Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 ATVINNULÍFID Á HVERFANDA HVELI Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda Bæta dart starfs- skilyrði iðnaðar „Seinkun áivers og orkufram- kvæmda þýðir að tekjur sem þjóðar- búið hefur átt í vændum koma seinna en ella. Slíkt veður varla unnt að vinna upp. Á næsta ári má búast við að lands- framleiðslan verði um 1% lægri en ella. Gera má ráð fyrir áþekkum áhrifum á iðnaðarframleiðsluna í heild þótt áhrifin verði meiri á ein- stakar iðngreinar, svo sem bygging- arefnaiðnað og byggingariðnað. Jafnframt áhrifum á framleiðslu má búast við nokkuð lakara at- vinnuástandi en ella. Þannig var búist við að á næsta ári þyrfti að vinna 400-500 ársverk vegna orku- framkvæmda og undirbúnings- framkvæmda vegna byggingar ál- vers Atlantsáls. Þótt ekki verði unnt að vinna upp tekjutap vegna seinkunarinnar er nú enn brýnna en áður að stuðlað verði að bættum starfsskilyrðum iðnaðar. Til að nýsköpun og upp- bygging atvinnulífs komist á skrið . á nýjan leik þarf að tryggja efna- hagslegan stöðugleika og draga verður úr umsvifum og lánsfjárþörf hins opinbera. Lækka verður raun- vexti með auknum sparnaði og minni opinberum Iántökum. Flýta verður auknu fijálsræði í fjár- magnsviðskiptum. Nokkrar vonir eru bundnar við hið Evrópska efna- hagssvæði. Fleiri atvinnugreinar verða að taka þátt í alþjóðlegri sam- keppni og afnema þarf samkeppnis- hindranir innanlands. Jafna verður starfsskilyrði gagnvart erlendum keppinautum með samræmingu skatta og fella á niður aðstöðugjöld. Um alla þessa þætti vantar tíma- setta áætlun af hálfu stjórnvalda, þannig að vissa ríki um starfskjörin á næstu árum. Það er nauðsynleg forsenda þess að atvinnulífið geti snúið vörn í sókn.”- Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar hf Hlö jiarf að grunn- atvinnuvegunum „Ég er fylgjandi því að byggja álver og fínnst mjög slæmt fyrir atvinnuástandið í landinu að álinu skuli nú vera fre- stað um óákveðinn tíma. Hins vegar tel ég að atvinnu- málum á íslandi verði ekki bjargað með vítamínsp- rautum á margra ára fresti, t.d. með álveri. Það á að hlú betur að grunn- atvinnuvegunum og þá á ég fyrst og fremst við fiskvinnslu, útgerð og ýmsan iðnað og þjónustu sem sjávarútvegurinn getur ekki án ver- ið. Við eigum að vinna fiskafurðir í ríkara mæli hér heima, skapa meiri verðmæti úr því sem upp úr sjónum kemur. Við eigum að efla iðnað og þjónustu, sem byggist á þekkingu á sjávarútvegi, þar á meðal skipaiðnaðinum. Oflugur og hagkvæmur skipaiðnaður er ómiss- andi fyrir íslenskan sjávarútveg og hefur einnig grundvallarþýðingu fyrir ýmsar aðrar iðngreinar í land- inu. Nýsköpun í atvinnumáium á Islandi er eitt af mikilvægustu verk- efnum dagsins í dag og á reyndar að vera stöðugt í brennidepli. Ég tel þó enn mikilvægara að efla grunnatvinnuvegina og mynda þannig þá kjölfestu sem atvinnulíf- inu er nauðsynleg. Þannig skapast um leið hetri skilyrði til að setja áhættuíjármagn í nýsköpun í at- vinnumálum.” Birgir Rafn Jónsson formaður félags íslenskra stórkaupmanna Rannsaka þarf vannýtta markaði „Auka þarf rannsóknir og hraða þróun þeirra tækifæra sem til stað- ar eru. Kanna þarf til hlítar mögu- leika á flutningi raforku um sæ- streng. Rannsaka þarf þetur van- nýtta markaði t.d. í Asiu og I sam- hengi við það þarf að kanna þá fiski- stofna sem eru vannýttir eða alls ekki notaðir, en gætu nýst þar. Það þarf að huga að aukinni framleiðni hjá íslenskum fyrirtækj- um. Samruni fyrirtækja er ekki allt- af sú leið sem þýðir aukna fram- leiðni. Hagkerfið er að opnast fyrir þátt- töku útlendinga í atvinnurekstri. Við eigum að vera óhrædd við sam- starf við þá. Minna má á hugmynd- ir um frísvæði t.d. í Keflavík og Reykjavík til samsetningar og til umskipunar á vörum vestur og austur um haf. Huga verður að jöfnun sam- skeppnisaðstöðu í verslun við ná- grannalöndin, þannig að verslunin geti tekið að sér söluumboð fyrir vörur á Evrópska efnahagssvæðinu. Enn frekar er jöfnun starfsskilyrða mikilvæg fyrir verslunina með tilliti til tengingar við 370 milljón manna viðskiptabandalag og þess aukna markaðat' sem felst í stórauknum ferðamannastraumi hingað til lands á næstu árum. Þá er einnig mikil- vægt að verslun hér starfi við sömu kjör og í löndunum í kringum okk- ur.” Sveinn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. Fækka kingmðnn- um og ráðherrum „Opinberir aðilar, ríki og sveitar- félög, ásamt sterkum einkafyrir- tækjum, auki sumsvif sín á sam- dráttartímum þeg- ar samkeppni verktaka er mest. Bættar samgöng- ur á öllum sviðum eru arðsamasta fjárfesting sem hægt er að leggja í í dag. Rannsóknir þarf að stórauka strax til lands og sjávar. Þær eiga að vera undanfari átaka í atvinnumálum. Skattlagn- ingu fjármágnstekna og hærra skattþrep á hátekjufólk á að taka upp á næsta ári. Eftirlit með skatt- framtölum á að bjóða út til hæfra verktaka. „Landbúnaðarbankinn” hætti í bili að lána annað en „afurðalán” til verslunar og einkaaðila en ein- beiti sér að stuðningi við undir- stöðufyrirtæki í sjávarútvegi og iðn- aði. Framleiðni opinberra starfs- manna verði aukin með hvetjandi aðgerðum. Alþingi og ríkisstjórn gangi á undan í hagræðingu og að loknum næstu kosningum verði ráð- herrar og þingmenn tæpur helming- ur þess sem nú er. Til að auka fram- leiðni í sjávarútvegi verður að taka meira tillit til óska neytendanna, sem vilja fá fiskinn sem ferskastan á diskinn. Mér sýnist athugandi að frystitogararnii' ftysti flökin beint í blokkir sem verða þíddat' upp í landi og flökin flokkuð, snyrt og pökkuð þar samkvæmt pöntunum dreifingaraðilanna sem fá vöruna til sín flugi tilbúna til matreiðslu. Takist ekki að koma í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi skulum við muna að framfærslukostnaðurinn er miklu lægri í Suður-Evrópu yfir vetrarmánuðina en á íslandi. Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks Hollur er heima- fenginn baggi „Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að leggja beri meiri áherslu á uppbyggingu iðnaðarins. Við vitum ósköp vel að fiskimiðin eru mikilvægasta auð- lind okkar, en fisk- urinn getur brugð- ist eins og við höf- um upplifað. Ég vil því að lögð verði aukin áhersla á íslenska framleiðslu og í því skyni verði iðnaðinum sköpuð skilyrði sem duga til að hann geti keppt við innflutninginn. Með því - með Farkorti FARKORT er alþjóðlegt greiðslukort, gefið út af Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og VISA ÍSLAND. FARKORTI fylgja sömu réttindi og venjulegum VISA-kortum, en að auki margskonar fríðindi heima og erlendis. Ferða/slysa- og farangurstryggingar og helmings afsláttur af forfallatryggingu. Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum, veitingahúsum, hótelum og bílaleigum innanlands. Ódýrar öræfaferðir. Afsláttur á skoðanaferðum íslenskra ferðaskrifstofa erlendis. 7-10% afsláttur af tilteknum ferðum til helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara. Á eftirtöldum stöðum innanlands njóta Farkortshafar afsláttar: VEITINGAHÚS: Gullni haninn, Pizzahúsið, Naust, Lækjarbrekka, Argentína og Sjanghæ í Reykjavík. SKEMMTISTAÐIR: Hótel ísland og Hótel Borg, Reykjavík, Krúsin ísafirði og Sjallinn, Akureyri. HÓTEL: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir og Hótel Höfði, Reykjavík, Hótel Keflavík og Flughótel, Keflavík, Hótel KEA, Akureyri ogHótel Bláfell, Breiðdalsvík. BÍLALEIGUR: Bílaleiga ÁG, Bílaleiga Flugleiða og Bílaieigan Geysir, Reykjavík, Bílaleigan Höldur og Bílaleigan Örninn, Akureyri. ANNÁÐ: Sinfóníuhljómsveit íslands og Farvís - tímarit um ferðamál. HYGGINN MAÐUR HEFUR FARKORT ALLTAF VIÐ HÖNDINA. Q Ð O Ð Ð HYGGINN MAÐUR SPARAR VISA FARKQRT greióslukort með fríöindum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.