Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 11
ftf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 11 þætti sem hafa brugðist, nema að litlu leyti. Menn hafa talað um að auka veiðiheimildir. Það hefur engin slík ákvörðun verið tekin og hún er bæði varasöm og hættuleg. Við getum ekki á augabragði fyrir næsta ár, fengið innspýtingu sem skapar atvinnu í staðinn fyrir álver- ið. Þess vegna eigum við að horfa á stöðuna og sjá með hvaða hætti við getum komið í veg fyrir að þetta verði meira böl en þegar er orðið. Það er freistandi og þær ráðlegg- ingar eru þegar komnar fram, að setja smyrsl á sárin með því að taka stór erlend lán. Fara í mannfrekar framkvæmdir og borga reikninginn seinna, þegar atvinna er komin á ný, þegar álver er komið, þegar óhætt er að veiða meiri fisk. Þetta væri hægt, ef við værum ekki þegar orðin jafn skuldug og við erum. En af því að við erum svona skuldug, þá er þessi leið ekki fær. Þess vegna verðum við að^ þreyja þorrann og þreyja góuna. Á hinn bóginn getum við gert vissa hluti til að milda það högg sem riðið hefur yfir. Það viljum við þó gera með því sem við köllum almennum aðgerð- um. Við viljum ekki fara út í það sem áður var gert: erlendar lántök- ur, stofnun sjóða og endurlán til fyrirtækja. Þá segja menn á móti: Þið hafið gagnrýnt sjóði eins og At\ innutryggingarsjóð, eruð þið ekki að nota þennan sjóð? Við erum ekki að nota hann. Hann er enginn sjóður, heldur skuldaklyíjar fyrir- tækjanna sem fengu þessa henging- arólarlosun fyrir þremur árum, af því þá var ekki gripið til almennra aðgerða. Þá var gengið vitlaust skráð. Nú er ekkert slíkt inni í myndinni og enginn er að hugsa um gengisfellingu. Gengisfelling á ekkert við og er algjörlega úrelt fyrirbæri. Við hyggjumst gefa fyrir- tækjunum færi á því að nota tímann til þess að hagræða hjá sér, nýta betur sinn afla og komast í gegnum þessi tvö ár, fram til þess að samn- ingurinn um evrópskt efnahags- svæði fer að hjálpa þeim og von- andi fram til þess að hægt verði að auka fiskaflann á ný, sem verður að gerast, því annars eigum við enga framtíð í þessu landi. Við gerum okkur grein fyrir því að það sem við gerum núna alveg á næstunni er að grípa til varnarað- gerða í því skyni að það áfall sem við höfum orðið fyrir skaði okkur sem allra allra minnst. Með sama hætti hljótum við að hugsa um kjarasamninga. Fólk hefur sýnt mikla skynsemi og mikið þolgæði í þjóðarsáttarsamningunum. Þess vegna bera vinnuveitendur og ríkis- valdið þunga ábyrgð á því, að gæta þess nú þegar þessi afturkippur verður, að hann komi ekki þyngst niður á launþegum. Þar verðum við líka að vera í vörn og ríkisvald, at- vinnurekendur og iaunþegar verða að sameinast um að koma í veg fyrir að sá skellur lendi hart á launa- fólki.” — Þið fóruð af stað í vor og sum- ar með fögrum áformum um að draga úr halla ríkissjóðs á þessu ári og draga úr lánsfjárþörf ríkisins og hugðust beita ykkur fyrir ákveðnum aðgerðum til þess að svo yrði. Þessi viðleitni virðist í grófum dráttum hafa runnið út í sandinn. Hvað gerðist? Ráðið þið kannski ekkert við þetta gríðarlega ríkis- bákn, eða var ákvörðunum ykkar einfaldlega ekki fylgt eftir niður á lægri stjórnsýslustig? „Ég held nú reyndar að þetta starf okkar hafi borið vissan árang- ur. Meira að segja þannig að sumir kvarta mjög mikið. Eins og menn vita var dregið nokkuð úr fyrirhug- aðri eyðslu, það var dregið nokkuð úr lánsfjárþörfinni, en það er rétt hjá þér, það var ekki mikið — því miður. Við sáum að eftirspurn var að fara úr böndum, verðbólgan að rjúka upp og að vext.ir höfðu verið vitlaust skráðir. Við tókum þá ákvörðun að skrá vexti rétt. Þá var sagt að þetta væri það allra vit- lausasta sem gert hefði verið. Menn sögðu: Það var vinstri stjórn og það var engin verðbólga og allt var í jjjjjjj^jjj Við þökkum 8.752 farþegum sem fylitu leiguflugið okkar til Kaupmannahafnar og London á þessu ári. Sameiginlega tókst okkur að gera utanlandsferðir að almenningseign. Vegna þessa frábæra árangurs fá nú 680 viðskiptavinum sérstakt Bónus-verð á flugferðum, sem hér segir: H ?'9Qn 'i\ 15.900 Brottför tit Koben: Júni 5., 12., 19- 00 2®- Jú»3.,10.,17.,24.o9^- Áqúsi 7.. 11-21.og28. Sept. 4., 11., 18. “0 25. -rUVv* Brottför til i Maí i o ^don: Jún's: f"3- io.:'il -9USt 7; 14 Sept. 4., 11. :21. °9 29 og 26. °9 31. 18. °9 28. °9 25. «»■%!&0H AMSTVMMM KR-15.800 Brottför til Amsterdam: Maí 3., 10., 17., 24. og 31. Júní 7., 14., 21. og 28. JÚIÍ5., 12., 19. og 26. Ágúst 2., 9-, 16., 23. og 30. Sept. 6., 13., 20. og 27. Br°ttförtil Gfacn Maie., 73 pn Júní 3 'Í07°9 27. J<W1.,8. ,'s op324- Ágúsl 5 ,",f'°929 %2,9l6'^* ■’23. og 3Q 11.900 . Sept. b., ic5., >- SMseow Frjálst val um fjölbreytta gistimöguleika og framhaldsferðir með dönskum, enskum og hollenskum ferðaskrifstofum. Farþegar okkar njóta 20-40% afsláttarkjara vegna stórsamninga við hótel og bílaleigur. Þessar Bónus-ferðir okkar þarf að panta og staðfesta 18.-23. nóvember, á meðan þessi sæti endast Flugferðir okkar eru áfram sannkölluð og kærkomin kjarabót fyrir íslenskan almenning. Flugferðir okkartil Glasgow kosta álíka mikið og tólf jólarjúpur og flugferð okkartil London er ódýrari en venjulegt flugfar frá Reykjavík til Egilsstaða, sem kostar 13.900,- kr. Til hamingju - Góða ferð FLUGFERÐIR SGLHRFLUG Vesturgata 17, Síml 620066. öll verð eru staðgreiðsluverð án flugvallaskatta og forfallatryggigar og miðast við gengi 15. nóv 1991. JHóíPgímtilMafoiSji t i í í (i i k £ j j Míii iií s-ií i í i líHfnii iiiiiiiMiniiiiiiiimiinii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.