Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 17. NÖVEMBER 1991 17 •s r Stefán Guðmundsson alþingis- maður og stjórnarmaður í Byggðastofnun Veturinn verður okkur erfiður „Eg tel horfurnar í álmálinu al- varlegar, en ég hef þá trú að hér sé raunverulega um frestun að ræða. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að erlendir aðilar standa ekki í bið- röðum til að íj'ár- festa á íslandi og hafa ekki gert, við verðum að halda á málinu með tilliti til þessa. Ég held að það sé staðreynd að á meðan við höfum verið að bíða eftir framvindu álmálsins þá höfum við ekki sinnt nógu vel öðrum þátt- um atvinnuuppbyggingar í iðnaði, né heldur að búa íslenskan iðnað undir þá samkeppi sem greinilega er stefnt að því að leiða okkur í. Ég legg áherslu á nauðsyn þess að vinna að nýsköpun í atvinnulíf- inu. Við eigum þar margvíslega möguleika en það tekur tíma og kostar mikið ijármagn að gera þá að veruleika. Ég tel það hafa verið mikil mistök hjá rikisstjórninni að láta það vera eitt af sínum fyrstu verkum að hækka vexti í íslensku atvinnulífi. Það horfir alvarlega í sjávarút- vegsmálum vegna aflabrests og ýmissa skattlagninga sem áformað er að setja á sjávarútveginn. Ég spái því að veturinn í vetur verði okkur erfiður og dreg í efa að ríkis- stjórnin hafi getu eða vilja til að bregðast rétt við þeim vanda.” • Hörður Sigurgestsson forstjóri Hf. Eimskipafélags íslands Við eigum fjórar auðlindir „Við eigum að leggja áherslu á að efla þann atvinnurekstur, sem vel er stundaður og hlúa að nýjum vaxtarbroddum. Þessi áföll, sem nú hafa dunið yfir, þurftu ekki að koma á óvart, en þau eru þeim mun sárari, þar sem að á íslandi hefur verið mjög hægur hagvöxtur undanfarinn áratug - mun minni en almennt er í ná- grannalöndum okkar. Áður en þessi áföll dundu yfir höfum við verið að dragast aftur úr. Við eigum fjórar auðlindir: Sjó- inn, landið eða náttúruna, orkuna og hugvitið. Við þurfum að leggja áherslu á að auka enn, frekar arð- semi útgerðar og vinnslu. Við vit- um, að hægt er að ná mun meiri árangri á þeim vettvangi. Komandi ástand hlýtur að knýja á um, að nú verði unnið hraðar að því. Varð- andi orkuna verður naumast nokk- uð gert á skömmum tíma. Varðandi landið þá erum við að tala um ferða- þjónustu. Hún er vaxtarbroddur, þar sem eru allnokkrir möguleikar í nálægri framtíð. Því á að leggja áherslu á að efla ferðaþjónustu. Hugvitið skapar einnig marga möguleika. Við erum t.d. að tala um útflutning á forritum, örtölvu- tækni o.fl. Skila líklega meiru, en við höfum áttað okkur á. Við þurf- um að leggja á þetta meiri áherslu og finna fleiri fleti. Ég tel að við þurfum líka að átta okkur á því, að ekki er víst að þessu samdráttartímabili sé lokið með árinu 1992. Það er allt eins líklegt að sama ástand verði árið 1993 og 1994. Við eigum að. horfa á alvöru málsins. Gæta þess að ýta ekki áfram á undan okkur vandamálum. Við eigum að gæta þess, að ríkis- valdið getur ekki leyst nema tak- markað þennan vanda. Við hljótum svo að setjast niður og freista þess að móta okkur at- vinnu- og hagvaxtarstefnu fram yfir aldamót. Hvar ætlum við að verða stödd árið 2002? Hvaða hlufe ætlum við okkur þá?” Finnbogi Jónsson forstjóri Síldarvinnslunnar hf. á Nes- kaupstað Afskrifum ólvers- draumðra „Það sem þarf að gera er eftirfar- andi: Lækka vexti þegar í stað um helming. Vextir eru nú ofar skýjum og meðan svo er mun ríkja hér stöðnun í allri ný- sköpun og upp- byggingu. Verja þarf veru- legri upphæð aukalega til vega- gerðar, m.a. jarð- gangagerðar strax Mæla loðnustofninn^ rétt í vetur þannig að milljarða verðmæti fyrir þjóðarbúið fari ekki í súginn eins og gerðist á síðustu vertíð. Hraða undirbúningi að raforku- sölu um sæstreng til Evrópu og afskrifa strax álversdraumóra. Stórauka rannsóknir á vannýtt- um fiskistofnum og veita styrki til tilraunaveiða. Veiðiheimiidir hag- ræðingarsjóðs verði nýttar í þessu skyni. Lækka bindiskyldu viðskipta- bankanna í Seðlabankanum til að bankarnir geti mætt þörfum atvinn- ulífsins í þeim aflásamdrætti sem framundan er. Gera kjarasamninga sem taka mið af raunverulegu ástandi í þjóð- arbúskapnum. Gera sérstakt átak til að lækka vöruverð á landsbyggðinni, ekki síst matvælum, til samræmis við það sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Efla rannsóknir og þróunarstarf- semi í landinu. Upphæðir sem við veq'um til rannsókna á möguleikum í íslensku atvinnulífi eru smámunir miðað við hvað við teljum sjálfsagt að eyða í leit að álkálfinum. Ná jafnvægi í vöruskiptum við útlönd. Böðvar Pálsson bóndi á Búr- felli í Grímsnesi Ekki efni ó minni „Mín skoðun er sú að álmálið sé ekki endanlega úr sögunni. Ég vona að við fáum það tækifæri á ný eða eitthvað svipað og getum þannig rennt fleiri stoðum tundir atvinnulífið en fiskiðnað og landbúnað. Ég tel að stjórnvöld ættu að leggja áherslu á að leita verkefna í iðnaði sem vásru atvinnuskapandi. Vegna þess að ég held að þetta séu tímabundnir erfiðleikar sem nú steðja að þá tel ég að stjórnvöld ættu að gefa grænt ljós á skuld- breytingar lána hjá sjóðum og einn- ig í tímabundnum lántökum. Ég er einnig þeirrar skoðunar að við höf- um ekki efni á að draga saman fisk- veiðikvótann eins og fiskifræðingar leggja til, a.m.k. næsta árið.” á næsta ári. Pétur Reimarsson fram- kvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík Verðum að vinna okkur ðt úr kessu Ég tel að við verðum lítið varir við afleiðingar álmálsins í okkar rekstri, en við finnum aftur á móti fyrir samdrætti í fiskveiðum og fiskvinnslu. Við því verðum við að bregðast, annað- hvort með sam- drætti eða með því að reyna að auka útflutning, eins og við höfum þegar verið að reyna. Ég held að það séu engin snjall- ræði til í þessari stöðu heldur verði menn að reyna að vinna sig út úr þessu með því að þróa áfram fisk- vinnslu og atvinnugreinar tengdar sjávarútvegi. ég held að slík þróun muni taka töluverðan tíma. Það er lykilatriði fyrir hagvöxtinn að geta nýtt orkulindirnar.” Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Nýting orkulinda höfuömálið „Tilkoma Evrópska efnahags- svæðisins getur skapað mikla möguleika fyrir sjávarafurðir okk- ar, sérstaklega fullvinnslu þeirra en áður en til þess kemur verður að taka til hendinni við hagræðingu í greininni þar sem mörg fyrirtæki eru vanbúin til að tak- ast á við þær breytingar sem í vændum eru. Rétt er að benda sérstaklega á tvö atriði varðandi þessa grein, þ.e. annars vegar veiðar sjávarspen- dýra, sem hljóta að hefjast aftur fyrr en síðar ef ætlunin er að halda uppi byggð í landinu og hins vegar að haga verður veiðireglum þannig að hagkvæmara verði að landa öll- um afla en að henda talsverðum hluta hans í sjóinn. Flestir eru sammála um að ef við eigum að vænta aukins hag- vaxtar í næstu framtíð, þá þurfi að koma til ný atvinnutækifæri í iðnaði. Undanfarin misseri hefur umræðan nær eingöngu snúist um byggingu álvers. Því er skiljanlegt að mikil svartsýni grípi um sig þeg- ar bakslag verður í þessum málum. Höfuðmálið á næstu árum hlýtur að vera að skapa tækifæri til að nýta orkulindir landsins. En samf- ara væntanlegum markaðbreyting- um og aukinni samkeppni, verður hagræðing að koma til. Eg tel sérstaka ástæðu til leggja áherslu á tvö atriði til viðbótar; annars vegar að reyna að nýta •mikla möguleika í sambandi við aukningu í ferðaiðnaðinum, þar sem fjöldi nýrra þjónustustarfa skapað- ist til mótvægis við þau störf sem hljóta að leggjast niður við rekstrar- hagræðingu í öðrum greinum og hins vegar að auka útflutning á ýmiss konar hugviti, sérstaklega í sambandi við tölvubúnað. En það er sammerkt öllum at- vinnugreinum sem standa í harðri samkeppni, að þær verða að búa við sambærileg rekstrarskilyrði og keppinauturinn. Eins og ástandið hefur verið, hlýtur það að vera stærsta málið hjá fyrirtækjunum að fjármagnskostnaður lækki veru- lega, því annars eiga þau enga möguleika, jafnvel ekki einu sinni _þau sem .teljast í .þetú kantinum. ” Páll Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri ístaks Björgnnaraðgeröir stjórnvalda gengið sér til hóðar „Álver hefði verið kærkomið við þær aðstæður sem nú eru. En eng- in ástæða er þó til að örvænta. Þeir samningar sem náðst hafa um Evrópska efna- hagssvæðið virð- ast gefa t.d. fisk- vinnslunni tæki- færi til að skapa sér aukin verð- mæti með mark- aðsstarfi á evrópskum neytenda- markaði og líklega veitir sölusam- tökum okkar ekkert af því að sam- einast, svo þau hafi afl til að nýta sér þau tækifæri. En á þessu sviði eins og öðrum, er einungis um tækifæri að ræða. Hlutverk stjórnvalda er að skapa atvinnugreinunum skilyrði til þátt- töku í alþjóðlegri samkeppni á jafn- réttisgrundvelli. Sérstakar biöreiinaraðcrerðir stjórnvalda hafa gengið sér til húð- ar. Reyndar vekur athygli hvað grein eins og ferðajónusta, sem ekki hefur notið mikiliar opinberrar fyrirgreiðslu, hefur dafnað, öfugt við t.d. fiskeldið. Nýjar atvinnugreinar verða nátt- úrlega ekki hristar fram úr erminni og margir samverkandi þættir ráða því hvort ný starfsemi nær sér á strik. Tæknigarður, sem stofnaður var til að hvetja menn til að nýta sér þekkingu Háskólans, hefur skapað 100-200 manns atvinnu og hún tengist útflutningi í mörgum tilfellum. Verkefni sem krefjast mikillar menntunar fela í sér mest- an virðisauka og við blasir að fleiri möguleikar liggja í nýtingu mennt- unar. Háir vextir geta staðið nýjungum fyrir þrifum og því er brýnt að einkaaðilar hafi beinan aðgang að erlendu lánsfé. Hins vegar er ótækt að auka frekar erlendar lántökur með ríkisábyrgð. Þá er algerlega fráleitt, miðað við skuldsetningu þjóðarbúsins, að ríkið taki erlend lán til að standa að ýmsum opinber- um nýframkvæmdum í samræmi við úreltar hagfræðikenningar um sveiflujöfnun. Það hefur sýnt sig að ríkið hittir aldrei á réttum tíma, hvorki á bremsuna né bensíngjöf- ina.” Lærdómsrit Bókmenntafélagsins - ný bók ORÐRÆÐA UM AÐFERÐ eftír RENÉ DESCARTES Eitt af höfuðritum vestrænnar menningar. * /slensk þýðing eftir Magnús G. Jónsson með inngangi og skýringum eftir Þorstein Gylfason. „Eg hugsa; þess vegna er ég til.“ René Descartes (1596-1649) er einn áhrifamesti heimspekingur allra tíma og með ritum sínum, þeirra á meðal „Orðræðu um aðferð til að beita skynseminni rétt og leita sannleikans í vísindum", átti hann hvað mestan þátt í að sagt var skilið við hugsunarhátt miðalda í heimspeki og visindum. Orðræða um aðferð kom fyrst út í Leiden 1637. Hér lýsir Descartes þekkingarleit og þroskaferli sjálfs sín og setur fram heildarsýn, hvemig skuli reisa öll visindi á undir- stöðum ömggrar þekkingar. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlÐUMOU 21 • PÓSTHÓLF 8935 • I28HF.YKJAVIK • SlMI 91-679060 175 R 1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.