Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SÖNNUDAGUR 17,'NÓVEMBBR T991 37 KVOLDSTUND MEÐ KRQATISKUM HERMONNUM Matija er tvítug-ur menntaskólastrákur frá litlum bæ í Króatiu. Serbar hernámu bæinn og Matija segir mér að foreldrar hans hafi líklega verið drepnir. Bróðir Matija tekur þátt í að verja Vukovar — ef það er til helvíti á jörðu, þá er það í Vukovar. Sjálfur er Matija nú sjálfboðaliði í þjóðvarðliði Króatíu og hefur barist í fremstu víglínu í tvo mánuði í grennd við borgina Osijek. „Við erum að beijast fyrir friði og lýðræði,” segir Matija, „og meðan ég lifi, fellur Osijek ekki. Og ef ég verð drepinn munu vinir mínir verja þessa borg, verja Króatíu til síðasta blóðdropa.” r Eg hef aldrei kynnst her- mönnum áður, aldrei hitt menn sem dag hvern standa andspæn- is dauðanum en ég hef kynnst mörgum mennt- askólastrákum. Og Matija var, held ég, ósköp venjulegur menntaskóla- strákur til skamms tíma: Hlustaði á tónlist, skemmti sér með vinum sínum eða fór í bíó með kærustunni. Ég hitti Matija á veitingastað undir aðaltorginu í Osijek. Áður voru þar verslanir en nú búa hundr- uð manna á köldum göngunum. Á hverjum sólarhring er um það bil 2-300 sprengjum varpað á borgina. Veitingastaðurinn er troðfullur af hermönnum, það er kvöld og úti er niðamyrkur. Aðeins stjörnur him- insins varpa örlítilli birtu á hina myrkvuðu borg: og Serbarnir eru byijaðir að senda sín banvænu skeyti á Osijek. „Ertu frá íslandi!” hrópar Matija ánægður. „íslendingar og Króatar eru vinir,” segir hann og leggur hönd á hjartastað. Og mikið rétt: Króatar líta á íslendinga sem vini sína. Frumkvæði okkar við frelsun og viðurkenningu Eystrasaltsríkj- anna er ofarlega í huga margra sem ég hitti. Króatar telja að íslending- ar vaki yfir rétti smáþjóða á al- þjóðavettvangi. Matija kynnir mig fyrir félögum sínum: Goran, Franjo og tveimur Josepum. Þeir eru allir á milli tví- tugs og þrítugs, allir sjálfboðaliðar í þjóðvarðliði Króatíu. Þeir beijast saman og allir bera þeir einhver sár úr bardögunum. Franjo hóstar í sí- fellu, þurrum, hásum hósta. Hann er með áverka á brjósti. Franjo er þeirra elstur, líklega um þrítugt, með svart alskegg: segii; fátt en hlær með félögum sínum. Josep „fyrsti” er fjörkálfurinn í hópnum. Hann talar enga ensku en einhvern veginn tekst okkur nú samt að skilja hvor annan og ég kenni honum að segja „skál” á ís- Iensku. Josep „annar” er feimnis- legur piltur með fjarrænan svip: ég sé að félagar hans eru stöðugt að stappa í hann stálinu. Og svo er það Goran. „Besti vinur minn,” seg- ir Matija og slær á öxl Gorans. Goran er liðlega tvítugur, hávax- inn og íþróttamannslegur. „Konan mín er komin átta mánuði á leið,” segir hann. „Hún er á sjúkrahúsi í Zagreb og grátbiður mig um að vera hjá sér. Mig langar að sjá fyrsta bamið mitt fæðast, sjá það vaxa úr grasi. En ég vil líka að barnið mitt alist upp í fijálsu landi. Mig langar ekki að deyja, en ... Á hveijum degi bið ég Guð um að leyfa mér að sjá barnið mitt, þó ekki væri nema einu sinni.” OTRIILEGT VETRARTILBOÐ DAGANA 18.-23. NÓVEMBER ★ Vandað leður ★ Góður sóli ★ Loðfóðraðir ★ Stærðir 36-46 ★ Svartir og brúnir ★ Póstsendum TILBOÐSVERÐ AÐEINS KR. 3.990 / Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3, sími 41754 Þessir króatísku strákar eru ekki í hermannaleik, þeir eru ekki að reyna að vera hetjur. Þeir eru ein- faldlega að veija landið sitt. Stríðið í Júgóslavíu — hvaða Júgóslavíu? spyija þeir — er háð innan landa- mæra Króatíu. f hugum þessara króatísku sjálfboðaliða er engin málamiðlun til. Þeir eru að beijast fyrir fijálsu og fullvalda ríki. Það sker þá frá hermönnum sem sendir eru yfir hálfan heiminn að beijast í þágu málstaðar sem oftast er harla óljós. Þessir strákar þurfa engan áróðursmeistara til að halda þeim við efnið. Þúsundir og aftur þúsundir eru á biðlistum til að kom- ast í þjóðvarðlið Króatíu. Hernaðar- yfirvöld eru hætt að taka við um- sóknum: það eru ekki til vopn fyrir fleiri sjálfboðaliða. Nú kemur stór og stæðilegur hermaður til okkar, sannkallaður beljaki, hallar sér fram á borðið og syngur sterkri og þróttmikilli röddu. Hann syngur af heitri tilfinningu og yfirgnæfir kliðinn á veitingahús- inu. „Þetta er Montana,” segir Matija brosandi. „Hann var vinsæll tónlist- armaður en nú er hann hermaður í þjóðvarðliðinu. Og hann er besti og hugdjarfasti hermaðurinn okk- ar.” Montana er góður söngvari, það er auðheyrilegt, og nú syngur hann króatískan baráttusöng. Strákarnir taka undir með honum og við klöpp- um þegar laginu lýkur. Matija kynnir mig fyrir Montana og hann réttir mér krumluna. Þegar hann heyrir að ég er frá íslandi hefur hann aftur upp raustina. Einu orðin sem ég skil eru ísland og Króatía. Montana vaggar frá borðinu og tekur utan um ungan mann sem er klæddur í íþróttagalla. „Þessi fer til Vukovar í fyrramálið,” segir Matija. Þetta er hávaxinn og rengl- ulegur strákur, Montana slær hann hressilega á bakið og segir eitthvað og þeir hlæja báðir. Við Matija för- um til þeirra. Ungi maðurinn bend- ir afsakandi á íþróttafötin: „Mig langaði að vera í venjulegum fötum í kvöld. í fyrramálið fer ég til Vukovar.” Vukovar. Ég sagði að ef það væri til helvíti á jörðu þá væri það í Vukovar. Ég veit ekki hvort það er nógu sterk lýsing. Serbar hafa setið um borgina í tæpa þrjá mán- uði. Á hveijum sólarhring er þús- undum sprengja varpað á borgina, þessa borg sem fyrir löngu er orðin að rústum einum. í kjöllurunum í Vukovar búa um 15.000 manns, án vatns og rafmagns. Þúsundir hafa fallið. Hjúkrunarfólkið starfar í kjallara spítalans: lyf eru aðeins notuð þegar útlimir eru teknir af fólki. Hinum dauðu er varpað í fjöld- agröf í kjallara, með nafni og núm- eri. í Vukovar er ekki hægt að grafa hina dauðu. Vörn Króata í Vukovar var ekk- WlðA m ^a/tayerk - og.niL Reuter Króatískur hermaður við vopnastafla sem júgóslavneski sambands- herinn skildi eftir nærri Zagreb. segi ég var: Borgin er að falla í hendur Serbum þegar þessi orð eru skrifuð. En á hverri nóttu tókst fámenn- um hópi hermanna að komast gegn- um víglínu Serba — til Vukovar. Af 20 manna hópi sem lagði af stað komust yfirleitt 5 alla leið. Hinir féllu á leiðinni yfir akrana. Og nú er ungi maðurinn í íþrótta- gallanum að fara til Vukovar. Vinir hans og félagar eru að kveðja, allir vita að nánast engar líkur eru á að þeir hittist aftur. Og hann tekur fast í höndina á mér og við horf- umst í augu. Allt í einu finnst mér gott að við tölum ekki sama tungu- mál, því ég hefði ekki vitað hvaða orð ég ætti að nota: Þess í stað tek ég utan um hann. Og við erum báðir með tárin í augunum þegar við kveðjumst. Þegar við Matija setjumst aftur við borðið hjá strákunum hefur fjölgað í hópnum. í horninu situr ungur hermaður með stráhatt, girt- ur þungum skotbeltum. Hann er líka að fara til Vukovar næsta morgun. Þétt upp við hann situr kona um fertugt og talar við hann í hálfum hljóðum. Augnaráð hans er tómlegt og brosið dauft; hann fltlar annars hugar við stóra vél- byssu. Konan er greinilega að reyna að fá hann til að gleyma, gleyma, gleyma. En auðvitað getur hann ekki gleymt, þessi þreytulegi her- maður sem er á leið til Vukovar með byssuna sína. Hann hafði verið 120 klukkustundir samfleytt í fremstu víglínu, svo fékk hann sól- arhringsfrí. Á morgun: Vukovar. „Hugsaðu þér,” segir Matija, „fyrir nokkrum mánuðum vorum við bara venjulegir strákar og lifð- um venjulegu lífi. Nú er búið að taka eitthvað af okkur öllum — og ekkert getur nokkru sinni orðið eins og það var. Ekki við, ekkert. En ég veit að við sigrum að lokum, þótt það taki mörg ár.” Hann sýnir mér króss sem hann ber um háls- inn: „Ég trúi á Guð og Jesúm Krist og ég fer með bænir á hverjum degi. Ég bið um frið, ég bið um frelsi handa Króatíu. En þegar ég segi að ég sé reiðubúinn að fórna lífinu fyrir landið mitt — þá meina .&£.btá kncmtu i-n«wt«w h ■ Ég trúði Matija. Ég hef aldrei séð skærara blik í augum nokkurs manns. „Hvað finnst fólki á íslandi um stríðið í Króatíu?” spyr Matija. Mér vefst tunga um tönn. „íslendingar vilja ekki dráp á börnum,” segi ég. „Vil viljum ekki að sprengjum sé varpað á skóla, sjúkrahús eða kirkj- ur; við viljum ekki að eitt land leggi annað undir sig í krafti hervalds. Fólkið heima á Islandi hugsar mik- ið til ykkar í Króatíu.” Vonandi laug ég engu með þess- ari ræðu. Matija tekur kassettu upp úr vasa' sínum með hljómsveitinni „Daleka Obala” — það þýðir „fjar- læg strönd”. Hann og Goran skrifa inn í umslagið: „Handa Hrafni og íslensku þjóðinni. Við viljum lýð- ræði og frið! ísland og Króatía eru vinir.” Ég spyr Matija hvað hann langi til að gera þegar stríðinu lýkur. Það lyftist á honum brúnin: „Mig langar að verða rithöfundur. Mig langar að skrifa um það sem gerðist hérna. Og svo langar mig líka að ferðast.” Við ákveðum að þegar stríðinu ljúki komi Matija í heimsókn til ís- lands og félagar hans ætla að slást í hópinn. „Það eru fallegar stelpur á íslandi, er það ekki?” segir Josep fyrsti og hlær prakkaralega. Ég hlýt að fallast á það. „En fallegustu stelpur í heiminum era nú samt í Króatíu!” segir Goran ákveðinn. Matija og Goran verða mér sam- ferða af veitingastaðnum. Við för- um um ganga loftvarnabyrgisins. Alls staðar er sofandi fólk, vafið í teppi. Það er kalt og hráslagalegt. Við útganginn stendur lítil stúlka, á að giska sjö ára, með móður sinni. Matija brosir breitt og.gengur til telpunnar og klappar henni á koll- inn. Hún er feimin og heldur í pils- fald móður sinnar. Matija beygir sig niður að henni, hvíslar einhveiju í eyra hennar og hún brosir. Svo tekur Matija af sér krossinn og hengir um háls litlu stúlkunnar. Jlrafn Jökulsson er bladamaöur og rithöfundur og var fyrir nokkru í Króatíu. Hann er búsettur í Frakklandi í vetur. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.