Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 góðu gengi. Við sögðum: Þetta er rangt. Það var allt falið, þetta voru blekkingar. Bankarnir stóðu illa, ríkisfjármálin voru í molum og stórkostleg þensluhætta var í landinu. wextirnir voru hækkaðir og skráðir rétt. Það var erfítt fyr- ir atvinnulífið og það var erfitt fyrir almenning. En þessi aðgerð skilaði sér ekki strax. Nú loksins eru vextirnir farnir að' skila sér og það er farið að draga úr þensl- unni á nýjan leik. Það má að mínu mati þakka vaxtahækkuninni það. Nú bera menn sig undan háum vöxtum, sem er út af fyrir sig skiljanlegt, þegar samdrátturinn verður. Verðbólgutoppurinn sem fór upp í 12%~er á hraðri leið nið- ur, eins og við sögðum að myndi gerast. Að því leyti til er það rangt sem haldið var fram, að við vær- um með okkar aðgerðum að úti- loka gerð kjarasamninga í fram- haldi af þjóðarsátt. Þvert á móti eru nú komnar forsendur fyrir því að vinna áfram á grundvelii þjóðarsáttarsamninganna. Við leggjum fram fjárlaga- frumvarp núna, þar sem dregið er úr Jánsfjáreftirspurn um þriðj- ung. Ég held því fram að við höf- um að sumu leyti staðið okkur sæmilega. í þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga að þijóska kerfjsins er gríðarleg, þannig að þrátt fyrir pólitískan vilja til breytinga, getur þurft Jangan tíma til þess að vinna kerfið á sitt band, eða komast í gegnum það.” — Þú nefnir ijárlagafrumvarp- ið. Þeir sem hafa fjallað úm frum- varpið frá því það var lagt fram fyrir rúmum mánuði, samtök at- vinnulífsins og fjölmargir aðrir, gagnrýna frumvarpið einmitt fyr- ir það að hvergi nándar nærri nógu langt sé gengið í frumvarp- inu í þá átt að draga úr ríkisum- svifum. Hvers vegna var ekki gengið lengra? „Þetta er alveg. rétt hjá þér. Flestir út í frá sem gagnrýná fjár- lagafrumvarpið, gágnrýna það fyrir að gangá ekki nógu lángt. Þetta heldég að sé hin.rétta gagn- rýni, en þeir sent gagnrýna ])að innan frá, þingírténn stjomarand- stöðunnar og stjórnarþingmenn gagniýna það úr hinni áttinni, að menn séu að skera of mikið niður. Þeir eru sumir hveijir með yfír- lýsingar um að þeir muni ekki vilja standa að slíku. Ég held að þessir aðilar ættu að horfa á þá gagnrýni út í frá sem ríkisstjórnin verður fyrir og þeir út í frá sem gagnrýna okkur ættu að horfa á vandann sem við glímum við inni á Alþingi — þá sem ekki vilja niðurskurð í þeim mæli sem við höfum viljað. Kostnaðurinn á sér, alltaf fylgjendur. Þáð tala allir af einlægni Um að þeir vilji skera niður ríkisútgjöld, en um leið og kemur að því að skera á niður í kjördæmi viðkomandi þingmanns, eða á sviði annars þingmanns eða ráðherra, þá snýst dæmið við og svarið verður: Það má ekki hreyfa við þessu eða hinu. Þetta gerist í stóru og smáu og ég þekki mý- mörg dæmi þessa.” — Er þetta ekki lýsing for- sætisráðherra á forystukreppu? Lýsing á því að hann og aðrir forystumenn ríkisstjórnarinnar í báðum stjórnarflokkum fái ekki að ráða því sem þeir hafa verið kjörnir til að ráða og þeir fái ekki frið til þess að hrinda í fram- kvæmd þeim ákvörðunum sem þetta stjórnarsamstarf byggist á? „Nei, þetta er rangt hjá þér. Við horfum á það að það er ekki hægt í sumum tilvikum að knýja fram ákvarðanir. Við horfðum á það gagnvart okkar samstarfs- flokki Alþýðuflokknum, að hann réð ekki við skólagjöldin, svo dæmi sé nefnt. Það er mjög lítill þingflokkur hjá Alþýðuflokknum, fímm ráðherrar og fímm óbreyttir þingmenn. Við erum með fímm ráðherra og 21 þingmann sem ekki er ráðherra, sem er miklu flóknari þingflokkur. Engu að síð- ur, þá tókst ráðherrum Alþýðu- flokksins ekki að knýja skóla- gjöldin í gegn, eins og ríkisstjórn- in ætlaði sér. Sama má segja um heilbrigðismálin. Þau strönduðu á þingflokki heilbrigðisráðherrans, að svo miklu leyti sem þau strönd- uðu. Við verðum að sumu leyti að þola að við komum ekki öllu í gegn sem við viljum. Þetta er ekki land einræðis og þetta eru ekki einræðisflokkar, sem betur fer. Þetta er ekki spurning um það að hafa vald til þess að beija alla niður. Ég myndi ekki vilja hafa það vald í mínum þingflokki að menn samþykktu eitthvað vegna þess að þeir væru barðir í haus- inn. Ég hef ekki það vald og vil ekki hafa það. Heldur vil ég að þetta lagist innan frá, í höfði hvers og eins. Það verður að vekja at- hygli, þrýsting og þunga frá kjós- endum þingmanna, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, þannig að það verði ekkert vin- sælt lengur að vera með yfirboð þegar virkileg þörf er á samstöðu um aðhaldsaðgerðir.” — Það hefur komið fram í ýmsum myndum að undanförnu hversu brokkgengur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er, og hve ákveðnum þingmönnum flokksins GETUR EIiKI AFSAIAÐ ÞÉR FRUMBÝLISRÉTTI Þ JÓÐARIAAAR. ” er tamt að hlaupa út undan sér. Eru þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins eitthvað mislagðari hendur en gengur og gerist? „Ég gagnrýndi þingflokk Sjálf- stæðisflokksins oft hér áður fyrr og fannst allt leka út í bæ á meðan mál voru á umræðustigi og aldrei hægt að ganga frá neinu. Ekki þannig að ég sé að segja að þingflokkar eigi að vera eins og einhver leyniregla, sveipuð leyndarhjúp, það er gamaldags og úrelt — en engu að síður ættu menn að hafa vilja til þess að á meðan mál eru í mótun, þá geri enginn neitt sem spilli fyrir. Mér finnst sem' þétta hafi upp á síðk- astið breyst til hins betra, og það er góðs vití. Menn eru meira sam- stígá. Mér er ekkert launungar- mál að ég hef oft verið skamm- aður f þingflokknum upp á síð- kastið, án þess að fréttir hafi komið um það í blöðum. Ég held að stór hluti þingflokksins, lang- stærsti hluti hans, vilji taka þátt í erfíðum ákvörðunum. Ég held mér sé óhætt að segja að nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins séu þessarar afstöðu. Aðferðin er að mínu mati sú, að í þjóðfélag- inu er að skapast almennur skiln- ingur á því að það er ekki þing- mönnum til framdráttar að halda fram persónulegum afrekum í eyðslu þegar illa árar. Slíkt skap- ar ekki vinsældir, heldur óvin- sældir. Fyrst og síðast þurfa stjórnvöld að hafa hugarfar þjóð- arinnar með sér. Ef þingmenn finna að það er ekki vilji í þjóð- félaginu til þess að fara þá leið að skera niður útgjöid og minnka þjónustu, þá eru þeir margir hveijir vísir til þess að halla sér á hinn veginn. Það hefur ekki gerst í tíð þessarar stjórnar og ég held að það muni ekki gerast. Hitt er rétt að þingmönnum flokksins líður ekki öllum allt of vel og þeir eru ekki allir sannfærð- ir um að það sé rétt sem við erum að gera. En það eru nú reyndar margir þingmenn þannig að þeir vilja helst losna við óþægindi — en hver vill ekki losna við óþægindi?” — En þessi stöðugi drauga- gangur og undirgangur í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins — er hann ekki ótrúlega magnaður í flokknum sem leiðir stjórnarsam- starfíð? Nú að undanförnu hafa blossað upp harðar deilur innan flokksins um byggðamál — þegar í vor voru átök um formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem þú varðst að lúta í lægra haldi, mikill órói varð þegar menntamálaráðherra skipaði í út- varpsstjóraembættið, þvert á vilja mjög margra sjálfstæðismanna og svona mætti sjálfsagt lengi telja. Eru kannski að verða til tveir þingflokkar innan Sjálfstæð- isflokksins, þingflokkur þéttbýlis og þingflokkur dreifbýlis, þar sem forsætisráðherra leiðir þann fyrr- nefnda en Þorsteinn Pálsson þann síðarnefnda? Þau mál sem þú nefnir hafa á þessu hálfa ári komist í sviðsljós- ið, það er rétt. En ef litið er á hvert þessara mála fyrir sig, þá er ekki í neinu þeirra um það að ræða að sömu öfl séu að deila, þannig að það er ekki eins og flokkurinn sé að klofna í einhveij- ar tvær stríðandi fylkingar. Flokkurinn kemst að niðurstöðu og klárar sín mál, þótt slíkt geti kostað átök. Þegar ég var ungur maður í flokknum þá voru harðar deilur á milli Gunnars Thoroddsens og Geirs Hallgrímssonar. Við sjálf- stæðismenn vissum vel um þessar deilur, en þú sást hvergi neitt á prenti um þær. Það var ekki fyrr en allt sprakk með braki og brest- um 1980 sem um það var fjallað í fjölmiðlum svo nokkru næmi. Atökin voru öll undir yfirborðinu. Það var ekki deilt á þingflokks- fundum, miðstjþmarfundum, né annars staðar. Ég held að það sé heilbrigðara að-það komi syona smáblossar upp á yfirborðið öðru hvoru, eins og gerst héfur hjá okkur öðru hveiju. Það sem gerð- ist 1980 sýndi að mínu mati þan- þol flokksins og lipurð Geirs Hall- grímssönar að flokkurinn skyldi ekki brotna við þau miklu átök. Ég sé nú engan flokk í veröldinni annan sem hefði lifað þau átök af. Matthías Bjarnason hefur reiðst mínum orðum, eins og fram hefur komið, vegna þess sem hon- um finnst sem ég sé að vega að honum persónulega þegar ég fínn að því að tilteknir sjóðir hafi farið illa með opinbert fé. Flestir þess- ara sjóða hafa verið Matthíasi Bjarnasyni með öllu óviðkomandi, þó að þeir nýlega hafi fallið undir hans stjórn vegna lagabreytingar. Við Matthías höfum skiptar skoðanir um það, út af fyrir sig, hvernig eigi að veija fjármunum, innan stofnunar eins og Byggða- stofnunar. í því felst engin gang- rýni á Matthías Bjarnason, þó ég hafi aðrar skoðanir en hann í þeim efnum. Það vill nú þannig til að þessi stofnun, Byggðastofn- un, heyrir stjórnskipulega undir mig, en í því felst hvorki að ég geti né vilji ráðskast með stofnun- ina. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að veija jafnmiklum fjármun- um til byggðamála og gert hefur verið hingað til, en það eigi að gera það skipulega. Ég tel að þegar tekin er ákvörðun um að styðja tiltekið vaxtarsvæði, sem mín vegna geta verið mörg í hveij- um landshluta, þurfí þau að hafa vera það öflug að þau geti veitt þá þjónustu sem fólkið vill fá. Fólkið er ekki að hverfa frá þess- um stöðum vegna þess að at- vinnuástand sé Iélegt eða kaupið lágt. Það er að hverfa frá þessum stöðum, því það fær ekki þá þjón- ustu eða það lífsmynstur sem það viil búa við. Þetta verða menn að viðurkenna og eiga því að hugsa sem svo: Nú höfum við þessa miklu peninga, sem við ætlum að setja í vegagerð, hafnargerð, upp- byggingu skóla eða heilbrigðis- þjónustu á hveijum stað. Við megum ekki taka þessi hundruð milljóna sem við eigum tíl hafnar- mála og setja hundrað, milljónir hér, tvöhundruð milljónir þar og þijúhundruð milljórtir 'enn annars staðar, og afram stað eftir stað, án þess að hugsa dæmið í heild. Ég vil ekki draga úr fjárveitingum til byggðanna, það er bæði mis- skilningur og rangfærsla að halda slíku fram. Ég vil stýra fjárveit- ingunum með markvissari hætti en gert hefur verið, þannig að stuðningur Byggðastofnunar við tiltekin svæði nýtist jafnhliða því sem fjármagni til vega- og hafnar- mála á sama svæði sé markvisst og samhæft stýrt þangað; jHér verði því um heilsteyptar og sam- ræmdar aðgerðir að ræða, en ekki jiannig ;að Byggðastofnun driti niður húndrað rnilljónum hér og hundrað milljónum þar í verk- efni sem gagnast engum, þegar upp er staðið. Ég get ekki séð að það sé í verkahring Byggðastofn- unar að veita 6 eða 7 hundruð milljónum í eitt fiskeldisfyrirtæki í Fljótunum, þar sem vinna eitt- hvað rúmlega tíu manns. Það getur enginn sagt mér að það sé í samræmi við lög um Byggða- stofnun. Þá peninga hefði mátt nýta öðru vísi, í þágu byggða. Ég hlýt að mega benda á slíkt ög gagnrýna. , Þetta er reynt að túlka þannig að ég sé fjands'afnlegur einstökum byggðum. Ég er sannfærður um það, þótt reynt sé að stimpla mig byggðafjandsamlegan, að mjög margir úti á landsbyggðinni skilji þetta og skynji og vilji að_ svona sé farið með fjármagnið. Ég trúi því ekki að landsbyggðarmenn vilji að mér eða öðrum sé bannað, meira að segja að ræða þessa •hluti. Ég hef ekki gert neitt. Ég er bara fordæmdur fýrir að ræða þessa hluti og það er kúgun sem ég _ætla ekki að sætta mig við. Ég hlusta með athygli og af virðingu á;sjónarmið,manna eins og Matthíasar Bjarnásonar, sem hefur gríðarlega reynslu og gert marga frábæra hluti. En ég hef þá eindregnu ósk fram að færa að hann hlusti líka af athygli á það sem ég hef fram að færa, þó að mínar skoðanir kunni ekki að falla í kramið hjá honum. Ég tel að það sé lífsspursmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stuðla að því að það sé lífvænleg byggð hvarvetna á landinu, en það þýðir ekki endilega að menn eigi að segja að núverandi skipan byggð- amála og byggða í landinu sé hin eina rétta og eigi að vera óbreytt hér eftir. Og að við eigum beita ofríki, valdi, peningum og mið- stýrðum aðgerðum til að tryggja að ekkert breytist. Þessi staðhæfing með tvo þing- flokka innan flokksins er líka fá- sinna. Raunar þoli ég það mjög illa og tel vera afar ósanngjarnt þegar menn úti í bæ eru að segja: Helftin af þingflokknum eru bara framsóknarmenn. Það er mikill munur á okkar þingmönnum og framsóknarþingmönnum. Póli- tískt erum við í öllum grundvallar- atriðum samstíga og það á ekki að koma nokkrum á óvart að menn af mismunandi kynslóðum og með ólíkan bakgrunn nálgist stundum verkefnin með ólíkum hætti og misjöfnum áherslum. Ég tel ekki vera sérstaka togstreitu innan þingflokksins á milli stijál- býlis og þéttbýlis, heldur sýnist mér að skoðanaskipti séu meiri og opnari nú en áður, og það tel ég bæði heilbrigt og gott. Ólíkar skoðanir hafa auðvitað verið til staðar, en ég held að menn hafi frekar byrgt þær inni áður.” — Finnst þér sem allir þeir erfiðleikar sem hafa komið upp á SJÁ BLS. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.