Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NOVEMBER 1991 19 móti ættum við að geta framleitt sjálfir þær neysluvörur sem við er- um að nota frá degi til dags. „Holl- ur er heimafenginn baggi,” segir máltækið og sá gjaldeyrir sem spa- rast er ekki síður mikilvægur en sá sem aflast. Við erum vissulega að upplifa erfíða tíma núna, bæði hvað varðar aflabrest og eins hitt að við fáum ekki nýtt álver eins og vonir stóðu til. Þetta kennir okkur kannski að vera ekki með öll eggin í sömu kröf- unni og vonandi læra menn af reynslunni. í þessu sambandi er því full ástæða til að skoða þá mögu- leika sem við eigum í iðnaðinum. Ég vil líka benda á annað: Menn harma það núna að hafa ekki feng- ið álverið og ég get vissulega tekið undir það. En það nefna fáir Is- lenska stálfélagið, sem var þó fyrir- tæki sem komið var í rekstur og var hundrað manna vinnustaður, en er nú gjaldþrota. Ég hef ekki orðið var við að um vanda þess fyrirtækis hafí verið fjallað sérstak- lega á þingi eða hjá opinberum aðilum. Ér ekki ástæða til að grípa þar inn í, hlúa að því fyrirtæki og kom því aftur í gagnið? Aðalatriðið er að tryggja hér fulla atvinnu og það kostar mikla yfír- legu og mikla vinnu. En við verðum að gera það og í því sambandi bendi ég á iðnaðinn. Með því er ég ekki að segja að aðrar atvinnugreinar eigi að þoka eða að útiloka skuli aðra kosti, heldur verðum við að þróa okkar atvinnustefnu á grund- velli þess að halda sem flestum möguleikum opnum og draga þann- ig úr hættunni á að fótunum verði kippt undan okkur í einu vetfangi.” Edda Helgason, framkvæmda- stjóri Handsals Lsekkun skatta er lykilatriði „Enn frekari hagræðing í ríkis- rekstrinum er bráð nauðsyn því ríkisbáknið er of stórt. Skera verður niður ríkisútgjöld enn frekar og sala ríkisfyrirtækja verður að hefjast. Hér á landi er rekstur á vegum ríkisins hlutfalls- lega meiri en í ná- grannaríkjunum. Er það líklegt til efnahagslegs árangurs? Til að örva atvinnulífið verður að sjá til þess að skilyrði til rekstr- ar verði algjörlega sambærileg - og helst betri en í nágrannalöndunum. Svo er ekki nú, skattar eru hærri og einnig fjármagnskostnaður. Með niðurfellingu tolla í EB gætu opn- ast möguleikar til frekari full- vinnslu sjávarafurða hérlendis. Er ekki rétt að gefa orðum 'Sigurðar Einarssonar í Vestmannaeyjum gaum, en hann telur erlenda fjár- festingu í sjávarútvegi ekki frá- gangssök? Móttaka erlendra ferðamanna er vaxandi atvinnugrein, en skattaleg aðstaða greinarinnar stenst engan samanburð við nágrannalöndin. í ýmsum löndum er algengt að upp- bygging í þessari grein njóti sér- stakra skattahlunninda, t.d. með niðurfellingu opinberra gjalda og sérstakra fríðinda vegna byggingar mannvirkja í greininni. Ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir aðgerðum sem örva atvinnuiíf- ið og leiða til vaxandi umsvifa. Verðmætin sem til skipta eru, myndast þar en ekki hjá ríkinu. I því efnahagslega svartnætti sem nú ríkir þarf aðgerðir sem leiða af sér aukna bjartsýni og hvetja menn til dáða. Lækkun skatta er þar lykil- atriði. Með tilkomu EES eru at- vinnumöguleikar ungs menntaðs fólks fyrir hendi á öllu EB-svæðinu. Versnandi afkomumöguleikar hér geta leitt til vaxandi landflótta. Hvetjandi aðgerðir eru því lífnauð- sK”.....— Þorsteinn Mór Baldursson, fram- kvæmdastjóri Samherja hf Trúi liví að álver verði byggt „Ég kann engin ráð. Fyrir nokkr- um árum hefði ég sagt að skipaiðn- aðurinn gæti skapað miklu fleiri störf á íslandi og ætti fullan rétt á sér. Þurft hefði að gera tiltölulega lítið til að hann hefði orðið sam- keppnisfær við er- lendan skipaiðnað. Þess í stað hefur nánast verið gengið frá skipaiðnað- inum. Menn mega ekki heyra nefnd ný skip þrátt fyrir að ljóst sé að Islendingar hafa byggt skip og munu byggja skip og að með tiltölu- lega lítilli hjálp Jiefðum við getað haldið þessum verkefnum inni í landinu. Það er eins og ráðamenn hafí alls ekki viljað viðurkenna skip- asmíðaiðnaðinn. Við erum í lægð, algeru tóma- rúmi. Ég held að nú verði samdrátt- ur á öllum sviðum og atvinnuleysi fari vaxandi. Það bjartasta sem ég sé núna er eldi á botnfiski, t.d. til- raunaeldi með lúðu hér í Eyjafírði, sem skapar ef til vill ekki svo mörg störf en er vísbending um hvað við getum gert. Matvælaiðnaður mun eitthvað þróast áfram en mun ekki skapa mörg ný störf þar sem sjálf- virknin kemur á móti. Ferðamanna- iðnaður vex eitthvað en mun ekki taka á móti þeim fjölda fólks sem kemur á vinnumarkaðinn. Ég vil trúa því að bygging álvers hafí verið raunhæfur möguleiki og ég vil enn trúa því að það takist að byggja það. Én þar fyrir utan sé ég engan stóran vaxtarbrodd, ég er einfaldlega svartsýnn.” Sveinn Rúnar Valgeirsson stýrimaður og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum Breytt framtíðar- sýn í vinnslu á sjávarafurðnm „Hvað varðar ástandið í atvinnu- málum okkar Vestmanneyinga verða menn að gera sér grein fyrir að ekki verður um aflaaukningu að ræða í nánustu framtíð. Þar af leiðandi er fyrir- sjáanlegt að ekki verður um aukn- ingu á atvinnu- tækifærum í físk- veiðum að ræða. Ég bind hins veg- ar vonir við að EES-samningarnir geti orðið okkur hagstæðir varðandi fullvinnslu á sjávarafurðum. í þeim efnum held ég að með skynsam- legri hagræðingu í fískvinnslufyrir- tækjum í Eyjum, sem myndi byggj- ast á breyttri framtíðarsýn í vinnslu á sjávarafurðum og með tilkomu fískmarkaðar, gæti legið sá vaxtar- broddur sem til þarf til að viðhalda fullri atvinnu og jafnvel auka at- vinnutækifæri. En forsendur til að þetta geti gengið eftir eru að mínu mati þær, að allur fískur fari um fískmarkaði, að undanskildum þeim físki, sem unninn er í neytenda- pakkningar úti á sjó. I þessu felst einnig að útlendingar fái að bjóða í fiskinn hér heima, þótt hugsanlega yrði að setja þak þar á. En samhliða umræðu um fram- tíðarsýn í atvinnumálum okkar Eyjamanna mega menn ekki gleyma að forsenda alls þessa er að stórbæta innsiglinguna og að- stöðu fyrir stóru flutningaskipin í Vestmannaeyjahöfn. Þá vildi ég einnig nefna að breytingar á lögum --vaxðandiJöndun,. ustu við erlend fískiskip gætu enn- fremur orðið mikil lyftistöng fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyj- ar.” Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna framlag sitt til ríkisábyrgðar launa „Ég sé enga einfalda lausn á vandanum en mér sýnist augljóst að auka verði fjölbreytni í atvinnu- rekstri. Við eigum mikið af vel menntuðu fólki með sérþekkingu sem eftirspurn er eftir víða um heim og við verðum að ljá þessu fólki lið við að koma sér á framfæri sem víðast erlendis. Þá liggja miklir möguleikar í ferða- þjónustu. Við getum nýtt betur ýmsa físki- stofna og reynt að veija fískimiðin ágangi manna og skepna. Það þarf að vinna nýja markaði fyrir íslensk- ar framleiðsluvörur, t.d. í Asíu, og við gætum einnig Jthugað mögu- leika á innflutningi beint frá Asíu til að lækka neyslukostnað. Það er ekki ljóst hveiju samning- urinn um EES breytir en í kjölfar hans verður að auka samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja eins mik- ið og mögulegt er og tryggja stöðu launþega. í svona miklum samdrætti í at- vinnulífínu er mjög mikilvægt að ríkið miiinki ekki framlag sitt til ríkisábyrgðar launa eins og fyrir- hugað er í fjárlögum. Slíkt myndi koma mjög illa niður á launafólki, sem misst hefur atvinnu vegna gjaldþrota fyrirtækja. Miklu skiptir að vextir lækki eins fljótt og auðið er. Óvissan er mikil og það er mjög mikilvægt að ríkið liðki fyrir gerð kjarasamninga með einhveijum ráðstöfunum sem kæmu Iáglauna- fólki til góða, s.s. lækkun virðis- aukaskatts af nauðsynjum.” Guðrún Ólafsdóttir, varaform- aður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur Undrast hvað hlakkar í stjórnar- andstöðunni „Atvinnuástandið á Suðurnesjum er mjög slæmt um þessar mundir, hér er atvinnuleysi löngu orðið við- varandi. Kvótalög- in voru upphafið að niðurlægingu fiskiðnaðar á Suð- umesjum, hvert fyrirtækið af öðru hefur lagt upp laupana á undan- fömum árum og skip og kvóti hafa verið seld burt af svæðinu. Fiskmarkaður Suður- nesja bjargaði þó miklu um tíma. Þeir harðduglegu athafnamenn, sem hafa unnið að því að reisa við fyrirtæki hafa átt í miklum erfið- leikum með að fá fyrirgreiðslu í bönkum. Tilkoma EES-samningsins mun breyta miklu í sjávarútvegi og við horfum því fram á betri tíð. Ekki síður ef frumvarpið sem Karl Stein- ar Guðnason lagði fram fyrir nokkr- um árum um fríiðnaðarsvæði verður að veruleika. Nýi EES-samningur- inn mun færa okkur gífurleg tæki- færi, flytja fískvinnsluna aftur inn í landið og auka útflutning á unnum ferskum fiski en hér eru samgöngur ..við.úLlönd þær bestui.ia er að samningurinn sé á við tvö álver en það breytir því ekki að álver verður að byggja hér. Við urðum því fyrir miklum vonbrigðum þegar byggingu álvers var frestað en vonum að sá frestur verði stutt- ur. Margt fólk hér undrast það hvað hlakkar í stjórnarandstöðunni, rétt eins og þeim sem hana skipa sé sama um atvinnu fólksins. En það ástæðulaust er að leggjast í svart- sýni, við megum ekki láta svartsýn- israus og úrtölumenn villa okkur sýn.” Andrés Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Alpan hf fluka þyrfti afla- kvúta og veiöi „Mikilvægt er að allir; fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður, spari vegna þess samdráttar sem vofír yfír. Forðast þarf öll „óþörf’ útgjöld og setja fjármagn í arðbæra hluti. Þegar er þörf aðgerða til að mögulegt sé að auka aflakvóta og veiði. Draga þarf úr vexti hvala- og selastofna, sem eru í samkeppni við okkur um fiski- stofnana. Einnig þarf að kanna hvort mögulegt sé að auka lítillega sókn í einhveija fiskistofna án þess að af því hljótist framtíðarskaði. Sveitarfélög og ríkið verða að halda uppi framkvæmdum að ein- hveiju leyti á meðan sjávarafli er í lægð og stóriðja í biðstöðu en erfitt kann að vera að fjármagna slíkar framkvæmdir án erlendra lána. Atvinnuleysisbætur kunna að vera skárri kostur en allt of miklar er- lendar lántökur, því enginn fjár- magnar greiðsluhallann við útlönd. Leitin að nýjum atvinnutækifær- um í iðnaði verður að halda áfram. Gott væri ef minkurinn, refurinn og laxeldið væru nú til staðar til að minnka samdrátt atvinnulífins. Þar eru of fáir eftir og of mikið fjármagn farið til spillis, engum til gagns. Koma mætti í veg fyrir að Stálfélagið hætti starfsemi, það er að minnsta kosti nær því að geta skilað atvinnu og arði en fyrirtæki sem ekki hefur verið stofnað. Eng- inn vafi er á því að ýmiss konar iðnaði má koma á fót hérlendis til að keppa við sambærilegan erlend- an rekstur. Menn verða þó að fara hægar af stað en oft vill verða á íslandi, því betri er sígandi lukka en ...” ISLENZK FORNRIT HARÐAR SAGA VIÐBURÐURIISLENSKRI FRÆÐIRITAÍJTGÁFU Lokabindi íslendingasagna komið út. JPetta er vandaðasta heildarútgáfa íslendingasagna sem gefin hefur verið út. I þessu nýja bindi eru fjórar íslendingasögur og níu Islendingaþættir. íslendingasögumar eru: Harðar saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Þorskfirðinga saga og Flóamanna saga. I bókinni er ítarlegur formáli Þórhalls Vilmundarsonar. Þar er og að finna myndir, kort og ættar- og nafnaskrár. Utkoma þessa lokabindis í 14 binda útgáfu Fomritafélagsins á Islendingasögum, er í tvennum skilningi viðburður í íslenskri fræðiritaútgáfu. Með því er fullgerð vandaðasta heildarútgáfa íslendingasagna, sem hingað til hefur séð dagsins ljós, og er þá bæði átt við frágang texta, skýringar og fræðilega umfjöllun um sögumar. í annan stað er beitt í þessu bindi að nokkm nýjum aðferðum við könnun sagnanna, með rækilegum rannsóknum ömefna og ömefnasagna. Jandimu-Sagt— bpj- HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlDUMOU 21 • PÓSTHÓLK8935 • 128 REYKJAVlK • SlMI 91-679060 1816 M 17R1W>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.