Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 21 og undir eldfjöllum. Hver þeirra hef- ur sinn höfðingja að fornum sið og fylgir honum. Þeir eru margir auð- ugir. Smám saman hefur Biya for- seti sér til fulltingis raðað mönnum af sínum eigin ættflokki í allar opin- berar áhrifastöður og þeir mynda sterkustu sveitir hersins. Fyrri for- seti, Ahidjo, sem einnig stjórnaði með ritskoðun og einræði, var norðanmaður og múslimi. Þótt stjórnendaskiptin færu friðsamlega fram 1982, leið ekki á löngu þar til Biya sakaði hann um svik, dæmdi hann fjarstaddan til dauða og síðar til lífstíðarfangelsis og hreinsaði til í her og valdastöðum í blóðugum átökum 1983-84. Þótt Kamerún- menn skiptist líka eftir trúarbrögð- um, valda þau ekki vandræðum að talist geti. Af 10-12 milljónir íbúa eru nær 7 milljónir kristnar, ein milljón múslimar í norðurhéruðunum og hinir hafa enn sína fornu trú á stokka og steina. Þannig er hugs- anlegt að kirkjan geti unnið sátta- starf í þeim blóðugu pólitísku átök- um sem nú eru að leysa þjóðina upp líkt og í Zaire. Þótt ferskir utanað- komandi vindar frá heimsbyggðinni hafi víða veitt kjark til að leggja til atlögu við einræðisherra, þá segja aðrir að þarna sé engu að síður um að ræða hefðbundin og óhjákvæmi- leg ættflokkaátök Afríkulanda og að það muni hvort eð er óhjákvæmi- lega kalla fram hörmuleg átök í ára- tug áður en lægir. Eigi Kamerún að geta brotist út úr þessu verði það að verða sambandsríki með mikilli valdadreifingu. Landamærin við Nigeríu eru enn viðkvæmt mál og urgur milli þjóð- anna. Ekki síst þar sem Nígeríu- menn liggja á því lúalagi að smygla bensíni inn í Kamerún og selja það helmingi ódýrara en þeirra eigin bensín. Meðfram vegunum sér mað- ur þessa smyglara með bensínflösk- ur eða belgi til sölu. En Kamerún- menn vita að finni þeir ekki meiri olíu muni þeim vart endast olían mikið fram yfir aldamót. Ferðamenn í þjóðgörðunum með dýrunum Það er hreint ævintýri að koma í þetta land, þótt ekki kæri Kamer- únar sig um túrista eða hafi haft mikið af þeim að segja. Hvað eiga ferðamenn líka að gera í landi þar sem harðbannað er að taka ljós- myndir og raunverulega ekki óhætt nema leggja líf sitt í hættu? Þótt mér væri það ljóst og franska aðal- ræðismanninum í Douala hefði ekki tekist að fá myndaleyfi fyrir þennan ferðalang, þá á einn íslendingur erf- itt með að trúa, a.m.k. þegar komið var til höfuborgarinnar Yaoundé þar sem átökin eru minna áberandi. En sagan sem franski aðalræðismaður- inn þar sagði af tveimur frönskum ungmennum sem vikunni áður höfðu tekið upp myndavél og smellt mynd af hinni gömlu höll forsetans, sem nú er safn, kenndi betri lexíu. Ein- hver sá til þeirra, kallaði til lögreglu og það tók ræðismanninn marga klukkutíma að ná þeim út og sann- færa lögregluna um að þau væru ekki njósnarar. Filmurnar voru eyðil- agðar. Og það eru ekki aðeins stjórn- völd heldur líka fólkið í landinu sem ekki vill láta taka af sér mynd. Ef maður spyr er svarið oftast þvert nei. Og jafnvel þótt einhver leyfði það úti á götu eða á þessum líflegu mörkuðum, gæti maður eins átt á hættu að verða fyrir árás annarra. Hvers vegna? Jú, þeir vita ekkert hvað maður ætlar að gera við mynd af þeim, er svarið. Nú í efnahags- vandræðunum, þegar allt er í kalda koli, eru stjórnvöld byijuð að átta sig á að ferðamenn geti fært þeim fé og fyllt tóm fínu hótelin. En lengra nær það ekki. I þjóðgörðunum norðurfrá eru þó skipulagðar ferðir fyrir ferðafólk og þar gefur aldeilis að líta ljón, fíla- hjarðir, gíraffa, apa, impala, gasell- ur, hlébarða og fleiri sjaldgæf dýr. En því miður, ég var of snemma árs á ferðinni. Þótt regntíma væri að ljúka suðurfrá, þar sem í Douala er 742 mm regn í júní einum, þá voru allir vegir í fjöllunum norðurfrá enn ein leðja og í fyrsta lagi hægt að fara þangað um miðjan nóvember. Besti tíminn er frá janúar til inars. Það verður í næstu ferð, sem von- andi dregst ckki í aldarfjórðung. Kamerúnfjall. Stafur verður að tré En þessarar gróskumiklu náttúru við miðbaug má njóta á ferðum í allar áttir frá hafnarborginni Douala, sem liggur við eitt af þessum miklu lygnu stórfljótum Afríku, Wari-fljót, með grynningum sínum þegar nálgast Atlantshafið. Stór flutninga- og gámaskip geta siglt að var mér sagt að vera vel klædd, þvi hitastigið gæti farið niður undir 15 stig á nóttunni. Ekki var talið óhætt að vera á ferð á veginum eft- ir myrkur, svo við Katrín Petit gist- um þar í aðalkonsulati Frakka á staðnum og Raymond Petit aðalræð- ismaður í Douala lagði Guðsgjöf- inni, bílstjóranum okkar, lífsreglurn- ar um hvar mætti og hvar ekki 24 km leið upp eftir fljótinu og lagst þar að hafnarbökkum, færandi varn- ing og til að flytja út vörur til Evróp- ulanda. Úr gluggunum á gamla fal- lega franska konsúlshúsinu í brekk- unni þar upp af sé ég ofan á skipin, sem nú tefjast og bíða eftir vörum. Þriðjungur útflutnings fer til Frakk- lands. Þetta er því lykilborgin fyrir allt efnahagslíf landsins og þegar verkfölin og átakið „Dauðar borgir” hafa lamað allt athafnalíf í borginni í fjóra mánuði, er efnahagslífíð í landinu í kalda koli og allt í nið- urníðslu, vegir, byggingar og versl- un. Stjórnarandstaðan telur að tapið af átakinu um „Dauðar borgir” kosti 4 milljarða CFA á dag eða eitthvað um 800 millj. ísl.kr., þ.e. 0,4% af landsframleiðslunni. Utanlands er tapið áætlað nokkur hundruð millj- ónir á dag. I Douala verða því hörð- ust átökin og mestar óeirðirnar, sem hafa kostað 200 manns lífið síðan þau hófust. Þar verða verkfallsverð- ir óvægnastir og lögregla og her grimmastir í átökunum. Auk hitans, sem er upp undir 40 stig, er rakinn þarna við fljótið eðlilega svo mikill að fúkkalykt kemur fljótt af öllu sem ekki er geymt í lpftkælingu. En hennar vegna sefur maður vel á nóttunni, nýtur langra ferðaleiða í bílnum og samvista við merkilegt fólk. Landið hækkar í allar áttir. Þetta er eldfjallaland. Hið mikla Kamer- únfjall gnæfir í norðri upp í 4.092 metra hæð með gígum í toppnum, mikið um sig og dregur að rakann. Höfuðborgin Yaoundé er í 700 metra hæð iimii landi. Fvrir ferðin: sleppa okkur út úr læstum bílnum. Yaoundé er stórborg og iðandi af lífi með sérstaklega fallegum arki- tektúr á nokkrum stórbyggingum á hæðum. Þar gnæfír Ráðhúsið, Landssímastöðin og svo Inn mikla glæsihöll forsetans sem ber við him- in og er vel gætt. Þar er auðvitað Hilton-hótel og nokkur önnur glæsi- hótel. En að öðru leyti er þetta víð- áttumikil borg með lágum húsum. Biya forseti er víst ekki heima, enda á hann glæsihús á einni helstu breið- götu Parísarborgar og eignir í Kali- forníu og fer gjarnan til Baden Bad- en í Þýskalandi. Sagt að hann hafi keypt þar sjúkrastofnun, sem and- stæðingar kveiktu í, og þýska stjórn- in var óhress með að fá innfluttar stjórnmálaóeirðir Kamerúna. Eru þetta ekki raunar lífshættir ein- valda? Yaoundé er sannarlega ekki dauð borg á mánudegi, þótt allar aðrar borgir landsins séu lamaðar. Mann- hafið er gífurlegt og litríkt og akst- ursmátinn jafn bijálaður og annars staðar. Alls staðar situr fólk við götuna og er að selja eitthvað og við eina þeirra sitja konur með ritvél- ar í röð og skrifa bréf fyrir vegfar- endur. Eg fór með franskri konu, Pascale Santiago Mont Fébe, á markaðinn, eftir að búið var að pilla til öryggis af mér úr, hringa og buddu. Við fórum bara tvær, enda var hún greinilega nokkuð tíður gestur þar og kaupmennirnir þekktu hana. Varla er hægt að lýsa þessum mörkuðum, annars vegar markaði múhameðstrúarmanna og hins vegar an}$&%;sÞiSa£reiða M yfir Ljósmyndir: Alain Denis svæði. Þarna fæst allt, fínustu efni og vamingur frá Evrópu jafnt sem heimavarningur. Og fylgikona mín kunni að pranga. „Þetta er ættingi minn í heimsókn. Hún á enga pen- inga og það er ég sem borga fyrir hana. Þið verðið því að láta mig fá gott verð. Eg bý hér og kem alltaf aftur með fólk. Sjáðu, ég á ekki meiri pening en þetta.” Og hún hvolfdi tómri buddunni. Þetta gekk og báðir höfðu gaman af. Og svo renndum við í verkstæði listiðnaðarmanna, þar sem gaf að líta styttur úr fílabeini, flekkóttum marmara landsins og svört- um íbenviði og afrískar grím- ur úr öðrum kjörviði o.fl. Ótrúlega fallega muni. Enda eru munirnir á þjóðminjasafni Kamerúna, sem er í gömlu, fögru klaustri Bene- diktsmunka, hreinustu dýr- gripir. Fylgdarkona mín er orðin hagvön í þessu landi og við þessar aðstæður. Þeg- ar lögreglan tók hana nokkr- um sinnum, til að fá mútur, því þannig reyna lögreglu- þjónahiir að drýgja bágar tekjur sínar, kvaðst hún hafa nægan tíma, mundi sitja þarna hjá þeim í þijá daga ef verkast vildi. Eftir nokkur skipti vissi öll lögreglan að þetta þýddi ekki. En þeir sem verða hræddir og borga eru sífellt að lenda í slíkum hremmingum. Aldrei þreytist einn Islendingur á því að dást að þessum margbreyti- legu tijám sem ber fyrir augu með vegunum og teygja sig upp í hæðirn- ar, svo fjölbreyttur er gróðurinn. Guðsgjöfm við stýrið er óspar að segja svo fáfróðri konu hvaða tré þetta eru. Þarna er mangórækt, þarna taka við gúmmítré sem þeir tappa af gúmmíinu, nú förum við í gegn um bananaekru og þetta eru kókospálmar og þarna eru þeir að taka upp ananas o.s.frv. Fijósemin er svo mikil í þessum eldfjallajarð- vegi að orðið hefur til málsháttur: Rektu niður staf og hann verður að tré! A leiðinni frá Buea í fjöllunum á gamla breska áhrifasvæðinu til hafnarbæjarins Limbe, þar sem olía er unnin út af ströndinni, tökum við krók eftir fjallaslóð sem nefnist te- leiðin. Um hæðir og lægðir meðfram þessari 23 km leið bylgjast grænt telaufið eins og teppi. Fólkið í litlu þorpunum á ekrunum er að baða sig í lækjum og spássera í sunnudags- fötunum sínum til kirkju. í þessu landi sér maður aldrei hungruð börn með strengdan kvið. Þrátt fyrir fá- tækt hafa allir eitthvað að borða. Þótt teknir hafi verið upp evrópskir siðir, þá halda Kamerúnbúar enn í samheldni fjölskyldunnar. Þrátt fyrir gífurlegt atvinnuleysi og engar tryggingar þykir sjálfsagt og ekki tiltökumál að gefa ættingja að borða og veita sínum nánustu skjól. En bölið er gífurlegur munur á aðstöðu ríkra og fátækra. Það verður skelfilegt! „Þetta var .svo gott laiuL AUii^^k; öfunduðu okkur. Nú getur maður aldrei sofið rólegur lengur. Veit aldr- ei hvað gerist,” segir Guðsgjöfin bíl- stjóri okkar. Hann vísar til stjórn- málaástandsins, sem er dæmigert fyrir upplausnina á svæðinu, þar sem enginn er óhultur. Ungt fólk fellur fyrir her og lögreglu í mótmæla-. göngum, en lögregluþjónar í hefnd- arskyni og þeir sem reyna að vinna á virkum dögum eru barðir af verk- fallsvörðum. Eftir því sem fleiri falla, þeim mun róttækari verða götuóeirð- irnar og þeim mun meira fer úr böndum. Byia forseti, sem leyfði stjórnarandstöðu fyrr á árinu, harð- neitar að ræða við talsmenn hennar um tilhögun kosninga og stjórnar- bætur á lýðræðislegum þjóðfundi, . sem er aðalkrafan eigi verkföllum að linna. Forsætisráðherrann hafn- aði 4. nóvember að koma á fund með 200 fulltrúum 48 verkalýðs- félaga og andstöðuflokka. Meðan allt er lamað geta fólk og fyrirtæki ekki borgað skatta og gjöld, raunar hvatt til að gera það ekki. Ríkið getur ekki greitt opinberum starfs- mönnum laun, þótt enn fái her og lögreglan sín lúsarlaun. Lögregla landsins er ekki verst og forsetinn getur ekki beitt henni miskunnar- laust. Það er sérstök öryggislögregla sem gripið er til. Og eftir óeirðimar setti hann yfir hvert hérað harða nagla, sem bæla niður andstöðu með handtökum og pyndingum en vék atvinnuhershöfðingjum sínum til hliðar. Lífvörður forsetans og sér- stök fallhlífasveit eru úrvalshersveit- irnar sem hann treystir á. Þær eru þjálfaðar af ísraelsmönnum, sem eru með tæknilega ráðgjafa í landinu og 'hér eru það þeir sem sjá fyrir nútímavopnum. Ekki Frakkar eins og margir halda. Forsetanum og mörgum Kamerúnbúum finnst raun- ar að Frakkar hafi brugðist sér, af því að þeir hafa dregið úr efnahags- aðstoð við Kamerún. Lengi vel var óspart veitt fé sem fór í eyðslu en ekki til uppbyggingar. Það er ein ástæða þess að útlendingar í landinu eru uggandi og hræddir. Margir búnir að senda heim konur sínar og börn. En Frakkar eiga geysimikilla hagsmuna að gæta í Kamerún. Flest stærri fyrirtæki ogjafnvel ráðuneyti hafa franska ráðgjafa eða fram- kvæmdastjóra við hlið Kamerúna. 250 frönsk fyrirtæki eru í landinu. í suðurhluta landsins eru um 6.000 Frakkar búsettir og 2.000 útlending- ar aðrir. Komið hefur verið upp neyð- aráætlun undir forustu aðalræðis- mannsins í Ðouala, Raymonds Pet- its, til þess að fiytja þá á brott ef og þegar allt fer úr böndunum eins og í Zaire. Allir sem ég talaði við voru svartsýnir. Kváðust vona að þeir hefðu rangt fyrir sér, en útlitið sé slæmt. „Það verður skelfilegt,” sögðu allir. Hvað nú? „Biya forseti mun ekki láta undan né flýja. Hann mun halda áfram að leika lýðveldi og láta fara fram tilbúnar kosningar í febrúar fyrir umheiminn. En það breytir engu,” sagði kunnugur maður sem lengi hefur búið í landinu. En ef hann legði nú á flótta eða sam- þykkti lýðræðislegar umræður á þjóðfundi? Núverandi stjórnarand- staða kæmist jafnvel að, færi þá ekki allt í bál og brand milli þessara fjölmörgu flokka og kynflokka? Ég spurði Jean-Jacque Ekindi, einn for- ustumann andstöðunnar og formann eins stjórnmálaflokksins, hvað hann mundi gera fyrst ef Biya neyddist til að flýja og þeir kæmust að. Hann svaraði: „Fyrsta verkið yrði að koma á frelsi fyrir íbúa landsins, svo að þeir megi tjá sig og lifa eins og þeir sjálfir kjósa. Gefa jafnframt íjölmiðlana fijálsa. Losa svo um við- skiptalífið, svo að hver og einn geti stofnað fyrirtæki, rekið það og borið á því ábyrgð. Kamerún hefur alla möguleika til að standa sig ef landið fær tækifæri til þess. Ég óttast ekki samkomulagið hjá þessum mikla fjölda stjórnmálaflokka í andstöðu. Flokkunum mun fækka í fyrstu frjálsu kosningunum og eftir verða líklega 4-5 stórir flokkar. Við höfum ekki rætt til fullnustu hvort æskileg- ar séu hlutfallskosningar eða ekki. Það er eitt af því sem við vildum ræða við forsetann, því okkur er ekki efst í huga bylting eða að velta honum úr sessi. En það ætlar víst i að ganga, því auiður.!!,.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.