Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 Síðasta sýning- arhelgi Sigríðar Sýningu Sigríðar Ásgeirs- dóttur í sýningarsalnum Gallerí einn einn Skólavörðustíg 4a í Reykjavík, sem staðið hefur frá 9. nóvember, lýkur fimmtudag- inn 21. nóvember næstkomandi klukkan 18. Á sýningunni eru lágmyndir unnar í gler. Sýningin í Gallerí einn einn er opinn alla daga kl. 14-18. Á myndinni er Sigríður Ásgeirsdóttir við eitt verka sinna. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUOÖTU3 S.11798 1S533 Sunnudagsferðir 17. nóvemberkl. 13 Hressandi útivera fyrir alla 1. Tröllafoss - Stardalur. Gengið með Leirvogsá. Tilvalin fjölskyldu- ganga. Stuðlaberg I Stardalshnúk. 2. Grimmansfell. Gengið á Stórhól (482 m.y.s.) með víðáttumiklu út- sýni. Verð 1.000,-, frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá Um- ferðarmiðstöinni, austanmegin. Ath. stansað verður við Mörkina 6 (nýbyggingu Ferðafélagsins). Mun- ið kvöldvökuna á miðvikudags- kvöldið kl. 20.30 í Sóknarsalnum. Efni: Árneshreppur á Ströndum. Kvöldganga á fullu tungli fimmtu- dagskvöldið 21. nóv. kl. 20. Missið ekki af aðventuferðinni í Þórsmörk 30/11-1/12. Ferðafélag islands, ferðir fyrir þigl Þriðja viðtalsbók Helga Bjamasonar BÓKIN Bændur á hvunndagsföt- um, þriðja og síðasta bindi sam- nefndra viðtalsbóka Helga Bjarnasonar blaðamanns, er komin út hjá Hörpuútgáfunni áAkranesi. í bókinni eru viðtöl við fjóra bændur. „Er rekinn áfram af fróðleiksfýsn” er heiti viðtals við Egil Ólafsson bónda og fræðaþu! á Hnjóti í Örl- ygshöfn, sem gaf Vestur - Barða- strandasýslu byggðasafn og Flug- málastjórn flugminjasafn. Viðtalið við Eirík Sigfússon bónda á Síla- stöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði heitir „Kaupi mér aldrei frið” og rekur m.a. baráttú hans allt frá því hann kornungur neitaði að láta kaupfélagsstjóra KEA kúga sig í kartöfluviðskiptpum. „Ýmislegt er á sig leggjandi til að sjá drauminn rætast” er yfir- skrift viðtals við Björn Sigurðsson bónda í Uthlíð í Biskupstungum, sem einn af brautryðjendum í ferða- þjónustu bænda. Fjórða viðtalið er við Egill Jónsson bónda og alþingis- mann í Nesjasveit í Hornafirði. Það heitir „Þú sérð ekkert þessu líkt fyrr en í himnaríki” og er nafnið tekið upp úr lýsingu Egils á upp- græðslunni í Skógey í Homafirði. Helgi Bjarnason Bændur á hvunndagsfötum, þriðja bindi, er 172 blaðsíður að stærð, prýdd um 100 ljósmyndum auk yfirlitskorta af heimabyggð við- mælenda. í bókinni er nafnaskrá fyrir öll þijú bindin. Bókin er unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. Bíóborgin sýnir mynd- ina „Svarti Regnboginn” BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- ingar myndina „Svarti Regnbog- inn”. Með aðalhlutverk fara Rosanna Arquette og Jason Rob- ards. Leikstjóri er Mike Hodges. Walter Travis er maður sem gerir sér trúgirni almennings að féþúfu. Hann hefur árum saman ferðast um ýmis fylki Bandaríkjanna og stjóm- að miðilsfundum eða skyggnilýsing- um Mörtu dóttur sinnar. En einu sinni bregður Marta út af reglunni, því að hún segir að hún sjái andlát manns og lýsir því hvernig bijóst- kassi hans springur. Kona mannsins er meðal áheyrenda hjá Mörtu og veit hún ekki annað en að hann sé heima að horfa á sjónvarpið. Walter Travis tekur þessari nýbreytni dóttur sinnar mjög illa og heimtar að hún biðji viðkomandi konu afsökunar sem hún þverneitar að gera en lætur að lokum undan. En málinu er ekki lokið því að það kemur í ljós að það hafa orðið fleiri undarleg dauðsföll í bænum og er Silas-fyrirtækið sem framleiðir alls konar hættuleg efni Tveir af leikurum myndinnar, Rosanna Arquette og Tom Hulce. grunað um aðild. Það er einkum ungur fréttamaður, Gary Wallace, sem berst við að upplýsa þessi mál og kemst hann þá { talverð kynni við Mörtu og föður hennar og finnur þá út að Walter er mikill drykkju- maður. Loks kemur til uppgjörs milli þeirra feðgina þegar Marta verður þess áskynja að faðir hennar er bú- inn að drekka upp allt sparifé þeirra, sem hún hafði unnið fyrir í gegnum árin. Sundlaugin á Krossanesi. Kvöldvaka Ferðafélagsins um Arneshrepp á Ströndum KVÖLDVAKA á vegum Ferða- félags Islands verður haldin miðvikudaginn 20. nóvember í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Haukur Jóhannesson jarðfræð- ingur íjallar um Árneshrepp (frá Kolbeinsvík norður að Geirólfsnúp) í máli og myndum en Árneshrepp- ur er nyrsti hreppur í Stranda- sýslu. Ferðafélagið hefur árlega efnt til ferða um þetta svæði. Unglingarnir voru farnir að lýjast í gærmorgun enda búið að spila í 12 tíma og skora „trilljón mörk” Leiklist, „bandí”, myndlist Garði. í gærkvöldi lauk 24 tíma „bandí” hjá elzta bekk grunnskólans, en „bandí er eins konar hokkí á þurru landi ef svo má að orði komast. Unglingarnir eru að safna í ferðasjóð og þegar undir- ritaður var á ferð í gærmorgun kl. 8 var búið að skora trilljón mörk. Þá var í fyrrakvöld frumsýnt í annarri uppfærslu barnaleikritið Hvað er í kistunni en það er litla leikfélagið sem sér um uppfærsl- una í samráði við þessa sömu unglinga. Þá má geta þess að í gær opnaði Bragi Einarsson mynd- listarsýningu í verkalýðshúsinu Sæborgu sem stendur yfir í 4 daga. Loks má geta þess að bisk- upinn predikar í Útskálakirkju í dag í tilefni 130 ára afmælis kirkjunnar. Arnór RAÐAUGi YSINGAR A TVINNUHÚSNÆÐI Til leigu Til leigu við Ármúla 60 fm skrifstofuhús- næði, sem skiptist þannig: Tvö herbergi, opinn salur, eldhúshorn og snyrting. Hagkvæmt og smekklega innréttað hús- næði. Laust strax. Upplýsingar í síma 679660 milli kl. 10 og 15. Verslunarhúsnæði 400 fm í Ármúla til leigu auk 1000 fm skrif- stofu- og lagerhúsnæðis. Upplýsingar í síma 813636 eða pósthólf 8734, 128 Reykjavík. Bíldshöfði 10 Til leigu er 1.050 fm bjart og gott húsnæði á 2. hæð. Upplýsingar í símum 91-32233 og 985- 31090. Skrifstofuhúsnæði til leigu Mjög gott skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Skeif- unni, 260 fm, innréttað. Þeir, sem áhuga hafa, hafi samband í síma 812220. Fönn hf., Skeifunni 11. Við Fiskislóð í Reykjavík er til leigu 1000 fm húsnæði, sem skiptist í: 600 fm á 1. hæð. Lofthæð 6 m. Þrennar stórar innkeyrsludyr. 200 fm á 1. hæð. Lofthæð 3 m. 200 fm á 2. hæð. Lofthæð 2,5 m. Hagstætt verð. Nánari upplýsingar í símum 19105, 687212 eða 985-20333. Til sölu eða leigu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Gullinbrú (Stórhöfða 17, Rvík) er til leigu eða sölu. Stærð húsnæðisins er 600 fm. Hver hluti getur verið frá 120-150 fm. Möguleiki á stórglæsilegum innréttingum, sem hægt er að skoða á staðnum. í húsinu er útibú íslands- banka, pósthús, byggingavöruverslun, blóma- búð, arkitektastofur, íþróttastarfsemi o.fl. Upplýsingar hjá Þorvaldi Ásgeirssyni í símum 652666 og 53582.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.