Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 Kristur, Óð- inn og ástin Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Hvíti víkingurinn Leiksljóri Hrafn Gunnlaugsson. Framleiðandi Dag Alveberg. Kvikmyndatökumaður Tony Forsberg. Saga Hrafn Gunn- laugsson. Handrit Hrafn Gunn- laugsson og Jonathan Rumbold. Hönnuður Ensio Suominen. Búningahönnun Karl Júlíusson. Förðun Siw Jarbyn. Klippari Sylvia Ingemarsson. Tónlist Hans-Erik Philip. Hljóð Jan Lindvik. Framleiðslustjóri Jea- nette Sundby. Aðalleikendur Gottskálk Dagur Sigurðarson, Maria Bonnevie, Egill Ólafsson, Thomas Norström, Þorsteinn Hannesson, Helgi Skúlason, Jón Tryggvason, Gunnar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir, Flosi Ólafs- son, Þráinn Karlsson, María Sig- urðardóttir. Framleidd af Nor- ræna kapalsjóðnum, ríkissjón- varpsstöðvum Norðurlanda og norskum einkaaðilum. Filmeff- ekt 1991. í nýjustu mynd Hrafns Gunn- laugssonar er ástin sterkasta aflið, öllu æðra. Hér er fléttað saman skáldskap og staðreyndum. Hinni eilífu ástarsögu er en bakgrunnur- inn miklir umbrotatímar í sögu Noregs og íslands - kristnitakan, tilbúnar persónur og sögulegar. Og tilfinning leikstjórans og sam- verkamanna hans fyrir löngu liðn- um tímum, þeim mikilfenglegustu í sögu okkar og einu heimildirnar um þá finnast á gulnuðu kálf- skinni, hefur aldrei verið sterkari né stórbrotnari. Hvíti víkingurinn hefst á brúð- kauoi að sið ásatrúarmanna, þeirra Asks (Gottskálk Dagur Sigurðar- son) og Emblu (Maria Bonnevie). Guðbrandur jarl (Þorsteinn Hannesson), faðir hennar, er síð- astur heiðinna höfðingja í Noregi og er brullaupið rétt afstaðið er Ólafur Tryggvason (Egill Ólafs- son) ræðst á gesti og þvingar þá til að kasta goðatrúnni fyrir Jesúm Krist. Hefur hann þá sameinað Noreg allan í eitt ríki með blóðug- an krossinn að leiðarljósi. En Krist- ur og konungur vilja meira; löndin í vestri og Askur reynist honum og kristniboðanum Þangbrandi biskup; (Thomas Norström), sann- kallaður hvalreki er í ljós kemur að hann er sonur Þorgeirs Ljós- vetningagoða, vitrasta og virtasta höfðingja íslendinga. Olafur og Þangbrandur loka Emblu í klaustri en lofa Aski endurheimt eiginkon- unnar er hann hefur kristnað Is- land. Sú ferð verður engin frægðarför fyrir Ask, víkinginn unga og hvíta, Hrafn og samstarfsmenn hans ljúka upp fyrir okkur haugum og hofum löngu liðinna kynslóða. en á meðan gerir konungur árang- urslaust hosur sínar grænar fyrir Emblu. En Ólafur er ekki á því að gefast upp og sendir Ask í ann- að sinn í vestur og heldur áfram vonlausri baráttu við að ná ástum Emblu. En þó honum takist ekki að leggja lag sitt við stúlkuna gengur Aski þess betur að koma fram vilja konungs á íslandi. Þor- geir faðir hans leggst undir feld á Alþingi árið 1000, og fær lands- höfðingja til að lögtaka kristin- dóminn á lýðræðislegan hátt. Að því loknu heldur Askur aftur til Noregs og tekur land á ögurstund. Hversu mikill skáldskapur, hversu mikill sannleikur er ekki aðalatriðið heldur hvernig til tekst með heildarmyndina og í flesta staði er Hvíti víkingurinn vel heppnuð, sterk, stæðileg og mikið augnayndi. Og þó að myndin ger- ist fyrir hartnær 1000 árum eru allir eðlisþættir hennar síungir - ástin, trúin og kærleikurinn jafnt sem refshátturinn, trúarofstækið og stjórnmálaklækimir. Sama máli gegnir um söguhetjumar, þar fara manngerðir sem uppi eru á öllum tímum. Hrafn fær stórfenglegri sýnir en flestir listamenn og tekst óragur á við að tjaldfesta þær af metnaði og makalausu hugmynda- flugi. I hans rómantískasta og að vissu leyti hæverskasta verki til þessa er innsæi hans og samstarfs- mannanna það sem hæst rís. At- burðir, hegðun manna, búningar, leikmunir, leiktjöld, förðun - endursköpun hinna hálfgleymdu tíma sem okkur dreymir svo mikið um, birtast aftan úr öldum, magn- aðir, áleitnir og mjög svo viðsætt- anlegir. Forvitni og eftirsjá leynd- ardómsfullrar, horfmnar menning- ar fær friðþægingu. Hér fer hug- myndaflugið á kostum. Listamenn- irnir ljúka upp fyrir okkur hofum og haugum, veita okkur innsýn í duldir og launhelgar genginnar trúar Iöngu liðinna kynslóða, lífs- hætti svo víðsfjarri svonefndri sið- menningu vorra tíma þegar STÓRKOSTLEG í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00 Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Dómkórinn Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson Karlakórinn Fóstbræður Stjórnandi: Arni Harðason Kór Öldutúnsskóla Stjórnandi: Egill Friðleiísson Kór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Kariakór Reykjavíkur Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Kynnir: Baldvin Halldórsson Miðar scldir ( Hljófæraverslun Poul Bernburg, Tónastöðinni Óðinsgötu 7. og i Háskólablói. ALLUR ÁGÓÐI RENNUR í HÚSBYGGINGASJÓÐ FÉLAGSÍSLANDS Að greiða sigur- laim úr eigin vasa eftir Hjörleif Guttormsson Utanríkisráðherra og liðsmenn hans miklast mjög af því að hafa halað meira inn á sjávarútvegssviði í EES-samningalotunni en þeir hafi vænst fyrirfram. í því sam- bandi er rétt að minnast, að póli- tískur aðgöngumiði að þátttöku Islands í EES-samningaviðræðum var krafan um „fríverslun með fisk”. Islendingar knúðu fram sam- þykkt um það efni innan EFTA og síðan var krafa sett fram um þetta í samningaviðræðum við Evrópubandalagið. í þessari kröfu fólst ekki að- eins fullt tollfrelsi með sjávaraf- urðir, heldur einnig að með þær yrði farið hliðstætt því sem ger- ist með iðnvarning, þ.e. að allir ríkisstyrkir til sjávarútvegs væru óheimilir, þar eð þeir skekki samkeppnisstöðuna. Þessari kröfu hafnaði Evrópubandalagið fyrir réttu ári, enda heldur bandalagið uppi miklu af sjávarútvegi með ríkisstyrkjum. Nú er réttilega á það bent, m.a. af Ásgeiri Daníels- syni hagfræðingi, að þessi niður- staða dragi verulega úr efnahags- legum ávinningi Islendinga af EES-samningi. „Samningurinn við Grænlendinga gerir ráð fyrir að þessi afli falli sjálfkrafa í hlut Islendinga, sé hann ekki veiddur af öðrum fyrir vertíðarlok. Við höfum því í raun haft rétt til að veiða þennan kvóta, sem EB keypti af Grænlendingum en hefur hingað til aldrei getað hagnýtt sér.” Þegar þessi synjun EB lá fyrir var aðeins eftir hinn hlutinn af „fn'verslun með fisk”, þ.e. afnám tolla á fiskafurðum. Ráðherrar stigu á stokk, m.a. Þorsteinn Páls- son, og strengdu þess heit að eng- inn samningur yrði gerður af Is- lendinga hálfu um EES nema til kæmi algjört afnám tolla á sjávar- afurðum inn á EB-markað. Einnig þessu neitaði Evrópubandalagið og setti á móti fram kröfuna um sér- stakan styrktarsjóð fyrir „vanþró- OPIÐídagfrákl. 10-16 I\ý|ar glæsilcgar yfirhafnir iiO\noA -mmmmmBsaBmrn Austurstræti 14, sími 14260. I^HHIi^HHHIHHi ffltirn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.