Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 263. tbl. 79. árg. SVNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrrverandi valdhafar í Kambódíu koma til Phnom Penh: Morgunblaðid/Þorkell MÁLAÐ í STILLUNNI Þótt vetur hafi gengið í garð fyrir nokkru halda menn áfram að dytta að húsum sínum en líklega er hver að verða síðastur með málningarvinnuna. Þessi sá sér þó leik á borði í síðustu viku og til að stytta sér stundirnar hlustaði hann jafnframt á ljúfa tónlist. Rauðu khmerarnir eiga yf- ir höfði sér hefnd fólksins Phnom Penh. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR og hermenn Rauðu khmer- anna eru þessa dagana að snúa aftur til Kambódíu og forsætisráðherra iandsins, Son Sen, segir að íbúar höfuðborgarinn- ar, Phnom Penh, kunni að ráðast á þá í hefndarskyni. Rauðu khmerarnir neyddu alla íbúa borgarinnar til að fara úr henni árið 1975 og ógnarstjórn þeirra á átt- unda áratugnum kostaði milljón Kambódíumenn Iífið. Æðsti yfirmaður hersveita Rauðu khmer- anna, Son Sen, ætlaði að koma til Kambód- íu í dag, sunnudag, en frestaði heimför sinni um einn dag. Hann sendi hins vegar fimm menn á undan sér til að kanna hvernig við- tökumar yrðu. „Mér segir svo hugur um að tekið verði á móti þeim með kylfum og gijóti,” segir Hun Sen. Reuter Norodom Sihanouk fursti (t.h.) heilsar Kambódíumönnum á útifundi við fursta- höllina í Phnom Penh í gær. Við hlið hans er forseti Kambódíu, Shaa Sim. Rauðu khmerarnir deila nú völdunum með Norodom Sihanouk fursta og fleiri kambódískum hreyfingum þar til efnt verð- ur til lýðræðislegra kosninga árið 1993, samkvæmt friðarsamkomulagi, sem undir- ritað var í París fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna 23. október og batt enda á 13 ára borgarastyijöld í landinu. Sihanouk fursti sagði í fyrsta ávarpi sínu til kambódísku þjóðarinnar eftir að hann kom til landsins úr 13 ára útlegð að hún yrði að sigrast á hatrinu í garð Rauðu khmeranna ef hún vildi varanlegan frið í landinu. „Hvernig getur mér líkað vel við þessa menn?” sagði hann. „Rauðu khmer- arnir myrtu ættingja mína. Þeir drápu fimm af börnum mínum og 14 af barnabörnunum. En þótt okkur sé enn heitt í hamsi verðum við að gleyma fortíðinni.” Brjóst kvenna og karla jöfn fyrir lögunum DÓMARI í Rochester í New York hefur úrskurðað, að enginn lagalegur munur sé á bijóstum kvenna og karla og hnekkti þar með tveggja ára göml- um dómi yfir 10 konum, sem ákærðar höfðu verið fyrir að ganga um ber- brjósta. Segir dómarinn, Patricia Marks, í úrskurðinum, að það fari í bága við stjórnarskrána að skilgreina konubijóst með öðrum hætti en karla og vitnar hún einnig til álits tveggja sérfræðinga, sem segja, að samfélagið líti ekki lengur á bijóstin sem hluta af blygðun kvenna. Getur þessi dómur greitt því götuna, að bandarískar konur beri brjóstin á ströndinni eins og títt er í Evrópu. Hroturnar hafa áhrif á akstur ÞEIM, sem hrjóta mikið, er sex sinn- um hættara við að lenda í bílslysi en þeim, sem sofa átakalaust nóttina alla. Kemur þetta fram í rannsókn Johns Stradlings, lungnasérfræðings við Churchill-sjúkrahúsið í Oxford á Eng- landi, en hann segir ástæðuna einfald- lega þá, að þeir, sem standa í því að skera hrúta næturlangt, fái ekki næga hvíld og séu þreyttir þegar út í um- ferðina kemur. Er að sjálfsögðu átt við þá, sem verst eru haldnir þessum kvilla. Við hroturnar er fólk að beij- ast við að fylla lungun af lofti og vaknar gjarna oft á hverri nóttu. Moming Star fékk Moskvugull SOVÉTMENN fjármögnuðu breska kommúnistaflokkinn í 21 ár og voru peningarnir jafnan sóttir í sovéska sendiráðið í London. Er þetta haft eftir Reuben Falber, fyrrum aðstoðar- framkvæmdastjóra breska kommún- istaflokksins. Segir hann, að greiðsl- urnar hafi staðið yfir frá 1958-79 og numið allt að 100.000 sterlingspund- um eða rúmlega 10 milljónum ISK á ári. Voru peningarnir notaðir til að kosta afskipti flokksins af verkföllum og vinnudeilum og útgáfu málgagns- ins, Morning Star. Málgagnið og nokkur önnur dagblöð hafa birt við- brögð núverandi forystumanna kommúnistaflokksins við upplýsing- unum og eru þeir mjög hneykslaðir á sovéska fjárstyrknum, sem fyrri forystumenn flokksins hafa ekki vilj- að kannast við. 10 DA VÍÐ ODDS- SON Í'VIÐTALI sitii.mtiw máekkikoma IIART MIII K \ lAIWIÓIKI ERRO c 7 R 0FMAT r A KÖRLUM o ÍTVINHUlÍFIfl í NVERFANDA jjVEU 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.