Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 Hildur Jóns- dóttir, verk- efnisstjóri af íslands hálfu í Norr- æna jafn- launaverk- efninu. ÁKÖRLUM — vanmat á konum eða hvaða skýringu aðra sem sem menn kjósa að nota, þá er kynbundinn launamunur staðreynd á íslandi og öðrum Norðurlöndum - staðreynd sem m.a. erreynt að takast á við með Norrœna jafnlaunaverkefninu, en Hildur Morgunblaðið/Þorkell Jónsdóttir er verkefnisstjóri þess afíslands hálfu eftir Vilborgu Einarsdóttur ÍSLENSKAR konur eru svo sjálfstæðar. íslenskar konur hafa náð svo langt í réttindabaráttunni ... Það er frábær mynd sem við höfum af íslenskum konum. Norrænum valkyrjum sem stofna stjórnmála- flokka, sitja á helstu valdastólum lýðveldisins, konum sem mennta sig, konum sem fara ótroðnar slóðir — og sjá enga ástæðu til að líta á karla sem annað en jafningja. Stundum í mesta lagi. Gott og vel ef við lokum augunum fyrir staðreyndum heimafyrir og horfum út fyrir vestræna heiminn. Skoðum aðstæður kvenna sem sumsstað- ar eru enn hlunnfarnar um réttindi sem við fengum fyrirhafnarlaust í vöggugjöf frá mæðrum okkar. Kvenna sem eru sannarlega nokkr- um árhundruðum á eftir okkur stoltu Islandsdætrum í réttindabar- Nokkur orð um kærur EIN ÁSTÆÐA þess litið hefur verið um kænir til Jafnréttisráðs vegna meints kynbundins launamunar er vafalítið sú að jafnlauna- lög hafa lítið verið í umræðunni og skilgreinijng hugtaksins ,jafn- verðmæt og sambærileg störf’ verið óljós. Verið er að vinna að kynningarriti um kæruleiðir í jafnlaunamálum og forsendur kæra, á vegum Norræna jafnlaunaverkefnisins. Hildur Jónsdóttir nefndi okkur nokkur atriði sem bent er á í þeim efnum: Ronur og karlar eiga ekkí bara að fá sömu laun fyrir sömu vinnu, heldur líka sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. ■ Líkurnar á að starf konu og þess karls sem hún ber sig saman við séu jafn verðmæt eru því meiri sem kröfurnar sem gerðar eru til þeirra um menntun, hæfni, að- gæslu og þess háttar eru líkari. ■ Ekki er útilokað að kjarasamn- ingar stéttarfélags eða vinnustaða- samningar feli í sér brot á jafnrétt- islögunum. ■ Þótt frelsi atvinnuveitenda til að yfirborga sé að sönnu mikið, má hann ekki láta kynferði ráða hversu mikið hann yfirborgar. ■ Þótt kona hafi í góðri trú sam- þykkt einstaklingsbundínn iauna- samning hefur liún ekki afsalað sér rétti sínum til að kæra, komist hún að því síðar að laun karla í svipuðum- eða jafnverðmætum störfum eru hærri. ■ Fái kona lægri laun en karl- kyns forveri hennar í starfi eða karl sem tekur við starfi af henni, getur verið um brot á jafnréttislög- um að ræða. ■ Kona getur kært eftir að hún er hætt í því starfi sem er tilefni kærunnar, þótt helst eigi ekki að líða langur tími frá starfslokum 6ar til kært er. I Þegar kona leitar eftir úrskurði kærunefndar jafnréttismála þarf hún aðeins að sýna fram á að um launamun sé að ræða milli hennar og þess karls sem hún ber sig sam- an við. Eftir það er það hlutverk atvinnurekandans að afsanna að jafnréttislög hafi verið brotin. ■ Hærri bílastyrkur til karla, fleiri óunnir yfirvinnutímar og aðr- ar einstakar launaákvarðanir sem koma mismunandi út lijá konum og körlum geta falið í sér brot á jafnréttislögum. ■ Þessu er hér beint til kvenna, en að sjálfsögðu á allt þetta að sjálfsögðu við fyrir þá karla sem telja sig beitta kynbundnu launa- misrétti. En — eru íslenskar konur eins stoltar og sælar með gang mála í reynd? Er jafnréttið eins áþreifan- legt í raun og það vjrð- ist? Vinna konur hér iaunavinnu á vinnustað og yfirvinnuna í ólaunaða starfinu heimavið? Eru þær sveigjan- legar í starfi til nákvæmlega klukk- an fimm þegar þarf að sækja börn- in, kaupa í matinn og sinna erindum heimilisins? Eða, til þess að hin fyrir- vinnan á heimilinu, ef þær á annað borð eru tvær, geti átakalítið og áhyggjulaust sveigt sig að þörfum síns vinnustaðar og unnið sam- kvæmt þeim óbeinu skilaboðum frá atvinnumarkaðnum að karlmenn þurfi meira svigrúm til að sinna vinn- unni en konur og skuli að sama skapi fá fleiri krónur fyrir sín störf? Eða hvað annað á að lesast út úr staðreyndum af vinnumarkaði? Konur með 49,1% af atvinnutekjum karla Opinberar staðreyndir sýna að á atvinnumarkaðnum virðist viðgang- ast kerfisbundið vanmat á konum. Eða eigum við að kalla það ofmat á körlum? Hvora lýsinguna sem við notum þá verður ekki framhjá því horft að kannanir undanfarinna ára staðfesta geysilegan mun á atvinnu- tekjum kvenna og karla. íslenska kvenþjóðir: fékk árið 1990 49,1% af atvinnutekjum karla, sé miðað við upplýsingar úr skattframtölum. Þetta hlutfall hefur farið örlítið lækkandi á síðustu árum og er veru- lega lægra en annars staðar á Norð- urlöndum, þó að vinnutími íslenskra kvenna sé lengri en norrænna kyn- systra þeirra. Það segir líka sína sögu að meðaltekjur kvenna á aldrin- um 40—50 ára, eða á þeim árum sem meðaltekjur eru að jafnaði hæstar, ná ekki meðaltekjum stráka um tvítugt, sem þó eru flestir aðeins í sumarvinnu. Séu aðeins bomir saman þeir sem eru í fullri vinnu sést að mánaðarlaun kvenna eru að jafnaði rétt rúmlega 60% af mánað- arlaunum karla. Jafnlaunaákvæði frá 1958 Og hvað segja Islands stoltu dæt- ur við því? Ekki mikið, a.m.k. á opin- berum vettvangi. Kærur til Jafnrétt- isráðs vegna meints launamisréttis hafá verið afar fáar. Hér er að fínna jafnlaunaákvæði sem, eins og í flestum öðrum lönd- um, hvíla á tveimur alþjóðasam- þykktum sem ríkin hafa fullgilt. Þetta eru samþykktir Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar, ILO, númer 100 sem ísland fullgilti árið 1958 og samþykkt númer 111 sem ísland fullgilti 1963. í fyrri samþykktinni er kveðið á um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafn verðmæt störf, en nánar í síðari samþykktinni um að hverskyns mismunun á vinnumark- aði sé óheimil, hvað varðar ráðning- ar, skipun í störf, stöðuhækkanir og fleira slíkt vegna litarháttar, kyn- ferðis, trúarbragða og fleiri slíkra þátta. íslensk jafnlaunalög voru sett 1973 og þá lögfest í fyrsta sinn grundvallaratriðið um rétt kvenna á vinnumarkaði til jafnra launa á við karla. Jafnréttislögin voru svo sett 1976, en þar segir svo um launajafn- rétti í 4. grein: Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Með launum í lögum þessum er átt við venjulegt grunn- eða lág- markskaup og hvers konar frekari þóknun, beina eða óbeina, hvort heldur er raeð hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti, sem atvinnu- veitandi greiðir starfsmanni fyrir vinnu hans. Með jöfnum launum karla og kvenna fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf í lögum þessum er átt við launataxta sem samið er um án þess að gerður sé greinarmunur á kynjunum. Með kjörum í lögum þess- um er átt við lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur samningsréttindi. í 6. grein segir enfremur: Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. um: 1. Laun, launatengd fríðindi og hvers konar aðra þóknun fyrir vinnu. 2. Ráðningu, setningu eða skipun í starf. 3. Stöðuhækkun eða stöðubreyting- ar. 4. Uppsögn úr starfí. 5. Vinnuaðstæður og vinnuskilyrði. 6. Veitingu hvers konar hlunninda. Það með er það á hreinu og lög- fest að konur eiga að hljóta sömu launa og karlar, ekki einungis fyrir sömu vinnu heldur einnig fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. En bilið er víða breitt og virðist fara breikkaridi. Og eftir hveiju eru kon- ur að bíða? Einhverju lögboðuðu „kraftaverki”? Jafnverðmæt og sambærileg störf „Það er ekkert einfalt mál að skoða launamun kynja ef tilgangur- inn er að einangra þann mun sem kalla má kynbundið launamisrétti. Talnaefnið sem er til, er oft unnið út frá.mismunandi forsendum og oft misvísandi. En upplýsingar byggðar á skattframtölum sýna að fyrir hveija krónu sem kona gefur upg til skatts koma tvær frá karli. í þessum upplýsingum er þó sama skekkjan og í öðrum sem byggja á skattframtölum og því kann heild- armunurinn að vera jafnvel enn meiri en þau gefa til kynna,” segir Hildur Jónsdóttir. Hildur er verkefnisstjóri af íslands háifu í norrænu verkefni sem Félagsmálaráðuneytið og Norræna jafnréttisnefndin standa að. Er um að ræða stærsta verkefnið á fimm ára framkvæmdaáætlun Norrænu jafnréttisnefndarinnar og er ráðgert að ljúka því í árslok 1993. Eitt meginmarkið verkefnisins er að ákvarða hvernig beri að fram- fylgja ákvæðinu um jöfn laun kvenna og karla fyrir ,jafn verðmæt og sambærileg störf”. „Á Norðurlöndunum og í öllum hinum vestræna heimi er samskonar ákvæði inni í jafnréttislögum. Á Is- landi er reyndar skotið inn í orðinu „sambærileg”, en annars staðar er talað um jöfn laun fyrir jafn verð- mæt störf,” segir Hildur. „Þetta ákvæði er einnig inni í stofnskrá Evrópubandalagsins. Forsendur skilgreiningarinnar um ,jafn verð- mæt og sambærileg störf’ eru sí- fellt að skýrast. Hér á landi hefur að vísu ekki verið tekið á ákvæðinu í Hæstaréttardómi nema í einu máli sem viðvék fólki í sama starfi, en á Norðurlöndum og í Evrópu falla síð- fellt dómar á grundvelli þessa ákvæðis, þar sem tekið er á jafn- launamálunum frá ýmsum hliðum. Vegna EES-samninganna má gera ráð fyrir að dómar Evrópubanda- lagsins geti skipt máli hér á landi.” — Dæmi um slíka dóma. „Það féll t.d. norskur dómur á sl. ári í kjölfar kæru frá konu sem var meinatæknir á rannsóknarstofu. Starfsliðið þar skiptist í meina- tækna, allt konur, og í efnaverk- fræðinga, sem voru karlar. Konan kærðí atvinnuveitanda fyrir að greiða efnaverkfræðingunum hærri laun en meinatæknunum, á þeim forsendum að störf hópanna væru jafn verðmæt og reyndar þau sömu. Það vakti athygli við þetta mál að konurnar nutu fulls stuðnings sam- starfskarla í málinu. Dómurinn féll þannig að störf hópanna væru í þessu tilviki jafn verðmæt og fyrir þau bæri að greiða sömu laun.” Lægri launin alltaf hækkuð — En varla lækkuðu efnaverk- fræðingarnir í launum? „Nei,” segir Hildur, „ég hef kynnt mér bæði dóma og starfsmat víða erlendis þar sem niðurstaðan er að kynbundið launamisrétti sé til staðar sem beri að leiðrétta. Laun eru ætíð leiðrétt með hækkun lægri laun- anna. Til að fyrirbyggja áhyggjur karlmanna má benda á að dómstóll Evrópubandalagsins hefur kveðið upp úr með að það sé ófrávíkjanleg regla að laun beri að leiðrétta með því að hækka þá sem misrétti eru beittir en ekki lækka hina. Af öðrum dómum má nefna einn mjög þekktan sem oft er vísað til, enda fordæmisgildi hans mikið. Það er Danfoss-dómurinn svokallaði og úrskurður dómstóls Evrópubanda- lagsins og svo endanlegur úrskurður félagsdóms í Danmörku 22. október sl. Mikilvægur dómur fallinn Tilefnið þætti kannski lítil ágreiningsástæða hér, en það var tæplega 7% launamunur á konum og körlum í ákveðnum störfum hjá Danfoss-verksmiðjunum. Á þeirri forsendu að kynbundið launamisrétti ríkti, þrátt fyrir sambærileg störf, höfðuðu dönsk samtök skrifstofu- og verslunarmanna fyrir hönd kvennanna mál á hendur Danska vinnuveitendasambandinu, fyrir hönd Danfoss-verksmiðjanna. Upp- haflega fór þetta mál fýrir félags- dóm í Danmörku en var vísað þaðan til Evrópudómstólsins vegna ágrein- ings um hvor aðili bæri sönnunar- byrði á því hvort um kynbundið mis- rétti væri að ræða. Niðurstaða dóms- ins var að sönnunarbyrðin lægi hjá atvinnurekandanum og það fordæm- isgildi gerir þennan dóm mjög mikil- vægan,” segir Hildur. Eftir að dómstóll EB tók á ágreiningsatriðunum var málinu vís- að aftur til félagsdóms í Danmörku og í liðnum mánuði féll þar dómur sem hefur vakið miklá athygli og umíjöllun í fjölmiðlum. Ekki að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.