Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 29 Starfsmat sem leið til launaleiðréttinga í NIÐURSTÖÐUM skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar fyrir árið 1990 kom fram að flest aðUdarríki stofnunarinnar eiga í alvar- legum erfiðleikum, eins og það er orðáð, við að koma á og tryggja launajafnrétti kvemia og karla sem sinna jafnverðmætum störfum. Líklegar ástæður skv. skýrslunni eru vanþekking á raunverulegri stöðu mála vegna ónógra upplýsinga og skorts á rannsóknum. Einnig er nefnt vanmat á mikilvægi og gildi starfsmats eins og til þess er mælst af hálfu stofnunarinnar. Einnig er bent á varðandi starfsmat að óraunhæft sé að reyna að meta raunverulegt verð- mæti starfa, nema á grunni ítarlegs og kynhlutlauss starfsmats. Hildur Jónsdóttir var spurð um mikilvægi starfsmats og hvort starfsmatsleiðin hefði verið farin hér til að jafna launamun kyiy- anna. að er mjög takmörkuð þekking á starfsmati á íslandi al- mennt,” segir Hildur, ”og starfs- mat er alveg nýtt sjónarhorn í umræðunni um að jafna launamun kynja hér. Það hafa verið gerðar einstaka tilraunir til starfsmats á liðnum árum, meðal annars hjá ríkisstarfsmönnum á árunum 1968—1970, en sú tilraun rann eiginlega út í sandinn. Eitt faglegasta og víðtækasta starfsmatið sem virðist hafa heppnast hér er það starfsmat sem launanefnd sveitarfélaga ákvað í kjarasamningum 1987 að láta fara fram meðal starfsmanna aðildar- sveitarfélaganna íjörutíu og tveggja. Þetta starfsmat er á enda- sprettinum og virðist mjög faglega unnið. Hins vegar er alveg órann- sakað hvaða áhrif það kemur til með að hafa á launamun kynja hjá sveitarfélögum, enda var það sjónarhorn ekki inni í forgmnni starfsmatsins. Skilgreining Evrópubandalags- ins á starfsmati er sú að starfsmat sé kerfisbundin aðferð til að bera saman störf í þeim tilgangi að leggja grunn að því hvemig laun raðast í launakerfi. Þá er starfið metið, en ekki einstaklingurinn sem gegnir því. Lagt er mat á afmarkaða þætti eins og ábyrgð, hæfni og þess háttar og gefin stig fyrir hvem þátt. í þessu samhengi skiptir öllu máli hvernig starfs- þættirnir eru skilgreindir og hvaða vægi hver þáttur starfsins er látinn fá í heildarmatinu. Þegar allt kem- ur til alls byggist þetta á gildis- mati og viðhorfum og meðvituðum ákvörðunum um hversu mikils virði aðgreindir þættir sama starfsins hafa. Munurínn á þessu og svo hefð- bundnum aðferðum við ákvörðun launa þar sem kraftahlutföll, tíma- bundnar markaðsaðstæður eða ómeðvitað vanmat eða ofmat er látið ráða, er að með kerfisbundnu starfsmati þarf að fara fram opin og upplýst og meðvituð ákvörðun- artaka um á hveiju matið á að byggjast. Það á öllum að vera ljóst hvaða þættir mynda tiltekið starf og hvers virði hver og einn þáttur er. Starfsmat er um hálfrar aldar gömul aðferð, upphaflega komin úr iðnaðargeiranum í bandarísku atvinnulífi. Þaðan hefur þessi að- ferð svo breiðst út til annarra at- vinnugeira og annarra landa. Eftir að hvert ríkið á fætur öðru fór að setja sér jafnréttislög og einnig fyrir tilstuðlan Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, hefur víða farið fram endurskoðun á gömlum starfsmatskerfum til að ganga úr skugga um hvort þau væra nothæf í þeim tilgangi að framfylgja ákvæðum jafnréttislaga um sömu laun fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Gróflega einfaldað má segja að þessi gömlu kerfi hafi í heildina reynst óbrúkleg þar sem sýnt hefur verið fram á að þau voru meira og minna með inn- byggða kynbundna skekkju. Þann- ig að þau endurspegluðu hefðbund- in viðhorf til kvennastarfa og þar með hefðbundið vanmat á kvenna- störfum. Á síðustu tíu áram hafa þessi gömlu kerfi verið endurskoðuð og ný starfsmatskerfi búin til, þar sem mjög meðvitað hefur verið reynt að eyða þessari skekkju. Það má með réttu tala um vakningar í jafn- launabaráttu kvenna, sem byggist á þeim möguleika sem starfsmat veitir. Galdurinn við starfsmat frá þessum sjónarhóli er sá að þar með gefst færi á að leiða í ljós — og setja krónur á — hið kerfis- bundna vanmat á heilu kvennahóp- unum eða kvennastéttunum, miðað við karlahópa sem gegna störfum sem á mælikvarða starfsmatsins eru jafn flókin eða krefjandi. Ýmis fylki I Bandaríkjunum, s.s. Was- hington, Iowa og Minnesota, hafa framkvæmt starfsmat á sínum starfsmönnum til að leiða vanmat- ið á kvennahópunum í ljós og nota til grundvallar launaleiðréttingum. í Washington leiddu slíkar leiðrétt- ingar í kjölfar starfsmats til um 20% hækkun á launum kvenna að meðaltali. I fylkjunum Ontario og Man- itoba í Kanada er búðið að lögleiða notkun starfsmats í þessum til- gangi. Dæmin eru fleiri og nið- urstaðan sú að starfsmat er bæði gerleg og vænleg leið til árangurs þar sem menn vilja draga út lau- namun kynjanna.” ástæðulausu, því dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að um kynbund- ið launamisrétti hefði verið að ræða og dæmdi Danfoss-verksmiðjurnar til að greiða launamismun 4 ár aftur í tímann. 1 umfjöllun danskra íjölmiðla um dóminn hefur komið fram að þessar greiðslur geti numið allt að 20 milljónum danskra króna. Einn af forsvarsmönnum danska vinnuveitendasambandsins, Nils Overgárd, segir í viðtali í sl. viku að mennta verði stjórnendur fyrir- tækja til að þeir verði færir um að útrýma kynbundnu launamisrétti, ljóst sé að danskur iðnaður standi ekki undir öldu jafnlaunakæra og dóma á við Danfoss-dóminn. „í Danfoss dómnum frá EB var líka kveðið upp úr með að atvinnu- rekandi geti ekki réttlætt launamun milli karls og konu með því að hærra launaði aðilinn hafi meiri menntun, ef sú menntun hans hefur enga þýð- ingu fyrir vinnuna,” segir Hildur. „En einna áhugaverðast við þessa dóma er að spurningin er ekki leng- ur um hvort karl og kona eigi að njóta launajafnréttis fyrir sömu störf, heldur er verið að fikra sig inn á að bera saman ólík störf til að sýna fram á að þau séu jafn verð- mæt. Þetta skiptir gífurlegu máli því kynskiptingin á vinnumarkaðn- um er svo víðtæk að konur og karl- ar era sjaldnast í sömu störfunum.” Umbunað fyrir sérstaka hæfileika —Hvað þýðingu getur það haft hér? „Það opnast óhjákvæmilega mikl- ir möguleikar um leið og við sinnum þeirri skyldu að bera saman ólík störf og krefjast launajafnréttis á þeim forsendum. Ennþá eigum við enga íslenska dóma sem byggja á slíkum samanburði, en það má hugsa sér ýmsi dæmi. í stórverslun er það til að konur á afgreiðslukassa fá lægri laun en karlar á lager. Eru störf þeirra jafnverðmæt? Fá karl- arnir hærri laun vegna þess að þeir þurfa að bera kassa? Við höfum dóm frá Evrópubandalaginu sem segir að sé karlmönnum umbunað sérstak- lega fyrir eiginleika eins og krafta, beri að umbuna konum fyrir kven- lega eiginleika eins og fingrafimi og/eða lipurð, ef báðir eiginleikarnir skipta máli fyrir vinnuna.” — Er kynbundin launamunur allt- af augljós? „Nei, því miður. íslenskur vinnu- markaður er víða frábrugðin öðrum nori'ænum og margt sem erfiðar okkur að sjá hvort um kynbundið launamisrétti er að ræða. Launa- kerfið hér er svo ógegnsætt, fæstir vita um önnur en sín eigin laun. Launaleyndin er mjög erfitt ,mál og eftir því sem ég fæ séð er það regin- miskilningur hjá launþegum að halda að launaleynd stuðli að hærri launum. Mér hefur sýnst hún halda launum niðri öðru fremur og það bæði hjá konum og körlum. Svo er það hitt, að bein laun segja ekki alla söguna um raunv.erulegar tekjur fólks. Obeinar launagi'eiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og ýmiskonar fríðinda skekkja oft myndina, því upplýsingar um þær liggja ekki á lausu. Jafnvel launþegar sjálfir vita oft á tíðum ekki nákvæmlega fyrir hvaða þætti er verið að greiða þeim laun eða hversu þungt hver þáttur starfsins vegur í launum. Þar kom- um við að starfslýsingum sem víða eru ekki til staðar. Og hlunnindin dreifast ekki jafnt á kynin. Til dæm- is nutu árið 1986 rúm 7% kvenna á vinnumarkaði ökutækjastyrks en hann fengu aftur á móti 22% karla. Og meðalupphæð bifreiðastyrks kvenna var sömuleiðis meira en helmingi lægri en ineðalupphæð bif- reiðastyrks karla. Lítil saga um launamun En málið er margþætt. Ég minn- ist orða starfsmannastjóra hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík, sem sagði það undantekningalitla reglu að þegar umsækjendur væru spurðir um launakröfur, nefndu konur yfirleitt lægri tölur en karlar. Þarna kann að vera ein skýringin á því hvernig launamunur getur hafist strax í upp- hafi starfs.” — En er ekki algengt að kyn- bundinn launamunur þróist með tím- anum? „Jú og forsendur þess oft íjarri því að Iiggja í augum uppi. Þarna koma ýmsir þættir samfélagsgerð- arinnar inn í myndina. Ef við búum til dæmi um karl og konu sem hefja sömu eða sambærileg störf hjá sama atvinnuveitanda, hann á forsendum * sinna eigin launakrafna og hún sam- kvæmt þeim launakröfum sem hún gerði við ráðningu, er líklega kominn einhver launamunur strax í upphafi. Með tímanum er líklegt að þessi munur aukist og karlmaðurinn hækki hraðar í launum en konan, Hann er líklegri til að biðja oftar um launahækkun og er líka líklegri til að vera meðvitaðri um hvað aðrir í sambærilegum störfum hjá öðrum fyrirtækjum eru með í laun. Það sem líklegt er að gerist, er að konan, sem hefur ekki verið eins dugleg við að biðja um launahækkanir og ekki eins vakandi yfir þeim launum sem greidd \eru fyrir sambæriieg störf annars staðar, sér, oft fyrir hreina tilviljun, að maðurinn er með mikið hærri laun. Líklega tekur það hana langan tíma að safna kjarki og fara fram á launaleiðréttingu. Hún endar á að fara sárreið og heimta launa- hækkun á einu bretti til að leiðrétta þennan mun sem hefur skapast á löngum tíma. Vinnuveitandi heyrir kröfur sem honum þykja óheyrilegar og konan fer til baka með litla, jafn- vel enga launahækkun. Finnst ábyrgðin á launamismuninum jafn- vel sín, því launin miðuðust upphaf- lega við hennar launakröfur. Hún á í togstreitu við sjálfa sig, á hún að vinna áfram ósátt við launin eða að hætta. Og staðreyndin er sú að kon- ur bregðast oft við svona aðstæðum með því að segja upp og hætta. Það er líka hægt að rekja þetta dæmi lengra og líkurnar eru að lau- namunurinn viðhaldist og aukist. Ef bæði fá bílastyrk þá er líklegt að karlinn sé með hærri laun og hærri prógentu launa í bílastyrk. Til dæmis með 15% bílastyrk af 150.000 króna launum, en konan með 7% bílastyrk af 100.000 launum. Starfs- umhverfið getur ýtt undir hans metnað fremur en hennar, eigi t.d. bæði maka og börn er hann líklegri til að geta sinnt fyrirtækinu betur t.a.m. í yfirvinnu, því líklegt er að hans laun vegi þyngra en laun mak- ans í heimilishaldinu og öfugt hjá konunni. Það er hægt að halda áfram á þessari braut heillengi og benda á ýmsa þætti sem beint eða óbeint valda kynbundnu launamisrétti og vissulega er hluti slíks misréttis á ábyrgð kvenna.” — En hvers vegna hefur þá ekki verið öflugri umræða um jafnlauna- mál að undanförnu? Menntun minnkar ekki launabil „Það er alveg rétt, umræða um jafnlaunamál kvenna hefur ekki ver- ið hávær um nokkurn tíma. Af hvetju, veit ég ekki. Ein skýringin gæti verið að konur hafi bundið von- ir við að jafnréttislögin myndu leysa málið. Nú héldu margar að með því að mennta sig myndi launajafnrétti nást. Þvert á móti virðist launabilið ekkeit minnka með aukinni mennt- un,” segir Hildur. Til marks um þetta má benda á niðurstöður í Jafnréttiskönnun sem Bandalag háskólamanna gaf út árið 1989 og miðaðust við aprílmánuð 1988. Þar kemur m.a. fram að sé tekið eingöngu mið af fullvinnandi háskólamenntuðum konum og há- skólamenntuðum körlum, eru föst laun kvenna að meðaltali 77,6% af föstum laununi karla og ef litið er á heildarlaunin fer prósentan niður í 74,5%. í þessari sömu könnun kem- ur einnig fram að heildarlaun há- skólamenntaðra kvenna hjá sveitar- félögum voru 61,3% af heildarlaun- um háskólamennaðra karla, hjá kon- um í hópi ríkisstarfsmanna voru heildarlaunin 64% miðað við heildar- Iaun karla, en heildarlaun kvenna í- BHM hjá einkafyrirtækjum voru 71% af heildarlaunum karla í BHM hjá einkafyrirtækjum. — Ber að skoða þetta launabil, sem kemur fram í könnunum, eftir að mislangur vinnutími, starfsaldur, menntun og annað sem breytir myndinni er frá, sem „þögult sam- þykki” á einhverskonar kvennaaf- slætti? 25% kvennaafsláttur „„Kvennafsláttur” er hugtak sem við höfum nokkuð notað í Norræna jafnlaunaverkefninu, því við þykj- umst greina á öllum Norðurlöndun- um launamun sem ekki verður út- skýrður með öðru en kynferði. í brágðabirgðaniðurstöðum úr sam- anburði Kjararannsóknarnefndar á launum karla og kvenna innan ASÍ, sem dr. Eiríkur Hilmarsson kynnti nýlega, kom fram að munurinn á greiddu tímakaupi sem ekki tekst að skýra með mislöngum vinnutíma, starfsaldri, stöðu og öðru þvílíku, er 7% að meðaltali hjá ófaglærðu landverkafólki. Fiskvinnslukonurnar ná að hala inn muninn með bónus. Launamunurinn er hins vegar veru- legur hjá afgreiðslu- og skrifstofu- fólki, um 25%. Miðað við það má segja að kvennaafslátturinn í þess- um störfum sé 25%. En þetta eru að sjálfsögðu meðaltöl og hér er ekki lagt mat á þann mun sem kem- ur til af mismunandi möguleikum karla og kvenna til stöðuhækkana, né heldur eru hlunnindi tekin inn í myndina. Miðað við launaupplýsingar úr fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar frá 1. ársfjórðungi 1991 geta þessar prósentur bent til að fullvinnandi afgreiðslukonur séu hlunnfarnar um 200.000—300.000 krónur á ári. Það er annað atriði sem ég vil benda á og nefna hið sögulega for- skot karla við kjarasamningagerð og vanmatið á kvennastörfum,” seg- ir Hildur. „í kjarasamningum ýmissa karlastétta er oft finna ákvæði um útvegun vinnufatnaðar eða sérstaka fatapeninga, en mun sjaldnar í samningum kvenna. Það þykir sam- kvæmt því eðlilegra að greiða sér- staklega fyrir þætti eins og óhreinindi af vélum og tækjum en t.d. ælu eða blóð, sem fylgir ýmsum umönnunarstörfum að þrífa. Þetta viðhorf er ríkjandi gagnvart umönnunarstörfum sem yfirleitt til- heyra kvennastéttum. Og ekki það eina. Konur sinna umönnunarstörf- um í mikið meira mæli en karlar, en sú ábyrgð sem fylgir umönnun- inni er sjaldan metin í peningum. Sé ábyrgð mæld í launum, þá þykir samkvæmt hefðinni meiri ábyrgð að hafa tvo ritara á sínum snæram og þannig mannaforráð, en að bera ábyrgð á heilum bekk barna, eða sitja yfir deyjandi fólki. Störf sem segja má að séu í framhaldi af dag- legum „kvennastörfum” inni á heim- iluni eru yfirleitt þau störf sem hvað lægst eru metin til launa,” segir Hildur. — Er þetta ekki staðreynd sem víðast hvar má finna? „Jú, þetta sem virðist vera hefð sem víða finnst. Þó er bilið breiðara hér en á hinum Norðurlöndunum Umræðan uni jafnlaunamál hér og þar er líka dálítið frábrugðin. Launa- leyndin er ékki nærri eins rík í þjóð- félaginu og staðreyndin um að sam- bærileg laun beri að greiða konum og körlum er viðurkennd. Hins vegar má segja að alls staðar á Norður- löndunum sé, ef búið er að greina laun þannig að skekkjuþættir séu út úr myndinni stendur eftir um 10% launamunur á kynjunum. í jafn- launaverkefninu finnum við ekki aðra útskýringu en að þetta sé „kvennaafsláttur”. Sjálfsagt er hann síst minni á íslandi, þótt við höfum ekki óvefengjanlegar upplýsingar þar um.” — Hver er þróunin í launamálum á hinum Norðurlöndunum nú? „Því miður þá þykjumst við merkja það að kynbundinn launa- munur sé aðeins að aukast aftur samfara því sem kjarasamningagerð er að breytast. Því þótt það væri ekki takmarkið í sjálfu sér, leiðrétt- ist kynbundinn launamunur talsvert með þeirri almennu launajöfnunar- stefnu sem hefur ríkt á Norðurlönd- unum. Nýlegir kjarasamningar eru ekki eins miðstýrðir og samhliða aukinni samningagerð á ein- staklingsbundnum grunni hefur kynbundinn launamunur vaxið.” — Eru íslendingar að þínu mati meðvitaðir um að greiða beri sömu laun fyrir somu og jafn verðmæt störf óháð kynferði? Hvar á hugarfarsbreyting að byrja? „Að mörgu leyti og vissulega er fólk nokkuð meðvitað um að kyn- bundið launamisrétti sé víða til, spurningin er bara hvað það gerir í málunum. Það er alveg sama til hvaða stétta í þjóðfélaginu við lítum, munurinn er alls staðar meiri en menn vilja veija. Ein útskýring sem oft heyrist er: Launamunur er hluti af kynjamisrétti í landinu og það er ekki mál atvinnumarkaðarins að koma á jafnrétti, jafnréttið verður að byija inni á heimilunum og það sem þarf er hugarfarsbreyting. Málið er bara hreint ekki svo ein- falt. Ég sjálf til dæmis, tilheyri kyn- slóð sem kom úr námi inn á vinnu- markaðinn með stórlega breytt hug- arfar. Við vorum búin að ganga í gegnum þessa hugarfarsbreytingu áður en við hófum störf og áður en við fórum að stofna heimili. Og hvar er þessi kynslóð með sína hugarfars- breytingu og sín stóru markmið um jafnrétti kynjanna? Við okkur tók raunveruleiki lífsins sem þröngvaði upp á okkur sinni rótgrónu mismun- um gagnvart konum. Strákarnir í minni kynslóð komust ekki hjá því að njóta góðs af þeim forréttindum sem þeim buðust og við konurnar höfum fundið þessa mismunun laum- ast inn á okkur. Fyrst á vinnustöðun- um og þaðan inn á heimilin. Líttu á hvernig þetta getur gerst,” segir Hildur. „Karlmaður, hversu jafnréttis- sinnaður sem hann er hefur starfs- ferilinn með hærri laun en eiginkon- an, þótt þau komi um leið út á vinnu- markaðinn með jafnlangt nám baki. Þau eignast barn, fjárfesta í íbúð og sá aðilinn sem fær meira fyrir yfirvinnutímann sinn eykur við sig vinnu. Eiginkonan tekur fyrir vikið á sig ólaunuðu störfm heima fyrir í auknum mæli og vinnur styttri tíma á sínurn vinnustað. Og fyrr en varir er þetta fólk komið í sporin sem það ætlaði sér aldrei í, vegna þess að það taldi sig búið að breyta sínu hugarfari. Ef þessi margumrædda hugarfarsbreyting á að þjóna til- gangi í reynd þá verður hún að ge- rast í þjóðfélaginu öllu og íslenska kerfinu,” segir Hildur, „og sjálfsagt yrði það með stærri breytingum á íslensku þjóðfélagi í langan tíma.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.