornast yfir verðmæti og oft hefur hlotist af umtalsvert tjón. Fiskiþing lýsir yfir stuðningi við núverandi fiskveiðistjórnun: Ljóst að þingið hefur sam- þykkt yfír sig auðlindaskatt - segir Guðjón A. Kristjánsson FISKIÞING lýsti í gær yfir stuðn- ingi við núverandi fiskveiði- stjórnun, en á þinginu var sam- þykkt ályktun, sem felur í sér að aflamarksleið sé heppilegust þeirra leiða, sem þekktar eru í dag við stjórn fiskveiða. Töluverð átök urðu um ályktun sjávarút- vegsnefndar þingsins þess efnis að mótsagnir væru í lögunum um stjórnun veiðanna og þeirri rösk- un mótmælt sem framsalið hefur á byggðir Iandsins. Tillagan um að aflamarksleiðin væri heppileg- ust við stjórnun veiðanna, hlaut 16 atkvæði en 8 voru á móti. Tillagan var lögð fram af minni- hluta sjávarútvegsnefndar, og var hún samþykkt eftir miklar umræður og eftir að breytingartillaga við hana hafði verið felld. Deilur snér- ust um mögulega byggðaröskun vegna sölu aflakvóta, líkurnar á auðlindaskatti með óheftu framsali kvóta; hvort tilætluð hagræðing næðist með núverandi veiðistjórnun og hvort og hve mikið þyrfti að fækka í flotanum. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, sagði að lokinni niðurstöðu, að ljóst væri að þingið hefði sam- þykkt yfír sig upptöku auðlinda- Stálfélagið óskar greiðslustöðvunar Tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku helzta viðskiptabankans, segir framkvæmdasljórinn ÍSLENZKA stálfélagið hefur óskað greiðslustöðvunar í þijá mánuði. Fyrirtækið skuldar starfsfólki Iaun fyrir þrjár vikur til mánuð og ligg- ur vinna þar niðri. Að sögn Lars Gunnars Norberg, framkvæmda- stjóra félagsins, hefur helzti lánardrottinn félagsins, hollenzki bankinn Mees & Hope, gengið á bak orða sinna um endurfjármögnun fyrirtæk- isins og því er svona komið í rekstrinum. „Fyrir um það bil mánuði náði íHfíaleigandi fyrirtækisins [Ipascoj samningum við aðalbanka okkar, Mees & Hope, um endurfjármögnun fyrirtækisins og við gerðum þróun- aráætlun í sameiningu,” sagði Nor- berg í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eftir nokkurn tíma komumst við að því að áætlanirnar héldu ekki og eitthvað annað var í spilinu. Loks -iilkynnti bankinn okkur að hann vildi loka fyrirtækinu og selja það. I þeirri stöðu sótti stjórnin um greiðslu- stöðvun, þannig að fyrirtækið gæti endurskipulagt sig fjárhagslega.” Norberg sagðist telja að af hálfu bankans væri um tilraun til fjand- samlegrar yfírtöku á fyrirtækinu að ræða. „Við höfum boðið þeim hingað til að ræða málin og fá skýringar, vegna þess að við eigum erfitt með að skilja um hvað afstaða þeirra snýst. Á miðvikudag var haldinn fundur í iðnaðarráðuneytinu, þar sem allir bankar, sem fjármagna fyrirtækið, voru boðaðir, ásamt Mees & Hope. Auk samkomulagsins milli eigenda okkar og Mees & Hope var samið um það milli bankanna að Mees & Hope myndu leiða hina fjár- hagslegu endurskipulagningu. í bága við þetta samkomulag voru ekki réttu fulitrúarnir sendir á fund- inn, heldur lögfræðingur bankans, sem gat engar upplýsingar gefið okkur. Þetta er ákaflega einkenni- legt,” sagði Norberg. Hann sagði að bankinn reyndi að koma í veg fyrir að fyrirtækið fengi greiðslur frá viðskiptavinum sínum, og þess vegna væri því ókleift að greiða laun. Hann sagði að á mánudag myndi væntanlega skýrast hvort fyrirtæk- inu yrði veitt greiðslustöðvun, og þá yrði vonandi hægt að borga starfs- fólkinu og hefja rekstur á ný. Hann sagði að stjórn fyrirtækisins hefði reynt að vetja hagsmuni fyrirtækis- ins og starfsfólksins þar með, því að bankinn hefði viljað reka alla og leggja fyrirtækið niður. Sigurður Gylfason, fjármálastjóri Stálfélagsins, sagði að vandamál fyrirtækisins hefðu verið að smá- magnast undanfarið ár. Stálverð hefði aldrei verið lægra og einnig hefði valdið vandamálum hvað bygg- ing verksmiðjunnar dróst. Hann sagði að Ipasco, aðaleigandi Stál- félagsins, hefði vonir um að geta selt verksmiðju sína erlendis, og ef það tækist, myndi greiðast eitthvað úr vanda Stálfélagsins. skatts. „Ef þessi kvótasala heldur áfram verða undirbyggð rök þeirra, sem vilja að auðlindaskattur verði lagður á útgerðina. 5 til 6 milljarða velta vegna viðskipta með óveiddan fisk bendir ekki þeinlínis á að um taprekstur sé að ræða í útgerðinni. Framsalið er mér mikill þymir í augum og nauðsynlegt að fella það niður, eigi að nást sátt um þessi mál. Sóknarmark er mun betur til þess fallið að stjóma veiðunum,” sagði Guðjón. Eiríkur Tómasson frá Grindavík, einn flutningsmanna tillögunnar sem samþykkt var, sagðist ekki geta séð að fiskveiðistjómunin og framsal aflaheimilda kippti grund- vellinum undan byggðarlögunum. Forkaupsréttur þeirra hamlaði gegn því. Mest breyting hefði þó orðið á Suðurnesjum og þar hefðu fallið út fyrirtæki, þar sem reksturinn hefði ekki verið í lagi. Það væri sú stefna stjórnvalda að halda sjávarútvegin- um ætíð við eða undir hungurmörk- um, sem réði því að afkoman í út- veginum væri jafn slæm og raun bæri vitni svo og minnkandi afla- heimildir. Kvótakerfíð hefði þar ekk- ert að segja. Hann varaði jafnframt við því að fækka skipum um of og sagði að alls ekki mætti miða flota- stærðina við jafnskertar aflaheim- ildir og við byggjum nú við. Þá benti hann á að fjarstæða væri að ætla að í sjávarútveginum væri einhver gróði til að leggja á auðlindaskatt. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.